Morgunblaðið - 10.10.1978, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 10.10.1978, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 1978 31 N(J STENDUR yíir sala happdrættismiða í hausthappdrætti Krabbameinsfélagsins. en miðar hafa verið sendir öllum skattfram- teljendum á aldrinum 23—66 ára. Krabbameinsfélag Reykjavíkur sér um framkvæmd happdrættisins, en ágóðinn rennur að hálfu til Krabbameinsfélags Islands. Vinningar eru fjórir, bfll af gerðinni Voivo 264 árgerð 1979 og þrjú litsjónvarpstæki. en verðmæti vinninga er um 9 milljónir króna. Dregið verður hinn 24. desember og er verð hvers miða kr. 600. Alþjóðlegur fundur á Keldum um mæðiveiki? Aukið fræðslustarf á döfinni hjá BSRB BANDALAG starfsmanna ríkis og bæja hefur ákveðið að auka fræðslustarf sitt, en með nýjum fundarsal í húsna'ði BSRB á Grettisgötu 89 í Reykjavík verður aðstaða til ýmiss konar fundahalda. Sú tilraun verður gerð að efna til erindaflutnings um tiltekin atriði, sem síðar yrði gefinn kostur á að raAa eða gera fyrirspurnir um og sögðu Haraldur Steinþórsson og Kristín Tryggvadóttir á fundi með fréttamönnum. að síðar kæmi einnig til greina að efna til kvöldvökustarfsemi með fræðslu- og skemmtiefni. þá gryfju. Þegar 1. skýrslan birtist (Dennis L. Meadows o.fl.: „The Limits to Growth") árið 1972, hófst upp mikið öskur, sem minnti marga á kveinin í Rama forðum. Þegar síðan 2. skýrslan kom fyrir almannasjónir (Mi- hailo Mesarovic/ Eduard Pestel: „Mankind at the Turning Point“) árið 1974, var komið dálítið annað hljóð í skrokka, þannig að nú telst annað hvort þrjózka eða óvizka hin mesta að bera brigður á meginatriði þessara tímamótaverka. Nú orðið láta hagvaxtar- og jöfnun- armenn sér að mestu nægja að gagnrýna, hvernig staðið var að fáeinum tæknilegum vinnu- brögðum við mötun sjálfvirkra reiknivéla. I bók Meadows og félaga er, á meðal margra annarra skýrslna, birt tafla, er veitir ákaflega athyglisverðan fróðleik um lík- legan endingartíma helztu óend- urnýjanlegra hráefna; bæði miðað við þá þekktan forða svo og forða, sem væri fimm sinnum meiri. A meðal þessara óendurnýj- anlegu hráefna er að sjálfsögðu tin, sem er til margra hluta nytsamlegt eins og flestum er kunnugt. Árið 1972 var heims- forðinn talinn nema 4.350.000 t, sem endast myndi í 17 ár að óbreyttri notkun og framleiðslu- magni, þar af í Thailandi 33% og Malaysiu 14%. Helztu fram- leiðslulönd voru Malaysia 41%, Bolivia 16% og Thailand 13%, mestu vinnslulönd Bandaríkin 24% og Japan 14%, og árleg meðaltalsaukning notkunar 1,1%, sem þýða myndi 15 ára endingartíma heimsforðans. Ef forðinn væri hins vegar fimm sinnum meiri, eða 21.750.000 t, myndi hann endast í 61 ár miðað við óbreytta notkunaraukningu, 1,1% á ári. Síðan ofangreindir fróðleiks- molar voru fyrst birtir eru nú liðin 6 ár. Enn ætti því tinforði jarðar að geta enzt í 9 ár á gefnum forsendum, sem nýjustu fréttir benda til að heimsmark- aðurinn muni beygja sig undir. Því til sönnunar treysti ég mér ekki til að leiða traustara vitni en forystugreinarstúf af efna- hagsmálasíðum „Frankfurter Allgemeine Zeitung" frá 14. f.m., sem hér fer á eftir orðréttur í öllu sínu yfirlætisleysi: „Tin dýrt, orsök þurrð Tinverð hefir slegið nýtt met. I fyrsta skipti eru nú greidd yfir 7000 pund fyrir eitt tonn af tini á málmverðbréfamarkaðinum í London. Umreiknað eru það rneira en 27.000 DM. Þar með hefir tinverðið enn einu sinni rofið „sálfræðilega þýðingar- mikil landamæri". Menn