Morgunblaðið - 14.11.1978, Page 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 1978
Ólafur Jóhannesson, forsætisráóherra:
Hneykslun sam-
ráðnerra óþörf
Höfðu tillögur um menn í starf blaðafulltrúa
ÓLAFUR Jóhannesson, forsætisráðherra, kvaddi sér hljóðs utan dagskrár í Sameinuðu
þingi í gær og svaraði ýmsum athugasemdum varðandi ráðningu í starf blaðafulltrúa
ríkisins, sem fram vóru settar á Alþingi sl. þriðjudag — að honum fjarverandi. Féllu
þar orð, bæði til samráðherra og stuðningsmanna í þingmannaliði, vegna fyrri
athugasemda en forsætisráðherra taldi sig hafa farið að réttum lögum og reglum
varðandi þetta mál. Efnisatriði í máli ráðherra og þingmanna verða lauslega rakin hér
á eftir.
Löghelgað starf
Ólalur Jóhannesson. forsætis-
ráóherra. sagðist vilja nota þetta
tækifæri, fyrsta fund sinn í
Sameinuðu þingi eftir nokkrar
fjarvistir, til að svara framkom-
inni gagnrýni á sig vegna setning-
ar Magnúsar Torfa Ólafssonar í
sæti blaðafulltrúa ríkisstjórnar-
innar. Þessi gagnrýni byggðist á
þeim misskilningi, sagði forsætis-
ráðherra, að hér væri um nýja
stöðu að ræða. Svo er ekki sagði
hann Embætti blaðafulltrúa var
stofnað 13. maí 1944. Það var svo
fest í sessi með því að sá maður,
sem í það var ráðinn, var gerður að
deildarstjóra 1959. Síðan hefur
þetta starf verið löghelgað. Á því
var gerð sú breyting með reglu-
gerð um stjórnarráðið (nr.
96/1969), sem sett var skv. lögum
nr. 73/1969 um stjórnarráð
ísiands, að embætti blaðafulltrúa
ríkisstjórnarinnar skyldi heyra
undir forsætisráðuneytið. Á því
hefur engin breyting orðið síðan.
Þetta er því löghelgað embætti.
Breytir þar engu þó að það hafi
staðið autt nokkurn tíma, ekki
hafi verið sett eða skipað í
starfann um sinn. Hann er eftir
sem áður í lögum. Nefna má til
samanburðar að engum dettur í
hug að prestsembætti eða læknis-
embætti séu úr sögu, þó óveitt séu
um tíma. Það dettur engum lifandi
manni í hug, sagði forsætisráð-
herra, hvað þá alþingismanni, að
staða falli niður fyrir þær sakir.
Og þegar um er að ræða setningu
eða skipan í starf, sem fyrir er í
lögum, þekki ég engin dæmi þess
að það sé lagt fyrir ráðningar-
nefnd ríkisins. Eg þekki þess
heldur engin dæmi að gengið sé á
fundi fjárveitinganefndar og
spurt, hvort setja megi menn eða
skipa í lögboðnar stöður. Það má
kalia furðulegt, ef háttv. fjárveit-
inganefndarmenn þekkja ekki
þessa algildu starfshætti. Og allir
vita að fjárlög geta ekki breytt
öðrum lögum. Það kann að vera
lofsvert, að fjárveitinganefnd vill
skera niður lögboðin störf, en hún
getur það einfaldlega ekki, nema í
því formi að bera fram og fá
samþykkt frumvörp til breytinga á
viðkomandi lögum. Enginn myndi
fagna því meir en ég ef nefndin
tæki á sig rögg og hefði slíkt
frumkvæði.
Fjárveitinganefnd
og ráðherrar
Ég ber virðingu fyrir fjárveit-
inganefnd, sagði forsætisráðherra,
en hún er ekkert merkari en hver
önnur þingnefnd, þó einhverjir
Ólafur: Lög-
helgað starf og
ráðning regl-
um samkvæmt.
Sighvatur:
Laga-
heimild eitt -
fjárveiting
annað.
Eiður: Ónauð-
synlegur milli-
liður - óþörf
útgjöld.
Olafur Ragnar:
Loftfimleikar
forsætisráð-
herra.
Pálmi:
Heimild-
arrit stjórnar-
ráðsins.
Gunnlaugur:
Nánara sam-
starf ráðherra.
