Morgunblaðið - 10.10.1978, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.10.1978, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 1978. Skipulagsmál Sjálfstæðisflokksins Skipulagsmál Sjálfstædisflokksins Skipulagsmál Sjálfstædisflok í FRAMHALDI af þeim umræðum, sem urðu á aukaþingi Sambands ungra sjálfstæðismanna ffyrir rúmri viku um breytingar á fyrirkomulagi forystu Sjálfstæðisflokksins, hefur Morgunblaðið snúið sér til nokkurra trúnaðarmanna Sjálfstæðisflokksins og leitað álits Þeirra á hugmyndum, sem fram hafa komið í bessu efni, en þær eru fyrst og fremst eftirfarandi: • Sérstakur ritari verði kjörinn á landsfundi, sem jafnframt verði formaður framkvæmdaráðs og beri ábyrgð á flokksstarfi. • Auk formanns og varaformanns flokks og þingflokks verði kjörnir formaður og varaformaður miðstjórnar flokksins. • Fram komi á landsfundi sameiginlegt framboð til formanns og varaformanns Hér á eftir fara svör Þeirra, sem leitað var til: Gísli Jónsson: Yfirbygging flok/csins má ekki verða of stór og flókin Gísli Jónsson á Akureyri. ha'jarfulltrúi Sjálfsta'ðisflokks- ins: „Eftir fljótlega athugun á þess- um hugmyndum hef ég ekki gert upp hug minn endanlega en ég býst við, að þessár hugmyndir feli í sér óskina um valddreifingu og er hún að mínum dómi út af fyrir sig góðra gjald verð. En framkvæmd slíkra hugmynda má ekki verða til þess að yfirbygging flokksins verði of stór og flókin, þannig að hver geti vísað á annan og ábyrgð af sér. Meðan flokkurinn hefur for- mann, varaformann, fram- kvæmdastjóra, miðstjórn og flokksráð hlýtur ábyrgðin á flokksstarfinu að hvíla á þessum aðilum og stofnun embættis rit- ara, sem bæri ábyrgð á flokks- starfinu í heild, held ég að væri því af framangreindum ástæðum vafasöm ráðstöfun. Um kosningu formanns og vara- formanns er það að segja, að ég fæ ekki séð, að það fyrirkomulag, sem hér er nefnt, sé neitt betra en það sem er og vel hefur reynst að mínum dómi. Mér finnst það fækka kostum og þrengja val, ef negla á saman kjör formanns og varaformanns. Um allar þessar hugmyndir finnst mér, að þær séu ekki komnar fram af skipulagslegri nauðsyn, fremur að sóst sé eftir breytingum breytinganna vegna. Ég held að þær breytingar, sem þessar hugm.vndir fælu í sér, yrðu flóknar í framkvæmd og gagnslitl- ar í raun.“ Inga Jóna Þórðardóttir: Réttara að efla miðstjóm en bœta einni nefndinni ofan á aðra Inga Jóna Þórðardóttir, Akra- ncsi. fyrsti varaformaður Sam- bands ungra sjálfstæðismanna: „I sambandi við framkvæmda- nefndina og ritarann, sem þá yrði kosinn á landsfundi, er því ekki að neita að auðvitað kæn>i hann til með að breikka forystusveitina. En hugmyndirnar að baki fram- kvæmdanefndinni finnast mér fyrst og fremst vera tilkomnar vegna þess, að miðstjórnin stendur sig ekki í starfi, fundirnir eru of sjaldan og miðstjórnin er mjög lítið virk. Miðstjórnin er eins og nú er háttað hvorki afgerandi virk varðandi stefnumótunina eða dag- legan rekstur flokksins. Fram- kvæmdanefndinni er ætlað að vinna almennt að eflingu flokks- starfsins og hafa á hendi umsjón með útbreiðslu og áróðursmálum. Ég álít, að með því að setja fram hugmyndina um framkvæmda- nefndina sé á ákveðinn hátt verið að losa þá, sem kosnir eru í miðstjórnina, undan ábyrgð á að starfa á þeim vettvangi og þeim störfum, sem þeir eiga að vinna. Hugmyndin kemur fram vegna þess, að þeir hafa ekki staðið sig og ég álít, að við eigum frekar að breyta þessu með því að gera miðstjórnina virkari en hún er í dag, með því að hafa fundina tíðari og taka málin miklu fastari tökum en verið hefur gert. Þá tengist þetta lið númer 2 eða þrískiptingarhugmynd _þeirri er aukaþing Sambands ungra sjálf- stæðismanna setti fram. Sú hugmynd er í stuttu máli á þann veg, að við teljum að það þurfi að kjósa sérstakan formann og varaformann