reyna að skýra þetta verðrof á ýmsan hátt. Á markaðinum í fjarlæga austrinu í Penang er tin skammtað fyrst um sinn. Af- greiðslufrestir hafa einnig verið lengdir. Tin, sem hægt er að komast yfir í snarheitum, er torfengið. Ekki er þess að vænta, að á þessu ári standi til að mýkja og létta markaðs- þrýstinginn með tinsölum af hinum hernaðarlegu birgðum Bandaríkjanna. Kína er auk þess talið hafa dregið úr út- flutningi sínum og Sovétríkin aukið innflutning sinn. En allt eru þetta skammtíma fyrirbæri, því að tinverðið hefir um árabil, hvað eftir annað, rofið hin „töfrakenndu takmörk"; árið 1974 voru þau sett við 4000 pund. I raunveruleikanum er hér um langvarandi verðhækk- anir að ræða. Um árabil hefir notkunin farið fram úr fram- leiðslunni. Tin hækkar þess vegna í verði, sökum, þess að það verður sífellt torfengnara." Það er ekki um að villast: Vinstriandinn er gráðugur. UNDANFARIN 3 ár hafa staðið yfir samnorrænar rannsóknir á mæðiveiki (þurramæði) í sauðfé með þátttöku vísindamanna í Danmörku, Finnlandi. Noregi. Svíþjóð og íslandi. Rannsóknir þessar fara fram á vegum NKJ (Nordisk Kontaktorgan for Jord- brugsforskning). Starfsmenn Til- raunastöðvarinnar á Keldum hafa tekið þátt í þessari sam- vinnu og hafa rannsóknaráð landhúnaðarins í Noregi og Dan- mörku véitt Tilraunastöðinni styrk. sem nemur um það bil 9 milljónum króna á þessu ári. Dagana 14.—16. september var haldinn á Keldum alþjóðlegur fundur vísindamanna, sem vinnur að rannsóknum á mæði og skyld- um sjúkdómum. Þátttakendur voru alls 13 en auk Norðurlanda- búa komu vísindamenn frá Banda- ríkjunum, Hollandi og Þýskalandi. Ýmsar nýjar niðurstöður rann- sókna voru kynntar á fundinum og gefa þær góðar vonir um að betri aðferðir til greiningar sjúkdóms- ins og baráttu gegn honum séu á næsta leiti. Þó að allar líkur séu nú á því að tekist hafi að útrýma þessum sjúkdómi úr íslensku sauðfé, veldur hann tjóni víða um heim t.d. í Hollandi og Bandaríkjunum og hefur borist fyrir nokkrum árum síðan með innfluttu sauðfé til ýmissa landa þar sem hann var áðúr óþekktur m.a. til Danmerkur, Alþjóðaár barnsins MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ og framkvæmdanefnd alþjóðaárs barnsins 1979 hafa boðað til ráð- stefnu. sem verður haldin að Hótel Loftleiðum miðvikudaginn 11. októ- ber næstkomandi. Verður þar rætt um undirbúning að væntanlcgu starfi á íslandi í tilefni alþjóðaárs barnsins 1979. en á ailsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna var samþykkt 21. desember 1978 að helga árið 1979 málefnum barna í tilefni þess að þá verða liðin tuttugu ár frá því að S.Þ. staðfestu yfirlýsingu um réttindi barnsins. Til ráðstefnunnar hefur verið boðið fulltrúum frá fjölmörgum landssamtökum og stofnunum, sem láta sig málefni barna skipta, og fulltrúum frá fjölmiðlum. Ráðstefnan hefst kl. 10 f.h. með setningarávarpi Ragnars Arnalds, menntamálaráðherra, en að því loknu verða haldin eftirtalin erindi: Réttarstaða barna: Ármann Svæv- arr, forseti hæstaréttar. Börnin og umhverfið: Guðný Guðbjörnsdóttir, sálfræðingur. Barnið og fjölskyldan: Björn Björnsson, prófessor. Börn og fjölmiðlar: Gunnvör Braga, dag- skrárfulltrúi. Undirbúningur al- þjóðaárs barnsins: Svandís Skúla- dóttir, formaður framkvæmda- nefndarinnar. Að erindum loknum verður unnið í starfshópum að því að móta áætlun um hvernig skuli starfað að málefn- um barna hér á landi á væntanlegu alþjóðaári barnsins. (Frá menntamálaráðuneyti) Noregs og