Morgunblaðið - 27.08.1978, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 27.08.1978, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. ÁGÚST 1978 I feröinni gerist margt ævintýralegt. sem farin veröur Á stjórnarárum Elísabetar I Englandsdrottningar lagði segl- skip nokkurt upp írá bresku hafnarborginni Plymouth. Um borð í skipinu var Sir Francis Drake og áhófn hans, en ætlunin var að sigla umhverfis hnöttinn. Nú. fjögur hundruð árum seinna. er ætlunin að annað seglskip leggi einnig upp frá hafnarborginni Plymouth, og sigli umhverfis jörðina, í tilefni af því að fjögur hundruð ár eru liðin frá hnattsiglingu Sir Drakes. Það skip er 150 tonna hriggskip og heitir „The Eye of the Wind“. eða Auga vindsins, en leiðangur þess hefur verið ncfnd- ur „Operation Drake“. Gert er ráð fyrir því að ferðin taki tvö ár, en henni er skipt nióur í niu áfanga. sem hver um sig tekur þrjá mánuði. Um borð í skipinu verður hópur vísinda- manna og félagsfræðinga, auk þess sem hópur ungmenna frá hinum ýmsu löndum heims fær tækifa'ri til að taka þátt í ferðinni. Umgmennunum gefst kostur á að taka þátt í ýmiss konar rannsóknarstörfum og má án efa segja að þessi a*vintýraferð verði flestum þeirra ógleymanleg. Eins og áður segir er ferðinni skipt niður í níu áfanga og tekur hver um sig þrjá mánuði. Tuttugu og fjögur ungmenni frá ýmsum löndum eru saman í einu á skipinu, ásamt níu reyndum leiðangurs- mönnum. í upphafi hvers hluta ferðarinnar fer nýr hópur ung- menna um borð í skipið, þannig að hver hópur fyrir sig er í þrjá mánuði um borð. Einnig verður skipt um leiðsögumenn í hverjum áfanga, þannig að leiðsögumenn- irnir verða sérhæfðir í þeim áfanga sem þeir fara. Vísindastarfinu um borð verður stjórnað af sérfræðingum á hverju sviði, sem vinna með ungmennun- um að rannsóknum og öðru slíku. Ungt fólk frá þeim stöðum, sem heimsóttir eru, mun fá tækifæri til að vinna með leiðangrinum, meðan á heimsókninni stendur á viðkom- andi stað. Um borð í skipinu verður einföld rannsóknarstofa, sem aðallega er ætluð til rann- sóknarstarfa á hafi úti, en síðan verður skipið nokkurs konar tengi- liður á milli ýmissa rannsókna, meða! annars í Panama, Papua í Nýju Gíneu, Sulawesi og Sudan. Markmiðið með þessari ferð er að gera ungu fólki kleift að fylgjast með og vinna við ýmiss konar rannsóknir og sýna hvað í því býr. Þau atriði, sem mest áhersla verður lögð á að rannsaka, eru jurta- og dýralíf í regnskógum hitabeltisins, ýmsar fornminjar og líffræðileg atriði. Einnig er ætlun- Farkosturinn, „The Eye of the Wind“ — Auga vindsins. ÆVINTÝRAFERÐ umhverfis hnöttinn in að gera ýmsar læknisfræðilegar rannsóknir á íbúum þeirra landa sem heimsótt eru, til dæmis í tengslum við næringarskort og landlæga sjúkdóma. Vísindastörfin eru unnin undir umsjá „The Scientific Expioration Society" (SES) og er megin- áherslan lögð á það að fá í ferðina ungt fólk, sem áhuga hefur á rannsóknarstörfum og vill prófa eitthvað nýtt. Tilgangurinn er að gefa ungu fólki tækifæri til að rannsaka ný lönd og að vinna með vísindamönnum. í þessari ævin- týraferð gefst ungu fólki líka tækifæri til að þróa með sér leiðtogahæfileika og með því að vinna með mörgu fólki frá ýmsum löndum eiga að myndast meðal þeirra alþjóðleg tengsl. Telur SES það mjög æskilegt þar sem unga fólkið í dag kemur einhverntímann til með að taka við stjórn heims- málanna og þá mun slík reynsla koma þeim til góða. Leiðangursstjóri í ferð „The Eye of the Wind“ hefur verið valinn John Blashford-Snell. Hann er 41 árs að aldri og er talinn vera með fremstu landkönnuðum heimsins í dag. Hefur hann stjórnað sautján landkönnunarleiðöngrum frá því árið 1958. Þátttakendur fá aft reyna margt. Frá því er ferð þessi var auglýst í desember síðastliðnum hafa um 30.000 ungmenni víða um heim sent umsóknir. Ætlunin er að velja um 216 ungmenni alls til fararinnar, þannig að 24 fari í einu og verði með í einum áfanga ferðarinnar. íslendingar geta líka verið með Hér á landi er um þessar mundir staddur breskur maður að nafni Jim Edwards, en hann er kvæntur íslenskri konu og búa þau hjónin Islenzk- um ung- mennum gefst tækifæri til að vera með i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.