Morgunblaðið - 10.10.1978, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 10.10.1978, Blaðsíða 22
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 1978 „Sumir vilja og aðrir aldrei segja sannleikann vilja aldrei heyra sannleikann” í ÁGÚST-tölublaði bandaríska tónlistartímaritsins Gramophone birtist viðtal við Vladimir Ashkenazy, en hann heíur nýlega gert samning við Decca um hljómsveitarstjórn á vegum útgáfufyrir- tækisins næstu fimm ár. Býst Ashkenazy við að á ári verði hægt að gefa út þrjár til fjórar hljómplötur þar sem hann stjórnar hljómsveitinni. Síðan segir í viðtaiinu: „Hann kom fyrst fram sem hljómsveitarstjóri í Lundúnum í febrúar á síðasta ári. Það var fyrir um það bil átta árum, sem hann fór fyrst að brýna klærn- ar, hjá hálfgerðri atvinnu- mannahljómsveit á Islandi þar sem hann er búsettur. „Stundum verður leikur þeirra áhugaverður, en tækni- lega séð eru þeir ekki mjög færir. Það þarf að fara að þeim eins og börnum, og gæta þess að ósiðir komist ekki upp í vana. Þegar ég byrjaði var ég vægast sagt ömurlegur. Nú get ég náð þeim árangri sem ég set mér að ná. Hvernig ég fer að því að ná þessum árangri er aftur á móti það, sem ég er ekki ánægður með.““ Ashkenazy segir síðan, að enda þótt hann hafi sótt góð ráð til vina sinna geri' hann sér mætavel grein fvrir því að reynslan sé eini skólinn, sem gildi. Hann segist alltaf hafa haft sérstakt dálæti á hljóm- sveitum og hafi ætíð viljað verða hljómsveitarstjóri, enda þótt hann hafi orðið píanóleik- ari. Hann minnist á verkefni sín á næstunni, meðal annars hijómsveitarstj.órn í Detroit, Philadelphia og Boston. „Ég hef áður stjórnað Bostonar-sinfón- íunni og hlýt að hafa gert það vel fyrst þeir biðja mig aftur,“ segir hann. „Ég er atvinnumaður," heídur Ashkenazy áfram. „Svo lengi sem eitthvað er til sem heitir tónlist þá skiptir tónlist máli. Það sem skiptir mestu máli er að tónlist sé flutt, næstmikil- vægast er hvernig það er gert. Mér er sama um það sem ég sé á sjónvarpsfleti, það skiptir mig ekki máli. En sjónvarp sem slíkt skiptir verulegu máli, því að það eru svo margir sem horfa á það. Ef það getur unnið einn af þúsund til fylgis við sígilda tónlist þá er það þess virði,“ segir hann þegar viðmælandinn spyr hann um sjónvarpsþætti um tónlist, sem hann hefur nýlega tekið þátt í. Morgunblaðið leitaði álits — segir Ashkenazy um gagnrýni sína á Sinfóníu- hljómsveit íslands nokkurra Sinfóníumanna á þeim ummáelum, sem Ashkenazy læt- ur falla í viðtalinu, en fyrst var hann sjálfur spurður hvort þau væru rétt eftir honum höfð: „Ég man nú ekki hvort það voru nákvæmlega þessi orð, sem ég lét falla, en það var áreiðan- lega í þessa veru. Þetta er skoðun mín og við hana stend ég. Ég hef reyndar sagt það margoft opinberlega að tækni- lega sé Sinfóníuhljómsveit ís- lands alls ekki nógu góð, og meginástæðurnar eru þrjár: Hljóðfæraleikararnir gera ým- islegt annað en að einbeita sér að hljómsveitinni, sem ekki kann góðri lukku að stýra, það eru of fáir góðir hljóðfæraleik- arar í hljómsveitinni að stað- áldri og of margir sem koma og sumir sem aldrei vilja segja sahnleikann og aðrir, sem aldrei vilja heyra sannleikann. Það er margt ágætis fólk í íslenzku sinfóníuhljómsveitinni. Þarna eru