miðstjórnar og sérstakan formann og varafor- mann þingflokks en þar fyrir ofan verði formaður og varaformaður flokksins. Og það er í þessu sambandi ástæða til að draga fram, að í þessari þrískiptingar- hugmynd okkar erum við ekki að setja þessar sex persónur á sömu hillu eða sama þrep heldur er formaður flokksins að sjálfsögðu efstur og stýrir öllum flokkum. Því miður hafa margir viljað leggja annan skilning í tillögur okkar og talið að með þessu væri verið að veikja stöðu formanns flokksins. Ef menn álíta að skipan og samsetning miðstjórnarinnar nú valdi því, að hún sé ekki eins virk og hún eigi að vera, þá tel ég að það eigi að breyta þeim atriðum en ekki að breyta um þannig, að bætt sé við einni nefnd ofan á aðra til að vinna það sem miðstjórnin á raunverulega að vinna. Þetta atriði er að mínum dómi meginatr- iði þessa máls enda er ekki á neinn hátt tryggt, að samsetning og skipan framkvæmdanefndarinnar verði með öðrum hætti en mið- stjórnarinnar og þá er ekkert sem tryggir að framkvæmdastjórnin verði virkari. Varðandi hugmyndina um sám- eiginlegt kjör formapns og vara- formanns flokksins á landsfundi vil ég benda á tillögur okkar ungra sjálfstæðismanna um að breyta kosningafyrirkomulagi á lands- fundi, þannig að um framboð verði að ræða til formanns og varafor- manns en kjörið verði ekki óhlut- bundið eins og nú er. Um sameig- inlegt framboð formanns og vara- formanns, þ.e.a.s. listakjör, er það að segja, að mér finnst sú hugmynd allrar athygli verð, því þó með þessu sé að vissu marki verið að binda hendur fólks, þá ætti þetta að tryggja, að þeir, sem kjörnir eru til forustu í flokknum, séu samhentir. Ólöf Benediktsdóttir: Aðalatriðið að þeir sem veljast til forgstu geti unnið saman Ólöf Benediktsdóttir, Reykja- vík. fyrrverandi formaður Sjálf- sta'ðiskvennafélagsins Ilvatan „Ég hef ekkert á móti því að dreifa valdinu að vissu marki en þó vil ég taka undir orð, sem ég heyrði á fundi nýlega, að aldrei hefur þótt gott að hafa marga skipstjóra á hverri skútu. Aðalatr- iðið tel ég það, að þeir, sem veljast til forystu Sjálfstæðisflokksins, geti unnið saman með heill flokks- ins og þjóðarinnar að leiðarljósi." Matthías Bjarnason: Fer best á því að einn skipstjóri sé á hverju skipi Matthías Bjarnason. alþingis- maður: „Ég er nýbúinn að sjá þessar hugmyndir og ég tel eðlilegt að útvíkka nokkuð stjórn flokksins og ég er sammála því að það verði stofnað þetta svokallaða ritaraem- bætti. Hins vegar held ég, að það verði að fara varlega í að gera margar stjórnir innan sama flokks og þær mega ekki vera of óháðar hver annarri. Ég tel að það þurfi miklu frekari athugunar við hvort það eigi að kjósa sérstakan formann og varaformann á lands- fundi í einhverja framkvæmda- stjórn. Ég tel að formaður flokks- ins eigi að vera formaður mið- stjórnar því ég held að það fari best á því að það sé einn skipstjóri á hverju skipi. Að minnsta kosti hefur verið litið á það þannig til sjós og ég held að það fari líka vel í sambandi við flokksstarf, að þar ráði fyrst og fremst einn maður, sem beri ábyrgðina í þeim efnum. I sambandi við þingflokkinn er ekki um neina breytingu að ræða. Það er auðvitað verksvið þing- flokks að kjósa sér formann og stjórn. Ég er aftur þeirrar skoðun- ar að það eigi að hafa sem flesta talsmenn og útvíkka það, að það séu ekki einn eða tveir menn, sem komi alltaf fram fyrir flokksins hönd. Ég tel t.d. í þinginu að þá eigi talsmenn að vera í hverjum málaflokki fyrir sig og þá menn sem gerst þekkja þá málaflokka og mark'i þá stefnu innan þingflokks- ins í þeim efnum og jafnframt er nauðsynlegt að auka enn verulega á samstarf á milli þingflokks og miðstjórnar. Ég tel að formaður eigi að vera tengiliður milli þessara aðila, þó ég telji á margan hátt óeðlilegt að hann sé jafn- framt formaður