Morgunblaðið - 14.11.1978, Side 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 1978
Páll V. Daníelsson:
Stofnunin ræður ekki sjálf
sínum ha-kkunum. «k beiðnir
hennar mótast af fjárlÖKum.
Sjötíu prósent hækkun sím-
ííjalda á einu ári er ekki lítið otr
ekki nein smárök fyrir því að Pósti
ok síma væri synjað um að fá 45%
hækkun 1. nóv. s.l.
Þegar menn leyfa sér að skýra
þannÍK frá málum og ætla mætti
að Póstur og sími væri að gera það
að gamni sínu aö þjaka almenning
með háum þjónustugjöldum er
erfitt að svara ekki fyrir sig og þar
sem ég get stöðu minnar vegna
tekið öðrum fremur á mig ábyrgð í
þessum efnum skal ég upplýsa
nokkrar staðreyndir varðandi
gjaldskrár stofnunarinnar og
hvernig beiðnum hennar hefur
verið háttað.
33% urðu
að 70%
Frá 1. jan. 1977 til 1. febr. 1978
varð engin gjaldskrárbreyting.
Hinsvegar fór Póstur og sími fram
á 33% hækkun 1. nóv. 1977, bæði
til þess að mæta launahækkunum,
sem urðu að afloknu verkfalli
opinberra starfsmanna, það sem
eftir var ársins 1977 og til að mæta
þeim hækkunum, sem sýnt var að
yrðu á árinu 1978. Þess má geta að
um 70% rekstrarútgjalda stofnun-
arinnar eru laun svo að útgjöld
hennar eru mjög viðkvæm fyrir
launabreytingum. Hækkunar-
beiðninni var svnjað.
Við afgreiðslu fjárlaga fyrir árið
1978 var gert ráð fyrir 2393 millj.
kr. hærri tekjum en áætlaðar
tekjur samkvæmt gildandi gjald-
skrá voru. í jan. 1978 var því beðið
um hækkun frá 1. febr., en vegna
þess hve seint er hægt að inn-
heimta stóra tekjuliði eins og t.d.
framyfirsímtöl þurfti hækkunin
að verða 40% til þess að ná sömu
krónutölu á árinu 1978 og 33%
hækkun 1. nóv. 1977 hefði gefið.
Leyfð var 28% hækkun að við-
bættum 2% til verðjöfnunar fyrir
dreifbýlið. Þessi hækkun gaf 1560
millj. kr. Vantaði þá 833 millj. kr.
til þess að áætlaðar tekjur næðust.
Enn var því beðið um hækkun 1.
maí 1978 og þurfti þá 20% hækkun
til þess að ná áætluðum tekjum
samkvæmt fjárlögum. Þá var veitt
14% hækkun frá 20. apr., sem
áætlað var að gæfi 580 millj. kr.
Vantaði þá enn 253 millj. kr. upp á
fjárlagaupphæðina. Og nú var
leyfðð 12% hækkun að viðbættum
2% til jöfnunar fyrir landsbyggð-
ina. Þannig hafa verðlagsyfirvöld
hækkað símgjöldin um nær 70% á
einu ári en þessi 70% hækkun
gefur Pósti og síma ekki fleiri
krónur á árinu 1978 heldur en 33%
hækkunin, sem um var beðið frá 1.
nóv. 1977. Hefði sú hækkun fengist
stæði Póstur og sími ekkert ver í
dag þótt engin hækkun hefði orðið
það sem af er þessu ári. Þar við
bætist, að stofnunin hefur allt árið
búið við það fjárhagslega þröngan
kost og mikla óvissu um hvaða fé
hún hefði til ráðstöfunar á hverj-
um tíma, að af því hefur hlotist
fjárhagslegt tjón, bæði beint og
óbeint og meiri óþægindi fyrir þá
sem þjónustunnar njóta heldur en
þurft hefði að vera.
Að velja
réttan tíma
Það hefur verið stefna Pósts og
síma að halda þjónustugjöldum í
skefjum eins og kostur hefur verið.
