Morgunblaðið - 09.09.1978, Side 33

Morgunblaðið - 09.09.1978, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 1978 33 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 10—11 FRÁ MÁNUDEGI ny n aðeins til að þjóna drápsfýsn sinni. Sem betur fer eru vötn hér á landi enn ekki svo menguð, að fiskur sé ekki neysluhæfur, en ég býst við, að innræti íslenskra sportveiðimanna sé hið sama og annarstaðar gerist. Það er þetta hugarfar, sem þyrfti að mildast. Og ef breyting yrði í lífstefnuátt, eins og svo mjög er þörfin á, mundi mildi koma í stað harðýðgi og ónauðsynlegt dýradráp mundi þá leggjast niður og heyra fortíðinni til. Án hugarfarsbreytingar verður ekki komist á sanna framfaraleið og farsæl framtíð verður ekki án bættra lífsambanda. íslensk þjóð gæti hér orðið fyrst til að móta þá stefnubreytingu, sem duga mætti •til farsælla lífs, til handa öllu lífi jarðar, bæði mönnum og dýrum. Ingvar Agnarsson • Tilkynning Hinn 3.9. 1978 kom ég inn í Hressingarskálann því að þar kem ég oft og ég ætlaði að fá mér kaffi sem ég geri einnig oft. Ég gekk beina leið inn á herrasnyrtinguna því að þar þurfti ég að koma við áður en ég pantaði kaffi. Þegar ég kom inn á snyrtinguna leit ég inn á klósettin og sá að þar var enginn pappír. Ég gekk í átt til aðalsalar en þegar ég kem að lengsta borði næst aðalsal, er stendur í endan- um á gangingum frá salerni,- þá var mér litið í hornið á því borði. Þar situr maður nokkuð stórvax- inn einn við borð. Ég vatt mér að manninum, kynnti mig og spurði hvort hann væri veitingamaðurinn en hann kynnti sig ekki en spurði mig hvers vegna ég spyrði. Ég tjáði honum þá að það væri enginn pappír á klósettunum og spurði hvort það væri enginn sem sæi um að hirða þar. Stóri maðurinn stóð upp, tók undir handlegg mér og leiddi mig að útidyrunum. Hann opnaði dyrnar en ýtti mér ekki út. Hann hafði þau ummæli við mig að menn sem koma beint af götunni hefðu ekkert að gera þar inni. Þar sem maðurinn snerti ekki við mér frekar gekk ég beina leið inn í aðalsalinn og pantaði kaffi sem ég fékk mjög fljótt og færði mér það ung og fögur stúlka bráðkurteis. Ég veit nafn hennar en birti'það ekki. Sveinn Sveinsson Sólvallagötu 3. íyrrverandi veitingamaður en vinnur nú á vinsælasta veitinga- stað horgarinnar. • Vísukorn Velvakanda hefur borist vísa þessi og er hún ort í kringum kosningarnar í vor: Hástöfum ef víða vellir vitur telstu af almúga en þann sem harðast hurðum skellir hylla skal sem foringja. Velvakandi þakkar fyrir vísuna og ef einhverjir fleiri eiga vísur í fórum sínum um sama efni væru þær vel þegnar eins allar aðrar vísur sem okkur eru sendar en munið eftir að gefa okkur upp nafn. Þessir hringdu . . . • Óvirðing Selma Þorvaldsdóttiri í sumar hefur oft verið gott veður og þá hef ég oft farið niður í bæ. Það hryggir mig mjög þegar ég sé þjóðfána fyrir utan verzlanir, t.d. Rammagerðina, hvað þeir eru skítugir. Það er varla hægt að sjá litina í þeim fyrir óhreinindum. Mig langar mjög til að koma því á framfæri hvort ekki væri hægt að laga þetta og hreinsa fánana. Þetta er mjög leiðinlegt fyrir útlendingana sem koma hingað. Þessar þjóðir taka svo vel á móti EF ÞAÐ ER FRÉTTNÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í MORGUNBLAÐINU okkur Islendingum þegar við er beinlínis móðgun við þessar heimsækjum þeirra lönd að þetta elskulegu þjóðir. HÖGNI HREKKVÍSI „Viltu vinsamlegast ekki reykja á meöan að hann er að borða!