þingflokks en hitt tel ég jafn sjálfsagt að hann sé bæði formaður flokksins og fram- kvæmdastjórnar flokksins. Ég tel ekkert óeðlilegt við það að sameiginlegt framboð formanns og varaformanns flokksins komi fram til þess að tryggja sem besta samvinnu á milli formanns og varaformanns. Ég tel alls ekkert fráleitt, ef menn vilja fallast á það, meira að segja að breyta lögum flokksins á þann veg að formaður útnefrii varaformann, ef menn vilja það heldur. Mér finnst þessi hugmynd skynsamleg og hún er fyrst og fremst komin fram til þess að tryggja góða samvinnu, sem nauðsynleg er milli formanns og varaformanns." Vigfús B. Jónsson: Þurfum að gera forgstuna virkari Vigfús B. Jónsson á Laxamýri, á sæti í miðstjórn Sjálfstæðis- flokksins: „Mín afstaða er jákvæð gagn- vart hugmyndum um breytt skipu- lag þessara mála, þó ég sé ekki endilega að segja, að þær hug- myndir, sem nefndar eru í spurn- ingunni, séu til bóta. Ég tel hins vegar jákvætt að gera breytingar á skipulagi flokksins einmitt nú, því ég held að þeir menn, sem mest hafa rætt um þessar breytingar, hafi mikinn áhuga á að vinna flokkinn upp aftur og ég trúi því að þeir vilji eitthvað á sig leggja. Með þetta í huga tel ég sjálfsagt að gefa fleirum tækifæri. Ég álít að við verðum að stefna að því að hafa forystuna virkari og leið til þess gæti verið að kjósa sérstakan ritara. Og auðvitað vil ég láta dreifa valdinu en aðalatrið- ið er að lýðræðislega sé að því staðið. Ég geri mér líka grein fyrir því, að það er meira en að segja það fyrir menn búsetta úti á landsbyggðinni eins og mig að ætla sér að mæta á hvern einasta miðstjórnarfund hjá flokknum í Reykjavík. Með sérstakri fram- kvæmdastjórn, sem væri fámenn- ari en miðstjórn mætti gera stjórn flokksins virkari og léttari við vöfum. Til þess að formaður og varafor- maður flokksins séu kjörnir sam- eiginlega, er ég ekki tilbúinn að taka afstöðu að svo komnu máli. En hvað sem líður öllum umræð- um um skipulagsmál flokksins hlýtur að vera númer eitt, að menn takist á við andstæðinga flokksins og berjist fyrir framgangi stefnu- mála Sjálfstæðisflokksins. Við höfum of margir ætlað fáum einstaklingum of mikið og ég sel mig ekki undan sök í því efni. Það þarf að brýna liðið og berjast fyrir hugsjónum flokksins." Jóhann Petersen: Ekki ástœða til skipulagsbregt- inga einungis bregtinganna vegna Jóhann Peterscn, Ilaínarlirði, íyrrverandi íormaður kjördæma- ráðs Sjálístæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi: „Ég held, að það skipti Sjálf- stæðisflokkinn ekki meginmáli með hvaða hætti flokksforystan er valin. Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf borið gæfu til þess að velja sér til forystu mikilhæfa dugnað- armenn og ég trúi því að fólk á landsfundi komi með því hugarfari til næsta landsfundar að velja flokksforystuna af ábyrgðartil- finningu án tillits til þess hvaða aðferð er viðhöfð við kosningu flokksforystunnar. Það má vel vera, að það sé ástæða til þess að velja ritara eða einhvern slíkan aðila. Ég hef persónulega haft þá skoðun að sérstaklega þegar flokkurinn er í stjórn, sé nauðsynlegt að flokkur- inn hafi talsmann utan ríkis- stjórnar, sem boði stefnu flokksins án tillits til þess hvernig flokkur- inn verður að taka afstöðu með öðrum flokkum í ríkisstjórn. Ég tel ekki ástæðu til þess að gera skipulagsbreytingar einungis breytinga vegna. Heldur verða að vera veigamiklar .ástæður fyrir því að skipulagsbreytingar séu gerð- ar.“ ííj fi^t.nvtnn &}£WJU Otí UiOVÍÍ'ÍOiJfi ,'UiO fi»*4ió iíj iiiuii iiomUí/jiiu ■ nogebííjndÓuO nöl, yo fdzo'tíoZ ö ■ i'nrJwlíjivh - ’ * t ^ *-* * ííiliU Jfífáfi?! ?yí/l fiVGÞl .yleed tnyý mnióö!,*! «n«1h ngiririntj nibir/jti,wi1 wmm r m,m» m nuiíi éftiftjljioái 6fi tíftifl flííIlJíiH tííliiíí

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.