Morgunblaðið - 10.10.1978, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 10.10.1978, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 1978 41 ekki aö dyrum stjórnarliða áöur en full reynsla er fengin á sambúð- inni. Það skal þó viðurkennt að einum hinna „bláeygu", Gröndal, heppnaðist að ná utanríkismálun- um í sinn hlut og verður hann vafalaust harðari en fyrirrennari hans var í þeirri stöðu, því eiginlega var hann í hjarta sínu alltaf kommamegin í því máli eins og raunar Framsókn öll hefur ávallt verið, hvorki hrá né soðin í varnarmálunum. Væntanlega tek- ur Gröndal upp miklu ákveðnari stefnu í varnarmálum en forveri hans og er það vel. Nú ekki má gleyma garminum honum Katli, Alþýðubandalaginu eða réttara sagt kommunum, sem með miklum bægslagangi útdeildu eftir kosningasigur sinn í borgar- stjórn í vor þrjú hundruð milljón- um króna til flokksgæðinga sinna, þó enginn peningur til þeirra hluta væri tiltækur í kassanum. Bara taka lán á lán ofan og stefna beint norður og niður í skuldafenið unz allt er i bólakafi. Borgarstjórnar- meirihluti sá er nú ræður Reykja- víkurborg illu heilli er mikill meistari í axarskaftasmíð. Enda er forseti borgarstjórnar smiður að mennt. Hannes H. Gissurarson hefur undanfarið ritað snjallar og vel rökstuddar greinar í Morgunblaðið sem vakið hafa verðskuldaða athygli lesenda víða um land. En róttæklingar, sem gagnrýni Hannesar hefur einkum beinzt að, hafa rekið upp ramakvein sem kvellisjúkar kerlingar. Má því segja að sannleikanum verði hver sárreiðastur, þvi róttæklingar eru með þeim ósköpum fæddir að þola aldrei málefnalega umræðu. Níð- frelsi vilja þeir sjálfir hafa óskert, en ef einhver dirfist að svara rógmælgi þeirra þá er allt á ferð og flugi í herbúðum þeirra, því sannleikann þola þeir aldrei að heyra. Já, „landvar oss gefið, útsær drauma blár“. En ekki til þess að varpa því í vargaklær kommúnista til niðurrifs og eyðileggingar eftir íslenzka 11 alda búsetu í okkar nokkuð harðbýla og kæra föður- landi. Þorkell Hjaltason.“ i voru sindar í Ntwkirkju samboraur, tmndaríski pn>dikari«va BlUy Graham híidur um jw ssar mundir í Stokkhólmi. Eru samkomurnar sýndar ó mynd*<‘ffu!bandi o« þýddar jafnharðan. Wxsar sýningar munu xtanda yfir ó kvöldin fratn til hríójudags. í jwrkvöldi Vt>ru 5—600 mannx i Neskirkju w hlýddu á handaríska pmlikarann m var þó þt*áaí raynd trkin. — Ljósnt.. Krktján. Þessir hringdu . . . • Enn um Billy Graham Sigrún Sigurjónsdóttir, Keflavík: „Þekkingarskortur með ofur- kappi verður oft til óþurftar, á sviði trúarsanninda horfir slíkt til hins mesta háska. Margt fólk les ekki Biblíuna sem orð Guös og því síður kynnir það sér innihald hennar nema til þess að rífa hana niður og dæma. Sæmir mönnum slíkt? Þar á ég við samkomur sem haldnar voru í Neskirkju, en til er fólk hér á landi sem hefur rifið þær niður á allan hugsanlegan hátt í fleirum en einu dagblað- anna. Billy Graham er þar kallað- ur trúður og samkomurnar í Neskirkju sirkus eða uppákoma. Billy Graham, sem er einn bezti vakningatrúboði þessa tíma, hefur í flestum löndum hins kristna heims verið talinn fullboðlegur til þessa og yfirleitt komist vel af án skrumskælingja íslenzkra heið- ingja — dagblaðanna. En sem betur fer eru þeir í miklum minnihluta, það sýndi bezt aðsókn- in og andinn í Neskirkju, en það er annað sem verra er það er hversu SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson Á skákþingi Ungverjalands í fyrra kom þessi staða upp í skák þeirra Schneiders og Sax, sem hafði svart og átti leik. 22.. .e4!! (Frábær leikur, sem splundrar hvítu kóngsstöðunni) 23. Bxa5 - Í3+ 24. exf3 - exí3+ 25. Khl - Dh3 26. Hgl - RfG!. Hvítur á nú enga viðunandi vörn við 27... Rg4. Hann gafst því upp. Röð efstu manna varð þessi: 1.—2. Sax og Ribli 12 xk v. 3. F Portisch 10'A v. 4. Lengyel 9'A v. 5.