Morgunblaðið - 09.09.1978, Page 15

Morgunblaðið - 09.09.1978, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 1978 15 (1818-1883) og neínd „marxismi“ (leturbreyting mín, H.H.G.).“ Þessi ummæli Páls eru dæmalaus. Fást engir heimspek- ingar aðrir en marxsinnar við að „skýra og reyna að leysa grund- vallarvandamál þjóðfélagsins"? Leggja engir aðrir áherzlu á það? Þessi einkunn Páls, sem hann gefur stefnu marxsinna, er hrein fölsun, hún er óverjandi með öllu. Og hann ritar: „Kommúnista- ávarpið er í senn greining á hinu kapitaliska þjóðskipulagi um miðja 19. öld og hvatning til verkamanna að sameinast í einum öflugum samtökum." Þessi um- mæli hans eru villandi. Hann getur þess ekki, að í Sameignarávarpinu var umfram allt feigðarspá fjármagnskerfisins (kapítalismans í skilningi Marx) — spá, sem-hefur enn ekki rætzt, hundrað og þrjátíu árum eftir útkomu ávarpsins. Er þögn Páls um spána, sem ekki rættist, aðeins meinlaus yfirsjón? (Og í ávarpinu var í rauninni ekki greining fjármagnskerfisins, því að grein- Pill Skúlason er f atjórn „Mólfrelsis- sjóðsins“, en Það er ekki sæmandi prófessor í heimspeki í Háskóla Islands. inguna gerði Marx í Fjármagninu, sem kom út 1867). Páll ritar: „Á undanförnum árum hafa ýmsír fræðimenn reynt að túlka skipu- lega heimspeki Marx." En eini „fræðimaðurinn“, sem hann nefnir á nafn, er Louis Althusser, sem er foringi þeirra róttæklinga í Sam- eignarflokki Frakklands (komm- únistaflokknum), sem kjósa að halda sambandinu við Kremlverja, og kunnur að ótrúlegum kreddum. Af máli Páls má ráða, að allir þessir ónefndu „fræðimenn" séu marxsinnar. En margir aðrir en marxsinnar hafa reynt að greina kenningu Marx. (Sbr. Karl Popper: The Open S^jciety and Its Enemies, Shlomo Avineri: The Social and Political Theory of Karl Marx, Joseph Schumpeter: Capitalism, Socialism and Democracy, H.B. Acton: The Illusion of Epoch og Robert Tucker: Philosophy and Myth in Karl Marx.) Er þögn hans um þá aðeins meinlaus yfirsjón? Skynsemin og ofbeldiö Páll ritar: „T.a.m. fordæma flestir lífsviðhorf fasista vegna þess að fasistar telja að ofbeldi eigi fullan rétt á sér við allar aðstæður." Hann ritar, að skyn- semin og ofbeldið séu andstæður og að heimspekingurinn taki skynsemina fram yfir ofbeldið. Eg er sammála Páli um það (þótt ég sé ekki viss um það, að hann leggi mjög skýra merkingu í orðið „fasista"). En hvað reit Brynjólfur Bjarnason í bókinni Sósíalista- flokknum. stefnu og starfsháttum 1952? Hann reit: „Afstaða flokksins er „díalektísk" og það merkir: Hann metur valdbeitingu eftir þýðingu hennar í hinni sögulegu þróun." Ofbeldi var með öðrum orðum leyfilegt að mati Brynjólfs, ef það kæmi flokknum að gagni, ef það „hefði þýðingu í hinni sögulegu þróun“. Hvaða eðlismunur er á þessu viðhorfi Brynjólfs og fasistanna, sem Páll fordæmir? Hann er enginn. Páll fordæmir þó ekki lífsviðhorf Brynjólfs. Öðru nær. Hann vitnar í hann með velþókmm og lagði það til, að hann yrði heiðraður af Félagi áhugamanna um heimspeki, og var það gert. Er Páll