þingmenn kunni að ganga með þá
grillu. Það er ekki nokkur minsta
fjöður fyrir fjárveitinganefnd að
hanga í, til þess að móðgast út af
setningu í þetta starf. Ekki heldur
fyrir samráðherra mína til að
hneykslast á því, að ég skuli ekki
hafa kynnt þeim fyrirfram og
formlega á ríkisstjórnarfundi
þessa embættisathöfn. Hitt er
jafnrétt og satt að ég hefi ekki lagt
neina launung á það, að ég ætlaði
að fá mann í starf blaðafulltrúa.
Ég tel það nauðsynlegt. Háttvirt-
um meðráðherrum mínum var um
þetta kunnugt. A.m.k. bentu ýmsir
samráðherrar mínir mér á, af
góðum hug, ágæta menn, er til
greina kæmu í þennan starfa.
Forsætisráðherra sagðist vilja
leiðrétta missögn eins þingmanns
(Ól. R. Grímssonar) að hér væri
skipað í lífstíðarstarf. Las hann
bréf til Magnúsar Torfa og fjár-
málaráðuneytis, þar sem skýrt
kemur fram að MTÓ hafi „verið
settur til þess að vera blaðafull-
trúi ríkisstjórnarinnar" frá 1.
nóvember sl. að telja. Ég hafði
áður tryggt mér samþykki fjár-
málaráðherra fyrir greiðslu launa
til blaðafulltrúa til áramóta. Þá
hafði ég sótt um fjárveitingu til
hagsýslu og fjárlagadeildar fyrir
næsta ár, sem sjá má í framkomnu
fjárlagafrumvarpi. Ég teldi heppi-
legt að hér fengist nokkur reynslu-
tími, bæði fyrir viðkomandi starfs-
mann, hvort hann teldi starfið við
sitt hæfi, og eins hvort ríkis-
stjórnin væri ánægð með störf
hans. Hitt er svo annað mál að
áður en skipun í starfið á sér stað,
verður það auglýst, enda er það
forseti sem skipar í starf blaða-
fulltrúa.
Stuðningur SFV
og einstakra
þingmanna
Þá vék forsætisráðherra að
þeirri gagnrýni að MTÓ væri
formaður í stjórnmálaflokki, sem
ekki ætti aðild að ríkisstjórn (hér
mun átt við gagnrýni Ól. R. Gr.).
Þetta er aldamótasjónarmið, svo
ég hafi ekki stærri orð, sagði hann.
Það á ekki að skipta máli í dag,
hver pólitísk skoðun Starfsmanns
er, sem settur eða skipaður er í
embætti, heldur hitt, hvort hann
er hæfur til starfans. — Og svo má
nefna að viðkomandi stjórnmála-
samtök hafa lýst því yfir, að þau
styðji núverandi ríkisstjórn til
allra góða verka. Það er nú sams
konar stuðningsyfirlýsing og við
megum una frá nokkrum háttvirt-
um þingmönnum stjórnarliðsins.
Ýmis ágrein-
ingsatriði
Kjarni málsins er, sagði for-
sætisráðherra, að í einu og öllu
hefur verið farið rétt að málum,
hvað hina formlegu og lagalegu
hlið viðvíkur. Varðandi efnisatriði
væri spurningin þessi: er þörf á
ráðningu blaðafulltrúa — og er sá,
sem settur var hæfur til starfans?
Ég tel slíkan tengilið milli stjórn-
valda annars vegar og fjölmiðla og
almennings hinsvegar nauðsyn-
legan. Og enginn efast um hæfni
þess, er s'ettur var í starfann.
Minna má á að lengi var löggjöf
um stjórnarráðið í molum. Aðeins
Eiður
Guönason.
ÓlafurR.
Grfmsson.
Tómas
Árnason.
Pálmi
Jónsaon.
GunnlauKur
Stef&nsson.
fjögur ráðuneyti vóru stofnuð með
lögum. Hin með óformlegum hætti
með stjórnarráðstöfunum. Ég fer
ekkert að rekja nánar hvaða
ráðherrar og úr hvaða flokkum
stóðu hér að verki. En ég minni á
ágætt rit, Stjórnarráð íslands
(eftir Agnar Klemenz Jónsson)
sem er tilvalin bók fyrir nýja
þingmenn að kynna sér.
