Morgunblaðið - 10.10.1978, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 1978
17
Hannes H.
Gissurarson:
Fimm ár cru í dag liðin frá
láti Ludwigs von Misesar. en
hann var einn fremsti frjáls-
hyggjumaður og hagfræðingur
og ötulasti baráttumaður gegn
alræðisstefnu á þessari öld.
Hann cr allt að því óþekktur á
íslandi (þótt Ólafur Björnsson
segi reyndar frá honum í
Frjálshyggju og alræðis-
hyggju) og þess vegna viðeig-
andi. að hans sé minnzt með
örfáum orðum á fimm ára
dánardcgi. Ludwig von Mises
var Austurríkismaður. Hann
fæddist 29. september 1881,
nam lögfræði og hagfræði við
Vínarháskóla og lauk doktors-
prófi 1906. Hann varð prófess-
or í hagfræði við Vínarháskóla
1913. en flutti frá Austurríki,
þegar vofa þjóðernis-samhyggj-
unnar (fasismans) hóf göngu
sína um miðja álfuna og vofa
byltingarsamhyggjunnar
(kommúnismans) hafði lagt
hana austanvcrða undir sig.
Ilann var prófessor í Genf í
Svisslandi 1934 — 1940. flýði til
Bandaríkjanna 1940. var
prófessor í New York
1945 — 1969 og lézt 10. október
1973.
Ludwig von Mises var í hópi
þeirra austurrísku hagfræðinga,
sem gerðu byltingu í hagfræði á
síðari helmingi nítjándu aldar-
innar, Carls Mengers, Fried-
richs von Wiesers og Eugens
von Böhm-Bawerks (en von
Böhm—Bawerks var skarpur
Ludwig von Mises (29. septembcr 1881 — 10. október 1973.).
Ludwig von Mises
A fimm ára dánardegi
gagnrýnadi hagfræðilegrar
kenningar Karls Marx). Hann
varð kunnur með þýzkumælandi
hagfræðingum við útkomu bók-
ar sinnar, Peninga- og útlána-
kenningarinnar (Die Theorie
des Gelds und Kredits 1912), þar
sem hann skýrði hagsveiflur,
samdrátt og þenslu í atvinnulíf-
inu, í anda austurrísku hagfræð-
inganna.
Ludwig von Mises var frjáls-
lyndur einstaklingshyggjumað-
ur og stuðningsmaður markaðs-
kerfisins eins og aðrir úr hópi
austurrísku hagfræðinganna.
Hann taldi eins og lærisveinn
hans, nóbelsverðlaunahafinn
Friedrich von Hayek, að kúgun
væri óhjákvæmileg í því hag-
kerfi, sem samhyggjumenn
(sósíalistar) stefndu að, mið-
stjórnarkerfinu, með því að
óskir einstaklinganna væru
stundum aðrar en miðstjórnar-
innar. En frægust er fræðileg
gagnrýni hans í bókinni
Miðstjórnarkerfinu (þ. Die
Gemeinwirtschaft 1922, e.
Socialism 1934). Hann færði þau
rök gegn miðstjórnarkerfinu, að
hagkvæm eða skynsamleg notk-
un framleiðslutækjanna væri
óhugsandi í því, vegna þess að
miðstjórnin ætti engan próf-
stein á hagkvæmnina, hún hefði
við ekkert að miða. En sam-
keppnishæfni í vöruverði er
prófsteinninn á hagkvæmnina í
markaðskerfinu: Við vitum, að
notkun framleiðslutækjanna
hefur verið óhagkvæm, ef varan
er ekki samkeppnishæf í verði.
Vöruverðið gefur með öðrum
orðum upplýsingar um hag-
kvæmnina í markaðskerfinu, en
engar slíkar upplýsingar eru til
í miðstjórnarkerfinu.
Samhyggjumenn reyndu mjög
að hrekja hin sterku rök Mises-
ar, og sameignarsinninn Oskar
Lange, sem var prófessor í
Bandaríkjunum og aðalráðgjafi
róttæklinga í Póllandi eftir
valdatöku þeirra að lokinni
seinni heimsstyrjöldinni, reit
greinina Um hagfræðilega
kcnningu samhyggjumanna
(On the Economic Theory of
Socialism) 1936, þar sem hann
reyndi að sýna, að hagkerfi, þar
sem miðstjórnin tæki flestar
ákvarðanir, en frjáls verðlagn-
ing væri þó, væri ekki óhugs-
andi. Kenning hans hefur stund-
um verið nefnd „markaðs-sam-
hyggja" og hefur verið reynd að
nokkru marki í Júgóslavíu,
Ungverjalandi og Póllandi'. En
von Mises taldi, að Lange hefði
ekki tekizt að leysa þann vanda,
sem hann hefði bent á.
Meginástæðan til þess, að
sumir fræðimenn eru sam-
hyggjumenn, er líklega sú, að
þeir gera sér aðrar hugmyndir
um mannheiminn en aðrir. Þeir
miða við heildirnar, telja, að
þær — hvort sem þær eru stéttir
eða þjóðir eða tímabundnir
meirihlutar — hafi þarfir, sem
taka beri fram yfir þarfir
einstaklinganna. Von Mises
hafnaði þessari heildarhyggju.
