Morgunblaðið - 10.10.1978, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 10.10.1978, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 1978 35 Birgir ísleifur Gunnarsson: Framkvæmdarádid flæk- ir stjórnkerfi borgar- innar og ákvarðanatöku A BORGA^gTJÓRNARFUNDI á fimmtudag flutti SIGURJÓN FÉTURSSON (ABL) framsögu borgarstjórnarmcirihlutans fyrir kosninsu sjö manna fram- kvæmdaráðs. Rökstuddi hann tillÖKU sína mcð því m.a.. að KÍfurlcsir fjármunir færu um hcndur þeirra aðila sem hcyra muni undir framkva'mdaráðið oj? sc því þörf á samræmdari stjórn- un og samvinnu viðkomandi aðila. I tilIÖRunni segiri „Borgar- stjórn Reykjavíkur samþykkir að kjósa sjö manna framkvæmdaráð. Undir framkvæmdaráð heyri eftirtaldar dcildir og stofnanir. Gatna- og holræsadeild, bygg- ingardeild, hreinsunardeild, garð- yrkjudeild, vélamiðstöð, áhalda- hús, grjótnám, malbiksstöð og pípugerð, svo og önnur fram- kvæmdaverkefni, sem nú heyra undir embætti borgarverkfræð- ings og ekki eru sérstaklega falin öðrum stjórnarnefndum. Borgar- verkfræðingur eða fulltrúi hans skal eiga sæti í ráðinu með málfrelsi og tillögurétt og með sama hætti skal borgarstjóri eiga þar seturétt. Kjörtímabil fram- kvæmdaráðs skal vera það sama og borgarráðs. Borgarstjórn kýs formann úr hópi kjörinna nefndarmanna og skal hann vera borgarfulltrúi eða varaborgarfull- trúi. Framkvæmdaráð skal semja nánari reglugerð um starfssvið sitt og skal hún staðfestast af borgarstjórn." Birgir ísleifur Gunnarsson (S) sagði stofnun þessa ráðs vera hreinan óþarfa því borgarráð hefði hingað til fylgst með þessum framkvæmdum og getað sinnt því hlutverki vel. Hrein blekking væri að vera að reyna nefna fjárhæðir í þessu sambandi því slíkt væri ekki rök. Borgarráð hefði getað sinnt þessu verkefni og gæti það áfram. Reynsla boargarinnar væri sú, að nefndir ykju ávallt á kostnað þegar þær væru stofnaðar. Þetta framkvæmdaráð væri þar engin undantekning. Þá væri það skað- legur milliliður daglegrar stjórnunar og framkvæmda. Birgir sagðist sakna þess, áð hvergi kæmi fram undir hvaða aðila fram- kvæmdaráð skuli heyra. Með stofnun framkvæmdaráðs sneidd- ist mjög af verkefnum borgarráðs og færi þýðing þess minnkandi. Hann sagðist álíta, að borgarráð ætti að fara með framkvæmda- stjórn verkefna og þessi tillaga um stofnun framkvæmdaráðs væri einungis til að flækja stjórnkerfi sem reynst hefði ágætt um árarað- ir. Samningar um hvalveiðar í Suðurhöfum Tokyo. 7. októhor. Kcutcr. JAPANIR og Rússar hafa nú undirritað samning vegna hval- veiða í Suðurhöfum á komandi vertíð scm hefst um miðjan þcnnan mánuð og lýkur í lok apríl. að því er áreiðanlegar hcimildir í Tokyo hcrma. I samningnum er svo kveðið á, að Japönum er heimilt að veiða 2733 hrefnur, 936 búrhveli, 736 tarfa og 200 kýr. Rússum er hins vegar heimilt að veiða 2733 hrefnur, 3908 búrhveli, 3068 tarfa og 840 kýr. Á árlegum fundi Alþjóða hval- veiðiráðsins í London í júní s.l. var hins vegar sett algert bann við veiðum á sandreyðum á þessum slóðurn. Birgir ísleifur Gunnarsson lagði síðan fram eftiarfarandi bókun frá borgarfulltrúum Sjálfstæðis- flokksins: „Samkvæmt samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar fer borgarráð ásamt borgarstjóra með framkvæmdastjor n málefna Reykjavíkurborgar. Samkvæmt því hefur borgarráð haft með höndum framkvæmdastjórn þeirra stofnana, sem upp eru taldar í tillögunni um fram- kvæmdaráð. Þannig gerir borgar- ráð áætlanir um verklegar fram- kvæmdir borgarinnar í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar hverju sinni auk