Morgunblaðið - 09.09.1978, Page 18

Morgunblaðið - 09.09.1978, Page 18
lg MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 1978 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthias Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson Aðalstræti 6, sími 10100. Aðalstræti 6, sími 22480. Askriftargjald 2000.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið. Síðustu misseri hafa verið miklir umrótatímar í íslenzkum stjórnmálum og styrkleikahlutföll flokkanna breytzt svo, að í pólitískum skilningi er landið naumast hið sama og áður. Ástæður þessa má að verulegu leyti rekja. til þess, að á sl. misserum hefur hluta laun- þegahreyfingarinnar verið beitt fyrir flokkspólitískan vagn í svo ríkum mæli, að þess eru naumast dæmi í íslenzkri stjórnmálasögu. Sjálfstæðisflokkurinn hefur jafnan látið sig málefni launþega miklu varða. Þannig hefur það verið höfuðatriði í stefnu hans í efnahags- og atvinnumálum að tryggja næga atvinnu fyrir hverja vinnandi hönd í landinu. Sjálfstæðisflokkur- inn hefur beitt sér fyrir launajöfnun og í skattamál- um hefur stefna hans verið sú, að almennar launatekjur skuli undanþegnar tekju- skatti. Gagnvart opinberum starfsmönnum sérstaklega hefur það komið í hlut fjármálaráðherra Sjálf- stæðisflokksins að veita þeim þann verkfalls- og samnings- rétt, sem þeir nú hafa. Og þingmenn Sjálfstæðisflokks- ins hafa haft frumkvæði á Alþingi um öryggismál sjó- manna og verðtryggðan líf- eyri öllum til handa, svo að dæmi séu tekin. Það hefur ekki getað farið hjá því, að í hinum stærstu launþegafélögum hafa valizt til forystu menn, sem fylgt hafa Sjálfstæðisflokknum að málum eða skipað forystu- sveit hans. Þessir menn hafa verið einn mikilsverðasti hlekkurinn í uppbyggingu og stefnumótun flokksins og það verður seint metið, hversu stóran hlut árangursrík bar- átta þeirra innan verkalýðs- hreyfingarinnar hefur átt 'í því, að Sjálfstæðisflokkurinn hefur jafnan verið stærsti launþegaflokkur landsins. En það er iíka rétt, sem fram kom í forystugrein Morgunblaðsins 5. sept. sl., að það er eitt af meginverk- efnum Sjálfstæðisflokksins nú að endurskoða alla af- stöðu sína til verkalýðs- hreyfingarinnar og efla tengsl sín við hana með það fyrir augum m.a. að auðvelda samráð og samstarf, þegar sérstakan vanda ber að hönd- um í efnahags- eða atvinnu- málum, ekki sízt þegar flokkurinn tekur þátt í stjórnarsamvinnu. í þessu sambandi er það umhugsunarefni, að Alþýðu- bandalagið hefur tekið af skarið um það, að Sjálf- stæðismönnum skuli vikið til hliðar innan verkalýðs- hreyfingarinnar. Það er ekki farið dult með, að markmiðið á bak við þessi nýju vinnu- brögð er það eitt að koma hér á marxistískum búskapar- háttum. Og í þeim efnum helgar tilgangurinn meðalið enda er alþingi götunnar boðað. Alþýðubandalags- menn vita sem er, að þeim verður auðveldur eftirleikur- inn, ef Sjálfstæðismönnum verður ýtt til hliðar. Engum dylst, að nauðsyn ber til þess að efla forystu- sveit lýðræðissinna innan verkalýðshreyfingarinnar. Til þess að ná því marki verður Sjálfstæðisflokkurinn að leggja meiri áherzlu á að standa á bak við forystumenn sína í verkalýðshreyfingunni m.a. með því að hvetja unga menn og