Hann taldi, að einstaklingarnir
hefðu einir þarfir, þeir væru
áþreifanlegir, en þjóðir og
stéttir væru hugtök. sem gætu
ekki haft aðrar „þarfir" en
þær. sem sjálfskipaðir tals-
menn þeirra gerðu þeim upp.
Hann færði rök fyrir þessari
skoðun sinni í bókinni
Mannlegu atferði (þ. National-
ökonomie 1940, e. Human
Action 1949), þar sem hann dró
saman vísindalegar kenningar
sínar. Hann hafnaði eins fram-
hyggju (pósitívisma) sumra
engilsaxneskra heimspekinga og
heildarhyggju samhyggju-
manna. Viðmið hans í mannvís-
indum og stjórnmálum var
alltaf einstaklingurinn.
Ludwig von Mises samdi
mikinn fjölda bóka, en auðlæsi-
legust er líklega Hugarfar
markaðshataranna (The
Anti-Capitalistic Mantality
1955), þar sem hann skýrði það,
að margir skólamenn og fjöl-
miðlungar eru hatursmenn
markaðskerfisins, „gróðans“ og
„braskaranna", þótt hvergi sé
frelsið meira og framfarir í
atvinnumálum örari en í lönd-
um þess. Hann taldi, að stjórn-
málabaráttan væri umfram allt
hugmyndabarátta og að margir
menntamenn — sölumenn not-
aðra hugmynda — hefðu sáð því,
sem Lenín, Stalín og Hitler
uppskáru, og hann varaði við
þessum hugmyndum í hinum
vestrænu lýðræðisríkjum.
Enginn er alvitur: Það á eins
við um von Mises og aðra. Hann
var einsýnn og óbilgjarn, eins og
bækur hans bera með sér, lagði
ríkisafskiptastefnu sumra vest-
rænna lýðræðissinna og ríkis-
rekstrarstefnu austrænna al-
ræðissinna að jöfnu. Hagfræði-
leg kenning hans hafði lengi
lítið fylgi fræðimanna, og hann
var talinn kreddutrúarmaður.
En kenningum hans um hag-
sveiflur og hagkerfi hefur mjög
aukizt fylgi síðustu árin, því að
þær hafa reynzt betur en
kenningar sumra annarra
fræðimanna, til dæmis brezka
hagfræðingsins Johns Maynards
Keynesar. Ríkisreksturinn í
austri og ríkisafskiptin í vestri
hafa reynzt illa, síður en svo náð
boðuðum tilgangi sínum. íslend-
ingar, sem búa við mikla verð-
bólgu, ofsköttun, óhagkvæma
notkun framleiðslutækjanna og
sífelldan róttæklingaáróður í
skólum og fjölmiðlum, geta
margt lært af von Mises. Og
þeir, sem trúa á frelsið, eiga að
muna þau orð rómverska
skáldsins Vergilíusar, sem von
Mises gerði að einkunnarorðum
sínum: „Tu ne cede malis sed
contra audentior ito“ — þú skalt
aldrei gefast upp fyrir hinu illa,
heldur berjast ótrauður gegn
því.
Met fallþungi f jár
úr Heimakletti
EYJABÆNDUR slátruðu nýlega
fé úr Heimakletti og kom fall-
þunginn út á 19,K kg sem er með
meiri fallþung sem þekkist á
landinu því hér er um að ræða
einlembinga og upp í þrílembinga
samkvæmt upplýsingum Bjarna
Sighvatssonar í Vestmannaeyjum.
Sveinn Hallgrímsson sauðfjár-
ræktarráðuneutur hjá Búnaðar-
félagi Islands sagöi í samtali við
Mbl. í gær, að eyjalömb væru
ávallt sérlega falleg og væn, en
hann kvað meðalþunga yfir landið
s.l. ár hafa verið 14,3 kg. Það
sláturhús á landinu sem hefur
hvað hæstan meðalfallsþunga er á
Hólmavík með um 17 kg. Þá eru
ýmsir bændur í Strandasýslu með
feikna vænt fé og má til dæmis
nefna Benedikt Sæmundsson sem
hefur verið með allt að 20—22 kg
fallþunga á 20—30 einlembingum.
Hverfafundir sjálfetaeð-
ismanna í Reykjavík
FÉLÖG sjálfstæðismanna i
Reykjavík halda um þessar mund-
ir aðalfundi í hverfafélögunum.
Aðalfundur félags sjálfstæðis-
manna í Árbæjar- og Seláshverfi
verður haldinn miðvikudaginn 11.
okt að Hraunbæ 102B kl. 20.30.
Ólafur B. Thors mun flytja ræðu á
fundinum. Þá mun félag sjálf-
stæðismanna í Smáíbúða-,
Bústaða- og Fossvogshverfi halda
aðalfund 10. okt. í Valhöll við
Háaleitisbraut og þar mun Birgir
ísleifur Gunnarsson borgarfulltrúi
flytja ræðu.
Allar
íþrótta-
vörur
á éinum stað
Leikfimibolir
Síöar leikfimibuxur
Skinnleikfimiskór
Fimleikaskór
Póstsendum
llinqiélif/ P/k(®iir//@in»®ir
KLAPPAHSTIG 44 SIMI 1 1 783,
Bezti
eftirmaturinn
1/2 lítri köld mjólk
1 RÖYAL búðingspakki.
Hrœrið saman.
Tilbúið eftir 5 mínútur.
Súkkulaði karamellu
vanillu járðarberja
sítrónu.