Morgunblaðið - 13.09.1978, Side 14

Morgunblaðið - 13.09.1978, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÖ, MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 1978 vVorinu” í íran lokið Teheran — 12. september. ■*- AP. „VORINU“ í, íran er lokið. Tilraunum íranskeisara og stjórnar hans til að auka Irclsi í stjórnmáium og menningar- máium lauk aðeins 13 dögum eftir að stjórnin kunngerði áætlanir sínar og neyddist til að lýsa yfir herlögum. Yfirlýsingin frá 27. ágúst s.l. um aukin lýðréttindi gerði ekki annað en að auka reiði trúar- leiðtoga og fylkifiska þeirra og magna enn andstöðuna gegn stjórninni. Þegar fjölmenn mót- mæli hófust víða í landinu gegn áætlunum stjórnarinnar tók hún sig til og bannaði alla útifundi. Því svöruðu sundur- leitir stjórnarandstæðingar með því að efna til 100.000 manna fjöldagöngu í höfuðborginni Teheran síðastliðinn fimmtudag og átti stjórnin þá ekki annan leik en að lýsa yfir herlögum í 12 stærstu borgum landsins, og lét þau ummæli fylgja, að þeim yrði aflétt, þegar aftur lægði. í kjölfar fjöldagöngunnar í síðustu viku hafa yfir 300 manns verið handteknir, þeirra á meðal margir trúarleiðtogar, en á síðastliðnu ári hafa yfir 1000 manns látizt í margs konar átökum og róstum, sem brotizt hafa út annað veifið. Fremstir í flokki andstæðinga stjórnarinnar eru leiðtogar múhameðstrúarmanna í land- inu, sem vilja láta stjórn landsins og almenna lifnaðar- hætti í landinu fylgja boðum og bönnum Kóransins í einu og öllu. Þeim hefur verið mjög uppsigað við hvers konar vest- ræn menningaráhrif og sér í lagi við kynlífs- og ofbeldiskvik- myndir og aukið frelsi til handa konum. Annars er erfitt að gera sér nákvæma grein fyrir andstæð- ingum stjórnarinnar í Iran. Fyrrgreindir múhameðstrúar- menn eru auðvitað fjölmennast- ir, en stjórnin hefur kosið að kalla þá róttæka vinstri menn meðal annars vegna þess, að hún þykist hafa vissu fyrir því, að Lýbíustjórn, sem nýtur fullting- is Sovétmanna, hafi styrkt þá og einnig hefur spurzt til „íranskra marxista" í þjálfunarbúðum Palestínuaraba í S-Líbanon. Annar hópur og allfjölmennur eru stúdentar og menntamenn bæði í íran og búsettir erlendis. Markmið þessara andstæð- inga stjórnarinnar eru líka harla óljós, þegar undan eru skilin baráttumál múhameðs- trúarmanna. Frjálslyndir vilja efla lýðræði í landinu og vinstri menn eru sagðir vilja koma á sósíalísku ríki í einhverri mynd. Fram að þessu hefur efnuðum konum í Iran gefizt kostur á að mennta sig erlendis og tekizt að fá stöður í samræmi við mennt- un sína og hafa trúarleiðtogar látið það svo að segja afskipta- laust. En í ljósi síðustu atburða virðist í bili loku fyrir það skotið að stúlkur efnameiri fjölskyldna geti sótt menntun sína til annarra landa en það var yfirlýst stefna stjórnarinnar að reyna að mennta ungt fólk sem mest erlendis til að byggja upp stétt innlendra menntamanna, sem hefðu yfir tækniþekkingu að búa. Efnahgslegt misrétti er mikið í Iran. Annars vegar er tiltölu- lega fámenn yfirstétt og efri millistétt, sem efnazt hefur af iðnaði, einkum olíuiðnaði en íran er fjórða mesta olíufram- leiðsluland heims. Hins vegar eru svo fátækir bændur, en þeir eru rúmlega helmingur þjóðar- innar eða yfir 17 milljónir. Þrátt fyrir að þjóðartekjur á hvern íbúa í Iran hafi aukizt á síðastliðnum 15 árum úr 160 dollurum á ári í 2.200 dollara er óhætt að fullyrða, að meira en helmingur landsmanna búi við mikla fátækt. Stjórnvöld í íran hófu fyrir meira en áratug mikla baráttu gegn ólæsi en ekki hefur miðað sem skyldi í þeim efnum og stór hluti íbúðanna er enn ólæs. Um þessar mundir er það mörgum hugleikin spurning hverjir séu eiginlega stuðnings- menn stjórnarinnar. Og víst er, að með hliðsjón af síðustu atburðum er ekki gott að gera sér grein fyrir því, þar sem þeir láta lítið fyrir sér fara og eru þögulir. Samt virðist mega skipta þeim aðallega í tvennt. Annars vegar eru þeir, sem óttast að hreintrúarstefna verði ofan á hjá stjórninni, og hins vegar þeir, sem óttast að komm- únismi í einhverri mynd haldi innreið sína í landið. Veður víða um veröld Akureyri 5 alskýjaó Amsterdam 16 skýjaó Apena 30 heióríkt Barcelona 26 léttskýjiaó Berlín 15 skýjað BrUssel 18 skýjaó Chicago 33 rígning Frankfurt 24 akýjaó Genf 18 skýjað Helsinki 15 rigning Jerúsalem 27 heióríkt Jóh.borg 22 lóttskýjaó