Morgunblaðið - 13.09.1978, Side 12

Morgunblaðið - 13.09.1978, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 1978 Saga sovézks námaverkamanns Úr kolanámu í geðsjúkrahús og f angelsi UM ÞESSAR mundir situr 42 ára úkraínskur námaverkamaður, Vladimir Klcbanoff, í fangelsi og bíður þess að verða leiddur fyrir rétt. Ákæra hefur enn sem komið er ekki verið birt á hendur honum, en undanfarin tuttugu ár hefur hann ýmis verið atvinnulaus, lokaður inni á geðsjúkrahúsum eða í fangelsum í Sovét. Upphafið að þessum ógöngum voru tilraunir hans til að virkja verkalýðsfélag sitt og fá það til að heita sér gegn brotum stjórnenda námunnar á vinnulöggjöf. Klebanoff stofnaði á árinu 1977 samtök, sem kalla sig „Samband frjálsra stéttarfélaga verkamanna í Sovétríkjunum“, og var þar um að ræða fyrstu tilraun til stofnunar verkalýðssamtaka. sem ekki skyldu lúta stjórn og forsjá yfirvalda í Sovétríkjunum. allt frá því að hyltingin var gerð árið 1917. Stofnun samtakanna leiddi til síðustu handtöku Klebanoffs. sem átti sér stað í febrúar síðastliðnum. Skömmu áður en Klebanoff var handtekinn átti einn samverkamanna hans við hann viðtalið. sem hér fer á eftir. Það gefur viðtalinu ótvírætt gildi, að hin brezka dcild Amnesty International hefur lagt blessun sína yfir það og telur fullvíst að það sé áreiðanlegt, enda hafi það borizt um hendur manna, sem þekktir séu að heiðarlegum vinnubrögðum. Viðtalið birtist fyrst í hinu virta og frjálslynda brezka blaði „The Guardian“ hinn 2 september sl„ og er þess um leið getið að samtök hinna sovézku verkamanna hafi sótt um aðild að Alþjóðavinnumálasambandinu (ILO), sem starfar í tengslum við Sameinuðu þjóðirnar, og er brezka alþýðusambandinu legið á hálsi fyrir að hafa ekki léð málinu stuðning til þessa. Viðtalið við Klcbanoff ber þess merki að sá, sem skráð hefur, er ekki vanur ritstörfum, en það birtist hér óstytti „12. september 1968 var ég handtekinn af herlögreglu og sakaður um brot á 187 grein hegningarlaga Sovétlýðveldisins Ukraínu. Röksemdirnar fyrir þess- ari ákæru voru á þessa leið:“ Hann hefur að yfirlögðu ráði og á kerfisbundinn hátt dreift óhróðri um sovézka ríkið og sósíalismann í ræðu og riti...“ „Raunar hef ég síðan á árinu 1958 haft í frammi gagnrýni vegna alvarlegra brota á vinnulöggjöf- inni (að ekki séff haldin ákvæði um sex stunda vinnudag og sex daga vinnuviku). Ég hef krafizt þess að launagreiðslur séu í samræmi við ákvarðanir þar um, og einkum og sér í lagi hef ég krafizt þess að í opinberum skýrslum verði hætt að leyna vinnuslysum, komið verði á nákvæmri skilgreiningu á örorku- flokkum, að hæfilegar bætur verði greiddar námaverkamönnum, sem slasast vegna mistaka við stjórn- un. Ég hef krafizt þess, að ákærðir yrðu glæpamenn, sem gera sig seka um stuldi á verðmætum, — menn, sem gegna háum stöðum í iðnaði og hjá hinu opinbera — ég hef krafizt þess að ráðizt verði gegn mútuþægni og misnotkun á húsnæðissjóðum, svo að dæmi séu nefnd.“ „Frá 1958 ofsóttu stjórnendur Makeyevka-námunnar mig á kerfisbundinn hátt. Þeir gerðu nokkrar tilraunir til að teka mig úr starfi án þess að færa fyrir því rök. Þeir sendu KGB skýrslur með óhróðri um mig og allt var þetta gert í nafni „sameiginlegra hags- muna.“ Árið 1959 var mér veittur áverki á andliti... Stjórnin hélt því fram að það hefði verið „slys sem stafaði af óheppni", og því ekki henni að kenna. Sex mánuð- um eftir slysið var ég enn ógróinn sára minna og búinn að gefa upp alla von um að fá læknisaðstoð. Ég ákvað að fara með málið fyrir rétt í þeirri von að fá bætur vegna slyssins". Málssóknin bar ekki árangur og í janúar 1965 var Klebanoff rekinn úr starfi. „Ég fékk tíu daga frest til að flytja úr íbúðinni. Lögreglan reyndi að bera mig og fjölskyldu mína út úr íbúðinni, en vinnu- félagar mínir í námunni komu í veg fyrir það.