þess sem borgarráð fylgist með framkvæmd þeirra áætlana. Starfsemi þeirra stofn- ana sem í tillögunni greinir tengist meira eða minna öllum verklegum framkvæmdum borgarinnar og dáglegri fjármálastjórn hennar. Borgarverkfræðingur og skrif- stofustjóri hans sitja alla fundi borgarráðs og náin samráð eru milli hans og borgarráðs um allar ákvarðanir. Við teljum stofnun framkvæmdaráðs þvi með öllu óþarfa. Framkvæmdaráðið eykur kostnað við yfirstjórn borgarinn- ar, gerir stjórnkerfið flóknara og ákvarðanatöku seinvirkari. Það dregur og úr möguleikum til árangursríkrar fjármálastjórnar. Við greiðum því atkvæði gegn framkominni tillögu." Björgvin Guðmundsson (A) sagði framkvæmdaráðið nauðsyn- legt, því áður hefðu oft verið teknar mikilvægar ákvarðanir án ítarlegrar umræðu. Nokkrar frek- ari umræður urðu um málið, en borgarstjórnarmeirihlutinn sam- þykkti síðan tillögu sína, en sjálfstæðismenn greiddu atkvæði á móti' með fyrrgreindum rök- stuðningi. Nefnd undirbúi stofn- un eins orkufyrirtækis IÐNAÐARRÁÐHERRA hefur skipað nefnd til þess að gera tillögur til ráðu- neytisins um lagalegar og samningslegar forsendur fyrir stofnun landsfyrir- tækis, sem annist raf- orkuframleiðslu um land allt og dreifingu, og hvernig unnt sé að koma slíku fyrirtæki á fót á sem skemmstum tíma. For- maður nefndarinnar er Tryggvi Sigurbjarnarson og varaformaður Helgi Bergs. I fféttatilkynningu frá iðnaðar- ráðuneytinu, sem send var út í gær, segir að nefnd þessi sé skipuð til þess að hrinda í framkvæmd stefnu, sem ríkisstjórnin hefur markað í orkumálum, einkum er varðar stofnun eins fyrirtækis, sem annist meginraforkufram- leiðslu, raforkuflutning um landið eftir aðaistofnlínum og er tryggi sama heildsöluverð á raforku til notenda í öllum landshlutum. Nefndin á að ljúka störfum um næstu áramót. Við skipun í nefndina voru höfð í huga, segir í tilkynningu ráðu- neytisins, tengsl við þau þrjú raforkuöflunarfyrirtæki, sem einkum mun reyna á við stofnun þessa landsfyrirtækis, og sem tilgreind eru í samstarfsyfirlýs- ingu ríkisstjórnarflokkanna, þ.e. Landsvirkjun, Laxárvirkjun og Rafmagnsveitur ríkisins. I nefnd- KOSNINGAR til hátíðarncfndar 1. dcscmbcr mcðal stúdcnta í inni eiga sæti: Egill Skúli Ingi- bergsson, borgarstjóri, Helgi Bergs bankastjóri, Jakob Björns- son orkumálastjóri, dr. Jóhannes Nordal, stjórnarformaður Lands- virkjunar, Kristján Jónsson, raf- veitustjóri ríkisins, Magnús E. Guðjónsson, framkvæmdastjóri Sambands íslenzkra sveitarfélaga, Tryggvi Sigurbjarnarson, raf- magnsverkfræðingur, og Valur Arnþórsson, stjórnarformaður Laxárvirkjunar. Páll Flygenring ráðuneytisstjóri mun og starfa með nefndinni. Háskóla íslands fara fram á stúdentafundi í vcitingahúsinu Sigtúni við Suðurlandsbraut laugardaginn 21. októbcr 1978. Nefndin skal skipuð 7 mönnum, cr kosnir skulu lcynilcgri lista- kosningu. Framboðum ásamt meðmælum 10 stuðningsmanna og tillögum um markmið og tilhögun hátíöar- haldanna skal skilað • kjörstjórn fyrir kl. 12.00 mánudaginn 15. október á skrifstofu Stúdentaráðs Háskóla Islands. Fundurinn hefst kl. 14.30 stund- víslega með framsöguræðum. Fær hver listi 30 mín. til ráðstöfunar. Að því loknu hefjast almennar umræður og kosningar, er standa munu til kl. 17.30. t Eiginmaður minn, sonur okkar og faðir, JÓHANN E. SIGURJÓNSSON, Hringbraut 58, Hafnartirði, lést af slysförum 7. október. Kristrún Bjarnadóttir, Hulda Amundadóttir, Sigurjón Gislason, Hulda Sólveig Jóhannsdóttir, Sigurjón M. Jóhannsson, Helga U. Jóhannsdóttir, Atli Már Jóhannsson, Ragnheiður Ingadóttir, Úlfar