Morgunblaðið - 10.10.1978, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 10.10.1978, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTOBER 1978 3 Gatnamálastjóri: Notið ekki neglda hjólbarða í TILKYNNINGU frá gatnamála- stjóranum í Reykjavík kemur fram að eins og undanfarna vetur verður sólarhringsvakt á gatna- kerfinu þegar sá tími er kominn. að vinna þarf gegn hálkunni. 15 kg sandpokar til að þyngja bifreiðarnar og til notkunar í viðlögum verða afhentir ókeypis í hverfisbækistöðvum gatnamála- stjóra við Elliðaár. Sigtún og Meistaravelli. virka daga frá kl. 7.30-16.00. Einnig mælir gatnamálastjóri með ónegldum snjóhjólbörðum til notkunar hér í borginni og minnir á það, að engin skylda er að aka með neglda hjólbarða eftir 15. október en þá má skv. lögum nota eftir þann tíma. Útvarpsdagskrá í tilefni áttrœðis- afmælis Hagalíns í TILEFNI áttræðisafmælis Guðmundar Gíslasonar Ilaga- líns verður sérstök dagskrá í útvarpinu kl. 21.20 í- kvöld. Eiríkur Hreinn Finnbogason. cand.mag. tekur saman dag- skrána. flytur inngangsorð og segir frá afmælisbarninu. Baldvin Halldórsson Ieikari les eitt ljóð cftir Guðmund Ilagalfn, kafla úr „Bh'tt lætur veröld" og sjálfsævisögu Guðmundar. Ilöfundur mun síðan sjálíur lesa úr bók sinni „Márus á Valshamri og meist- ari Jón". Einn í gæzlu MAÐUR nokkur var úrskurðaður í allt að 30 daga gæzluvarðhald á laugardaginn vegna rannsóknar fíkniefnamálsins, sem fíkniefna- deild lögreglunnar í Reykjavík hefur nú til meðferðar. Sitja þá 4 ungir menn í varðhaldi vegna rannsóknar málsins. Hákur á hvolfi VERIÐ er að kanna skemmdir þær sem urðu á dýpkunar- pramma hafnarmálastjórnar- innar, Háki, en prammanum hvolfdi úti af Þormóðsskeri sl. laugardagsmorgun, þar sem vitaskipið Árvakur var með prammann í togi í vonzkuveðri. Vitaskipinu tókst þó að draga prammann áfram á hvolfi inn undir Akranes en þar kom flotkrani Reykjavíkurhafnar til móts við skipiö og tókst að rétta prammann við. Hann var síðan dreginn inn á Skerja- fjörð. Hákur mun vera mikið skemmdur eftir. Bílvelta BÍLVELTA varö á Þing- vallavegi seinnipart laugar- dagsins. Bíll, sem var á íeið til Reykjavíkur frá Þing- völlum, valt rétt ofan við Seljabrekku. Hjón með lítið barn voru í bílnum og sluppu þau að mestu án meiðsla. Bifreiðin er stór- skemmd. VERKSMKkJU- ÚTSALAN SLÆR ÖLL FYRRI MET Teppi frá kr. 2.300 karlmannaskór frá kr. 4. FRÁG Ullarteppi Teppabútar Áklæði Gluggatjöld Buxnaefni Kjólaefni iEFJUN Ullarefni Sængurveraefni Garn - Margar gerðir Loðband Lopi o.m.m. fl. FRÁ SKÓVERKSM. IÐUNNI Karlmannaskór Kvenskór Kventöflur Unglingaskór FRA FATA- VERKSM. HEKLU Fyrir dömur, herra og börn Gallabuxur Anorakkar Vinnubuxur Peysur Smekkbuxur Sokkar FRÁ HETTI Fyrir dömur, herra og börn. Mokkalúffur Mokkahúfur Lager — Iðnaðardeildar Peysurfrákr.2000- píisfrákr.2.000- , .. r || Fóöraöir jakkar frá kr. 5.000.- Vesti frá kr. 2000.- IIZKUVOrUr ur Ull Prjónakápur frá kr 4.000.- Ofnar slár frá kr. 6.000.- Allir gera það gott... og þú líka — þegar þú kemur SAMBAN DSVERKSMIÐJURNAR GEFJUN HEKLA HÖTTUR IÐUNN Iðnaðarmannahúsið Hallveigarstíg 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.