konur til þess að taka virkan þátt í kjarabar- áttunni og taka að sér trúnaðarstörf. Með þessum hætti kemur það að sjálfu sér, að eðlileg endurnýjun á sér stað í forystusveit Sjálf- stæðismanna innan verka- lýðshreyfingarinnar, svo sem talað var um í forystugrein Morgunblaðsins fyrir skömmu. Og er í rauninni nokkuð broslegt að sjá, hvernig Alþýðublaðið og Þjóðviljinn reyna að mis- túlka þau ummæli. I þessum ummælum fólst að sjálfsögðu ekki vantraust á einn eða neinn. Það eru á hinn bóginn almenn sannindi, að maður kemur í manns stað, og þarf ekki annað en líta á for- mannaskipti í hinum ýmsu verkalýðsfélögum um land allt til að sannfærast um það. Ef litið er á þróun launa- mála síðustu áratugina dylst ekki, að þar hefur margt mátt betur fara. Þar er engu einu um að kenna. En eftir- tektarvert er þó, að þegar pólitísk misbeiting verka- lýðshreyfingarinnar verður ofan á, hallar á ógæfuhliðina og endar einatt með koll- steypu í efnahagsmálum. Nú sem fyrr varðar mestu, að hin faglega barátta innan verkalýðshreyfingarinnar verði ofan á. Það er á þeim grundvelli, sem Sjálfstæðis- menn hafa ávallt unnið innan verkalýðshreyfingarinnar og það er undir því merki, sem margir af stærstu sigrum verkalýðshreyfingarinnar hafa unnizt. Sj álfstæðisflokkurinn og verkalýðshreyfingin Birgir ísl. Gunnarsson:_ Reykjavík og hin nýja orkustefna í málefnasamninKÍ hinnar nýju vinstri stjórnar er sérstak- ur kafli um orkumál. Þar segir m.a.: „Mörkuð verði ný stefna í orkumálum með það að mark- miði að tryggja öllum lands- mönnum næga og örugga raf- orku á sambærilegu verði. Kom- ið verði á fót einu landsfyrir- tæki, er annist megin raforku- framleiðslu og raforkuflutning um landið eftir aðalstofnlínum. Fyrirtæki þetta verði í byrjun myndað með samruna Lands- virkjunar, Laxárvirkjunar og orkuöflunarhluta Rafmagns- veitna ríkisins. Það fyrirtæki eigi allar virkjanir í eigu ríkisins og stofnlínur". Þessi stefnuyfirlýsing er mjög í svipuðum anda og yfirlýsing síðustu vinstri stjórnar, við upphaf valdatöku hennar árið 1971. Þá skyldi sameina alla raforkuframleiðslu í íslands- virkjun og ríkið vildi verða sá aðiii, sem bæri meginábyrgð á framleiðslu og dreifingu raforku um landið. Þessi stefnuyfirlýs- ing þá vakti mikla andstöðu sveitarstjórnarmanna, enda var þá ráðgert að víkja sveitarfélög- um sem mest tii hliðar í þessum málaflokki. Þótt yfirlýsing núverandi ríkisstjórnar sé um margt óljós, þá andar frá henni svipuðu hugarfari og einkenndi síðustu vinstri stjórn. T.d. er hér gefin út einhliða yfirlýsing um það, að leggja Landsvirkjun niður í núverandi mynd og stofna nýtt fyrirtæki, án þess að nokkurt samráð hafi verið haft við hinn eignaraðilann að Landsvirkjun, þ.e. Reykjavíkurborg. Rétt er að rifja upp; að Landsvirkjun er sameignar- fyrirtæki ríkisins og Reykja- víkurborgar og á hvor aðili um sig helming fyrirtækisins. Reykjavík hafði á sínum tíma allt frumkvæði að virkjun vatnsafls til raforkuframleiðslu hér á þessum slóðum. Fyrst með virkjun Elliðaánna og síðan með virkjun Sogsins. Eftir því sem virkjun Sogsins miðaði áfram tókst samvinna milli borgar og ríkis. Var gerður samningur milli þessara aðila um sameign Sogsins, er