Morgunblaðið - 10.10.1978, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 10.10.1978, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 1978 1 1 ísbjarnarverksmiðjan á Seyðisfirði. „Alltaf jafn gaman að fást við vandamálin“ — segir Hilmar Haraldsson verksmiðjustjóri hjá ísbirninum h.f. á Seyðisfirði Sfldar- og loðnuverksmiðja ísbjarnarins h.f. á Seyðisfirði er að líkindum orðin einhver fullkomnasta verksmiðja sinnar tegundar á landinu. ef ekki sú fullkomnasta, en viðamiklar breytingar voru gerðar á verksmiðjunni á s.l. ári og í byrjun þessa árs og lauk ekki breytingunum fyrr en langt var liðið á Íoðnuvertíð. Ókunnugur sér kannski ekki svo mikinn mun á þessari verksmiðju og öðrum þegar hann kemur inn í hana, nema þá helzt að í þessari verksmiðju er búið að flísaleggja öll gólf kringum vélasamstæðurnar, sem enn og því miður er óvenjulegt í íslenzkum fiskimjölsverksmiðjum. Þá er mjölið sett í kassa í stað poka áður og er síðan skipað út í skipin á færibandi. Verksmiðjustjóri í ísbjarnarverksmiðjunni á Seyðlsfirði er Hilmar Haraldsson og hefur hann einnig séð að miklum hluta um þær breytingar sem gerðar hafa verið. Hilmar, sem er 43 ára gamall, var fyrst verksmiðjustjóri í sfldarverksmiðju 24 ára að aldri og segja má að síðan hafi hann lifað og hrærzt í sfldar- og loðnubræðslum. „Ég hóf störf sem verksmiðju- stjóri í Neskaupstað sumarið 1959, en áður var ég búinn að læra vélvirkjun og var í vélskól- anum þegar ég byrjaði þar, en vélstjóranámi lauk ég 1961. Ég neita því ekki, að það var erfitt að taka við starfi verksmiðju- stjóra jafn ungur og ég var, helmingur starfsmanna hefur sennilega verið yngri en ég, annars fann maður aldrei fyrir þessu, því áhuginn var ódrep- andi. A meðan ég var hjá Síldaryinnslunni í Neskaupstað var Hermann Lárusson fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins en hann var mjög áhugasamur og 'treysti mér fullkomlega. Tel ég að okkar samvinna hafi verið mjög góð, en á þessum tíma gekk á ýmsu.“ — Hvert lá leiðin eftir að þú hættir í Neskaupstað? „Þá fór ég til Sandgerðis, þ.e. haustið 1962, en þá var Suður- landssíldin í hámarki, og starfið var því svipað fyrir austan og sunnan. Guðmundur heitinn á Rafnkelsstöðum var þá aðaleig- andi verksmiðjunnar í Sand- gerði og þetta var á aðalvel- gengnistíma hans og Eggert Gíslason þá hans aðalskipstjóri. Guðmundur kom á hverjum degi í verksmiðjuna og fylgdist vel með öllu, en ég fékk mjög frjálsar hendur með það sem ég taldi bezt. Eftir nokkurn tíma hætti ég störfum í þessari verksmiðju og byrjaði ekki aftur í verksmiðjum fyrr en 1969, þegar ég tók við verksmiðjunni í Þorlákshöfn. Þar var ég verk- smiðjustjóri til ársins 1975, en til Seyðisfjarðar kom ég í janúar 1977. Þegar ég var ráðinn til Seyðisfjarðar hafði orðið óhapp í verksmiðjunni og ég var fenginn austur í skyndi og þá hafði ég aðeins hugsað mér að vera hér í 1—2 mánuði, en raunin hefur orðið önnur." — Var þá strax byrjað að huga að breytingum á