Kaupm.höfn. 18 skýjaó Lissabon 36 léttskýjaó London 20 léttskýjaó Los Angetes 27 heióríkt Madríd 35 heiórikt Malaga 29 heióríkt I Mallorca 29 léttskýjaó Miami 31 rigning Moskva 13 skýjað New York 26 rigníno Ósló 10 skýjaó i París 20 heiórikt Reykjavík 8 alskýjað Rio Oe Janeiro 26 léttskýjaó Róm 25 skýjaó Stokkhólmur 15 alskýjaó Tel Aviv 28 heiðríkt Tókýó 20 rigning Vancouver 18 skýjaó Vínarborg 27 heiórikt DALE CARNEGIE Kynningarfundur verður haldinn 14. september — fimmtudags- kvöld — kl. 20:30 að Síðumúla 35 uppi. Námskeiðið getur hjálpað þér aö: ★ Öðlast meiri trú á sjálfan þig og hæfileika þína. ★ Koma hugmyndum þínum örugglega til skila. ★ Sigrast á ræðuskjálfta. ★ Þjálfa minni þitt — skerpa athyglina. ★ Auka eldmóðinn — meiri afköst. ★ Sigrast á áhyggjum og kvíöa. ★ Eignast vini, ný áhugamál og fleiri ánægju- stundir í lífinu. Hjón hafa náð góöum árangri saman, við hin ýmsu vandamál og unga fólkið stendur sig betur í skóla og sjóndeildarhringurinn stækkar. Þú getur sjálfur dæmt um þaö, hvernig námskeiðið getur hjálpaö þér. Þú ert boðinn ásamt vinum og kunningjum, að líta við hjá okkur án skuldbindinga eöa kostnaöar. Þú munt heyra þátttakendur segja frá því, hversvegna þeir tóku þátt í námskeiöinu og hver var árangurinn. Þetta verður fræðandi og skemmtilegt kvöld er gæti komið þér að gagni. FJÁRFESTING í MENNTUN SKILAR ÞÉR ARÐI ÆVILANGT. Innritun og upplýsingar í síma 82411 Eínkaleyfi á islandi STJÓRNUNARSKÓLINN Konráð Adolphsson. SÍMI 82411. Inflúensa herjar á heilaga borg Nýju Delhi — 12. sept. — AP SAMKVÆMT fréttum frá ríkis- fréttastofu Indlands, UNI, herjar nú inflúensa í borginni Benares í kjölfar flóðanna þar og talin er hætta á að kólerufaraldur geti brotist þar út. Nú hafa um 1100 manns látizt í flóðunum af völdum monsún-rigninganna, sem hófust síðla í júní. Það helga fljót Ganges fellur um Benares og í dag var heldur að réna í fljótinu og hafði vatnsborð- ið lækkað um fjóra sentimetra, en var samt einum metra fyrir ofan hættumörk. Benares er ein hinna sjö heilögu borga í Hindúasið og árlega leggja milljónir pílagríma leið sína þangað til að endurnær- ast á sál og líkama. Borgin eru um 700 km suðaustur af Nýju-Delhi og samkvæmt kenningum Hindúa fer hver sá, sem deyr í Benares, beint til himna. bessi mynd sýnir hvernig flóð í ánni Yamuna, sem fellur um einn borgarhluta Nýju-Dclhi, hefur leikið íhúana, sem hafast við á svölum og horfa á garðshúsgögn- in marandi í kafi. Símamynd AP » Hér liggur kappaksturhetjan Ronnie Peterson á líkbörum í sjúkrahúsi í Milan á Ítalíu. en hann lézt af völdum margvíslegra mciðsla, sem hann hlaut í Grand Prix-keppni á Monza-brautinni á sunnudag. Símamynd AP. Mikil grem ja í Svíþjóð vegna láts Petersons DAUÐI sænsku kappaksturs- - hetjunnar Ronnie Petersons, sem lézt í gærmorgun eftir að hafa lent í slysi í Grand Prix keppni á Monza-brautinni á Ítalíu, hefur vakið almenna gremju meðal sænsku þjóðar- innar. Fjölmargir hafa opin- herlega létið í ljós þá skoðun sína, að banna ætti með öllu kappakstur í Svíþjóð og einn sænskur stjórnmálamaður hef- ur t.d. sagt, að plægja ætti upp sænsku kappakstursbrautina og nota svæðið undir iðnað, en á þessari braut hefur fimm sinnum íarið fram Grand Prix- keppni. Sænski íþróttamálaráðherr- ann, Rolf Ramgard, sagði í sjónvarpsviðtali á mánudags- kvöld, að sér fyndist æskilegt, að sænska stjórnin hugleiddi að banna slíka keppni í Svíþjóð. „Ronnie Peterson er gott dæmi um ungan menn sem stendur sig vel í kappakstri og ég fyrir mitt leyti hef ekkert á móti þessari íþrótt. En sú spurning vaknar óhjákvæmilega eftir dauða hans, hvort leyfa eigi keppni í formúlu 1 og hvort viðkomandi land, þar sem slík keppni kann að fara fram, eigi að taka á sig ábyrgð á þeim harmleikjum, sem óneitanlega fylgja svo oft slíkum mótum. Mér finnst sjálfum, að við ættum að bánna þessa íþrótt og ef það verður gert, þá verður það gert mað lagasetningu," sagði Ramgard í sjónvarpsviðtalinu. Svíar bönnuðu hnefaleika í landi sínu fyrir nokkrum árum, en ekki vildi Ramgard bera þessar íþróttir saman og sagði, að ef kappakstur yrði ekki bannaður í Svíþjóð yrði að minnsta kosti að herða allt öryggiseftirlit og gera allt sem hægt væri að koma í veg fyrir að harmleikur eins og á Ítalíu endurtæki sig.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.