Morgunblaðið - 09.09.1978, Page 34

Morgunblaðið - 09.09.1978, Page 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 1978 Friðjón spáin ; „Gjaldkerinn þarf að j vera afturhaldssamur" Rabbað við Friðjón Friðjónsson gjaldkera KSÍ um knattspyrnuna í sumar og fjárhag sambandsins NÚ UM helgina fer fram lokaumferð íslandsmótsins í knattspyrnu. Það hefur verið venjan hér á íþróttasíðunni í sumar að láta cinhvern leikmann sem staðið hefur í eldlínunni spá um úrslit leikja heljjarinnar. og spjallað hefur verið um knattspyrnu vítt og breitt. Að þessu sinni breytum við út af þeirri venju og fáum einn af stjórnarmönnum KSÍ til þess að spjalla við okkur og spá um leiki helgarinnar. Fyrir valinu varð gjaidkeri KSÍ Friðjón B. Friðjónsson. I 1. deild I | ÍBK - Víkingur 1-2 I I ÍBV - Fram 3-0 | l FH - UBK 3-1 . Valur — Akranes 2—1 . 1 2. deild i Þór — Austri 3—1 ' I Fylkir - ÍBÍ 1-1 I 1____________________I KR-dagur á morgun KR-INGAR gangast fyrir íþrótta- hátíð á svæði sínu við Frostaskjól, KR-deginum. Fyrir nokkrum ár- um var þetta árlcgur viðburður hjá KR, en hefur fallið niður síðan 1975 vegna endurbóta og nýbygginga valla félagsins. Framkvæmdir og viðhald á íþróttamannvirkjum KR í ár kosta trúlega um 80 milljónir króna, en á næsta ári er síðan fyrirhugað að hefja byggingu félagsheimilis KR. en árið 1979 verður KR 80 ára. KR-dagurinn hefst klukkan 10 í fyrramálið með 9 leikjum á þremur völlum í yngsta flokki knattspyrnumanna og leika KR-ingar gegn öðrum Reykjavík- urfélögum, en sett verður á laggirnar fjögurra liða mót. Eftir hádegið hefjast knattspyrnuleik- ir klukkan 13.30, handknattleik- ur klukkan 14, lyftingar klukkan 13.30. borðtennis klukkan 15.30 og klukkan 16.30 verður sýning- aratriði í körfuknattleik. KR konur annast kaffiveitingar í félagsheimilinu meðan á hátið- inni stendur. — áij Friðjón er öllum hnútur kunn- ugur innan KSÍ en þar hefur hann starfað sem gjaldkeri síðastliðin átta ár. Þar áður hafði hann unnið mikið að knattspyrnumálum hjá Val. Við spjölluðum við Friðjón vítt og breitt um rekstur KSI, tekjur af landsleikjum, kostnað við utanferðir, gæði knattspyrn- unnar ofl. — Jú, rétt er það ég er búinn að starfa við þetta í átta ár samfellt og hef haft af því mikla ánægju, og tímanum sem farið hefur í þetta hefur verið vei varið, segir Friðjón. — Reksturinn á KSI hefur verið svipaður í öll þessi ár, gjaldkeri þarf að vera svolítið afturhaldssamur og halda vel utan um hlutina í svona sérsambandi því oft eru tekjurnar svolítið misjafnar. — Okkar helzta tekjulind eru landsleikirnir, og í raun og veru sú eina fasta, sem hægt er að reikna með til reksturs KSÍ. Ég sem gjaldkeri er aldrei ánægður með aðsókn að landsleikjum og síst nú í ár, þar sem aðsókn hefur verulega minnkað. Við vorum komnir upp í um 10.000 áhorfend- ur á leik, en nú síðast voru þeir um 6.000. Þarna er að sjálfsögðu mörgu um að kenna. Hækkandi miðaverði, fólk hefur orðið fleiri áhugamál, og síðast en ekki sízt er leikjunum sjónvarpað sama kvöld. — Samskiptin við sjónvarpið verður að vega og meta hverju sinni. Mín skoðun er sú að sjónvarpið greiði ekki nægilega fyrir útsendingu á leikjum og sama mætti segja um ríkisútvarp- ið. En á hinn bóginn verður líka að hugsa um fólkið á landsbyggð- inni, og knattspyrnulýsing í út- varpi og útsending á landsleik í sjónvarpi hefur sitt að segja fyrir knattspyrnuna í heild. — Þá verðum við að horfa í að veðráttan hér