“ 15. febrúar 1965 úrskurðaði dómstóll í Makayevka að Klebanoff væri úr þeim „hópi verkamanna, sem alþýðudómstóll næði ekki til varðandi vinnudeilur, sem risu út af brottreksti". I desember 1965 tókst honum loks að fá uppkveðinn úrskurð í máli sínu, þar sem mark var tekið á framburði hans sjálfs, en þá hafði hann áfryjað málinu til náma- vinnsluráðuneytis Ukraínu og saksóknaraembættisins í Moskvu. í eitt skipti var geðheilsa Klebanoffs dregin í efa, en það var þegar geðlæknir úrskurðaði að hann ætti í erfiðleikum með að „aðlaga sig“. Um þetta segir Klebanoff: „Þetta var ekki nægileg ástæða til að neita mér um vinnu". Þetta varð til þess að prófessor í geðlækningum í Moskvu var kvaddur til og Klebanoff segir hann hafa lýst því yfir án þess að hafa nokkru sinni litið sig augum að „persónuleikinn sýndi sjúkleg þróunarmerki". „Námamennirnir komu í veg fyrir það að lögreglan færði mig til rannsóknar með valdi og að ég yrði þannig lokaður inni,“ segir Klebanoff. Næst gerðist það að dómstóll í Makayevka úrskurðaði að Klebanoff væri „haldinn geð- sjúkdómi sem kæmi fram í ofsókn- aræði" og var því bætt við að sú væri ástæðan fyrir því að Kleban- off námaverkamaður hefði allt frá árinu 1958 verið sikvartandi og héldi því meðal annars fram að stjórn námunnar hefði haft vinnu- laun af verkamönnunum“. Það hafði ekki áhrif á þennan úrskurð, að bæði I. Bashakoff saksóknari í Donetsk og aðstoðarráðuneytis- stjórinn í þungaiðnaðarráðuneyti Úkraínu, I. Nikolajeff, höfðu staðfest að ásakanir Klebanoffs á hendur stjórn námunnar ættu við rök að styðjast. í marz 1967 skilaði prófessor nokkur áliti í máli Klebanoffs, og úrskurðaði að ekkert væri við geðheilsu hans að athuga og yrði hann því að teljast vinnufær. í september var honum boðin vinna, sem reyndar var ekki við hans hæfi. Ári síðar var hann handtek- inn. Hann neitaði að undirrita játningu. „Sergejeff aðaisaksókn- ari lýsti því yfir að hér væri aðeins um að ræða formsatriði. Örlög mín væru ráðin. Ég yrði lýstur geðveik- ur og yrði síðan fluttur til borgarinnar Igren þar sem réttar- og geðrannsókn færi fram. Að því loknu fengi ég frambúðarvist í sérstöku sjúkrahúsi, sem væri á vegum MVD (leynideild lögregl- unnar), svo tryggt væri að ég gæfi öðrum ekki slæmt fordæmi í framtíðinni". „Fjölskylda mín var í ömurlegri aðstöðu. Ég hafði verið frá vinnu í þrjú ár. Kona mín gat ekki starfað utan heimilis þar sem hún var heilsutæp eftir erfiðar fæðing- ar barna okkar. Börn okkar tvö varð að fæða og klæða. Meðan ég var atvinnulaus höfðum við orðið að selja allar eigur okkar og sparifé okkar var uppurið." „í mótmælaskyni hóf ég hungur- verkfall sama dag og ég var handtekinn. Á tuttugasta og sjö- unda degi prísundarinnar var ég færður í einangrunarklefa í kjall- aranum, og fékk nú hvorki að afa hjá mér teppi né lak. Engar rúður voru í gluggum. Loftið var rakt og kalt og súgur var í klefanum, en komið var fram í septemberlok. Á öðrum degi var mér misþyrmt. Ungur MVD-foringi batt mig á höndum og fótum, hratt mér síðan á gólfið og hóf að sparka í mig. Annar lögregluforingi, Tsventukh, reyndi að fá mig til að borða með því að láta sækja þjóf, sem THE OBSERVER eftir Dennis Bloodworth Þegar menningarbyltingin var gerð í Kína var menntakerfi landsins kollsteypt og afleiðing- in er sú að margt ungt fólk í Kína er illa menntað. Hua Kuo-feng, hinn villuráfandi for- maður kínverska kommúnista- flokksins, hyggst gera nokkra bragarbót þar á, með því að senda kínverska námsmenn til náms í vestrænum háskólum. Kínverjar hafa sett sér það markmið að standa jafnfætis vestrænum þjóðum hvað varðar tækni- og iðnvæðingu árið 2000. Til þess að ná þessu markmiði hyggjast Kínverjar senda 10.000 námsmenn í erlenda háskóla, en þar munu þeir einkum leggja stund á tungumál viðkomandi landa og ýmiss konar tækni- fræði. Þegar hefur verið ákveðið að 500 Kínverjar fari á næsta ári til náms í Kanada og sami fjöldi mun stunda oám í Frakk- landi, Vestur-Þýzkalandi og Japan. Þá standa vonir til að Bandaríkjamenn taki við 5.000 nemendum. Eðlilega