ekki sekur um tvöfeldni? Frelsiö og ábyrgöin Páll hefur þau afskipti af stjórnmálum, að hann er í stjórn „Málfrelsissjóðsins". „Málfrelsis- sjóðurinn" var stofnaður af nokkr- um róttæklingum til þess að auðvelda nokkrum öðrum róttækl- ingum, sem höfðu brotið af sér í riti, að komast hjá því að bera ábyrgð á því. Róttæklingarnir höfðu ritað, að andstæðingar þeirra væru „hundflatur skræl- ingjalýður", „illræmdir braskar- ar,“ „kanamellur," „örgustu úr- hrök afturhalds og fasisma" og „trúir rakkar". Nafn þessa sjóðs er mjög óviðeigandi, því að fullt málfrelsi er á Islandi, mönnum er frjálst að segja það, sem þeir kjósa, þótt þeir eigi einnig að bera ábyrgð á máli sínu. Páll og skoðanabræður hans misnota orð- ið „málfrelsi". Af veru Páls í stjórn þessa sjóðs má ráða, að hann kennir, að frelsinu eigi ekki aö fylgja ábyrgð, að réttur eins manns eigi ekki að takmarkast af sama rétti annarra. En þessi kenning hans er röng. Menn hafa og eiga að hafa rétt til þess að vera andstæðingar róttæklinganna án þess að vera kallaðir „kanamellur" og „skrælingjar". Réttur róttækl- inganna takmarkast af þessum rétti annarra. Frelsið er ekki frelsi hinna háværu til að hræða hina lágværu frá framtaki í stjórnmál- um. Og með vali nafnsins á sjóðnum voru róttæklingarnir að lítilsvirða baráttu þeirra þegna alræðisríkjanna í austri, sem hafa í raun og veru . ekki málfrelsi. Hvers vegna stofnuðu þeir ekki heldur sjóð til þess að aðstoða þá? Það er ekki sæmandi heimspekingi að vera í stjórn „Málfrelsissjóðs- ins.“ Og það er ekki sæmandi Háskóla Islands að kennari í honum semji áróðursrit eins og Ilugsun og veruleika. franskuv fræðimaðu. á fyrri l.liua 19. aldar. en á þes-;.. -, M e. orðið oftar notað sen. sainlieiti yl.r alla he.nispek. scm tekur „,ið af náttún.visindun. og stærðfræð, og telur að l.em.si.ckn cim eingöngti að l'ásl við þekkingavfræðileg viðfangseln,. j, e.a.s. ranns<)k„ á vísindalcgri þekkingu og hvem.g „nnt se aö v.ta með lulli'i vissiL Sé lit.ð á spurninguna „hvað á ég að gera’r" er„ v.ðfan^el.nn siðferðileg og félagsleg. 1 riti sínu G«gnrým vnkna skyn.se„n ctlaði Rant sér að s>na Iram á hvern.g maðurmn gæt, með skvnsemi sinni n.ótað hinn félagslega heun. li„ vand.nn sem fyrir honu.ii verður, er einkum s.ðferð.legur, eins <>g tg greindi frá í síðasta katla. Hin eigi.dega si„,r,„„g er þn h.að mi.nnnm beri að gera til þess að sigrast á iélagsleo.m, van k,- málum. Sn heinisnekisteliia sen, leggnr alla aherslu^^aðsk^ A Ipvsa oT.indvallarvandamál l.jóðtelagfsms^ejjuund w'.rrMarv n«18-188:l) og nelnd „marvism^ . cn s.i uelna i^T^Tálá^g ólíka vegu. eins og .„orgim, er l,gSé í þriðja lagi \ ikið að spurningunni „hvaAer n.é, kylilegt að vniia?" n.