Morgunblaðið - 10.10.1978, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 10.10.1978, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 1978 5 Þriðjungur þingmanna héf- ur ekki setið á Alþingi áður ALÞINGI íslendinga verður sett í dag með hefðbundnum hætti. Þetta verður 100. löggjalarþing þjóðarinnar, en hið fyrsta lög- gjafarþing kom saman 1. júlí 1875. I annan stað verður þetta fyrsta þing nýs kjörtímahils og nýrrar ríkisstjórnar. í þriðja lagi taka 19 þingmenn, eða tæpur þriðjungur þingliðs, sæti á Al- þingi í fyrsta sinn sem kjörnir þingmenn. 21 þingmaður, sem nú mætir til þings, átti ekkf sæti á 8.1. þingi sem aðalmaður. Og í fjórða lagi munu mörg mikilvæg mál koma til kasta þingsins, ekki sízt á sviði efnahags-, skatta- og ríkisfjármála, en hugsanlega einnig varðandi kosningalög. kjördæmaskipan og starfshætti Alþingis. Þingsetning hefst með því að þingmenn ganga til guðsþjón- ustu í dómkirkjunni, eins og venja hefur verið frá endurreisn Alþingis árið 1845. Þar predikar sr. Sigurður H. Guðmundsson sóknarprestur í Hafnarfirði. Síð- an fer hin formlega þingsetning fram í Sameinuðu þingi. Forseti íslands. herra Kristján Eldjárn, les forsetabréf um þingsetningu. Þá kveður hann til aldursforseta, Odd Ólafsson, þingm. Reyknes- inga, er stýrir fundi S.þ. unz forseti þess hefur verið kjörinn. Tíu af fjórtán þingmönnum Alþýðuflokks hafa ekki áður setið á þingi: Árni Gunnarsson, Bragi Níelsson, Eiður Guðnason, Finnur Torfi Stefánsson, Gunnlaugur Stefánsson, Jóhanna Sigurðar- dóttir, Karl Steinar Guðnason, Kjartan Jóhannsson, Magnús H. Magnússon og Vilmundur Gylfa- son. Björn Jónsson og Bragi Sigurjónsson vóru heldur ekki kjörnir til síðasta þings (1974—78) en hafa báðir áður setið á Alþingi. Aðeins þrír af þingmönnum Alþýðuflokksins nú sátu þing- bekki liðið kjörtímabil sem aðal- menn. Fjórir af fjórtán þingmönnum Alþýðubandalagsins hafa ekki setið áður á þingi sem aðalmenn: Hjörleifur Guttormsson, Kjartan Ólafsson (hefur áður setið á þingi sem varamaður), Ólafur Ragnar Grímsson (hefur setið áður sem varamaður) og Svavar Gestsson. Einn af tólf þingmönnum Fram- sóknarflokksins hefur ekki áður setið á þingi sem aðalmaður: Jón Sigurósson var kjörinn for- seti Sameinaós pings á fyrsta löggjafarpingi íslendinga 1875. Alexander Stefánsson. Hinir 11 sátu og síðasta þing. Fjórir af 20 þingmönnum Sjálf- stæðisflokksins hafa ekki áður setið á þingi: Eggert Haukdal, Friðrik Sóphusson, Guðmundur Karlsson og Jósef Þorgeirsson. Meginverkefni þings fram að áramótum verður að venju fjárlög komandi árs, með tilheyrandi stefnumörkun í efnahags-, skatta- og ríkisfjármálum. Fjárlagafrum- varp verður hins vegar ekki fyrsta mál þingsins, svo sem venja hefur verið, heldur mun framlagning þess dragast eitthvað vegna sér- stakra aðstæðna. Þá er þess að vænta að staðfesting bráðabirgða- laga ríkisstjórnarinnar um ráð- stafanir í efnahagsmálum og nýjar skattheimtur muni setja svip á þingstörfin. Endurreist Alþingi íslendinga (ráðgjafarþing) kom saman til fyrsta fundar 1. júlí 1845 í latínuskólahúsinu í Reykjavík. Alþingisforseti var kjörinn Bjarni Þorsteinsson, amtmaður. 