Morgunblaðið - 10.10.1978, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 10.10.1978, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 1978 43 Betty Williams annar frumkvöðull Friðarhreyfingarinnar Leggst starf fridarhreyfing- arinnar niður? Br áðabir gðast j ór nin íRhodesíu boðar af- nám kynþáttamisréttis Salishury. 8. oktúhcr. Routor. BRÁÐABIRGÐASTJÓRN Ian Smiths mun að öllum líkindum afnema allt kyn- þáttamisrétti í Rhódesíu, að því er Ernst Bulle fjármálaráðherra skýrði frá á fundi. Þessar ráðstafanir bráða- birgðastjórnarinnar, sem hefur verið óvægilega gagn- rýnd fyrir aðgerðaleysi í kynþáttamálum, hafa það meðal annars í för með sér að eftirleiðis hafa negrar heimild til að búa á þeim svæðum sem hingað til hafa verið fyrir hörundsljósa menn eingöngu, auk þess sem skólar, sjúkrahús og aðrar slíkar stofnanir verða nú jafnt fyrir kynþættina. I landinu eru um 260 þúsund hörundsljósir menn og 6.7 milljónir negra. Full- trúar bráðabirgðastjórnar- innar í landinu hafa vísað því á bug að yfirlýsingin um afnám kynþáttamisréttis standi í sambandi við ferð Ian Smiths, Muzorewa biskups og Sr. Sitholes til Bandaríkjanna, þar sem ANWAR Sadat forseti Egypta- lands gaf í dag út lokadagskipun til egypsku sendinefndarinnar sem fer til friðarsamningaviðræðna í Washington við ísracla. Egyptar vonast tii að þessir fundir þurfi ekki að standa yfir lengur en í þrjár vikur. Talsmaður Sadats sagði, að Sadat hefði kallað fulltrúana á fund með þeir hyggjast afla stuðnings við stefnu bráðabirgða- stjórnarinnar, en hún felst í megindráttum í því að meirihlutastjórn verði kom- in á í Rhódesíu fyrir árslok. sér í dag en fynr henni verður varnarmálaráðherra landsins, Kamal Hassan Ali. Sadat neitaði að svara spurningum fréttamanna að fundi loknum en kort af Sinaiskaga sást á borðinu í fundarherberginu og þykir einsýnt að um þann hlut hafi sérstaklega verið fjallað. Viðstaddir þennan fund í dag voru og allir nánustu ráðherrar Sadats og helztu sérfræðingar. Sadat leggur ændmefnd sinni lífsreglurnar Kairú 9. okt. Routor. Bclfast. 9. okt. Reuter. Nóbelsverðlaunahafarnir Betty Williams og Mairead Corrigan sögðu í dag af sér forystu í Friðarhreyfingu Norður-írlands. Konurnar tvær, sem báðar eru búsett- ar í Belfast, komu á laggirn- ar samtökum er áttu að vinna að því að koma á friði í N-írlandi fyrir tveimur árum. Þær fengu síðan Friðarverðlaun Nóbels fyrir Veður víða um heim Akureyri 7 skýjað Amsterdam 17 skýjaö Apena 24 bjart Berlín 18 bjart BrUssel 22 bjart Chicago 14 skýjað Frankturt 19 sól Genf 18 skýjað Helsinki 10 skýjaö Jerúsalem 30 skýjað Jóhannesarborg 25 sól Kaupmannahöfr 116 skýjað Lissabon 22 skýjað London 21 skýjað Los Angeles 28 skýjað Madrid 24 sól Miami 28 skýjað Montreal 10 bjart Moskva 4 bjart Nýja Delhi 35 sól New York 12 bjart Ósló 13 bjart París 22 sól Reykjavík 5 skýjað Rómaborg 19 bjart San Francisco 16 skýjað Stokkhólmur 12 skýjað Sydney 19 heiöríkt Terheran 28 sól Tel Aviv 27 skýjað Tókío 21 sól Toronto 12 sól Vancouver 21 skýjað Vínarborg 21 bjart viðleitni hreyfingarinnar og starf sem í fyrstu vakti