verk- smiðjunni? „Verksmiðjan bræddi upphaf- lega 350—400 tonn á sólarhring, en afköstin voru komin niður í 200—250 tonn. Á loðnuvertíð- inni 1977 var ákveðið að taka þessum málum taki og reyna að gera verksmiðjunni eitthvað til góða. Eftir vertíð var strax byrjað á breytingum og verkinu lauk s.l. vetur og þegar allt er í bezta lagi bræðir verksmiðjan 800—900 tonn á sólarhring." — Voru keypt ný eða notuð tæki í verksmiðjuna? „Eftir miklar athuganir, var ákveðið að kaupa notuð tæki, en þau var hægt að fá í Danmörku og Noregi á mjög góðu verði. Stór hluti kostnaðarins var viðgerð á katli, sem sprakk um áramótin 1976—‘77, en viðgerðin IHlmar haraldsson á honum var okkur tiltölulega ódýr, miðað við hvað nýr ketill kostar. Þá keyptum við notuð eimingartæki úr gömlu verk- smiðjunni í Neskaupsstað og hafa þau reynst sérstaklega vel. Frá Noregi keyptum við sjóðara og pressu, einnig keyptum við þaðan nýjar forsíur, sem hafa reynt með eindæmum vel við bræðslu á sumarloðnu. Að mínu áliti hefur þessi fjárfesting skilað sér vel og engin tæknileg mistök hafa komið fram. Þá settum við upp þrjú 50 tonna síló í mjölhúsið, en mjölið fer Ijeint í þau og er kælt þar. Þessi síló koma sér mjög vel þegar vinnslan er óregluleg, því þá er hægt að blanda mjölinu saman frá sólarhringi til sólar- hrings, sem þýðir að mjölið verður þá yfirleitt allt í háum gæðaflokki. Auk þessa þýða mjölsílóin það, að við getum komið við mikilli hagræðingu í mjölhúsi, með því að ganga aðeins frá mjölinu i stæður á daginn í stað þess að vera að ganga frá mjöli í húsi allan sólarhringinn. Mjölið er nú sett í sérstaka kassa, sem hver tekur um 1800 kg og úr þeim er mjölið flutt á færibandi út í skip. Nú þurfum við því aðeins 4 menn í úskipun í stað 16 áður.“ — Hvað eru margir á vakt í verksmiðjunni eftir þessar breytingar? „Um þessar mundir starfa hér aðeins 5 manns á hvorri vakt, en áður er breytingum lauk voru við 15 á vakt, þá erum við með 4 dagmenn. Alls starfa nú við verksmiðjuna 20 manns, en áður en ráðist var í breytingarnar var starfsliðið 36 manns. Þá má og geta þess að við erum aðeins með 2 menn við löndun úr skipi, en sums staðar eru 5—11 manns bundnir við hverja íöndun.“ — Fjármagn til þessara framkvæmda, hvaðan koma það? „10% komu frá Byggðasjóði en aðeins helmingurinn er kom- inn, þá fékkst erlent lán og þá hefur Útvegsbanki Islands sýnt sérstakan skilning á málinu." — Finnst þér alltaf jafn gaman að starfa í síldar- og loðnuverksmiðju? „Mér finnst alltaf jafn gaman að fást við vandamálin. Þá er líka alltaf mikið líf og fjör kringum þetta og ég held að ég hafi náð sæmilegum árangri i þessu starfi og það lífgar upp á tilveruna. — Hver var mjölnýtingin á s.l. loðnuvertíð? „Við náðum 18,5% mjölnýt- ingu, sem er, að því ég bezt veit, það hæsta sem náðist á land- inu.“ — En hvernig finnst þér, að búa á Reykjavíkursvæðinu og vera síðan sífellt starfandi úti á landi? „Ég hef ekki beint fundið fyrir því að vera svona fjarri fjöl- skyldunni, þar sem mig skortir aldrei verkefni, en engu að síður verð ég að játa, að þetta er ekkert líf, það er allt slitið sundur — heimilið og fjölskyld- an.