Morgunblaðið - 13.09.1978, Síða 17
16
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 1978
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 1978
17
Utgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn og afgreiósla
Auglýsingar
hf. Arvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guómundsson.
Björn Jóhannsson.
Baldvin Jónsson
Aðalstræti 6, sími 10100.
Aöalstræti 6, sími 22480.
Áskriftargjald 2000.00 kr. á mánuöi innanlands.
í lausasölu 100 kr. eintakið.
Er skattborgarinn
varnarlaus gagnvart
siðlausri ríkisstjórn?
Sú ákvörðun ríkisstjórnar-
innar að leggja tekjuskatts-
viðauka á mikinn hluta skattgreið-
enda í landinu og tvöfalda eigna-
skattinn hefur að vonum vakið
almenna reiði og hneykslan. Ekki
sízt eftir að fyrir liggur, að það er
meira en hæpið, að hér sé farið að
réttum lögum. Sú yfirlýsing for-
sætisráðherra, að þetta sé pólitísk
ákvörðun, og að þess vegna skipti
ekki máli, hvort hún standist að
réttum lögum, er lýsandi fyrir
vinnubrögð hinnar nýju ríkis-
stjórnar og kallar á aukna réttar-
vernd borgurunum til handa. Um
þetta segir Matthías A. Mathiesen,
alþingismaður, í Morgunblaðinu í
gær, að með þeirri afturvirku
skattheimtu, sem bráðabirgðalög-
in geri ráð fyrir sé skapað mjög
hættulegt fordæmi og hann telur,
að Alþingi þurfi að gera ráðstaf-
anir til þess að verja skattgreið-
endur fyrir slíkum aðgerðum, enda
er það í samræmi við þau sjónar-
mið, sem hann fylgdi í störfum
sínum sem fjármálaráðherra. Og í
þessu sambandi er ástæða til að
ítreka enn einu sinni, að í Noregi
t.d. er afturvirk skattheimta
bönnuð í stjórnarskránni.
I Morgunblaðinu í gær birtist
merk álitsgerð um þetta efni eftir
Jónatan Þórmundsson, prófessor,
við Lagadeild Háskólans og vara-
dómara í Hæstarétti. Hann segir
m.a.: „Það er að vísu ekkert
óvenjulegt, að skattalög séu aftur-
virk að þessu leyti. En það skiptir
þó verulegu máli, hversu mikil sú
afturvirkni er og hvernig henni er
nánar fyrir komið. Það hefur lengi
tíðkazt og verið staðfest af dóm-
stólum að láta breytingar á
skattalögum, sem gerðar hafa
verið í lok skattárs eða á álagning-
arári áður en skattskrá er lögð
fram, gilda um skattstofn undan-
farins skattárs. I nýju bráða-
birgðalögunum er gengið skrefi
lengra, þau eru afturvirk í óvenju
ríkum mæli. Álagningu er lokið.
Skattskrá hefur almennt verið
lögð fram og innheimta er langt
komin. Er þá erfitt að sjá mikinn
mun á því, hvort verið er að leggja
viðbótarskatt á skattstofn ársins
1977, 1976 eða jafnvel 1975!“
Prófessorinn víkur síðan að því,
að ein varnarástæðan fyrir aftur-
virkni nýju laganna sé sú að þau
helgist af neyðarréttarsjónarmið-
um og segir síðan: „Ekki skal
dregið í efa, að ástand efnahags-
mála sé alvarlegt. Það er þó engin
ný bóla og verður vart lagt að
jöfnu við ástand á erfiðum kreppu-
tímum eða stríðstímum. I lögfræði
er neyðarréttur skýrður fremur
þröngt, ekki sízt ef um svokallaðan
stjórnskipulegan neyðarrétt er að
ræða. Forsendur hans hljóta m.a.
að vera þær, að raunverulegt
neyðarástand ríki. Ekki sé einung-
is verið að bæta lélegan fjárhag
ríkissjóðs og Ioks að ekki sé öðrum
nothæfum úrræðum til að dreifa
er fremur samræmist stjórnar-
skránni og venjum, er hafa
stjórnskipulegt gildi. Hætt er við,
að hverri ríkisstjórn reynist erfitt
að sýna fram á, að slíkt ástand
hafi skapazt á svo venjulegum
tímum sem nú eru. Vitaskuld er
samt hugsanlegt, að slík sjónarmið
hafi nokkur áhrif á skýringu
stjórnarskrárákvæða ríkisstjórn í
vil.