-7. Adorjan. Barczay og Farago 9 v. mikið vald skrumskælingjarnir og guðsafneitararnir í okkar þjóð- félagi hafa á fjölmiðlunum. Menntamála- og útvarpsráð þarf t.d. að athuga hvort þættir Billy Grahams eru boðlegir íslenzkri alþýðu, en það vantar nú ekki að hellt sé yfir mann ósómanum í mynd ofbeldis, kúgunar og kláms í sjónvarpi og útvarpi. Hver hefur beðið um slíkt, eða verið boðið að segja álit sitt á því? Varla almenningi, en þegar við biðjum að þjóðinni sé sýnt kristilegt og uppbyggilegt efni, þá þarf um- hugsun og bið. Viljum við ekki ala börnin okkar lengur upp í kristi- legum anda og kenna þeim góða og gegna mannasiði, sem til þessa hefur talizt samrýmast. Ég geri nú frekar ráð fyrir því að svo sé hjá flestum okkar. Við höfum svo mikið af því slæma í kringum okkur, því ekki nú að reyna hið góða eins og Kristur býður okkur, það ætti varla að saka? Þvi að kærleikur Krists sigrar hið illa. Ég skora á fólk um land allt að það sameinist í baráttunni fyrir að fá þætti Billi Grahams er voru í Neskirkju á dögunum, sýnda í sjónvarpinu. Trúaðir íslendingar, sameinumst í kröftugri bæn fyrir því og eins því að okkar þjóð fái meira af góðu og uppbyggilegu efni í fjölmiðlum. Að lokum vil ég þakka Morgun- blaðinu fyrir allar þær góðu greinar sem það hefur birt um kristileg efni, þær hafa mörgum orðið til góðs og mikillar blessunar þeim sem þær hafa lesið. Vona ég að þar verði ekkert lát á í framtíðinni. Sálrn. 119,92—94: Ef iögmál þitt hefði eigi verið unun mín, þá hefði ég farist í eymd minni. Ég skal eigi gleyma fyrir- mælum þínum aö eilífu, því að með þeim hefur þú látið mig lífi halda. Þinn er ég, hjálpa þú mér, því ég leita fyrirmæla þinna.“ HÖGNI HREKKVÍSI « /4 © 1978 McNin|ht Synd., Inc. CO HVE< 5LTT1 ftíVNA K'NA I U|Opi?x/OTT/AVÉ.UNA?'“ í byggingariðnaði eru gerðar miklar kröfur, enda eru byggingaraðilar stöðugt á höttunum eftir betri tækjum, meirl afköstum og hagkvæmari útkomu. ENGINN ER FULLKOMINN Aðeins einn kemst næst því f hverri grein. Framleiðendur byggingakrana og steypumóta eiga í harðri samkeppni um heim allan. Þess vegna verður val byggingaraðíla undantekningarlaust þau tæki, sem hafa sannað kosti sína og yfirburði f reynd. BPR byggingakranarnir, eru stolt franska byggingariðnað- arins vegna afburða hæfileika, og útbreiðslu þeirra um allan heim. HUNNEBECK steypumótin hafa valdið tímamótum, ekki bara í Þýzkalandi, heldur víðast hvar annarsstaðar. Betri lausn er varla til! Aliar frekari upplýsingar fúslega veittar á skrifstofunni. ARMANNSFELL HF. Leigu- sölu- og varahlutaþjónusta. Funahöfða19, Sími 83307. D3 Hunnebeck Höfum kaupendur að eftírtöldum verðbréfum: VERÐTRYGGÐ SPARISKÍRTEINI RÍKISSJÓÐS Yfirgengi miðað Kaupgengi viðinnlausnarverð pr. kr. 100.- Seölabankans 1967 2. flokkur 3016.52 63.3% 1968 1. flokkur 2626.44 44.4% 1968 2. flokkur 2470.39 43.6% 1969 1. flokkur 1839.16 43.5% 1970 1. flokkur 1688.11 11.8% 1970. 2. flokkur 1227.87 42.9% 1971 1. fokkur 1153.42 11.7% 1972 1. flokkur 1005.67 42.7% 1972 2. flokkur 860.40 11.7% 1973 1. fokkur A 655.29 11.7% 1973 2. flokkur 605.55 1974 1. flokkur 420.58 1975 1. flokkur 343.89 1975 2. flokkur 262.45 1976 1. flokkur 249.00 1976 2. flokkur 202.20 1977 1. flokkur 187.80 1977 2. flokkur 157.29 1978 1. flokkur 128.20 1978 2. flokkur 100.00 + dagvextir VEÐSKULDABRÉF: x 1 ár Nafnvextir: 26% 2 ár . Nafnvextir: 26% 3 ár Nafnvextir: 26% x) Miðað er við auðseljanlega fasteign. Kaupgengi pr. kr. 100- 77—79 68—70 62—64 Höfum seljendur að eftirtöldum verðbréfum: HAPPDRÆTTISSKULDABRÉF. Söiugengi pr. kr. 100,- 1972 — A 1973 — B 1974 — D Hlutabréf: Máning h.f. 666.12 (10% afföll) 571.47 (10% afföll) 432.15 (10% afföll) Kauptilboð óskast. MéRPEJTinCARPÍMC jflAADJ HP. VERÐBRÉFAMARKAÐUR Lækjargötu 12 —- R (Iðnaðarbankahúsinu) Sími 2 05 80. Opið frá kl. 13.00 til 16.00 alla virka daga. EF ÞAÐ ER £RÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐENU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.