á landi er brigðul; það er happdrætti að fá gott veður og því gæti aðsókn verið lítil að leik eingöngu þess vegna. Það er stefna okkar að sleppa sem best fjárhagslega frá hverjum lands- leik, því meiri nettó-hagnaður því betra. Nú fara í hönd ferðir landsliðsins til Hollands og Aust- ur-Þýzkalands, ein svona ferð fyrir landsliðshópinn kostar ekki minna en fjórar og hálfa milljón króna, svo að það er eins gott að eitthvað sé .til í buddunni. — Er það stefna KSÍ að fara út í atvinnumennsku? — Þetta er nú frekar viðkvæmt mál. Það er ekki gerlegt að svo komnu að greiða mönnum laun. Hins vegar hlýtur að koma að því fyrr eöa síðar að KSI greiði leikmönnum fyrir landsleiki. Þetta er framtíðardraumur flestra en það er ekki í augsýn að mínu mati. Viö höfum reynt að fá frí hjá atvinnurekendum þeirra leik- manna sem hafa átt hlut að- máli og þeir hafa sýnt því ríkan skilning. Þa höfum við í sumum tilvikum greitt vinnutap leik- manna að hluta, en annað ekki. F'innst þér knattspyrnan vera slakari í ár en undanfarið? — Mér finnst knattspyrnan ekki vera jafngóð í ár og undanfar- ið og tvímælalaust meiri munur en áður á efstu og neðstu liðunum. þr. • Uppáhald gjaldkerans, full stúka af hressum vallargestum, en því miður alltof sjaldgæf sjón í seinni tíð. „Menn hafa varla tíma til að Ijúka mótinu" LOKABARATTAN í íslandsmóti 1. og 2. deildar verður nú um helgina og byrjaöi reyndar sl. fimmtudags- kvöld, pegar Þróttur tryggði sasti sitt í 1. deild að ári, en noröanmenn verða nú að setja allt sitt traust á Breiðabliksmenn um að peir togi Hafnfiröinga með sér niður. Sam- kvæmt mótaskrá skal Það liggja svart á hvítu hvaða lið leiki í hverri deild að ári, svo framarlega að lið verði ekki jöfn að stigum í neðstu eða efstu sætunum. Mikill hringlandaháttur hefur verið á síðustu leikjum, erfitt hefur verið aö fylgjast með þannig aö leikjum hefur verið flýtt með litlum fyrirvara, vegna sólarlandaferöa. Menn hafa vart mátt vera aö að Ijúka mótinu. Fari svo sem allnokkrar líkur eru á að KA falli í aðra deild, vona ég hálfpartinn að Þór Akureyri hreppi annað sæti annarrar deildar, því mér finnst alltaf einhver „sjarmi" yfir íslandsmótinu þegar Akureyrarlið er í deildinni. Þó að slagurinn standi jafnan um 1. deild verður að segja með sanni að keppnin í 2. deild í sumar hefur bjargaö miklu af knattspyrnunni varðandi spenning. Svo mikil spenna er enn þegar síöasta umferð er eftir, að 4 lið hafa fræöilegan mögulelka á að fylgja KR í 1. deild að ári. Sennilegasti og e.t.v. bezti möguleik- inn er sá að lið Þórs, Hauka og ísfirðinga verði öll jöfn að stigum og leiki síöan þríhyrning um sætiö, vonandi að allir séu þá ekki farnir til sólarlanda. LANDSLEIKIR. Margt og mikið hefur verið skrifað um landsleikina í vikunni. Nokkuö samdóma álit gagn- rýnenda var að ieikirnir hefðu verið sæmilega leiknir, og er ég þeim í flestu sammála. Leikurinn við U.S.A. var átakalítill en ekki óskemmtilegur, og kom leikur Bandaríkjamanna mér mjög á óvart. Pólska liöiö sýndi mér hins vegar einhvern þann bezta bolta sem ég hefi lengi séð. í þeim landsleik sýndu Pólverjar yfirburöi yfir íslenzka liöiö á öllum sviðum knattspyrnunnar, og er þó oft erfitt að leika á útivöllum jafnvel fyrir snillinga. Mér fannst íslenzka liðið alls ekki leika ifla, en það sannaöi mér bezt af öllu í þessum leik, hvað hefur verið vanrækt og er vanrækt í æfingum hjá íslenzkum drengjaliöum, p.e. kennsla og