“ - Þ.Ó. Fréttabréf frá Þingeyri Fjallað um börnin í umferðinni á fundi á Selfossi SAMKVÆMT upplýsingum fram- kvæmdastjóra Kaupfélags Dýrfirð- inga Sigurðar Kristjánssonar, hefir skuttogarinn Framnes I. IS 708 aflað 3045 tonn frá 1. jan. ’78 til 15. september, að verðmæti 359 millj. kr. og er kominn með nálægt ársafla miðað við undanfarin ár. Framnes ÍS 608 var á línuveiðum og aflaði 614 tonn frá ársbyrjun þar til í maí, en frá þeim tíma hefur farið fram gagngerð viðgerð á skipinu og vélin gerð upp. Byggð hefur verið veiðarfæra- og viðgerðarskemma fyrir útgerð K.D. og Fáfni hf. sem er 2x21 m að stærð. Verið er að ljúka smíði á fiskimjöls- verksmiðju, 16x32 m, og mun hún verða betur búin nýjum vélum og uppgerðum en gamla verksmiðjan verður lögð niður þar sem hún var áföst hraðfrystihúsinu. Báðar þessar byggingar eru stálgrindahús. Sláturtíð hófst 21. 9. og mun togarinn leggja upp afla sinn hjá Norðurtanganum á Isafirði meðan slátrað verður. Tekin hefur verið upp ný aðferð við fláningu, svokölluð hringfláning, og áætlað er að slátrað verði milli 8 og 9 þúsund fjár. Hraðfrystihúsið er alltaf verið að endurbæta og m.a. var steypt nýtt gólf í hluta hússins í sumar. Olíufélagið byggði í sumar nýjan afgreiðsluskála og lét steypa nýtt þvottaplan hvort tveggja til mikilla bóta. Sinfóníuhljómsveit íslands sótti okkur heim í haust, Dýrfirðingum til óblandinnar ánægju. Stjórnandi var Páll P. Pálsson og einsöngvarar Sieglinde Kahmann og Kristinn Hallsson. Var hljómsveit, stjórnanda og einsöngvurum ákaft klappað lof í lófa og öllum er hlýddu á bar saman um að slíkir gestir væru aldrei of oft á ferðinni. Hafi þeir heila þökk fyrir komuna og kvöldstundina, sem leið alltof fljótt. Lionsklúbbur Dýrafjarðar brá sér í Vatnsfjörð sunnudaginn 10. sept. og bauð með sér öldnum og einstæðum. Var þetta 50 manna hópur er naut góðs beina í boði Lions í Flókalundi. Boðsgestir þakka ánægjulega för á fögrum haustdegi í fallegan fjörð á Vestfjörðum. Hulda MIÐVIKUDAGINN 11. október n.k. verður haldinn almennur borgarafundur í Tryggvaskála á Selfossi og verður þar fjallað um börnin í umferðinni og útivistar- mál barna og unglinga. Fundur- inn er haldinn að frumkvæði slysavarnadeildarinnar Tryggva Gunnarssonar á Selfossi. Frummælendur á fundinum verða Hafsteinn Þorvaldsson for- seti bæjarráðs Selfoss og Jón B. Stefánsson félagsmálastjóri Sel- fossbæjar. Þá mun Hulda Sigur- jónsdóttir varaforseti Slysa- varnaféjags íslands mæta á fundinn og ræða um störf kvenna að slysavarnamálum. Fundurinn hefst klukkan 21 og er hann öllum opinn sem áhuga hafa á þesum málum. Pelsinn Klrkjuhvoli 1 Fallegir pelsar, loöskinnshúfur og refaskott meö haus í miklu úrvali. D I " - . . _ ^ _ _ _ __ * ■ ClSinrip Kirkjuhvoli Ath: goðir greiðsluskilmalar. oP» i-e. «.h. simi aoieo

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.