Það sjónarmið er stundum orðað
að dómur um ógildi skattalaga geti
haft svo víðtækar verkanir, að
hann setji fjármálakerfi þjóðfé-
lagsins að einhverju leyti úr
skorðum. Þegar komi til mats á
slíkum sjónarmiðum annars vegar
og hins vegar hagsmunum ein-
stakra skattþegna þurfi talsvert
skýr regla að vera fyrir hendi til
að dómur falli skattþegn í vil.
Þegar á allt er litið á ég fremur
von á því, að dómur um gildi nýju
skattlagningarákvæðanna falli
skattþegnum í vil“, er niðurstaða
prófessors Jónatans Þórmunds-
sonar.
Að framansögðu er ljóst, að hin
nýju skattalög standa á mjög
veikum grunni, á siðferðilegum
sandi. Þessi lög snerta þúsundir
eða tugþúsundir landsmanna,
koma hart niður á undirstöðuat-
vinnuvegum þjóðarinnar, sjávar-
útvegi, landbúnaði og iðnaði,
sérstaklega það ákvæði, að lagður
skuli tekjuskattur á fyrningar.
Sennilega á skattheimta af því
tagi sér enga hliðstæðu í lýðræðis-
ríki, enda heggur hún að undir-
stöðum heilbrigðs atvinnurekstrar
með því að gera endurnýjun og
endurbætur framleiðslutækja nær
útilokaða í verðbólguþjóðfélagi
eins og hér á landi. Slík skatt-
heimta dregur því úr framleiðni og
skerðir lífskjör til lengri tíma litið.
Þetta ákvæði veldur því, að
einstaklingar í rekstri verða allir
eða því sem næst skattlagðir að
nýju.
Síðast en ekkr sízt mun 50 %
hækkun eignarskattsins bitna á
rosknu fólki og öldruðu, sem með
ráðdeild hefur tekizt að eignast
eigið húsnæði skuldlaust, en hefur
litlu ráðstöfunarfé úr að spila. Sú
viðbára að þessi hækkun
eignarskattsins sé skattur á verð-
bólgugróða er meira en hæpin,
enda engin tilraun gerð til að láta
hann verka þannig. Auk þess vita
allir, að verðbólgubraskararnir
hafa auðgazt í gegnum skuldasöfn-
un og greiðan aðgang að fjármagni
og státa því ógjarna af miklum
eignum á pappírnum.
Þegar efnahagsráðstafanir
ríkisstjórnarinnar eru skoðaðar í
heild, blasir það við, að þær
höggva nærri heilbrágðum at-
vinnurekstri í landinu, gagnstætt
því sem yfirlýstur tilgangur þeirra
er. Komið er aftan að hinum
almenna borgara með afturvirkum
skattaálögum og margvísleg til-
viljanakennd fjármagnstilfærsla
úr einum vasa í annan á sér stað.
Allt er þetta svo meira en lítið
hæpið lagalega séð og vísast brot
á meginreglum stjórnarskrár lýð-
veldisins, þannig að það fær ekki
staðizt fyrir dómstólum landsins.
Teódór A. Jónsson. formaður Landssambands fatlaðra. Sigursveinn D. Kristinsson. varaformaður Landssambands fatlaðra. Magnús Kjartansson, Arnór
Pétursson. formaður íþróttafélags fatlaðra, Sigurður Guðmundsson, varaformaður Sjálfsbjargar í Reykjavík, og Rafn Benediktsson, formaður
Sjálfsbjargar í Reykjavík. Ljósm. Kristján.
Fatlaðir í hópgöngu í Reykja-
vík næstkomandi þriðiudag
Sjálfsbjörg, félag fatl-
aðra í Reykjavík, gengst
fyrir aðgerðum til þess að
vekja athygli á málefnum
fatlaðra, en félagið er 20
ára í ár. Borgarstjórn
Reykjavíkur hefur boðizt
til að taka á móti fötluðum
á Kjarvalsstöðum kl. 4
næstkomandi þriðjudag.
Áætlað er að farið verði í
hópgöngu til Kjarvalsstaða
og mun hún hefjast við
Sjómannaskólann kl. 3
sama dag. Það er ósk
þeirra, sem að göngunni
standa, að ekki einungis
fatlaðir taki þátt í henni
heldur allir þeir, sem
styðja málefni fatlaðra og
hafa áhuga á því að taka
þátt í þessum aðgerðum. Á
Kjarvalsstöðum munu for-
svarsmenn Sjálfsbjargar
kynna nokkur atriði, sem
varða málefni fatlaðra svo
sem í sambandi við at-
vinnu-, húsnæðis-, sam-
göngu- og tryggingamál.