á segja að viðfangsefnið sé staða etnstak. mosms 53 Sýnishorn ummæla Páls: En fást engir aðrir heimspekingar en marxsinnar við að „skýra og reyna aö leysa grundvallarvandamál Þjóðfélagsins"? Leggja engir aðrir áherzlu á pað? ■ Rætt við Ragnar 1 Björnsson skólastjóral ^ýja tónlistarskólans „Eg hafði oft gaman afbrezku Bítlunum ” Er blaðamenn heimsóttu Ragnar Björnsson skólastjóra Nýja tónlistarskólans bárust þeim til eyrna píanótónar er þeir nálguðust húsið svo að ekki var um að villast að í þetta skiptið voru þeir á réttri leið. Tilgangur heimsóknarinnar var sá að ræða við Ragnar og spurðum við hann fyrst að því hvar hann væri fæddur? „Ég er Húnvetningur og uppal- inn á Hvammstanga. Foreldrar mínir hafa alltaf búið á Hvammstanga en upp úr ferm- ingu þá fór ég hingað til Reykja- víkur í Tónlistarskólann. Eg hafði nú reyndar lært áður sem smástrákur hjá föður mínum og um tíma hjá frú Huldu Stefáns- dóttur. Er ég kom í Tónlistarskól- ann í Reykjavík þá lærði ég á orgel hjá Páli ísólfssyni en á píanó hjá Árna Kristjánssyni og Rögnvaldi Sigurjónssyni. Eg lauk einleikaraprófi á þessi hljóðfæri frá Tónlistarskólanum en eftir það fór ég erlendis, fyrst til Danmerkur en síðan lá leiðin til Vínar í tónlistarakademíuna þar. Bæði í Vínarborg og Dan- mörku lagði ég nær eingöngu stund á hljómsveitarstjórn og ég lauk síðan prófi í þeirri grein frá tónlistarakademíunni í Vín. Aðalkennari minn þar var Swarovsky sem áður hafði verið kennari Herberts von Karaians." Komstu svo heim eftir dvölina í Vín? „Já, eftir að ég hafði verið þar kom ég heim. Fyrsta starf mitt hér heima var að ég tók við stjórn Karlakórsins Fóstbræðra. Nokk- uð fljótlega eftir heimkomu mína var síðan stofnaður tónlistarskóli í Keflavík og var ég beðinn um að vera skólastjóri þar hvað ég og var í 19 ár. Það er rúmt ár síðan ég hætti að gegna því starfi. Einnig var ég organleikari við Dómkirkjuna í mörg ár. Ég hef nokkuð oft farið erlend- is síðan ég lauk námi í Vín. Ég fór til dæmis á alþjóðlegt hljóm- sveitarstjóramót í Hollandi. Þangað komu bæði verðandi og starfandi hljómsveitarstjórar víðast að úr heiminum. Ég var líka á þessu tímabili á annað ár við Háskólann í Köln. Þar var ég í framhaldsnámi í hljómsveitar- stjórn en einnig tók ég orgelið fyrir. I Köln var kehnari minn Hermann Klotz en hann er mikill Messián-aðdáandi og einnig mik- ill vinur hans. Ég fór til þessa kennara einmitt til þess að vita eitthvað meira um hvernig túlka ætti þennan fræga höfund, Messián. Áður en ég fór til Kölnar var ég í Múnchen í nokkra mánuði hjá Karli Richter og Friedrich Hugner en þeir voru báðir prófessorar við Tónlistarháskól- ann í Múnchen. Ég var við orgelnám hjá þeim báðum í einu án þess þó að þeir vissu hvor um annan. Það var óskaplega erfitt, þetta er eitt það erfiðasta náms- tímabil sem ég hef upplifað. Það voru þó nokkuð mörg verkefni sem ég átti að fara yfir hjá þaim og það vildi þannig til að þeir völdu báðir sömu verkefnin. Ég kom eiginlega hálfruglaður frá þeim.“ Hvað gerir þú þcgar þú leggur tónlistina á hilluna? „Ja, hvað geri ég. Þú sást til dæmis bát hér fyrir utan þegar þú komst. Ég og kunningi minn eigum hann í sameiningu og við förum nokkuð oft út á honum. Það er ekki bara hressandi, það er líka hollt að komast burtu frá stressinu í bænum og horfa á það í landi. Ég á líka hest og ég fer einstaka sinnum á bak honum. Ég reyni mjög að hreyfa mig eitthvað. Ég tel það vera mjög mikilvægt ef að maður ætlar að halda líkamanum í gangi. Einnig hef ég tamið mér að lesa alltaf eitthvað á hverjum degi.