Morgunblaðið - 13.09.1978, Side 10

Morgunblaðið - 13.09.1978, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 1978 Bréf til Örlygs Kæri Örlygur. Þú trúir því ef til vill ekki, en ég hef um langt árabil sett mér reglur til að haga lífi mínu eftir. Ein þeirra er sú að komast hjá því í lengstu lög að skrifa um aðra listamenn, ef ég hef sjálfur verið að braska í sýningum, og raunar hefur mér ætíð verið meinilla við að vera með penna á lofti, svona nokkru áður en ég hef sjálfur riðið á vaðið. Nú vill svo til, að við opnuðum báðir sýn- ingu sama daginn í sömu borg, svo að ekki sé minnst á, að Bragi vinur okkar Ásgeirsson er lagztur í ferðalög um þessar mundir og Moggi hefur aðeins okkur tvo til að hæla og skamma kollegana. Af þessu máttu ráða, að ekki er gott í efni. En ég leit inn til þín á Kjarvalsstöðum einn morg- un, þegar ekkert var af gestum á hinni stóru sýn- ingu þinni, og eftir nokkrar vangaveltur fann ég þá leið, að rita þér þessar línur, svo vorum í skóla hjá Þormar á Akureyri og brenndum vík- ingaskip á tarínur og máluð- um svo ofan í allt saman. Ætli það hafi ekki verið okkar fyrstu spor í þá áttina sem við síðar héldum? Og ekki má gleyma, að snilling- urinn og hestamaðurinn Stefán frá Möðrudal var þriðja geníið í þessum skóla. Mér er sagt, að hann muni vel eftir þér þarna hjá Geir Myndllst eftir VALTÝ PÉTURSSON Þormar, en að enginn hafi tekið eftir Valtý. Ekki man ég heldur vel eftir þessu, en gert þér það ljóst, hve vel þér hefur þar tekizt? Þú verður að fyrirgefa, Örlygur minn, ég ætlaði ekki að tíunda þessi verk þín á nokkurn hátt, en þessar myndir verð ég samt að benda á. Sama er áð segja um nokkrar teikn- ingar frá hinni gömlu Akur- eyri, sem ættu að vera í eigu bæjarfélagsins þar; KEA merkið er að vísu hvergi sjáanlegt, en í þess stað dregur þú fram konsúla og tugthús, bakara og Höfners- bryggju. Jæja, Örlygur minn, til að ég brjóti nú ekki boðorðin meir en ég hef þegar gert, fer ég að slá botninn í þetta stutta bréf. Eitt vil ég að þú vitir, að ég hafði verulega ánægju af að skoða þessa sýningu, og eins og þú veist ef til vill hef ég ekki haft á móti feitum frönskum döm- um frekar en þú, og þar eigum við enn eitt áhugamál. Ég læt mynd af sýningar- skrá fylgja þessum línum, og guð má vita nema þú lendir að alténd kæmi þó eitthvað frá öðrum gagnrýnanda stórblaðsins. Þetta verður engin úttekt á þessari fjölbreyttu sýningu þinni, en aðeins nokkur orð til að endurgjalda þér margra ára tortryggni, sem og mikla og góða vináttu, síðan við drukkum okkur sátta á hinum fræga pub Hog in the pound forðum. Þá sagðir þú mér, að ég hefði verið þér vondur og lamið þig, er við vorum strákar norður á Akureyri. Ekki man ég nú það, en þú hafðir ekki gleymt þessu, og reikn- ingarnir voru gerðir upp yfir dökkum Guinness bjór, og síðan hefur hvorugur slegið hinn. Við eigum líka margs að minnast, eins og þegar við satt er það,- að við vorum þarna í tímum, og ef til vill verður það sagt einhvern tímann í framtíðinni, að við höfum verið nemendur sam- an eins og þegar verið er að tala um, hverjir voru sam- tíma hjá meistara Matisse? Hver veit? En ég verð að minnast nokkrum orðum á þessa sýningu þína. Hún er þér lík og ekkert framhjátökubarn. Þar logar glaðværðin og gáskinn um alla veggi, og þar er einnig alvara, sem læsir sig í minni manns. Þar á ég við ein beztu verk, sem ég hef séð frá þinni hálfu, það er að segja myndirnar af Jökli heitnum Jakobssyni. Ég veit ekki, hvort þú hefur í málaferlutn út af henni, eins og forðum við Brynjólf Tobíasson. En svona er nú tilveran, glaðværð og gáski eru tabú á þessu landi, eins og svo oft hefur sannast, og sú var tíðin, að ekki þótti fínt hjá listamönnum að brosa, hvað þá hlæja. Karl Dunganon sagði eitt sinn um vin okkar Guðmund Árna- son: Það er merkilegur mað- ur, hann Guðmundur, hann bæði brosir og hlær. Ég ætla að stela þessari speki frá Hertoganum og færa yfir á þig til að enda þetta bréf til þín með þökkum fyrir skemmtilega sýningu, sem bæði brosir og hlær. Ætíð blessaður. Þinn Valtýr Pétursson Louis Ache frá hjálparstofnuninni PVO í flóttamannabúð- um í Aranyaprathet. Hún er nú að hefja hjálparstarf í öðrum stórum flóttamannabúðum við landamærin. Ljósm. E. Pá. Allt við það sama í Kambodíu EKKERT hefur breytzt í Kambodíu, segir Louis Ache, frá hjálparstofnuninni PVO, sem fréttamaður Mbl. var með í flóttamannabúðunum í Aranyaprathet í Thailandi fyrir tæpu ári og sagði frá hér í blaðinu. Þessi orð viðhefur hún í bréfi eftir að hafa heimsótt 17 nýkomna flóttamenn frá Kambódíu í thailenska fangelsinu á staðnum. Hún fór þangað með kanadísku hjúkrunar- konunni Mörtu frá alþjóða- flóttamannastofnuninni til að færa þeim lyf og mjólkur- duft til að styrkja þá. — Þeir voru allir svo máttfarnir og grindhoraðir, segir Louis í bréfinu. Einn var gulur og leit út fyrir að vera lifrarveikur, annar leit- aði eftir hjálp. Hann gat ekki gengið. Rauðu kmerarnir höfðu skotið hann í hnéð og nú var hann með sótthita og mikið kvalinn. Ég talaði við þá eins mikið og ég gat og spurði þá hvaðan þeir væru og hvernig lífið væri nú í Kambodíu. Ekkert hefur breytzt. Líf fólksins er ennþá skelfilegt. Einn sagði mér að þeir yrðu að byrja að vinna á ökrunum kl. 4 að morgni og lykju vinnu kl. 5.20 með klukkutíma hléi um miðjan daginn. Þá fengju þeir svolít- ið af hrísgrjónum, vatn og salt til að búa til einhvers konar súpu, en hvorki græn- meti né kjöt. Konur með börn yrðu líka að vinna, en öldung- ar sem ekki gætu unnið, látnir gæta barnanna. Börn Kambódíuflóttamaðurinn Chanto, sem fréttamaður Mbl. hitti í flóttamannabúðum í Thaiiandi, og birti viðtal við, hugsaði þá dapur til framtíðarinnar. Nú berast fréttir um að hann sé kominn til Bandaríkjanna að byrja nýtt líf.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.