Morgunblaðið - 13.09.1978, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 1978
3
„Snyrti-
vörum
hamstrað”
„ÞETTA er í fyrsta skipti, sem
ég upplifi að fólk hamstri
snyrtivörur. Verzlunin hefur
aldrei verið neitt þessu lík,“
saicði verzlunarstjórinn
snyrtivöruverzluninni Oculus.
Verzlunarstjórinn sagði, að
fram til þessa hefði afgreiðslu-
fólk í snyrtivöruverzlunum ekki
svo mikið sem orðið vart við
örtröð í verzlunum, þó gengis-
felling hafi skollið á. Hins vegar
gegndi nú öðru máli, þegar fyrst
hefði komið gengisfelling og
síðan hækkun vörugjalds á
snyrtivörum.
Meðalhljómflutningstæki
hækka um
„ÞAÐ ER ljóst að vegna geng-
isfcllingar og hækkaðs vöru-
gjalds hækkar hljómflutnings-
samstæða, sem áður kostaði
258.195 kr„ um 84.478 kr. eða
hátt í 100 þús. kr.,“ sagði
Þorgeir Björnsson verzlunar-
stjóri í Gelli þegar Mbl. spurði
hann um hvaða áhrif gengis-
felling og hækkað vörugjald
hefði á hljómfiutningstæki.
Þorgeir sagði, að hljómtækja-
samsta'ðan. sem hann talaði
um. væri meðalgóð samstæða.
85 þús. kr.
Við gengisfellinguna hefði hún
hækkað um kr. 46.708 og
hækkun vörugjalds úr 16% í 30
hefði síðan þýtt 35.774 kr.
hækkun, þannig að nú kostaði
þessi sama samstæða kr.
342.677 kr.
„Það hefur verið gífurleg
eftirspurn eftir hljómflutnings-
tækjum síðustu daga og sjálfir
erum við búnir að selja allt, og
svipað mun vera hjá öðrum
verzlunum á þessu sviði.“
Hljómplötur rifnar út
„SALA A hljómplötum hefur
verið hreint ótrúleg síðustu
daga. en það sem gerir örtröð-
ina hvað mesta hjá okkur er, að
við höfum verið með hljóm-
plötuútsölu undanfarið. Ann-
ars hefur það gerzt síðan fólk
frétti um hækkun vörugjalds á
hljómplötum, að allt er rifið
út,“ sagði verzlunarstjórinn
hjá Fálkanum.
Að sögn verzlunarstjórans þá
óttast margir að mjög muni
draga úr hljómplötusölu á
næstu vikum, jafnvel það mikið
að einhverjar hljómplötuverzl-
ananna muni gefast upp.
»Mt gjaldpínt nema léreftíð”
„EF VIÐ lítum út um gluggann
þá sjáum við ekkert nema
listmálara. Þcir hamast við að
taka hér út,“ sagði Eggert
Kristinsson forstjóri Málarans,
en samkvæmt bráðabirgðalög-
um ríkisstjórnarinnar flytjast
allir litir í nýja 30%
vörugjaldsflokkinn.
„Þetta er allt gjaldpínt nema
léreftið," sagði Eggert, er Mbl.
spurði um tolla og vörugjald af
málaravörum." Það er 35%
tollur á litunum og 14 tollur á
penslunum, en á þá leggst
ekkert vörugjald."
Eggert sagði að hreinlætis-
vörur sem hans fyrirtæki verzl-
ar einnig með hefðu nú verið
settar í 30% vörugjaldsflokkinn.
„Tollar á hreinlætisvörum hafa
farið hríðlækkandi síðustu ár-
in,“ sagði Eggert. „Og nú er á
þeim 16% tollur.
Mönnum finnst hart að hrein-
lætisvörur skuli falla undir 30%
vörugjald, meira að segja tann-
kremið, en ég man nú þá tíð, að
hreinlætisvörur voru taldar af
stjórnvöldum slíkur lúxus að á
þær var lagður 125% tollur."
3 milljóna króna
aukaskattur á
meðaltogara
SKATTLAGNING sú, sem
ríkisstjórnin hefur ákveðið
að setja á afskriftir, þýðir
3 millj. kr. í aukaskatt á
hvern meðaltogara í land-
inu, ef miðað er við s.I. ár.
Kom þetta fram þegar
Morgunblaðið ræddi við
Kristján Ragnarsson for-
mann Landsambands ísl.
útvegsmanna í gær.
Meðalafskriftir af skut-
togara munu hafa verið
50—60 millj. kr. á s.l. ári, en
eðlilega eru afskriftirnar
mjög mismunandi, því ekki
er sama hvort skipið er
gamalt eða nýtt og hvort
það hefur aflað upp í
afskriftir.
Nýi aukatekjuskatturinn
er 6% og ef miðað er við 50
millj. kr. afskriftir þarf
hver útgerð að borga 3
millj. kr. í aukaskattinn.
Hins vegar verður þessi
upphæð mun hærri á nýju
skipunum heldur en þeim
eldri, sem kannski er búið
að afskrifa mikið til.
200 ófrosnir dilka-
skrokkar til Parisar
og Kaupmannahafnar
ÁRDEGIS í dag verða fluttir til Um 100 dilkar fara til hvorrar
Parísar og Kaupmannahafnar með borgar og verða þeir fluttir út í
flugvélum frá Keflavfkurflugvelli
um 200 ófrosnir dilkakjötsskrokkar.
vöruflutningarými farþegavéla. Fer
sendingin beint til Kaupmannahafnar
en sendingin til Parísar fer með flugi
til Luxemborgar og þaðan verður
kjötið flutt með kælibíl til Parísar.
— Þetta er tilraun með útflutning
á ófrosnu kjöti og það fer eftir þeim
undirtektum, sem þessar sendingar
fá, hvort framhald verður á þessum
útflutningi en verð fyrir ófrosið kjöt
er hærra en fyrir frosið í þessum
löndum, sagði Jón.
Er hér um tilraun að ræða í
útflutningi dilkakjöts héðan og
stendur Markaðsnefnd landbúnaðar-
ins ásamt Búvörudeild SÍS fyrir
þessari tilraun og fer Jón R.
Björnsson starfsmaður Markaðs-
nefndarinnar utan með kjötsending
unni til Parísar og kemur í bakaleið-
inni við í Kaupmannahöfn. Þessum
dilkum var slátrað í Sláturhúsi
Sláturfélags Suðurlands á Selfossi á
mánudag og var síðdegis í gær unnið
að því að pakka skrokkunum f
sérstakar umbúðir.
Verið er að pakka dilkakjötinu sem í morgun var flutt ófrosið til Parísar
og Kaupmannahafnar. Var myndin tekin í Sláturhúsinu á Selfossi í gær.