“ Þegar þú hlustar á tónlist. hlustar þú þá eingöngu á klassíska tónlist? „Nei, ég hef til dæmis mjög gaman af djasstónlist. Það er sjaldan að ég heyri popptónlist sem að mér finnst eftirtektarverð en það kemur þó fyrir, ég hafði oft gaman af brezku bítlunum. I Nýja tónlistarskólanum ætlum við að vera með námskeið fyrir popptónlistarmenn og mun Atli Heimir verða með þau námskeið. Ég held að það verði bæði gagnlegt fyrir þá að kynnast Atla og eins að kynnast ýmsum lögmáluni f törriist sem þeir hafa kannski aldrei komist í kynni við áður eða vita ekki nógu mikið um.“ Hvers konar tónlist spilar þú aðallega á tónleikum? „Ég hef farið nokkrar tónleika- ferðir út og fer núna á næstunni til Bandaríkjanna. Á þessum tónleikum spila ég klassíska tónlist og allt fram til nútímatón- listar. Sem nútímalistamaður finnst mér ég ekki geta gengið fram hjá þeirri tegund tónlistar enda hef ég ánægju af að spila hana.“ Hvað finnst þér skemmtileg- ast að spila? „Nú, ég get sagt eins og svo margir aðrir að það sem ég er að spila í augnablikinu hafi ég mesta ánægju af. Ég get nú ekki neitað því að mér finnast gömlu meistararnir, sér í lagi Bach, krefjast mests tíma bæði tækni- lega séð og einnig hvað varðar skilning. Maður gengur endalaust með hann en finnst hann aldrei verða fullburða. Ég veit ekki hvað veldur því að ég hef ekki svona sterka tilfinningu gagnvart neinu öðru tónskáldi, en höfundar eins og Mozart og Beethoven skrifuðu lítið sem ekkert fyrir orgel.“ Eru einhver sérstök verkefni framundan? „Eins og ég sagði áðan þá fer ég í tónleikaferð til Bandaríkj- anna á næstunni og einnig stóð til að ég stjórnaði óperu sem flytja átti í Þjóðleikhúsinu um jólin en það verður líklega hætt við það vegna peningaleysis." Geturðu að lokum sagt okkur frá einhverju óvenjulcgu sem hefur komið fyrir þig á tónleika- ferli þínum? „Það kemur nú oft eitthvað fyrir mann en ég man þó sérstaklega eftir einu sem gerðist í fyrstu tónleikaferð minni til Sovétríkjanna. Ég kom þar að stóru orgeli sem ég hafði aldrei séð áður. Það var með mörgum nótnaborðum og ýmsum stilling- um. Ég þarf venjulega um 12 tíma til þess að stilla orgel og venjast því áður en tónleikar hefjast en í þessu tilfelli hafði ég mjög lítinn tíma. Ég sá orgelið um hádegi en átti að spila um kvöldið. Ég gat nú samt einhvern veginn stillt það. En inni í miðju verki þá kem ég að nótnaborði sem þegir alveg. Ég fór auðvitað að reyna að fá það til þess að gefa frá sér hljóð á meðan að ég var að spila en ekkert gekk. Ég hafði þá í upphafi stillt orgelið vitlaust en ég komst nú þrátt fyrir það einhvern veginn í gegnum verkið. Þó að ég hafi lent í mörgu í sambandi við tónleika þá held ég að þetta sé það óþægilegasta sem ég hef nokkurn tímann lent í á mínum tónleikaferli." — r.m.n.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.