Morgunblaðið - 10.10.1978, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.10.1978, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 1978 ÁRIÐ 1980 verður hlaupið með Ólympíu- eldinn frá Grikklandi, þar sem lýðræðið fæddist, til Moskvu, höfuðborgar mesta einræðisríkis sögunnar, segir í nýlegri forystugrein í brezka tímaritinu Econom- ist og það spyr: Varpar eldurinn aðeins ljósi á færni Rússa í íþróttum eða varpar hann einnig ljósi á skúmaskot og afkima sovézks stjórnmálalífs? Þetta segir ritið að sé kjarni deilunnar milli þeirra Vesturlandabúa, sem vilji að íþróttamenn neiti að taka þátt í Olympíu- leikunum í Moskvu til að mótmæla baráttu yfirvaida gegn sovézkum andófs- mönnum, og þeirra sem vilji það ekki. Ttitið rekur röksemdir beggja aðila og setur fram eigin tillögur, sem eru á þá leið að leikarnir verði notaðir til að hafa í frammi áróður fyrir afstöðu lýðræðisríkj- anna í heiminum. Það er of seint að halda því fram að halda eigi stjórnmálum og íþróttum aðskildum. Við fáa aðra íþróttaatburði hafa stjórnmál eins lengi verið riðin og Olympíuleikana. Þýzkaland nasista not- aði leikana 1936 til þess að sýna fram á yfirburði aríska kynstofnsins. 01ympíu-_ leikarnir í Mexíkó 1968 voru vettvangur pólitískrar andstöðu, sem var grimmilega brotin á bak aftur. Palestínskir hryðju- verkamenn notuðu leikana í Múnchen 1968 til þess að fá útrás fyrir skotæði sitt og leikarnir í Montreal 1976 voru notaðir til áróðurs gegn apartheid-stefnu og stjórninni í Taiwan. Táknræn mynd um áhrif stjórnmála á Ólympíuleikanai fánar þjóða, sem hættu við þátttöku í leikunum 1976, voru dregnir niður. OL í Moskvu 1980 notaðir til að mótmæla? Fáar þjóðir geta sér eins mikinn mat úr íþróttum og kommúnistaríkin í Aust- ur-Evrópu. Evrópumejstaramótið í frjáls- íþróttum í sumar gaf Rússum og Austur-Þjóðverjum (sem skiptu á milli sín 25 af 40 gullverðlaunum) færi á að sýna að íþróttamennirnir, sem þeir framleiða á færibandi, eru svo til ósigrandi. Rússar hafa í frammi alla áróðursklæki, sem þeir geta, til að sýna, að úrkynjaðir Vesturlndabúar hafi ekki roð við rússneskum frjásíþróttamönnum í Moskvu 1980. Margt mælir með því að meina Rússum að komast upp með þetta. Vestræn ríki hafa um sárafáar leiðir að velja til þess að sýna vanþóknun sína á þeirri grimmd, sem sovézka stjórnin hefur haft í frammi við þá borgara, sem reyna að neyða hana til að virða sín eigin lög og alþjóðlegar skuldbindingar. Jafn frábrugðnir aðilar og íhaldsblaðið Daily Telegraph í London og fjandmaður apartheid-stefnunnar Peter Hain hvetja til þess að Bretar neiti að taka þátt í Olympíuleikunum. Brezka íþróttaráðið hefur rætt til- lögurnar um að Bretar neiti að taka þátt í leikunum. Brezki utanríkisráðherrann, dr. David Owen, hefur lagt til að leikarnir verði haldnir annars staðar. En lausn Rhódesíudeilunnar væri auðveld miðað við það, ef takast mætti að fá meirihluta hinnar svifaseinu Alþjóðlegu Olympíu- nefndar til þess að snúa baki við Moskvu nú þegar undirbúningur leikanna er svo langt kominn. Og hafa verður í huga réttindi annars hóps, sem er alls góðs maklegur. Hundruð ungra áhugaíþróttamanna á Vesturlönd- um hafa undirbúið sig alla ævi