„Lykilorðið í okkar baráttu er
jafnrétti," sagði Magnús Kjartans-
son, framkvæmdastjóri þessara
aðgerða, á blaðamannafundi sem
haldinn var í gær. Þar kom það
fram m.a. að fötlun væri algeng-
asta mannamein frá upphafi vega.
I síðustu heimsstyrjöld fötluðust
margir og eftir að stríðinu lauk
var fyrst byrjað að endurhæfa og
lækna fatlaða. Tækninni hefur
fleygt fram og nú er hægt að gera
fötluðu fólki kleift að taka þátt í
lífinu á sama hátt og ófatlað fólk.
Það hefur tekist að lækna marga
og allan þorra öryrkja er hægt að
styðja það mikið að þeir geti
starfað og tekið þátt í lífi almenn-
ings.
En þrátt fyrir það eru margir
þröskuldir í vegi fatlaðra að því er
fram kom á blaðamannafundinum
í gær. Þjóðfélögin eru yfirleitt ekki
sniðin fyrir þarfir þeirra.
„Síðan ég varð fatlaður hef ég
litið á hlutina frá augum fatlaðs
manns," sagði Magnús, „og komist
að því að í samanburði við
Norðurlöndin þá erum við íslend-
ingar langt á eftir hvað varðar
aðstöðu fyrir fatlaða. Það þarf því
stórt átak til þess að komast til
jafns við hinar Norðurlandaþjóð-
irnar. Það er ekki aðeins ósk
fatlaðra heldur er það ósk samfé-
lagsins."
Magnús benti á, að þótt fólk
væri fatlað á einu sviði gæti það
verið mikið hæfileikafólk á öðrum
sviðum. Tók hann sem dæmi
Roosevelt, Bandaríkjaforseta, sem
var lamaður og gat ekki staðið í
ræðustól án þess að styðjast við
spelkur, en var þó mikilhæfur
forseti.
„Ef hliðstæða Roosevelts hefði
fæðzt hér á íslandi hefði hann
verið settur út í horn. Fatlaður
maður getur ekki starfað á Alþingi
íslendinga," sagði Magnús.
Það kom einnig fram á fundin-
um, að samkvæmt könnun á
Norðurlöndunum þá væru 15%
hverrar þjóðar fötluð og væru það
jafnt börn sem gamalmenni.
„Viðhorf okkar er að þetta fólk
hafi sama rétt og annað fólk og
það verður að skipuleggja þjóðfé-
lagið þannig," sagði Magnús. Hann
benti á það, að dæmi væru til um,
að fatlað fólk, sem fengið hefði
töluverðan bata, hefði rekið sig á
eintóma veggi er það ætlaði að
fara að bjarga sér í þjóðfélaginu
og hreinlega brotnað saman af
þeim orsökum.
í sambandi við aðgerðir Sjálfs-
bjargar verður skrifstofa opin frá
kl. 14—22 alla daga í Sjálfsbjarg-
arhúsinu, Hátúni 12. Kváðust
aðstandendur aðgerðanna mundu
hafa samband við sem flest fatlað
fólk en ef óskað væri eftir
bílaaðstoð til þess að komast í
gönguna þá myndu þeir veita
hana. Símarnir á skrifstofunni eru
17868, 29128 og 29136. Einnig
kváðu þeir vel þegið ef almenning-
ur biði fram aðstoð sína og óskuðu
jafnframt eftir því, að vinnuveit-
endur og skólastjórar gæfu fólki
sínu frí ef að það hefði áhuga á að
taka þátt í göngunni.
„Skattlagningin kemur
illa vid bændur með
nýlegar framkvæmdir”
—segir Gunnar Guðbjartsson, for-
maður Stéttarsambands bænda
„í ÞESSUM lögum eru það
einkum þrju atriði, sem
snerta bændur, en það eru
auknar niðurgreiðslur, nið-
urfelling söluskatts af þeim
búvörutegundum, sem sölu-
skattur hefur verið á, og í
þriðja lagi er það skattlagn-
ingin, sem kemur harðar
niður á bændum en launþeg-
um vegna þess að afskrifta-
f járhæðir vegna búreksturs-
ins eiga nú að leggjast við
tekjur. Tvö fyrri atriðin eru
nær því að vera í samræmi
við þær óskir, sem við bárum
fram í viðræðum okkar við
fulltrúa stjórnmálaflokk-
anna, en þetta með skatt-
lagninguna er það neikvæða
óg hún getur komið illa við
þá bændur, sem eru skuldug-
ir en hafa miklar afskriftir
vegna nýrra framkvæmda.
