Morgunblaðið - 13.09.1978, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 1978
31
Framkvæmdastjóri Manch.
Utd. gefur Kirby góð ráð
Pétur Pétursson verður undir smásjá
Dunbars til
*
Armanns?
\RMKNMNG.\K cru a.l lcita
f\rir s.'r cftir Vmcríkana til a.l
lcika kiirfuknattlcik mcl fclair
inu á komandi kcppnistímahili.
Sá orrtrómur ucnifur fjiillunum
ha rra. aó cfstur á óskalistan
um hjá þcim s«> vn«ri hróóir
Dirk Dunhars. scm lck mcó
stúdcntum á síóasta vctri. scm
ráóinn hcfur vcrió þjálfari
ynirri flokka \rmanns.
- lílí.
Frá Siiítryitgi SigtryKRssyni
blaðamanni Mbl. í Köln
AKURNESINGAR leika fyrri leik
sinn í Evrópukeppni meistaraliða
í Köln í Vestur-Þýskalandi í kvöld.
Hefst leikurinn kl. 8 að þýskum
tíma, sjö að ísl. tíma. Leikurinn fer
fram á hinum glæsilega aðalleik-
vangi FC Kölnar sem rúmar um 60
þúsund áhorfendur. Reiknað er
með, áð um 15 til 20 þúsund
áhorfendur sjái leikinn í kvöld. Til
gamans má geta þess, að næst-
komandi laugardag leikur FC Köln
við Hamburger SV á þessum sama
velli og þá er búist við 60 þúsund
áhorfendum. Leikur þessi er í 1.
deildinni þýsku.
Akranesliðið kom til Kölnar á
mánudaginn. I gær var liðið á
æfingu og einnig er áformuð létt
æfing í dag. George Kirby, þjálfari
Akranesliðsins, sagði í samtali við
fréttamann Mbl. að bæði Árni
Sveinsson og Jóhannes Guðjóns-
son væru að ná sér eftir meiðslin,
sem þeir hlutu í leiknum við Val
á sunnudaginn, og verða þeir því
báðir með í kvöld. Kirby ætlar að
tefla fram óbreyttu liði frá
leiknum við Val. En það þýðir, að
tveir fastamenn liðsins í sumar,
þeir nafnarnir Jón Gunnlaugsson
og Jón Áskelsson verða á vara-
mannabekknum.
Kirby ætlar að láta liðið leika
leikaðferðina 4—3—3 og ættu
strákarnir að reyna að halda
knettinum eins og þeir frekast
gætu.
„Ég er ókvíðinn fyrir leikinn. Ég
vona að hann verði góður og ef
vörnin stendur sig vel og Jón
markvörður sömuleiðis, en á hon-
um mun væntanlega mikið mæða,
gætu úrslitin orðið hagstæð."
Kirby sagði að lið Kölnar væri
geysisterkt, og að hans mati betra
en pólska landsliðið sem lék á
Islandi á dögunum.
í gær hringdi Kirby í vin sinn
David Sexton framkvæmdastjóra
Manchester United en lið hans lék
vináttuleik við Köln nýlega. Gaf
Sexton Kirby ýmis góð ráð og
ábendingar varðandi þýska liðið.
Tveir af fastamönnum Kölnar
eru meiddir og verða því ekki með
í leiknum hér í kvöld, það eru þeir
Flohe og Okudera.
Eftir því sem blaðamaður Mbl.
hefur frétt hér úti í Köln, munu
ýmis lið ætla að senda njósnara á
leikinn í kvöld til þess að fylgjast
með Pétri Péturssyni. I hópi þeirra
liða eru Borussia Mönchenglad-
bach, Standard Liege og Beveren.
Minningar-
leikur
IIINN árlcgi minningarlcikur
um þá Kristján Kristjánsson
ng Þórarin Jónssnn knatt-
spyrnumcnn hjá Þór. fcr fram
á Akureryrarvclli klukkan
18.15 í daií. Það var árió 1911
aó þcir fclagar lctu lífió í
hílslysi í kcppnisfcró á Vcst-
fjöróum. l.cikurinn í daií vcrð-
ur miili Þórs ng Akurcyrarúr-
vals. 30 ára og ddri. þ.c.a.s.
úrvaldsdcildarliðs Akurcyrar.
Standard
vann
STANDARI) Liege vann fyrri
leik sinn í llEFA-bikarkeppninni
gegn Dundee Utd. í ga“rkvöldi
með einu marki gegn engu.
Leikurinn fór fram á leikvelli
nokkrum 160 kílómetrum frá
Liege vegna þess. að leikvöllur
Standard hefur verið hannaður
fyrir Evrópuleiki vegna óeirða
sem þar hafa sprottið upp.
Leikurinn var slakur og eina
markið í leiknum skoraði Denier
á 10. mínútu.
Everton vann öruggan stórsigur
gegn írska liðinu Ballemeyna,
Thomas og King skoruðu í fyrri
hálfleik og King, Latchford og
Walsh bættu síðan mörkum við
áður en yfir lauk.
Þá vann Union Sportiv frá
Luxemburg Bodö frá Noregi 1—0,
en norska liðið hafði áður unnið
heima 4—0.
I kvöld fer fram urmull leikja og
verða m.a. íslensku liðin ÍA og
Valur þá í eldlínunni.
Steinsson,
ekki Hafberg
SÚ LEIÐA villa slæddist inn í
grein Mbl. um leik ÍBV og Fram
um síðustu helgi, að ávallt er rætt
var um framherjann unga hjá
Fram, Guðmund Steinsson, var
hann nefndur Guðmundur Haf-
berg. Báðir eru Guðmundarnir
leikmenn með Fram og báðir léku
þeir leikinn framantalda. Sann-
leikurinn er sá, að það var G.
Steinsson sem sló í gegn, skoraði
og fiskaði vítið fyrir Fram, en ekki
G. Hafberg. Eru hlutaðeigendur
hér með beðnir velvirðingar á
þessum leiðu mistökum.
Þjálfara-
námskeið í
knattspyrnu
TÆKNINEFND KSÍ gegst fyrir
a-stigs þjálfaranámskeiði í knatt-
spyrnu á næstunni og stendur
námskeiðið samtals í 30 klukku-
stundir. Námskeiðið hefst klukkan
17 föstudaginn 29. september og
lýkur að kvöldi mánudagsins 2.
október. A-stigs námskeið þetta er
nýtt byrjendastig fyrir þjálfara-
efni í knattspyrnu og er það tekið
upp til samræmis við fjögurra
stiga þjálfaramenntun innan
íþróttasambands íslands og
fræðsluráðs þess. Umsóknareyðu-
blöð og upplýsingar um námskeið-
ið fást á skrifstofu KSÍ til 25.
september.
VALUR
MAGDEBUR6
KVÖLD
Hinir nýkrýndu Islandsmeistarar Vals leika í kvöld gegn hinum frábæru
austur-þýzku knattspyrnumönnum frá Magdeburg. Leikurinn hefst kl. 18.15
en á undan leika Faraldsfæturnir: Brimkló, Halli og Laddi.
Viö stuöningsmenn Vals óskum þeim góös gengis um leiö og
viö hvetjum fólk til aö fjölmenna á völlinn í kvöld.
Forsala er í tjaldi viö Útvegsbankann kl. 13.00—17.30 í dag.
esm> v/Hallarmúla 8 CS=D(o)TjM]D®@T LAUQALÆK 2. rfoXDDRÍ] aiml 3BOSO HENS0N Sólvallagötu
#!HIEíríri# JROPICANA*
EHia nl