hafa Kínverjar mestan áhuga á að koma nem- endum sínum í góða og virta háskóla á borð við Tækniháskól- ann í Massachusetts, Stanford- háskóla og Berkeleyháskóla. Fræðimaður nokkur við háskól- ann í Stanford komst svo að orði í tilefni af ásókn Kínverja í háskólann, að að öllum líkindum yrði Stanford á undan Washing- ton til að taka upp eðlilega sambúð við Kína. Nýlega var Shirley Williams, mennta- og vísindamálaráð- herra Bretlands, í opinberri heimsókn í Kína og urðu Kín- verjar og Bretar þá ásáttir um, að á milli 500 og 1000 kínverskir námsmenn færu til náms í Bretlandi. En ekki er vízt að Kínverjar sætti sig við að svo fáir stundi nám í Bretlandi og þær raddir hafa heyrzt að allt að 2000 Kínverjar muni stunda þar nám og flestir þeirra eiga að leggja vísindi fyrir sig. Annað mál er það, að ekki getur ótakmarkaður fjöldi stundað nám í vísindum og þar gildir að aðeins þeir hæfustu komast í gegn. Það er því allra hagur að námsmennirnir séu vel undir nám sitt búnir og mikil- vægur þáttur í undirbúningi þeirra er að þeir hafi gott vald á enskri tungu. Bæði er að nemendurnir hljóta tilsögn í ensku í Kína og einnig eru þeir látnir sækja tíma í ensku í Englandi, jafnvel í rándýrum einkaskólum. Hingað til hefur það háð Kínverjum nokkuð að þeir búa saman í litlum hópum í Eng- landi og tala sín á milli á kínversku. Þeir hafa lítið bland- að geði við Englendinga og fátt mátt gera upp á eigin 'spýtur. í eitt skipti er hópur kínverskra námsmanna var á göngu um stræti Lundúnaborgar, greip mikil skelfing um sig meðal þeirra, er uppgötvaðist að stúlkukind í hópnum hafði orðið viðskila við hina. Kínverska sendiráðinu var þegar í stað IIuo Kuo-feng formaður hyggst bæta mjög menntun kínverskra ungmenna með því að senda þau á vestræna háskóla. um það, að skoðanaskipti milli kennara og nemenda hafa góð áhrif á báða aðila og stuðla aðeins að frjálslegri kennslu. Þeir munu komast að því, að í Bretlandi er nemendum heimilt að gefa út rit um fræði sín og setja þar fram skoðanir, sem stangast á við skoðanir kennara. Og að samkvæmt jarðbundnustu fræðum Maóista getur prófessor í sýklafræði við æðri mennta- stofnun enn lagzt svo lágt að gramsa í ruslafötu. þetta er í hróplegri mótsögn við hefðina í kínverskum rann- sóknastofum, þar sem yfirmað- urinn er einráður og óskeikull og enginn hygginn nemandi leyfir sér að vera á annarri Kína sendir námsmenn til náms í erlendum háskólum Hver veit nema litli snáðinn hér á myndinni eigi eftir að verða einn fjölmargra vestræns kinverskra vfsindamanna sem hljóta menntun sína á Vesturlöndum. gert viðvart, en stúlkan skilaði sér sjálf fyrr en varði. Hinir nýju ráðamenn í Pek- ing hyggjast breyta þessu. Nú eiga námsmennirnir að hafa eins mikil samskipti við al- menning og frekast er kostur og mikið er lagt upp úr því að þeir kynnist brezku þjóðfélagi af eigin raun. Afleiðingar þessa verða þær að námsmennirnir fara að sjá í gegnum þann áróðursvef, sem stjórnvöld í Peking hafa spunn- ið um stjórnkerfið og lífsháttu í Bretlandi. Þeir uppgötva að Hogarth og Dickens hafa fyrir löngu horfið af stjónarsviðinu og að mynd stjórnvalda af Bretlandi er með öllu röng og þarf endurbóta við. í>eir, sem leggja stund á vísindi, munu komast að raun skoðun en hið stirða yfirvald. Þar af leiðir að sú hætta er alltaf fyrir hendi að t.d. sér- fræðingur í megrunarfræðum útskrifizt án þess að hafa hundsvit á sjúkdómum, vegna þesá að í Kína eru mörkuð skörp skil á milli kenninga og verk- legnar kennslu. Akvörðun stjórnvaldanna í Peking að senda til náms erlendis námsmenn, sem eru með öllu óvanir vestrænum vinnubrögðum, sýnir hið mikla traust, sem Peking ber til þeirra. Á móti kemur að Kín- verjar hafa neyðzt til að grípa til þessara aðgerða af illri nauðsyn. Ætli Kínverjar sér að vera jafnokar Vesturlandabúa árið 2000, verða þeir að hafa á að skipa frambærilegum vís- indamönnum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.