Sérstaklega getur þetta
komið hart niður á ungum
bændum' og öðrum, sem
nýlega eru byrjaðir búskap
og hafa þurft að framkvæma
mikið,“ sagði Gunnar Guð-
bjartsson formaður Stéttar
sambands bænda í samtali
við Morgunblaðið í gær, er
hann var spurður álits á
nýju bráðabirgðalögunum.
Gunnar sagði að gagnvart bænd-
um væri aukning niðurgreiðslna
og niðurfelling söluskatts jákvæð
en í því sambandi legðu bændur
áherzlu á að þarna væri um
varanlega ráðstöfun að ræða en
ekki til skamms tíma. Ríkisstjórn-
in hefði í þessu efni farið að óskum
Stéttarsambandsins nema hvað
Gunnar sagði að þeir hefðu talið
eðlilegra að niðurgreiðslurnar
svöruðu til sölukostnaðar í heild-
sölu og smásölu en þær hefðu í
vissum tilvikum orðið meiri og
þess meiri ástæða væri til að þær
héldust áfram í sama hlutfalli.
Framhald þessara niðurgreiðslna
hlyti að ráðast af því hvernig
tekjuöflun til þeirra tækist.
Fram kom hjá Gunnari að sú
ráðstöfun að leggja nú fyrningar-
Gunnar Guðbjartsson.
fjárhæðir við tekjur gæti aukið
skattgjaldtekjur þeirra bænda,
sem ekki eru með nýlegar fram-
kvæmdir nokkuð en hjá þeim, sem
eru með nýjar framkvæmdir, gæti
þetta skipt verulegum fjárhæðum.
„Við eigum eftir að sjá hvernig
þetta kemur út hja einstökum
bændum en það er ljóst að ýmsir
kunna að lenda í erfiðleikum
vegna þessa. Um lögin að öðru
leyti vil ég aðeins segja það að það
að kjarasamningarnir taka gildi
eins og lögin gera ráð fyrir hlýtur
að skapa meiri frið á vinnumark-
aðnum,“ sagði Gunnar að lokum.
Korchnoi hefur vinningsvonir
Kortsnoj hefur sæmilegar
vinningsvonir í tvísýnu enda-
tafli þar sem hann hefur einu
peði meira.
Eftir nokkra fjörlega leiki í
byrjuninni sem Karpov hristi
fram úr erminni tókst Kortsnoj
að víkja sér undan öllum
hættum og stíga upp úr darrað-
ardansinum með peð yfir. En
hann tók samt það ráð að gefa
það til baka af ótta við sókn af
hálfu svarts sem hafði biskupa-
parið á móti tveimur riddurum
hvíts. Sú ákvörðun reyndist
rétt því stuttu seinna komu
stöðuyfirburðir hvíts í ljós og
peðstap var óumflýjanlegt hjá
svörtum. Biðstaðan er geysitví-
sýn enda þótt hvítur hafi góðar
líkur því margt getur skeð á
skákborðinu og eins og reynsl-
an hefur sýnt er aldrei hægt að
fullyrða neitt þegar þessir
meistarar eiga í hlut með skara
af aðstoðarmönnum sem eru
fundvísir á ýmsar björgunar-
leiðir.
21. einvígisskákin
Hvítt. Kortsnoj
Svart. Karpov
Drottningarbragð.