undir það að fá tækifæri til þess að keppa á Olympíuleikum. Það væri að gera Rúss- um til geðs ef einhver ríkisstjórn eða eitthvert íþróttaráð á Vesturlöndum skipaði þeim að gefa þetta tækifæri upp á bátinn. Það verður að vera íþróttamönn- unum í sjálfsvald sett hvort þeir fara ekki til Moskvu. Þegar íþróttamennirnir gera upp hug sinn ættu þeir að vega og meta tvenns konar pólitískar röksemdir fyrir því að fara ekki til Moskvu. í fyrsta lagi getur verið erfitt að fá keppendur frá öðrum löndum til að taka þátt í því að neita að fara á leikana (og vísvitandi fjarvera nokkurra mótmælamanna er nánast orðin fastur liður á leikunum). I öðrú lagi væri erfitt að ákveða, hvaða önnur lönd ætti að hundsa síðar. Margar þjóðir hafa neitað að keppa við Suður-Afríkumenn á liðnum árum, þar sem stjórnmálakerfi, apartheid, hefur átt Frá Olympíuleik- unum í Montrcali keppn- in í maraþon- hlaupi. Sovézki lyftinga- maðurinn Vasili Alexeev, „sterk- asti maður heims“, sem Rússar hafa not- að til að kynna Olympíulcikana í Moskvu 1980. þátt í ákvörðunum um skipun suð- ur-afrískra keppnisflokka. En ef Moskvu-leikarnir verða hundsaðir vegna sovézkrar kúgunar yfir höfuð væri erfitt að beita ekki sömu reglu gagnvart miklum meirihluta ríkja Þriðja heimsins, sem einnig fótum troða grundvallar- mannréttindi. Það yrði hvorki í þágu hagsmuna íþrótta heimsins, sem senni- lega eru í því fólgnir að finna beztu íþróttamennina, né alþjóðlegra sam- skipta, sem felast í því hvernig sætta megi þjóðir er búa við mjög ólík stjórnmálakerfi á ýmsum þróunarstigum. Það bezta sem íþróttamenn gætu gert væri að sækja leikana — og hjálpa síðan sovézkum andófsmönnum með nærveru sinni, ekki sovézkum yfirvöldum. Þeir sem það vilja gætu til dæmis klæðzt skyrtum með myndum af andófsmönnum eða slagorðum eins og „sleppið Orlov strax“. Þeir gætu hrópað slagorð þegar verðlaun eru afhent er Rússar verða að beina sjónvarpsmyndavélum sínum að þeim. Sovézkir stjónvarpsmenn gætu reynt að tefja fyrir eða beina myndavél- inni eitthvað annað, en árangurinn yrði sá að slyngri sýningu á rússneskri þjóðarhreysti yrði snúið upp á áróðurs- martröð. Rússar gera sér vonir um að 300.000 áhorfendur flykkist til leikanna. Hvetja ætti Vesturlandabúana í hópi þeirra til að efna til friðsamlegra sameiginlegra mótmæla hvenær sem þeir geta. I byrjun september höfðu Rússar á brott með sér örfáa bandaríska friðarsinna, sem veif- uðu borða á Rauðatorgi. En hvað mundu þeir gera ef verulegur hluti áhorfenda- skarans tæki upp á því að veifa borðum og hrópa slagorð í miðborg Moskvu? Barsmíðar á þeim mundu tryggja það, að enginn gleymdi auðveldlega óbragðinu af Moskvu-leikunum og gerræði sovézka alræðiskerfisins og skortur þess á umburðarlyndi yrði afhjúpaður. Þeir sem vilja fara til Moskvu 1980, bæði til þess að fylgjast með íþróttum og af stjórnmálaástæðum, ættu að hefja undirbúning strax. Olympíuleikar nazista 1936 voru illræmdir af því svo margir, sem þá sóttu, voru blekktir eða kusu að hafa að engu kúgunina í kringum þá. Vesturlandabúar ættu að fara til Moskvu, hafa augun opin, láta í ljós skoðanir sínar og koma vel undirbúnir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.