Morgunblaðið - 14.11.1978, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 1978
15
Dr. Þráinn
Eggertsson
lektor:
Menntun
og lífskj ör
— Líklega er
ógerlegt að
mæla áhrif
menntunar á
efnahagsleg-
ar framfarir
1930—1960 orsakað 23% af vexti
þjóðarframleiðslunnar í Banda-
ríkjunum. Þessi tala, 23%, læsti
sig um heimsbyggðina eins og
eldur í sinu, og var tekið sem
lokasönnun á mikilvægi menntun-
ar fyrir hagvöxt.
Afgangsaðferðin er frumstæð og
byggir á mjög ströngum og að
mörgu leyti ósennilegum forsend-
um. Denison notaði jafnframt
aðferð til að endurbæta aðfanga-
vísitöluna, sem var óleyfileg rök-
fræðilega. Hann notaði launamis-
mun milli menntahópa til að áætla
framlag þeirra til þjóðarfram-
leiðslunnar, þ.e. í aðfangavísitöl-
unni vóru vinnustundir hópanna
vegnar með launamismuninum.
Þarna erum við komin í hring og
gefum okkur sem forsendu það
sem reynt er að sanna.
Vinnuáhrif og
ráöstöfunaráhrif
Ahrif menntunar á efnahagsleg-
ar framfarir (og hagvöxt) hljóta
að vera margslungin og tæpast að
furða þótt illa gangi að kasta máli
þar á. Flokkur líttþekktra rann-
sókna .á áhrifum menntunar á
framleiðslu í landbúnaði varpar þó
etv. nokkru ljósi á þetta samband.
Það hefur vakið furðu hagfræð-
inga, að frumstæð bændaþjóðfélög
víða um heim, sem búið hafa við
sömu framleiðsluhætti um alda-
raðir, virðast leysa efnahagsdæm-
ið af gífurlegri hagkvæmni miðað
við þekkta tækni. Fastir siðir hafa
myndast, fólkið hefur lært af
reynslunni og þarna virðist form-
leg skólaganga hafa nær ekkert
efnahagslegt gildi fyrir einstakl-
inginn, ef efnahagsskipulágið er
óbreytt.
En myndin breytist, ef kerfið
raskast vegna tæknibyltingar að
utan. Indverskur hagfræðingur,
D.P. Chaudhri, sýndi árið 1968
fram á tvenns konar áhrif mennt-
unar á framleiðslu, þegar raskað
hefur verið ró hefðbundins bænda-
samfélags. Að öðru óbreyttu af-
kasta menntaðir bændur meiru en
ómenntaðir við dagleg störf. Þetta
nefndi Chaudhri vinnuáhrifin. í
öðru lagi stunda menntaðir bænd-
ur annars konar og hagkvæmari
búskap en ómenntaðir bændur.
Þetta nefndi hann
ráðstöfunaráhriíin. Menntaðir
bændur á Indlandi voru fyrstir til
að notfæra sér grænu byltinguna
svo kölluðu, og fyrir daga hennar
voru þeir í fararbroddi með
vísindalega áburðarnotkun.
Árið 1970 taldi bandaríski hag-
fræðingurinn, Finis Welch, sig
hafa einangrað vinnu- og ráðstöf-
unaráhrifin í tölfræðilegri rann-
sókn á framleiðslu bandarískra
bænda. Welch hafði komist að
raun um að bændur, er lokið höfðu
háskólaprófi, höfðu 62% hærri
tekjur af búum sínum en bændur
með stúdentspróf. Taldi Welch
ólíklegt, að þessi munur stafaði af
vinnuáhrifum einum, t.d. vegna
þess að háskólanám yki leikni
bænda í dráttarvélaakstri. Reynd-
in varð líka sú, að ráðstöfunar-
^áhrifin virtust ráða miklu. Mennt-
aðir bændur voru fyrstir til að
tileinka sér nýjungar í landbúnað-
arvísindum og mæta breyttum
markaðsaðstæðum.
Niöurstöður
Af þessu máli má draga eftirfar-
andi ályktanir.