aftur kennsla hjá yngstu aldursflokkum í staðinn fyrir enda- laus mót og keppni. Kvikmyndin sem tekin var af þessum leik og sýnd í sjónvarpinu er einhver bezta kennslumynd fyrir íslenzka landsliöiö og þjálfara þess að fara yfir og „stúdera." Um leikaöferö íslenzka liðsins verður ekki fjölyrt, en liö leikur aldrei betur en andstæðingarnir leyfa, og sá sóknarleikur sem mest var boðaður í vor, hefur enn ekki sést og ekkert mark er komiö enn, jafnvel ekki í æfingaleikjum. Tony Knapp var mikið skammaður í fyrra fyrir varnar- leik. George Kirby þekkir ekki þá „sóknartaktík" sem leikin var gegn Pólverjum, og hvað næst? í stað þess aö ræða þessi mál og brjóta til mergjar, er farið inná þá braut að staglast á hverjir séu taugaveiklaðir og hafi slæm áhrif á samherja. Ég mun ekki hætta mér langt inn á þá braut og ræöa sálarfræöi; sé það hins vegar málið að markverðir séu uppeldis- eöa sálfræöingar er málið leyst með því að senda nokkra í þess konar fræði. Hins vegar má geta þess að svo lengi sem ég hefi komið nálægt knattspyrnu hafa markmenn alltaf haft sérstakan stimpil, og jafnan raöaö á annan bás þegar talað var um knattspyrnu- menn. EVRÓPUKEPPNI FÉLAGSLIDA. Eftirsóttasta keppni milli félaga er Evrópukeppnin svonefnda. Alls eru þrjú Evrópumót haldin árlega og jafnan slegist um hvert sæti sem þar losnar. 15 ár eru síðan íslenzkt liö tók fyrst þátt í Evrópukeppni og 10 ár síðan farið var aö taka reglulega þátt í þeim öllum þrem. Hvað skyldi það vera sem heillar svo mikið varöandi þátttöku í Evrópukeppni? Fyrsta svar er trúlega von um frama, frægö og peninga. Hér áður fyrr var það álitið nokkuð örugg fjárfesting að taka þátt í Evrópu- keppni fyrir íslenzk liö, en hin síöari ár hefur mjög hallaö undan fæti, og síðustu ár hefur oft verið um verulegt fjárhagstjón aö ræða. Spyrja mætti þá aftur hvort nokkur ástæöa sé að taka þátt í jafnmikilli áhættu sem Evrópukeppni er? Því mætti e.t.v. svara að „fleira er matur en feitt kjöt". Ég tel af margra ára reynslu hjá 1. deildar félagi, aö þegar félagiö var ekki þátttakandi í Evrópukeppni var jafnan magurt ár félagslega og knattspyrnulega. Ég tel því aö það íþróttastarf sem fylgir undirbúningi og öðru er varöar Evrópukeppni vegi upp þá áhættu og teldi mjög miöur ef félög yrðu að hætta þátttöku síðar meir. Knattspyrna og feröalög heilla jafnan unga menn, og hin gömlu góðu samskipti milli íslenzkra og erlendra knattspyrnufélaga hafa nær lagst niður nema hjá yngri flokkum. Evrópukeppni er því orðin nær eini möguleikinn fyrir íslenzk félagslið að þreyta keppni viö erlend. Eg hefi nokkuð gælt við þá hugmynd að íslenzkt unglingaliö taki þátt í Evrópukeppni, en a.m.k. tvö Evrópu- mót unglinga (félagsliöa) fara fram ár hvert, ýmist skipulagt af Evrópusam- bandinu eða einstaka knattspyrnu- sambandi, og teldi ég æskilegt aö íslandsmeistarar 2. aldursflokks væru fulltrúar íslands í þeirri keppni. Þar væri um verðugt verk að vinna jafnframt íslandsmeistaratign, en ég hefi einnig veriö þeirrar skoöunar að jafnvel ætti ekki að vera íslandsmót fyrr en í þeim aldursflokki. Það þarf að finna þessu máli fastan tekjustofn þannig að tryggt væri að félagiö þyrfti ekki að veröa að leggja út fyrir kostnaöi við þátttöku. Hér getur verið verkefni fyrir unglinga- nefnd KSÍ, knattspyrnuráö bæjarfé- laga og unglinganefndir knattspyrnu- félaga aö finna lausn á. Árni Njálsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.