menn, sem alltaf spila vel, sama á hverju gengur, menn eins og Pétur Þorvaldsson sellóleikari, Kristján Stephensen óbóleikari og Gunnar Egilson klarinettuleikari. Þeir eru bara svo fáir. Hins vegar væri út í hött að miða Sinfóníuhljómsveit Islands við það bezta sem gerist með öðrum þjóðum. Islendingar eru fámenn þjóð, og það er kannski afrek út af fyrir sig að sínfóníuhljómsveitin skuli þó vera það, sem hún er. Hins vegar dregur það auðvitað úr, að það skuli engin samkeppni vera, og ég hef það á tilfinningunni, stundum að minnsta kosti, að það sé fara, og svo eru hljóðfæraleikar- arnir mjög misjafnir. í hljóm- sveitinni er talsvert af gömlu fólki, sem einfaldlega er búið að spila of lengi, og það er líka of mikið af nemendum, sem eru ekki komnir svo langt að þeir séu færir um að leika í sinfóníu- hljómsveit, og eru reyndar vart af barnsaldri. Það er meðal annars þetta fólk, sem ég er að tala um að þyrfti að fara með eins og börn,“ sagði Vladimir Ashkenazy í viðtali við Morgun- blaðið í gærkvöldi þegar hann var spurður um þau orð, sem hann lét falla í viðtalinu við Gramophone. „Þegar ég segi þetta þá er það ekki af neikvæðum hvötum. Þetta er bara raunsætt mat, en það eru ríkjandi skoðun að það, sem hljómsveitin fær áorkað, sé nógu gott. í tónlist er aldrei neitt nógu ■*gott. Það getur verið að þetta séu hörð orð, en maður á aldrei að segja ósatt. Til þess að hægt sé að bæta þarf að segja sannleikann. Ég held að mér sé óhætt að segja að hljóðfæraleikararnir séu alls ekki nógu vel launaðir, og þurfi því að vera í alls konar aukavinnu. Það hefur áhrif á árangurinn. Svo hefur hljómsveitin ekki nógu mikil verkefni, eins og sjá má af því að reglulegir tónleikar yfir vetrar- tímann eru hálfsmánaðarlega. Þar að auki er nokkuð um aukatón- leika, en samt ekki nándar nærri nóg, ef við miðum til dæmis við stóru hljómsveitirnar, sem leika opinberlega nánast á hverju Vladimir Ashkenazy stjórnar Sinfóníuhljómsveit Islands á tónleikum með Rostropovitsj á Listahátíð s.l. vor. kvöldi, leika inn á hljómplötur og eru stöðugt önnum kafnar," sagði Vladimir Ashkenazy. Ilelga Hauksdóttir, formaður Starfsmannafélags Sinfóníu- hljómsveitar íslands, hafði þetta um málið að segja: „Ég vil mótmæla því að Sinfóníuhljómsveit íslands sé hálfgerð áhugamannahljómsveit. Sinfóníuhljómsveit íslands er at- vinnumannahljómsveit. Unr gæði hennar má deila, rétt eins og flest annað er að tónlitarflutningi lýtur. Þau ummæli Vladimirs Ashkenazys, að hann hafi orðið að umgangast hljómsveitarmenn sem börn til að firra þá vondum siðum hljóma í eyrum meðlima Sinfóníu- hljómsveitar Islands sem ofurlítil kokhreysti. Sinfóníuhljómsveit Is- ands á Vladimir Ashkenazy margt að þakka, sérstaklega einlik hans á mörgum tónleikum hljómsveitar- innar, og einnig ánægjuleg per- sónuleg samskipti. En ef Vladimir Ashkenazy ber saman gæði Sinfóníuhljómsveitar Islnds við fremstu hljómsveitir stórþjóðanna þá hljóta meðlimir Sinfóníuhljóm- sveitar ísalnds að bera hæfileika hans sem stjórnanda saman við ýmsa ágæta hljómsveitarstjóra, sem stjórnað hafa hljómsveitinni á undanförnum árum. Þótt Vladimir Ashkenazy hafi farið mikið fram á því sviði frá því að hahn fikraði sig sín fyrstu skref með Sinfóníuhljómsveit