Morgunblaðið - 10.10.1978, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 10.10.1978, Blaðsíða 26
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 1978 ■ Lííríki ojí lífshættir XXV: J stuttu máli sojgt, þá eru náttúruauðœvi, sem eitt sinn voru svo ríkuleg, að allir gátu notið að vild sinni, orðin af skornum skammti. Ef þau verða ekki varðveitt og eyðslu þeirra stillt í hóf, með hagsmuni heildarinnar fyrir augum, mun afleiðingin óhjákvæmilega verða allsherjar tilvistarrúst, sem hinn góðviljaði lífverndar- sinni, Garrett Hardin (1968), hefir nefnt ,jiarmleik alþýöunnar“.“ — William Ophuls. Úr svefnrofum til skynjunar Hinar tíðu alþjóðaráðstefnur þjóðaleiðtoga og sérfræðinga á öllum sviðum mannlegra við- fangsefna, sem setið hafa og sitja hvíldarlítið á rökstólum, eru án allra tvímæla órækur vitnisburður þess, að vandræði mannkyns eru þegar orðin farg- þung og úrlausnir aðkallandi. Þótt árangur hafi nánast enginn orðið í viðunandi samræmi við erfiði, þrátt fyrir að sízt hafi þurft að kvarta yfir uppiýsinga- skorti, og úrlausnarvonir frem- ur dofnað en dafnað, jafnframt því að vandamálin aukast og vaxa, þá verður það eigi að síður að teljast raunsýnisvottur, að ráðstefnugestir hafa ekki séð sér fært að láta eins og hugsan- legt sé að allt megi fara og geti haldið fram sem fyrr. Þá hefir tekið að óra fyrir, að fræðsla sú og aðvaranir, sem fólgnar eru í skýrslum, greinargerðum og rökstuðningi vísindamanna „The Club of Rome“ og annarra, er fengizt hafa við rannsóknir á manni og náttúru, væru ekki gripnar úr lausu lofti. Sumar niðurstöður framsýn- ismanna hafa með réttu verið gagnrýndar og eru enn umdeil- anlegar, enda fást forspár vitan- lega hvorki staðfestar né hrakt- ar óðar en að kemur. Tíminn einn getur fellt endanlegan dóm í þeim efnum. En glætan er sú, að rumskunar hefir orðið vart. Flestum kemur saman um, að „eitthvað verður að gera“ því að voða ber að höndum. Róttækir raunsýnismenn hafa truflað vinstridraumfarir um unaðslíf í óforgengilegum farsældarheimi. Enn hafa þeir þó ekki reynzt þess megnugir að valda straum- hvörfum. Af þeim sökum er ástæðu- laust að hneykslast eða undrast. Leiðin úr svefnrofum til skynj- unar er löng, og óralöng frá skynjun til skilnings, svo að ekki sé minnzt á leiðina frá skilningi til viturlegra viðbragða. Torfær- urnar eru enda ekki auðsigrað- ar, raunar ósigrandi á meðan herrar vors heims aðhyllast og halda dauðahaldi í þau trúar- brögð, að unnt muni vera að uppfylla þá ósk fjöldans að_ öðlast sældarlíf í framtíðinni keypt við verði, sem gilti á árum viðskiptakreppunnar miklu (1929 — 1939); og það þrátt fyrir’ að tilvistarkreppan (óendan- lega?) er orðin raunveruleg. Mergur nefndra trúarbragða eru tvær risafirrur, sem hindra framgang heilbrigðrar hugsun- af, nefnilega: I. Efnahagsleg velferð (ann- ars konar velferð fyrirfinnst ekki í hugmyndafræðum fjöl- hyggju- og vinstrimanna, og er því aldrei á dagskrá) verður tryggð um aldur og ævi með stigvaxandi hagvexti( mann- kynið hefir þar með eignazt sitt langþráða Perpetuum mobile, og II. Jöfnun um alla jörð er markmiðið, sem keppa ber að (þvi' að „allir menn eru skapað- ir jafnir“), og þegar henni hefir verið náð, hcfir öllu réttlæti verið fulfnægt endanlega. Raunsýnismenn hrista höfuð Fyrrnefndi draumurinn er