Þáttur í því hefur verið að reyna
að fá rétt fjárlög og gjaldskrár-
breytingar gætu varið fram í
nóvember. Þetta er eitt grund-
vallaratriði fyrir hagkvæmari
rekstri. Að geta skipulagt starf-
semi ársins strax i ársbyrjun gerir
aila hluti miklu einfaldari og betri
árangur næst. En á þessi rök hefur
ekki verið hlustað nú fremur en s.l.
ár. Afleiðingin verður sú að sama
krónufjölda verður að sækja í vasa
símnotenda með enn meiri hækk-
unum en ella. Má t.d. benda á það,
að 12% hækkun 1. nóv. 1978, 26%
hækkun 1. febr. 1979 og 26%
hækkun 1. ág. 1979 eða samtals
Páll V.
Daníelsson
78% hækkun gæfu Pósti og síma
sömu krónutölu til ráðstöfunar á
árinu 1979 og 45% hækkun 1. nóv.
1978 mundi ein gera.
Mér er ljóst hvor leiðin er
hagkvæmari fyrir hinn almenna
símnotanda. Mér er líka ljóst hvor
leiðin er afdrifaríkari í baráttunni
gegn verðbólgunni. Hinsvegar
getur Póstur og sími aðeins farið
fram á hækkun en hann hefur ekki
valdið til þess að hækka. Póstur og
sími getur líka gefið upplýsingar
en að þessu sinni var ekki við hann
rætt af verðlagsyfirvöldum fremur
en stofnunin væri ekki til.
Að forðast
hallarekstur
Röng áætlunagerð er rót margs
ills í stjórn fyrirtækis eða stofnun-
ar. Oft hefur áætlunum Pósts og
síma verið breytt. Ekki hefur mátt
viðurkenna verðlagsþróunina. Það
er e.t.v. vorkunn en um leið flótti
frá veruleikanum. Utgjaldahlið
áætlunar Pósts og síma fyrir árið
1978 var lækkuð óraunhæft. Þótt
einhverjar umframtekjur verði til
þess að mæta umframgjöldum
stefnir í verulegan greiðsluhalla.
En slíkur óraunhæfur niðurskurð-
ur gjalda hefur alltaf reynst
rangur og til hins verra. Að vera
með ranga áætlun útgjalda, þegar
tekjuhliðin er bundin með gjalda-
skrá, sem ekki tekur verðlags-
breytingum er hættulegt og leiðir
til hallareksturs.
Hallarekstur ríkissjóðs er verð-
Nokkrar staðreyndir um gjald-
skrárhœkkanir Pósts og síma
Ll NGUAPHONE-umbodió
Hljóðfærahús Reykiavlkur
Laugavegi 96 - Sími 13656
Gallerí Suðurgata 7:
Þrír erlendir
listamenn sýna á
tveim sýningum
GALLERÝ Suðurgata 7
opnar tvær sýningar sam-
tímis laugardaginn 18.
nóvember kl. 16.
A neðri hæð hússins sýnir
um: „núllinu", „I am glad
if...“ og „rigningu". Um
þessar mundir dvelst Tót í
Vestur-Berlín á starfsstyrk
sem borgaryfirvöld veita
Nýlistarmaðurinn Endré Tót.
Ungverjinn Endré Tót.
Heiti sýningar hans er:
„Regnspurningar", þ.e.
eyðublöð sem ýmsir aðilar,
innlendir og erlendir hafa
fyllt út. Endré Tót er
nýlistarmaður. Síðan um
1970 hefur hann helgað sig
þremur höfuðviðfangsefn-
listamönnum víðs vegar um
heim (DAAD). Það var þó
ekki fyrr en eftir talsvert
þref við yfirvöld í Ungverja-
landi að Tót fékk ferðaleyfi
til þessarar dvalar.
A efri hæð hússins sýnir
Planstudio Siepmann ljós-
myndir, teikningar og skjal-
festingar á gerningum