Svíþjóðar. í þessum löndum er því lagt mikið kapp á að reyna að stöðva frekari dreifingu sjúkdómsins og skiptir þá miklu máli að tiltækar séu öruggar og handhægar aðferðir til að greina mæðiveiki á byrjunarstigi að því er segir í frétt frá Tilraunastöð Háskólans í meinafræði á Keldum. Fyrstu tvö erindi hafa verið ákveðin, hið fyrra miðvikudag 11. október kl. 20.30 og flytur þá Sigurveig Sigurðardóttir hjúkrunar- fræðingur erindi um uppbyggingu og starf alþjóðavinnumálastofnunar- innar í Genf, og síðara erindið verður þriðjudag 17. október, en þá ræðir Guðrún Halldórsdóttir skóla- stjóri Námsflokka Reykjavíkur um Fullorðinsfræðslu. Þá hefur verið ákveðið að efna til ráðstefnu um vísitölu dagana 2.-4. nóvember n.k. og flytja þar erindi ýmsir sérfræðingar og auk hópvinnu verður efnt til hringborðsumræðna í Tok ráðstefnunnar þar sem fulltrúar úr hinni nýskipuðu vísitölunefnd munu vera meðal þátttakenda. Fræðslunefnd BSRB hefur ákveðið að efla félagsmálafræðslu fyrir áhugafólk og trúnaðarmenn innan samtakanna og hyggst hún bjóðast til að útvega leiðbeinendur er sendir yrðu til félaga úti um landið til námskeiðahalds með félagsfólki. Sögðu þau Kristín og Haraldur að æskileg stærð hvers hóps væri 15—30 manns og vildu þau hvetja fólk til að taka sig saman á vinnustöðum, í stéttarfélaginu eða byggðarlaginu og væri þá hægt að efna til 2—4 kvölda námskeiða eða helgarnámskeiða. Námskeiðaefni gætu t.d. verið þessi: Félagsmála- námskeið, námskeið í ræðumennsku og fundarsköpum eða ýmis önnur efni, t.d. efnahagsmál, skattamál, skólamál. lífeyrismál, húsnæðismál, aðbúnaður á vinnustöðum, bók- menntir og listir o.fl. Einu félags- málanámskeiði er nýlega lokið og var það fyrir Félag opinberra starfsmanna á Suðurlandi. BSRB ráðgerði að efna til funda í haust þar sem félagsmönnum gæfist kostur á að ræða við forystumenn félagsins um það sem gerzt hefur í starfinu í ár, en ekki er enn vitað hvernig fundarherferð þessari verð- ur hagað þar sem nú stendur fyrir dyrum allsherjaratkvæðagreiðsla um framlengingu kjarasamninganna til 1. des. ‘79, og verður cfnt til funda vegna hennar. Lyftari leysir vandann Viö eigum nú fyrirliggjandi hina velþekktu BV-handlyftivagna meö 2500 kílóa lyftigetu á mjög hagstæöu veröi. Einnig útvegum viö með stuttum fyrirvara allar gerðir lyftara til notkunar innanhúss eöa á sléttum gólfum fyrir vöruhús, frystihús, sláturhús og alls konar iönaö. Hringið eða skrifið og viö munum fúslega veita allar nánari upplýsingar. hsfa ISÍMI 85222 LÁGMÚLA 5 PÓSTHÓLF 887 REYKJAVÍK HEIMSMEIST ARAMOT I MASTER MIND GRÆNT SVART BLÁTT RAUTT 8 8.. BLÁTT SVART HVÍTT GULT H S .. BLÁTT SVART BLÁTT GRÆNT S... BLÁTT GULT BLÁTT GULT H H .. GULT GRÆNT GULT RAUTT S S S . SSSS EKKERT ÞATTTÖKUGJALD Hér aö ofan er sýnishorn af tölvuröðuðu spili, eins og þeim sem keppendur koma til með að fá. Raöið þessu spili upp á ykkar eigin MASTER MIND og finniö rétta lausn. Réttar lausnir getiö þið séö í gluggum PENNANS, Hallarmúla og FRÍMERKJAMIÐ- STÖÐVARINNAR, Skólavörðustíg. Komið og takið þátt í þessari nýstárlegu keppni um heimsmeistaratitilinn í MASTER MIND, sem hefst laugardaginn 14. október kl. 10.00 í PENNANUM Hallarmúla og FRÍMERKJAMIÐSTÖÐINNI Skólavörðustíg. cnm HALLARMÚLA 2 Frfmerkjamiöstööin, db Skólavöröustíg 21A. MASTER MIND UMBOÐID Á ÍSLANDl. David Pitt & Co. ) uliðl .ifiíeinuntmoá §o ifiígilBt Olfí'JOv) aolðloti'iiA .nmiuinótHætct (wo-ei

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.