1. Líklega er ógerlegt að mæla
af nokkru viti áhrif menntunar á
efnahagslegar framfarir þjðða.
2. Menntun er lykilþáttur í
framförum í vísindum og tækni, en
ólíklegt er að smáþjóð á borð við
íslendinga leggi mikið af mörkum
á því sviði.
3. Menntun gerir okkur kleift að
bæta afköstin í daglegum störfum,
en þar hljóta áhrifin að vera
misjöfn eftir því við hvað er unnið.
4. Loks eykur menntun hæfni
okkar til að velja hverju sinni
besta kostinn, sem gefst í breyti-
legum heimi.
Þ.E.
Það er vandalaust
að útrýma lús
Fréttatilkynning frá Heilsu-
verndarstöð Reykjavíkur
Undanfarnar tvær til þrjár
vikur hefur stöku sinnum verið
kvartað um það við Heilsuvernd-
arstöð Reykjavíkur, að lús hafi
fundizt í skólabarni og. jafnframt
spurzt fyrir um, hvernig við skuli
brugðizt. Þetta er gjarnan orðað
svo, að lús hafi kornið upp í hinum
eða þessum skólanum.
Það er rétt að lúsar hefur orðið
vart í nokkrum grunnskólum
borgarinnar á þessu hausti. Þetta
er ekki óvenjulegt og hefur borið
við árlega síðasta áratuginn og
stundum á harnaheimilum. Hafa
ber hugfast, að lús lætur á sér
kræla annars staðar en á nefndum
stofnunum og einhvers staðar frá
er hún þangað komin. Um er að
ræða hreinlæti fólks almennt.
Þessi þáttur heilsugæzlu í skól-
um er í höndum skólahjúkrunar-
fræðinga. Þegar þessa kvilla verð-
ur vart er aðstandendum viðkom-
andi nemenda gert viðvart og þeir
fá upplýsingar um, hvernig við
skuli brugðizt, hvaða lyf megi nota
og hvernig. Jafnframt skoðar
hjúkrunarfræðingurinn alla þá
nemendur, sem nánast samneyti
hafa við viðkomandi einstakling
(þýsilinn) og fylgist með hópnum
þar tii kvillinn er að fullu
upprættur. Það verður að teljast
skylda nemanda og (eða) aðstand-
enda hans að tilkynna skólahjúkr-
unarfræðingi þegar í stað ef lúsar
verður vart, svo að hægt sé að gera
viðeigandi ráðstafanir.
Lús er smitandi. Lyf þau, sem
við eiga eru svo handhæg óg
hættulítil, ef farið er að fyrirmæl-
um, að teljast verður hættulaust
þeim, sem hafa nánast samband
við hinn smitaða, að nota þau í
öryggisskyni, þótt þeir séu e.t.v.
ósmitaðir sjálfir.
I lyfjabúðum fást mjög virk lyf
til útrýmingar lús og má fá þau
keypt án lyfseðils.
Nefna má: Spiritus Clofenotani
(Clofenotani-spritt), Tinctura
Quassiae (Quassiae-spritt) og
Quellaela-hársápu. Fólki er sér-
staklega bent á, að lyfjabúðum ber
-skylda til að láta ítarlegar leið-
beiningar fylgja lyfjunum.
Hafið þetta hugfast:
Það er vandalaust að útrýma
lús. Til þess þarf hreinlæti og
viðeigandi lyf, sem notuð w eru
samvizkusamlega samkvæmt leið-
beiningum og (eða) fyrirmælum.
Haldið stillingu yðar. Drepið
lúsina.
Reykjavík. 9. nóvember 1978.
O O
cta 'ÁS'Pda'
V'ö'asn^ böK 09
^ . ^nv\ö^^epp\ 09 f
St'ðfn2 a",a SnÍla ^ ® oQ óla'saöa
sV.á'dsa9a ósWn VÍ- ósW"a 9
endWS^ sö9 ÍPÍusm
• Q0Li Bræðraborgarsttq 16
5 S(ml 12923-19156
ÆSILEGASTA VÍSINDASKÁLDSAGA
SEM SAMIN HEFUR VERIÐ.
íii iii