andlegt ölæði, auk þess það, sem verra er: fáfræði um stærð- fræðilegan ómögulegleika, sem flestir raunvísindamenn, er ein- hvers virða lærdómsorðstír sinn, svara með þeirri augljósu tilsögn, að takmörkuðu magni verður aldrei eytt fram yfir 100%, að aldrei verði m. ö. o. meira eytt en fyrir hendi er. Að veittri tilsögn hrista þeir venju- lega höfuð. Síðarnefnda „hugsjónin" er viðurstyggð af fáránlegasta tagi, sálrænn náttúruníðings- skapur, sem í raun og veru er niðurlægjandi að þurfa að taka alvarlega. Hjá því verður þó ekki undan vikizt þar sem jöfnunarfólk hefir tækifæri til að valda meiri bölvun (s.s. öfund, ágirnd, stéttaríg, illgirni) hér eftir en hingað til, ef Engin ástæða hcíur verið aðgengilegum fróðleik. kvarta undan skorti Jón Þ. Árnason á meðan hinir máttugri bregð- ast ekki trúnaði vuð áskapaða andúð sína á jöfnun, þá hrökkva öll kvein allra heims- ins atvinnugrátkvcnna. af báð- um kynjum, ekki til að ofur- selja hina vanmáttugri eigin forræði. Þ.e. glötuninni, því að ekkert fær breytt þeirri skikkan sköp- unarverksins, að hinir síðar- nefndu skrimta ekki degi lengur en hinna fyrrnefndu nýtur við, og þeir hafa þann siðgæðisþrótt til að bera, að unna þessum systkinum sínum að njóta lífs og hamingju og sjá sóma sinn í að styrkja og efla hvort tveggja eftir megni. í beinu framhaldi af þessu, þótt ekki sé alveg sama eðlis, væri fróðlegt að fá að vita: Hvers er vilji meirihluta þjóðar megnugur, þegar meiri- hluti ríkisstjórnar er á öndverð- um meið? Tvenns konar lífskjaramat Á því hefir ótæpilega verið hamrað um langt skeið, að lífskjör hafi stöðugt farið batn- andi nálega um allan heim undanfarna áratugi og jafnvel lengur. Batnandi lífskjör eru sögð hafa gert lífið betra, heilbrigðara og fegurra. Vissu- lega en mikið til í því. En hver er Skorturinn verður strangur skömmtunarstjóri hugsandi fólk hefir ekki sinnu á að lækka í því rostann svo að lengi verði í minnum. Að þessu sinni skal látið liggja á milli hluta, hvort allsherjarjöfnun sé æskileg — margir ganga svo langt að þykjast sjá „fegurð" í hræsninni — heldur aðeins spurt í sakleysi: Er jöfnunarhugmyndin fram- kvæmanleg? Eg hygg að þeirri spurningu hafi reyndar verið svarað með afdráttarlausum hætti þegar fyrir röskum 2300 árum. Það gerði einn frjóasti og mesti hugsuður allra tíma, gríski heimspekingurinn Aristoteles (384—322 f. Kr.), á þennan hátt (í „Politika", VI. bók, 3. kafla 40): „En, þó að á því kunni að reynast fræðilcgir meinbugir að öðlast vitneskju um, hvað sé rétt og sanngjarnt. þá er þó miklu örðugra í framkvæmd að fá þá. sem geta neytt yfirburða, ef þeim sýnist, til þess að halda að sér höndum, því að hinir vanmáttugri eru sífellt að kvaka eftir jöfnuði og rétti, en hinir máttugri kæra sig koll- ótta um slíkt.“ Spurningunni hefir og marg- sinnis verið svarað í svipuðum anda síðar. Þýzki skáldjöfurinn og lífsspekingurinn, Johann Wolfgang von Goethe (1749 — 1832), segir t.d. svo um höfnun- arhoðskap atkvæðamarkaðarins (í „Maximen und Reflexionen", Nachlass, Úber Literatur und Leben): „Löggjafar og byltingarmenn. sem í' sömu andránni lofa jöfnunarverund og frelsi, eru skýjaglópar eða trúðar.