Morgunblaðið - 14.11.1978, Page 13

Morgunblaðið - 14.11.1978, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 1978 13 Bókmenntlr eftir JÓHANN HJÁLMARSSON horft þegjandi og hnugginn í átt til fjallsins sem ég bar mikla virðingu fyrir og orti um mörgum áratugum síðar (Fjallið mitt góða í Heim til þín, ísland, bls. 32). Að lokum varð gestkomandi frænka mín til þess að inna mig eftir því hvers vegna ég væri svona stúrinn og þegjandalegur. Ég lét þeirri spurningu ósvarað en sneri mér þess í stað að frænku minni og sagði: „Mikið hlýtur fjallið að eiga bágt að þurfa alltaf að sofa undir berum himni.“ Tómas varar menn við „að glata sambandi sínu við óflekkaðan hugarheim bernsku sinnar". En þess skyldu menn minnast að mannúðleg lífsviðhorf nægja ekki ein til að gera menn að skáldum. Hvernig Tómas túlkar þessi við- horf í Ijóðum sínum er það sem mestu skiptir. Þó er til dæmis mikilvægt að kynnast þeirri sögu sem liggur að baki Minningar- ljóðsins um Stubb til dæmis, eins og hún er sögð í inngangi Matth- íasar. Sum ljóð Tómasar eru margræðari en svo að auðvelt sé að skýra þau í fljótu bragði. Val ljóðanna í Á meðal skáld- fugla er gert með skólaæsku í huga. Mér virðist það hafa tekist svo vel að bókin sé í senn kjörin fyrir kornunga nemendur og þá sem lengra eru komnir. Agnar Þórðarsoni KALLAÐ í KREMLARMÚR. Ferð um Sovétríkin sumarið 1956 með Steini Steinar og fleirum. Aimenna bókafélagið 1978. ÞAÐ voru mistök hjá Kristni E. Andréssyni þegar hann kom því til leiðar að Agnar Þórðarson, Steinn Steinarr og fleiri fengu að ferðast um Sovétríkin sumarið 1956. Ferðin varð til þess að margir sem áður höfðu fylgt Sovétríkjunum einhuga skoðuðu hug sinn. Sumir komust að þeirri niðurstöðu, ekki síst eftir Ungverjalandsuppreisn- ina um haustið, að málsvarar hins illa byggju innan Kremlarmúra, samanber ljóð Steins: Kreml. Samkvæmt bók Agnars Þórðar- sonar vörðust Sovétfararnir í fyrstu allra frétta, að minnsta kosti létu þeir ekkert hafa eftir sér opinberlega. En grein eftir Hall- dóru B. Björnsson skáldkonu í Þjóðviljanum olli því að blaðaskrif hófust um ferðina. Halldóra hafði líkt og Sovétfararnir sjö heimsótt Ilja Ehrenbúrg og verið tekið heldur fálega. Ástæðan virtist vera sú að sjömenningarnir höfðu ekki komið fram við rithöfundinn af tilhlýðilegri kurteisi og spurt heldur gáleysislega. Það mátti lesa Agnar Þórðarson og Steinn Steinarr á fótstalli marmarastyttu í Súhúmi, einni af mörgum sem Stali'n lót gera af sér og Lenín. Bókmenntlr eftir JÓHANN HJÁLMARSSON Góður matur, vín, konur og skáldskapur voru mönnum þar ofar í huga. Steinn skemmti sér við að stríða tveim fulltrúum íslenskra Sovét- vina, þeim Jóni Bjarnasyni og ísleifi Högnasyni. „Þú ert farinn að tala eins og Morgunblaðið“ sagði Jón Bjarnason eitt sinn þegar honum þótti Steinn ganga of langt í Sovétfjandskap. Bók Agnrs er öðrum þræði lýsing á ódrengi- legum dylgjum íslenskra sósiálista í garð Steins eftir að hann kom heim. Auðvitað hafi Steinn selt sig auðvaldinu að þeirra dómi. Enn geta þeir ekki fyrirgefið honum hinn harða dóm um fyrirheitna landið. Eins og Agnar bendir á hafði André Gide orðið fyrir líku aðkasti eftir að honum var ljóst hvert stefndi í Sovétríkjunum. Skáld gegn stórveldi út úr grein Halldóru. Um þessa heimsókn hefur margt verið ritað. Jón Oskar hefur sagt frá henni. Agnar Þórðarson birtir skýrslu um fundinn með Ehrenbúrg í bók sinni, áður hafði hann látið móðan mása um sama efni í blaðaviðtali. Það sem haft er eftir Ehrenbúrg í bók Agnars er yfirleitt skynsam- legt eins og við mátti búast. Aftur á móti er ljóst að vanþekking Islendinganna á sovéskum bók- menntum, ekki síst skáldsögum Ehrenbúrgs sjálfs, hefur farið í taugarnar á honum og gert hann viðskotaillan. Agnar Þórðarson sýnir í bók sinni fram á marga annmarka Sovétskipulagsins. Hann fer um það hörðum orðum á sama grund- velli og Steinn Steinarr sem í blaðaviðtali lagði áherslu á að: „Þetta er ekkUsósíalismi". Sögu- legar skýringar Agnars eru marg- ar hverjar athyglisverðar og tölu- vert á bókinni að græða frá því sjónarmiði. En ég held að það sem gefi bókinni helst gildi séu ýmsar persónulegar minningar úr ferð þeirra félaga, einkum sú mynd sem dregin er upp af Steini. Steinn var auðvitað ekkert lamb að leika við og lét stundum meinfýsi sína bitna á gestgjöfun- um. En ljúfur hefur hann lika verið, einkum þegar hann hitti fólk sem honum geðjaðist að eins og til dæmis Jasja Psjavelz. Þetta grúsíska þjóðskáld hélt þeim félögum dýrðlega veislu sem stóð fram á morgun. I þeim fagnaði var ekki þráttað um Sovétbókmenntir. En Steinn kunni að bíta frá sér og lifði það að sjá hvatskeytilegar full.vrðingar sínar verða að veru- leika. Kallað í Kremlarmúr er ekki bók sem kemur á óvart þeim sem áður hafa lesið um ferð þeirra sjömenninga. En hún er góð heimild um hið afdrifaríka ár 1956. I bókinni eru margar ljósmynd- ir. Einkum er fengur í myndinni af þeim Agnari og Steini á fótstalli styttu af Lenín og Stalín. Stjömur LJOÐFELAGIÐ skónum Sveinbjörn I. Baldvinsson — Ljóðfélagið Sveinbjörn I. Baldvinsson- Ljóðfélagið Steæo Plata sem vekur athygli Dreifing: Steinar h.f. símar 19490 og 28155

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.