1. c4 (Kortsnoj er samur við sig
og byrjar á sama leiknum og
hann er vanur, Enska leiknum)
I. ... Rf6, 2. Rc3— e6, 3. Rf3
— d5, 4. d4 — Be7, 5. Bf4 (Þessi
leikur gafst vel í 9. skákinni og
vantaði þá aðeins herztumuninn
á að Kortsnoj tækist að knýja
fram vinning. Hinsvegar reyndi
Kortsnoj í 1. skákinni 5. Bg5 —
0-0, 6. e3 - h6, 7. Bh4 — b6;
Tartakower-afbrigðið í drottn-
ingar-indverskri vörn sem
Karpov var greinilega mjög vel
heima í en Kortsnoj komst
ekkert áleiðis og skákinni lykt-
aði með litlausu jafntefli eftir
19 leiki)
5.... 04). 6. e3 - c5. 7. dxc5 -
Bxc5 (í 14. einvígisskák þeirra
Fischers og Spassky lék sá
síðarnefndi hér 7. ... Rc6 og
fékk gott tafl eftir 8. cxd5 —
exd5, 9. Be2 — Bxc5, 10. 0-0 —
Be6)
8. Dc2 - Rc6. 9. Ildl - Da5,
10. a3 — He8! (Fram að þessum
leik höfðu keppendur fylgt
nákvæmlega sömu leikjaröð og í
9. skákinni, en hér kemur
Karpov með bragarbót. Leikur-
inn býður upp á mannsfórn; 11.
b4 sem Kortsnoj réttilega hafn-
ar því svartur myndi fá óstöðv-
andi sókn eftir 11. ... Rxb4, 12.
axb4 — Bxb4. Riddarinn á c3
yrði leppur um ófyrirsjáanlegan
tíma og svartur ynni lið til baka.
En þessi leikur Karpovs gefur
til kynna að taflið verði tvísýnt
og spennandi og enn fleiri
óvæntir leikir eiga eftir að sjá
dagsins ljós)
II. Rd2 - e5, 12. Bg5 - Rd4!
Þessi djarfa riddarafórn Karp-
ovs hleypir miklu lífi í skákina.
Engu er líkara en sjálfur Tal
hafi verið að verki og undirbúið
Karpov fyrir þessa skák því
þessi leikur ber miklu fremui
einkenni hans heldur en Karp-
ovs.- Skákáhugamenn meðal
áhorfenda ókyrrðust af æsingi
þegar þessi leikur birtist á
sýningarborðinu og sáu menn
nú loksins fram á spennandi
skák).
13. Dbl! (Kortsnoj hafnar rétti-
lega enn einu sinni mannsfórn-
inni. Svartur fengi alltof hættu-
leg sóknarfæri eftir 13. exd4 —
exd4, 14. Rc3 — e2, og nú t.d. 14.
... Re4 eða 14. ... d3! 15. Dxd3
— dxc4 og staðan úir og grúir
af möguleikum fyrir svartan).
13. ...BÍ5, 14. Bd3 - e4, 15.
Bc2 - Rxc2, 16. Dxc2 - Da6
(Kortsnoj hefur á sannfærandi
hátt sýnt fram á að riddaraleik-
urinn var þá ekki eins hættuleg-
ur og hann sýndist því nú hefur
hvítur gjörsamlega snúið blað-
inu við og peðstap blasir við hjá
svörtum)
17. Bxf6 - Dxf6, 18. Rb3
(Viss hætta er því samfara að
Kortsnoj
— tekst honum að vinna í dag?
taka strax peðið á d5 því eftir
18. Rxd5 — Dg5 má hvítur t.d.
ekki hrókfæra (0-0) vegna 19.
. .. Bh3 og svartur vinnur
skiptamun).
18. ... Bd6, 19. Hxd5 (Hvítur
hefur nú unnið peð, en á móti
Skák
Gunnar Gunnars-
son skrifar um
21. einvígisskákina
hefur svartur biskupaparið á
móti báðum riddurum hvíts,
hvítur hefur heldur ekki hrók-
fært ennþá og síðast en ekki sízt
getur reynzt erfitt að valda
c4-peðið).
19.... He5, 20. Rd4 - Hc8 (Nú
kemur í ljós að hvítur á í
erfiðleikum með að valda
c4-peðið, og eftir t.d. 21. De2
hefur hvítur hræðzt sóknarmátt
biskupaparsins og afræður því
að fórna aftur peðinu, en ekki er
ljóst hvort sá ótti var á rökum
reistur eða hugboði einu sam-
21. Hxe5 - Dxe5, 22. Rxf5 -
Dxf5, 23. 0-0 (Annar leikur
kemur nú ekki til greina því
Karpov
— er úthaldið að bresta?
eftir t.d. 23. Rxe4? kemur 23.
... b5 og svartur stendur betur).
23.... Hxc4 (Nú er liðsafli aftur
orðinn jafn en óvæntir atburðir
eru í vændum)
24. Ildl — De5 (Hótar 25.
... Dxh2)
Töluverðar vinnings
líkur í biðstöðunni
VIKTOR Korchnoi sýndi svo
sannarlega í 21. skákinni í dag.
að hann hefur jafnað sig eftir
fyrri ófarir í einvíginu og
taflmennska hans í dag er í
beinu framhaldi af þeim
áraiigri, sem hann náði í 19. og
20. skákunum.