“ Myndiistaskólinn í Reykjavík flytur nú í nýtt húsnæði að Laugavegi 118. Kennsla hefst 9. október. Börn og unglingar: 5—7 ára mán. og fimmt. kl. 10—11.30 Kennari, Björk Einarsdóttir. 5—7 ára þriö. og föst. kl. 13—14.30 Kennari, Katrín Briem. Blandaður aldur 5—10 ára þrið. og föst. kl. 10—11.30 Kennari, Katrín Briem. 8—11 ára mán. og fimmt. kl. 15—16.30 Kennari, Sólveig Helga Jónasdóttir. 10—12 ára þriö. og föst. kl. 15—16.30 Kennari, Borghildur Óskarsdóttir. 8—11 ára miö. kl. 15—16.30 og laug. kl. 10—11.30 Kennari Sigrún Gunnlaugsdóttir. 10—12 ára miö. kl. 17—18.30 og laug. kl. 12—13.30 Kennari, Sigrún Gunnlaugsdóttir. Unglingar 13—16 ára mán. og fimmt. kl. 17—18.30 Kennari, Katrín Briem. Unglingar 13—16 ára þriö. og föst. kl. 17—18.30 Kennari, Margrét Friðbergsdóttir. Unglingar 13—16 ára þriö. og föst. kl. 19—20.30 Kennari, Valgeröur Bergsdóttir. Unglingar 13—16 ára miö. kl. 19—20.30 og laug. kl. 14—15.30 Kennari, Björk Einarsdóttir. Skólagjöld í barna og unglingadeildum er kr. 22.000 - tímabiliö 9. okt. ‘78—27. jan. ‘79. Allt efni er innifaliö (leir, glerungar, pappír, dúkur og fleira.) Ath. Við veitum 10% systkinaafslátt. Fullorðinsdeildir Teiknun fyrir byrjendur (hlutateikn.) mán. og fimmt. kl. 20—22.15 Kennari, Hilmar Helgason. Verö kr. 26.000.- Teiknun fyrir byrjendur (hlutateikn.) þriö. og föst. kl. 20—22.15 Kennari, Lísa Guðjónsdóttir. Verö kr. 26.000.- Modelteikn. fyrir byrjendur, mán. og fimmt. kl. 17.30—19.45 Kennarar, Guörún Svava Svavarsdóttir og Hilmar Guöjónsson. Verð kr. 33.000.- Modelteikn. mán. og fimmt. kl. 20—22.15 Kennari, Hringur Jóhannesson. Verö kr. 33.000,- Modelteikn. þriö. og föst. kl. 17.30—19.45 Kennari, Jón Þ. Kristinsson. Verö kr. 33.000 - Modelteikn. þriö. og föst. kl. 20—22.15 Kennari Hringur Jóhannesson. Verð kr. 33.000.- Framhaldsdeild, laugardaga kl. 10—15.15 Kennarar Baltasar, Hringur Jóhannesson og Magnús Pálsson Þessi deild er ætluö fólki meö teiknimenntun. Verö kr. 33.000.- (7. okt.—20. jan) Höggmyndadeild mánud. kl. 17—22.15 og model- teikn 1 sinni í viku eftir vali. Kennarar Hallsteinn Sigurösson, Helgi Gíslason og Ragnar Kjartansson. Verð kr. 42.000- Höggmyndadeild miövikud. kl. 17—22.15 og model- teikn 1 sinni í viku eftir vali. Kennarar Hallsteinn Sigurðsson, Helgi Gíslason og Ragnar Kjartansson. Verö kr. 42.000- Ath. Allar deildir miðast við tímabilið 9. okt. ‘78—27. jan.‘79. Innritun fer fram í skólanum á gamla staönum Mímisvegi 15 Ásmundarsal kl. 9—12 og 13.30—18.30 alla daga nema laugardaga, sími 11990. Skólagjöld greiðist við innritun. Málaradeildir veröa auglýstar síöar. Myndlistaskólinn í Reykjavík býður ykkur velkomin í nýtt húsnæöi aö Laugavegi 118. Skólastjóri.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.