íslnds þá held ég að það sé samdóma álit hljóðfæraleikara að hann eigi langt í land með að geta talizt góður hljómsveitarstjóri. Væri það ánægjulegt ef það gæti borið upp á sama tíma að Sinfóníuhljómsveit Islands gæti talizt góð hljómsveit og Vladimir Ashkenazy góður hljómsveitar- stjóri, og mætti þá halda sam- eiginlega júbíleums-konsert." Jón Sen, aðstoðarkonsertmeist- ari. sagði: „Við erum dálítið hissa á þessum ummælum, og finnst við ekki eiga þetta skilið af honum, ekki sízt vegna þess, að hann kunni nú sjálfur ekkert til þessara verka þegar hann byrjaði og fór að æfa sig á okkur, eins og hann segir raunar sjálfur í þessu viðtali við Gramophone. Við vorum áreiðan- lega umburðarlynd gagnvart van- kunnáttu hans við hljómsveitar- stjórnina, og því finnst mér þetta vera fáránleg ummæli.“ Sigurður Björnsson fram- kvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveit- ar íslands, sagði þetta: „Ég vil ekkert um málið segja á þessu stigi, meðal annars vegna þess að ég er ekki sannfærður um að Ashkenazy hafi látið þessi ummæli falla. Það hefur fyrr gerzt að blaðamenn fari rangt með, og áður en ég hef fengið staðfestingu Ashkenazys sjálfs á því að þetta sé rétt eftir haft, tel ég ekki rétt að tjá mig um málið. Ég hef verið að reyna að ná í hann undanfarið. Það hefur ekki tekizt en ég er nú búinn að skrifa honum bréf og vonast eftir svari innan tíðar.“ Hópflug ítala fór á 270 þúsund krónur SÍÐASTLIÐINN laugardag var haldið frímerkjauppboð í ráðstefnusal Ilótels Loftleiða á vegum Illekks sf. Alls var 521 númer á uppboð- inu, og seldist mestallt íslenzka efnið. Aftur á móti var áhugi mjög lítill á erlcndu eíni, þegar Grænland er undanskilið, og gekk flest af því aftur inn. Hæst verð fékkst fyrir svonefnd Balbófrímerki frá 1933. Eru það þrjú merki með mynd Kristjáns X., yfirprentuð Ilópflug Itala 1933. Lágmaksverð þeirra var 150 þúsund, en þau voru slegin nýjum eiganda fyrir 225 þús., og þar við bætist 20% söluskattur. Þessi merki voru ónotuð og með óskertu lími (óhengd) og vott- ^orði um, að þau væru ófölsuð. Önnur ónotuð sería þessara merkja fór á 155 þús. en hún var bæði með hengslaförum og vottorðalaus. Áberandi var, hvað frímerki á heilum umslögum seldust vel og eins merki með margs konar stimplum. Hæst verð fékkst fyrir bréf með 10 aura frímerki frá því fyrir aldamót — eða 160 þúsund. Lágmarksverð bréfsins var 36 þús. Þá fór þjónustubréf frá 1939 á 84 þús., en lágmarks- verð þess var. 42 þús. Mörg spjaldbréf seldust einnig vel og sum langt yfir lágmarksverð þeirra á uppboðinu. Fyrir einstök frímerki fékkst hæst verð fyrir ónotað eintak af 4 sk. merki (gróftakkað) eða 86 þús., en því fylgdi vottorð. 78 þús. fengust fyrir óstimplað 16 sk. merki (fíntakkað). Alþingishátíðarmerki frá 1930, hærri verðgildin frá 50 aurum, bæði almenn og þjón- ustu, seljast alltaf mjög vel, enda skiljanlegt, þar sem upplag þeirra var miklu minna en lægri verðgildanna. Uppboð þetta var vel sótt, og mátti þar sjá marga kunna frímerkjasafnara. Þá kom vel í ljós áhugi safnara, sem gátu ekki verið viðstaddir, því að mörg skrifleg boð höfðu borizt, og hækkuðu þau lágmarksverð það, sem í skránni stóð, oft til mikilla muna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.