25 þing- menn áttu rétt til setu á þinginu, 19 þjóðkjörnir og 6 konungskjörn- ir. Þingsetning hófst með guðs- þjónustu eins og allar götur síðan. Dómkirkjupresturinn, Helgi G. Thordersen, predikaði. Á þessu fyrsta þingi sátu 12 bændur, 6 löglærðir menn, 5 prestar, 1 læknir og 1 einn embættislaus menntamaður. Af 19 þjóðkjörnum þingmönnum vóru 13 búsettir í þeim kjördæmum, sem þeir náðu kjöri í. Elzti þingmaðurinn var 67 ára gamall en sá yngsti (Jón Sigurðsson) 34 ára. Þetta þing stóð í 36 daga. Hafði 27 mál til meðferðar og leiddi 24 þeirra til lykta. Helztu Þingis hafist meö guðsÞjónustu í dómkirkjunni. Hér 81081 hin öldnu hús, dómkirkjan og aðsetur AlÞingis, hlið við hlið. mál þingsins vörðuðu verzlun og skólamál. Fyrsta löggjafarþing Islendinga skv. þá nýrri stjórnarskrá var kvatt saman 1. júlí 1875. Jafn- framt varð sú breyting á skipan þingsins að það skiptist í tvær máistofur. Þetta var 15. þing frá því Alþingi var endurreist. Efri deild skipuðu 6 konungkjörnir þingmenn og 6 úr hópi þjóðkjör- inna þingmanna (er þingmepn völdu úr sínum hópi). I neðri deild sátu svo aðrir þjóðkjörnir þing- menn. Þetta ár, 1875, tók skrif- stofa Alþingis til starfa, Jón Sigurðsson var kjörinn fyrsti forseti Sameinaðs þings. Hann var jafnframt forseti neðri deildar en Pétur biskup Pétursson var kjörinn forseti efri deildar. Fyrsta löggjafarþingið sat til 26. ágúst eða í tæpa tvo mánuði. Það setti landinu hin fyrstu fjárlög, þá til tveggja ára: 1876 til 1877. Heildartekjur ríkissjóðs þessi tvö ár vóru 580 þúsund krónur. Heildarútgjöld voru hins vegar 452 þúsund krónur. Tekjuaf- gangur 128 þúsund eða rúm 22% tekjuöflunarinnar. Þá kostaði æðsta stjórn þjóðfélagsins 27.000 krónur. Til samanburðar má geta þess að á þessum fyrstú fjárlögum var 10.000 krónum veitt til „vísindalegra og verklegra fyrir- tækja“. Hið fyrsta löggjafarþing fjall- aði, auk fjárlaga, einkum um læknaskipunarmál (héraðslækn- um fjölgað úr 8 í 20), vegamál, skólamál, póstmál og að sjálf- sögðu skattamál. Það tók fyrir 80 mál, þar af 53 lagafrumvörp. Þar af voru 26 afgreidd sem lög, 11 stjórnarfrv. og 15 þingmanna- frumvörp. 24 frv. voru felld, þar af 5 stjórnarfrumvörp. Alþingishús það, sem enn er notað, var fullbyggt í apríl 1881. Neðsta hæðin var ætluð lands- bókasafni, önnur hæð þinginu, en á efstu hæð var forngripasafn pg þar var einnig geymdur húsbún- aður Jóns Sigurðssonar, forseta. Yfir gluggum á lofti vóru landvættir í lágskurði og yfir aðaldyrum líkneski íslenzks fálka. Á burst á miðri framhlið gnæfði krúna en undir upsinni er ártalið 1881 greypt í steininn. Þetta hús var að sjálfsögðu byggt fyrir mun fámennara þing en nú er og allt aðrar starfsað- stæður, enda hefur Alþingi nú lagt undir sig ýmis aðliggjandi hús og býr þó við mikil þrengsli, bæði þingmenn og starfslið Alþingis. Enn er Alþingishúsið þó „mikil bæjarprýði", eins og því var lýst 1881, og þar hefur þjóðarsagan verið samin að drjúgum hluta síðan. Húsnæðismál Alþingis hafa verið mjög til umfjöllunar undan- farið (sbr. framkomna tillögu um Alþingishverfi í miðbæjarhvos- inni) og hljóta að koma til ákvörðunar í tengslum við eða í framhaldi af endurskoðun á skipulagi og starfsháttum Alþing- is, sem ný stjórnarskrárnefnd fær til meðferðar, en hún verður skipuð fljótlega eftir að þing kemur saman. Shell Ö’ V""--S lADA vr GIIH Olíufélagið Skeljungur hf Höfum opnað nýtísku Bensínstöð í Garðábæ Höfum opnað glæsilega bensín- og þjónustustöð í Garðabæ, á mótum Bæjarbrautar og Vífilsstaðavegar. Þar verður rekin fjölþætt bifreiðaþjónusta, svo sem: Bensín- og olíusala frá nýtísku tölvudælum. Verslun með fjölbreytt úrval bifreiðavarnings. Ákjósanleg aðstaða til að hreinsa, þvo og ryksuga bíla. Síðar hefst starfræksla smurstöðvar og skyldrar þjónustu. Garðbæingar og aðrir vegfarendur. Gjörið svo vel og reynið þjónustuna, verið velkomin á Shellstöðina í Garðabæ. Sími 42074

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.