Korchnoi hafði hvítt og
byrjuninni svipaði til gamals
afbrigðis af drottningarbragði
og kom fljótt upp staða svipuð
9. skákinni. Það var heims-
meistarinn, sem fyrst blés til
sóknar og ætlaði að fórna
riddara í 12. leik, og var
greinilegur „Talkeimur" að þeim
leik, en Tal er hér sem fréttarit-
ari og aðstoðar Karpov einnig.
Korchnoi lét þó ekki slá sig út
af laginu og þáði ekki riddar-
ann, sem Karpov bauð. Þetta
kom Karpov mjög á óvart og
hugsaði hann sig um í 20
mínútur áður en hann lék 13.
leik sínum. Eftir þann leik var
óhjákvæmilegt fyrir Karpov að
fara í mikil uppskipti, þar sem
hann tapaði peði. Eftir upp-
skiptin kom hins vegar upp
staða, þar sem úr vöndu var að
ráða fyrir Korchnoi, en hann
var augljóslega vel upplagður og
fann leið, sem leiddi til þess, að
hann hafði vænlega stöðu er
skákin fór í bið eftir 43 leiki.
Sérfræðingar, sem telja tölu-
verðar vinningslíkur fyrir
Korchnoi, búast fastlega við, að
biðleikur Korchnois hafi verið
f4, sem leiðir til þess, að Karpov
tapar öðru peði.
25. g3 - a6, 26. Db3 — b5, 27.
a4! (Hugboð Kortsnojs hefur
reynzt rétt: hann er á góðri leið
með að vinna peð til baka.
Svartur er nú í klípu).
27. ... Hb4, 28. Dd5!
(Kröftuglega leikið)
28. ... Dxd5. 29. Hxd5 - BÍ8,
30. axb5 (Peðsvinningurinn er í
höfn. Svartur tekur nú mikils-
verða ákvörðun) 30. . . . a5
(Svartur afræður að drepa ekki
b-peð hvíts því eftir 30. ... axb5
31. Hxb5 hefur hvítur bjartar
sigurvonir vegna frelsingjans á
b2, en eftir textaleikinn verður
hið framsækna b-peð svörtum
erfiður ljár í þúfu)
31. Ild8 - Ilxb2. 32. Ha8 (Nú
fellur a-peð svarts því eftir 32.
... Hb3, 33. Rd5 (Hótar Re7) f5,
34. Hxa5 fellur það samt)
33. Hxa5 - Bhi. 34. Ha8 -
Kf7, 35. Ral - Hbl, 36. Kg2
- Bd6, 37. IIa7 - KÍ6, 38. b6
(Frelsinginn siglir hraðbyri upp
í borð boðandi upprisu nýrrar
drottningar. Svartur á í vök að
verjast)
38.... Bb8, 39. Ha8 - Be5, 40.
Rc5! i(Með síðasta leik sínum
fyrir tímamörkin leggur
Kortsnoj „gildru“ fyrir héims-
meistarann: 40. ... Hxb6? 41.
Rd7 og vinnur hrókinn. Á
þennan hátt tekst hvítum að
þoka peðinu einum reit lengra
upp í borð).
40. ... Bd6 41. b7 (Og nú er
riddarinn friðhelgur vegna
uppkomu nýrrar drottningar á
b8)
41. ... Ke7, 42. Hg8 — Be5 og
í þessari spennandi biðstöðu lék
hvítur biðleik.
Óhætt er að segja að hvítur
hafi sigurvonir, en allir spádóm-
ar eru valtir og margt getur
skeð í flókinni stöðu. Frelsingi
hvíts á b7 getur reynst svörtum
þungur í skauti. Líklegur bið-
leikur er t.d. 43. f4 og eftir 43.
... exf3 frh. 44. Kxf3 hótar
hvítur t.d. 45. Rd3 sem vinnur
peðið á g7 þar eð svarti biskup-
inn verður að valda uppkomu-
reit drottningarinnar á b8.
Endataflskunnátta áskorandans
blómstrar greinilega í tveimur
síðustu skákum þessa einvígis.
Biðskákin verður tefld áfram í
dag, miðvikudag.
Harrii Golombek
skrifar fi/rir
Morqun blaöiö