mjög mikla athygli. Þær sögðust mundu halda áfram starfi í þágu friðar, hvar sem þess væri þörf og ekki hvað sízt í fátækrahverfun- um í Belfast. En ritari samtakanna, Peter McLauchlan, sagði á ráðstefnu samtakanna sem var í Belfast nú um helgina, að ástand hreyfingar- innar væri hið ömurlegasta og fjárhagurinn í rústum. Þó að konurnar tvær hefðu á sínum tíma safnað gríðarlegum fjárupphæð- um auk verðlaunafjárins væri nú sáralítið eftir og ekkert hefði safnast lengi og yfirleitt hefði úr öllu starfi Friðarhreyfingarinnar dregið mjög. Ekki flóafriður fyr- ir flóm í Bretlandi London, 9. okt. Reuter. (JTLIT er fyrir að versti flóafaraldur í Bretlandi í tutt- ugu og fimm ár sé nú að skella á, að því er skýrt var frá í dag. Talsmaður félagasamtaka þeirra sem hafa á stefnuskrá hjúkrun gæludýra, einkum hunda og katta, sagði að gífurlegur fjöldi slíkra dýra hefði fcngið meðhöndlun vegna flóabits og óteljandi hefði orðið að farga. Víða í hverfum í London er ástandið svo slæmt, að langir biðlistar hafa hrannast upp þar sem óskað er eftir hreinsunar- mönnum í hús vegna þess að þar er allt fullt af fló og meira að segja urðu sérfróðir menn að fara með tól sín og tæki um þinghúsið að útrýma flóm þar sem þær höfðu ráðizt á þing- menn og bitið þá ótæpilega. Um eitt þúsund verkamenn í Suður-Wales gerðu verkfall og kváðust ekki vinna í eina viku því að á vinnustað væri ekki flóafriður fyrir flóm. Þá er talið að ástandið eigi enn eftir að versna því að flær verða fljótlega ónæmar fyrir efnum sem notuð eru gegn þeim og heimili með miðstöðvarhitun og þykkum gólfteppum búa flóm skínandi góð lífsskilyrði og geta þær þá þrifist vel og lengi hvað sem öllum atlögum gegn þeim líður. Myndin er frá flóðunum í Chaiyathym í Thailandi nú um helgina. í gær flæddi áin Chao Phya, sem rennur í gegnum Bangkok,;yfir bakka sína. Ekki var vitað um manntjón en í norðurhluta landsins höfðu um 100 manns drukknað. I gær bárust og þær fréttir, að miklir stormar og rigningar hefðu herjað á Víetnam og Filippseyjar og að æ fleiri væru sagðir látnir vegna flóða í Indlandi. A stórum svæðum í Suður og Suðaustur-Asíu hafa því milljónir manna orðið að flýja heijmili sín og hrekjast um slyppir og snauðir og bjargarlausir. Eigna- og uppskcrutjón er mjög mikið á þessum slóðum. Þá hafa allmargir dáið úr kóleru og öðrum sjúkdómum sem upp hafa komið í kjölfar neyðarinnar sem hefur skapzt vegna flóða og hamfara. Morðingj- arnir voru fjórir Marsoillos — 9. oktúhor — Routor. LÖGREGLAN hefur kom- izt að raun um það að fjórir vopnaðir menn með grímur eigi sök á fjölda- morðunum í krá einni í úthverfi Marseilles á þriðjudaginn var. I fyrstu var talið að morðingjarnir hefðu aðeins verið þrír, en níu manns létu lífið í skotárás þeirra í kránni. Þrír gestanna í kránni lögðu á flótta þegar skot- hríðin byrjaði, en einn þeirra særðist svo illa að ekki hefur verið hægt að yfirheyra hann. Síðan atburður þessi, sem vakið hefur reiði og óhug, átti sér stað hefur lögreglan staðið fyrir tveimur áhlaup- um á næturklúbba í Marseilles.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.