Morgunblaðið - 09.09.1978, Page 29

Morgunblaðið - 09.09.1978, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 1978 29v fclk í fréttum + Hinn nýkjörni páfi Jóhannes Páll I. sést hér ganga til hásætis síns í Vatikaninu. A áheyrendabekkjunum eru blaðamenn heimspressunnar, en þetta var fyrsti fundur páfans með blaðamönnum. + FYRIR nokkru játuðu hjón fyrir rctti í Kaliíorníu að hafa framið mannrán það er framið var á heimili bandaríska blaða- kóngsins Hearst. er dóttur hans Patricíu var rænt. lljónin heita Emily og William Harris. lið- lega þrítug bæði. Þetta er Ilarris. Þau höfðu setið hlið við hlið í réttarsalnum og haldizt í hendur. Ilarris sagði í salnum. svo að allir máttu heyra. að þau tækju á sig afleiðingar allar af því að hafa framið fyrsta pólitíska mannránið í þcssu landi (Bandaríkjunum). — Myndin er tekin er William yfirgaf réttarsalinn, eftir játn- ingu þeirra hjóna. + FYRIR fáeinum árum var tæplega hægt að fletta dagblaði án þess að rekast á mynd af manninum til hægri á þessari mynd. Sá er fyrrum utanríkisráð- herra og Nóbelsverðlaunahafi, Henry Kissinger. Myndin er tekinn í leikhúsi einu að tjaldabaki en með honum er leikarin frægi Jack Lemmon. + Við höfum lesið fréttir um vaxandi fjölda hvítra flóttamanna frá Ródesíu. — Þetta er einmitt mynd þaðan. Hún sýnir bílalest hvítra Rodesíumanna á leið hurt frá landinu fyrir fullt og allt. — Fremst á myndinni má sjá hervörð með bflalestinni í Landrover. en á bflinn er fest vélbyssa hermannsins. Um 600 manns yfirgefa nú Ródesíu á mánuði hverjum. Lýst gjaldþrota SKIPTARÁÐANDINN í Reykja- vík auglýsir í síðasta tölublaði Lögbirtingablaðsins að eftirtalin þrjú fyrirtæki hafi verið tekin til gjaldþrotaskipta og skorar á þá, sem eiga kröfur á hendur þessum fyrirtækjum að lýsa þeim við skiptaráðanda. Þessi fyrirtæki eru J.P.Guðjónsson h.f., Tröð h.f. og Cudogler h.f. Brezk sjávar- útvegssýning í Reykjavík DAGANA 3. og 4. október verður brezk sjávarútvegssýning haldin á Hótel Loftleiðum. Það er British Marine Equipment Council, sem stendur fyrir þessari sýningu. Á sýningunni verður sýnt allt það helzta sem Bretar framleiða á sviði sjávarútvegs, bæði vélar, tæki, veiðibúnaður o.fl. Skora á nýju ráð- herrana að veita ekki áfengi í veizlum ÍSLENSKIR ungtemplarar hafa sent öllum ráðherrum hinnar nýju ríkisstjórnar áskorun þess efnis að þeir veiti ekki áfengi í veizlum sínum. Skeytið til ráð- herranna er svohljóðandi. „Oskum yður gæfu í nýju starfi. Vettvangur okkar er áfengislaust félagsstarf æskufólks. Erfiðasti andstæðingurinn er áfengistískan. Stórkostleg þáttaskil gætu orðið ef ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar sameinuðust um að veita ekki áfengi í veislum sínum. Það er- staðföst trú okkar að í framtíðinni muni yfirvöld í menningarríkjum vinna þannig gegn áfengistísku og áfengisneyslu. Við yrðum stolt og þakklát ef islenskir ráðherrar sýndu þaö fordæmi sem í framtíð- inni yrði minnst. sem eins merk- asta áfangans í erfiðri varnarbar- áttu gegn þessum ógæfuvaldi." m Tilboð óskast í nokkrar fólksbifreiöar og ógangfærar bifreiöar er veröa sýndar aö Grensásvegi 9, þriöjudaginn 12. sept. kl. 12—3. Tilboöin veröa opnuð í skrifstofu vorri kl. 5. Sala varnarliðseigna. m I Orð Krossins Fagnaóarerindi veröur boöaö á íslensku frá Trans World Radio, Monte Carlo, á hverju mánudags- kvöldi kl. 23.15—23.30. Sent veröur á miöbylgju 205 metra (1466 KHz) Ath.: Breyttur tími og bylgjulend. Orö Krossins pósth. 4187 Reykjavík. Austurbær: Laugavegur 1-33, Skúlagata, __ _ Samtún, Vesturbær: Hringbraut 92-121, Kvisthagi, Miöbær, Hávallagata, Ásvallagata II Úthverfi: Langholtsvegur 110—208 Laugarásvegur 38—77 Austurbrún frá 8. Seltjarnarnes: Látraströnd. argtmÞfafrifc Uppl. í síma 35408.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.