byrjaði með eignar- hlutföllunum 85% í eigu Reykjavíkur og 15% í eigu ríkisins. Þegar Sogið var full virkjað, voru eignarhlutföll orð- in þannig, að Sogsvirkjunin var í eigu hvors aðila að hálfu. Rafmagnsveita Reykjavíkur sá þó um reksturinn. Þegar að því kom að gera næsta stórátak í rafmagns- málum til Suð-Vesturlands fóru fram ítarlegar viðræður milli ríkis og borgar, sem lauk á þann veg, að stofnað var fyrirtækið Landsvirkjun. Hvor aðili um sig lagði fram jafnmikil verðmæti í eignum og peningum og hefur svo jafnan verið þegar auka hefur þurft eigendaframlög til Landsvirkjunar, að hvor aðili um sig hefur lagt fram jafn mikið. Grundvöllur Lands- virkjunar eru lög Alþingis frá 1965 svo og sameignarsamning- ur, sem gerður var milli ríkis- stjórnar íslands og borgar- stjórnar Reykjavíkur. Þess vegna verður ekki hróflað við Landsvirkjun nema með breyt- ingu á sameignarsamningi aðila og allar eínhliða yfirlýsingar ríkisstjórnar um að leggja fyrirtækið niður eða breyta því, eru mjög ógeðfelldar og bera vott um litla tillitssemi í garð sameignaraðilans. Rétt er þó að geta þess, að samkvæmt lögunum um Lands- virkjun frá 1965 var gert ráð fyrir því, að eigendum Laxár- Birgir ísl. Gunnarsson virkjunar væri heimilt að ákveða, að Laxárvirkjun sam- einaðist Landsvirkjun og færi þá um eignarhlutdeild hvers aðila samkvæmt mati, ef ekki næðist samkomulag. Norðan- menn óskuðu þá ekki eftir þessari sameiningu og Laxár- virkjun var því rekin áfram sem sjálfstætt fyrirtæki, en ríki og Akureyrarbær eru eigendur. Þetta lagaákvæði var sett við aðrar aðstæður en nú eru. Búrfellsvirkjun var þá ekki til, hvað þá Sigölduvirkjun eða byrjunarframkvæmdir við Hrauneyjarfoss. Vafasamt er því um gildi þessa lagaákvæðis nú og að mínu mati verður samruni nú að gerast með samþykki Reykjavíkurborgar. Raddir eru uppi um það, að Laxárvirkjun eigi að yfirtaka Kröfluvirkjun og síðan að sam- einast Landsvirkjun. A þann hátt væri búið að velta Kröflu- ævintýrinu inn í rafmagnsverð Reykvíkinga bakdyramegin. Reykvíkingar hljóta að standa fast gegn slíku. Yfirlýsingar ríkisstjórnarinn- ar nú bera vott um, að eitthvert slíkt ráðabrugg sé á ferðinni. Á valdatíma fyrri vinstri stjórnar stóð meirihluti borgarstjórnar fast gegn öllum fyrirætlunum vinstri stjórnarinnar um að skerða hagsmuni Reykjavíkur í orkumálum. Vinstri stjórnin nú telur sig vafalaust hafa meðfærilegri borgarstjórnar- meirihluta, enda fordæmin frá fyrri vinstri stjórn þau, að borgarfulltrúar ríkisstjórnar- flokkanna sátu og stóðu eins og herrarnir í stjórnarráðinu vildu. Ekki stóð heldur á stuðningsyf- irlýsingu forseta borgarstjórnar við stefnu þessarar ríkis- stjórnar, en í Vísi tjáði hann sig „persónulega" samþykkan henni. Reykvíkingar þurfa vandlega að fylgjast með þessu máli og munu borgarfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins vera vel á verði og veita meirihlutanUm það aðhald sern þarf til að ekki verði gengið á hagsmuni Reykvíkinga. Reykjavík hefur um langt árabil haft öruggari raforku en flestir aðrir landshlutar. Frumkvæði Reykjavíkurborgar í orkumál- um á þar stærstan hlut og því má ekki glata.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.