“ Og franska stórskáldið, Gustave Flaubert (1821 1880), snýst þannig við „hugsjóninni" (í bréfi til Louise Colet, 16. maí 1852): „Ilvað er þá jaínræði annað en afneitun alls frelsis, alls æðra og náttúrunnar sjálfrar? Jafn- ræðið cr þrældómurinn." Róttækir raunsýnismenn gegn vinstrivillum / Ari- stoteles, Goethe og Flaubert fyrirlitu jöfnun / Hátt verð vegna þverrandi forða. Þrír góðir bræður Nú geta hagvaxtar- og jöfnun- artrúaðir hæglega varizt á þann hátt að benda á, að greindir þremenningar hafi ekki þekkt fegurð pólitískrar flatneskju í „velferðar“skrúða, þótt hæpið væri að gefa í skyn, að hún myndi hafa valdið þeim teljandi glýju í augum. En ég held hins vegar, að þá fyrst myndi þá hafa hryllt óþyrmilega við. Og á meðan vinstrisinnar hafa ekkert frambærilegra sér til halds en dr. Herman Kahn („Fimmtugur að aldri varð ég marxisti“), stofnanda og aðal- forstjóra „The Hudson Insti- tute“, Cronton-on-Hudson/ New York, sem rakar saman pening- um á að framleiða hraðgróða- drauma handa alþjóðlegum auð- hringum; brexka sósíaldemó- kratann þýzkættaða, Sir Karl R. Popper („Margir heimspekingar, þ.á m. nokkrir hinna mestu, hafa að mínu áliti ofurþunga á samvizkunni"); eða bandaríska bjartsýnismethafann R. Buck- minster Fuller („Ennfremur er ljóst, að velmegun getur aðeins vaxið í krafti neyzlu, og hún vex jafnört og menn notfæra sér hana. Því hraðar, þeim mun meira!“); þá þarf enginn raun- h.vggjumaður að minnkast sín fyrir að leita skjóls hjá Aristoteles, Goethe og Flaubert. Ummælum Aristoteles til frekari áherzlu má gjarnan bæta þeirri staðreynd við, sem trúlega á eilífðina fyrir sér, að Aristoteles Goethe eiginlega mælikvarðinn á gott, heilbrigt og fagurt mannlíf? Ég býst ekki við að neinir raunsýn- ismenn hreyfi antfmælum við þeirri skoðun, að goa, heilbrigt og fagurt mannlíf hvíli á þeim forsendum, að einstaklingurinn eigi sér hlýtt og bjart heimili og njóti ástúðlegs heimilislifs í hópi andlega og líkamlega hraustra barna og annarra ástvina, hafi því athafnasvig- rúm til þess að fæða, klæða og hýsa sig og fjölskyldu sína á sómasamlegan hátt. Ennfremur að • hann búi yfir og noti hæfileika til að þakka lífið og gleðjast yfir því. Vinstrimenn eru vitanlega á öðru máli. Þeim hefir og ekki orðið skotaskuld úr að af- skræma arfteknar hugsjónir um eftirsóknarverða lífshætti. Að þeirra áliti eru „mannsæmandi lífskjör" eyðslumáttur kaups og launa umreiknuð í peninga, takmarkið hefir ævinlega verið — og því takmarki hafa þeir ætíð verið trúir — að krafsa inn fleiri peninga fyrir æ lítilfjör- legri verk, eða hálfunnin („Við heimtum aukavinnu!"). Undir þetta hefir fjöldi hag- spekinga tekið fullum hálsi og staðfesta í kennslubókum sín- um, kannski ekki alveg svona hispurslaust, en hingað til hefir a.m.k. ekki hvarflað að nema fáum þeirra, hversu lágkúrulegt mat á mannlegri þroskaleit felst í slíkum og þvílíkum viðhorfum. Lífskjör, útreiknuð og metin eftir peningafjölda, eiga að vera mælistika á sannmannlega lífs- nautn! Vinstriviðhorf eru ekki aðeins auðmýkjandi fyrir manneskjuna sem slíka. Þau eru ekki síður ógnun við framtíðina, komandi kynslóðir. Þau eru eðli málsins . samkvæmt náttúruránskapur. Tökum tin til dæmis Margir heimskuðu sig á að reyna að gera skýrslur „The Club of Rome“ tortryggilegar, jafnvel broslegar. Bæði vinnu- kaupendur og vinnusalar, kapí- talistar og kommúnistar, féllu í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.