Sigurjónsson, Ingi Ó. Ingason. Kosið í hátíð- amefnd 1. des. Þátttakcndur í námskciðinu. Samband sunnlenzkra kvenna: Garðyrkju- og grænmetisnámskeið Dagana 13. og 14. september s.l. var haldið námskeið á vegum Sambands sunnlenskra kvenna í Garðyrkjuskóla ríkisins að Reykj- um í Ölfusi. Það var Ragna Sigurðardóttir í Kjarri, sem átti frumkvæði að því að koma þessum námskeiðum á. Hefur hún stjórnað þeim til þessa, en nú hefur Ásthildur Sigurðar- dóttir í Birtingaholti tekið við af Rögnu og sá hún um þetta námskeið, sem er hið áttunda í röðinni. Námskeiðin hafa verið vinsæl og eftirsótt, enda ávallt fullskipuð. Að þessu sinni voru saman komn- ar rúmlega 20 konur, flestar úr Rangárvalla- og Árnessýslum. Tvær konur komu á vegum Sam- bands breiðfirskra kvenna, og var önnur úr Dalasýslu og hin úr Barðastrandasýslu. Fyrri daginn var byrjað á því að skoða gróðurhús skólans undir ágætri leiðsögn Magnúsar Stef- ánssonar, ræktunarstjóra. Þá kom í ljós, að mikill áhugi var hjá konunum á því að fræðast um hinar fjölmörgu nytja- og skraut- jurtir, sem þarna dafna vel. Voru margar spurningar lagðar fyrir Magnús og leysti hann greiðlega úr þeim. Að loknum hádegisverði hófst sýnikennsla. Bjarni Finnsson, garðyrkjumaður frá Blómavali við Sigtún í Reykjavík, sýndi hvernig búa má til einfaldar borðskreyt- ingar úr afskornum blómum og notaði hann til þess m.a. bæði njóla og puntstrá, sem hann tíndi úti við. Hann leiðbeindi einnig ágætlega um meðferð haustlauka og hafði með sér úrval af laukum, sem hægt var að kaupa á staðnum. Pálína Kjartansdóttir, hús- mæðrakennari, sýndi á hvern hátt grænmetið er matbúið, og bjó til marga skrautlega rétti, sem við gæddum okkur á að sýnikennslu lokinni. Seinni dagurinn hófst með því að farið var í heimsókn til Rögnu í Kjarri. Skoðuðum við gróðrarstöð- ina hennar, sem tekur yfir fjóra hektara lands, og þáðum hjá henni rausnarlegar veitingar. Eftir hádegi var sest í skóla- stofu hjá Sigurði Þráinssyni, kennara við Garðyrkjuskólann. Fjallaði hann um undirstöðuatriði fyrir ræktun grænmetis í heimil- isgörðum, blöndun jarðvegs o.fl. og kynnti bækur um þau efni. Var síðan gengið um reitina og skoðað- ar allar þær tegundir grænmetis, sem ræktaðar eru hér á landi, og þarna eru saman komnar. Er lögð áhersla á að hafa sem mesta fjölbreytni í ræktun til þess að sýna gestum og gangandi hvaða möguleikar eru til þess að rækta hinar ýmsu grænmetistegundir við okkar skilyrði. Að þessu loknu sýndi Pálína Kjartansdóttir hvernig grænmeti er búið undir frystingu, og bjó til búðinga og salöt. Að kvöldi settust kennarar og nemendur, ásamt gestum, að blómum skreyttu veisluborði og neyttu hinna Ijúffengu rétta, sem við höfðum séð Pálínu búa til úr grænmetinu. Skólastjóri garðyrkjuskólans, Grétar J. Unnsteinsson, hélt skörulega ræðu og lýsti ánægju sinni yfir því að unnt hefði verið að halda þessi námskeið í garð- yrkjuskólanum. Fór hann lofsam- legum orðum um framlag Rögnu í Kjarri í því sambandi og taldi að með þessu móti væri best stuðlað að aukinni ræktun í heimahúsum. Skýrði hann frá starfsemi skólans og gat þess að á næsta ári eru liðin 40 ár frá stofnun hans. Við, sem áttum þess kost að sækja þetta námskeið, viljum koma á framfæri þakklæti til allra þeirra, sem að því stóðu. Ásthildi þökkum við fyrir góða stjórnun og skipulagningu. Er það ósk okkar, að sem flestar konur megi verða þess aðnjótandi, að kynnast hinu merkilega rækt- unarstarfi, sem unnið er að Reykjum. Gyða Jóhannsdóttir Ragna í Kjarri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.