Ég trúi því ekki, sagði ráðherra,
að þrátt fyrir nokkra gagnrýni hér
á Alþingi, að fjölmiðlar taki, því
ekki fagnandi að fá slíkan mann,
sem hér um ræðir, og þeir geta nú
snúið sér til með upplýsingaöflun.
Ég vil líka minna á frv., sem flutt
var á síðasta þingi, og nú er
endurflutt, og ég hefi beitt mér
fyrir, sem tryggja á aðgang
almennings og fjölmiðla að
upplýsingum hjá stjórnvöldum. Ég
trúi því ekki að á því ári, 1978, sitji
í fjárveitinganefnd menn, sem
telja eftir fjárveitingu til að
annast upplýsingastreymi frá
stjórnvöldum út í þjóðfélagið;
menn, sem vilji hafa allt sem fyrr
— bak við lokaðar dyr — í
stjórnsýslunni. Það er a.m.k. ekki í
samræmi við stór orð um opna
umræðu og opin tjöld.
Það er mín skoðun að fáir falli
betur í starf blaðafulltrúa en
Magnús Torfi Ólafsson. Enginn
hefur og gagnrýnt hann sérstak-
lega varðandi þessa ráðningu.
Að lokum áréttaði forsætisráð-
herra að hann hefði í einu og öllu
farið að réttum lögum í þessu efni.
Pólitik eigi ekki að ráða vali
manna til starfa. I fjórum ráðu-
neytum, sem hann hafi haft með
að gera um dagana, hafi menn með
andstæðar stjórnmálaskoðanir
honum aldrei brugðist trúnaði
þeim sýndum. Pólitík er góð, sagði
ráðherra, en henni verður að halda
innan vissra marka.
Lagaheimild
eitt — f járveit-
ing annað
Sighvatur Björgvinsson (A)
taldi ekki við hæfi, að starfi
blaðafulltrúa ríkisstjórnar væri
líkt við prestsembætti. Ríkis-
stjórnin hafi ekki verið að ráða sér
sálusorgara. Mergurinn málsins
væri, hvort forsætisráðherra hafi
staðið að þessari ráðningu í
samræmi við réttar reglur og
aðhaldsviðleitni í stjórnkerfinu.
Alþingi hafi sett margs konar lög,
sem feli í sér fjölda nýrra starfa.
Það úi og grúi af slíkum heimild-
um í grunnskólalögum svo dæmi
sé nefnt. í þessi störf eigi hins
vegar ekki að ráða fyrr en
fjárveiting sé fyrir hendi. Tvær
leiðir séu fyrir hendi til nýrrar
ráðningar ríkisstarfsmanns: 1)
Fjárveiting til starfsins í gildandi
fjárlögum. 2) Heimild í lögum að
viðbættri samþykkt ráðningar-
nefndar ríkisins. Hvorugt hafi
verið fyrir hendi í þessu tilfelli.
Ráðningarnefnd ríkisins og fjár-
veitinganefnd virka sem nokkurs
konar hemill á útþenslu ríkis-
kerfisins. Hemill á það að ráðning-
ar fram hjá fjárveitingu eigi sér
stað. Þessir aðilar hafa fyrirskipað
fjölmörgum forstöðumönnum
ríkisstofnana að segja upp starfs-
fólki, sem lagaheimild er til að
ráða, ef sú heimild hefur ekki verið
staðfest með fjárveitingu í fjárlög-
um. Það gengur þvert á þessa
aðhaldsviðleitni þegar sjálfur for-
sætisráðherrann, húsbóndinn á
heimilinu, gengur fram fyrir
skjöldu um að þverbrjóta þessar
ráðningarreglur, þetta nauðsyn-
lega aðhald. Þess vegna var
nauðsynlegt að gera athugasemd
við meðferð málsins.
Ég spurði formann fjárveit-
ingarnefndar um stöðu þessa máls.
Hann taldi mál þetta ekki afgreitt
í fjárveitinganefnd, sem enn fjall-
ar um fjárveitingatillögu til þessa
embættis í framlögðu fjárlaga-
frumvarpi. Hann hafði rætt þetta
mál við fjármálaráðherra og
komið á framfæri við hann
athugasemdum.
Stjórnvaldsaðgerðir grundvall-
ast á valdi, sem Alþingi hefur.
Þess vegna þarf að hafa náið
samráð við þetta vald þegar
ráðherrar ákvarða í prinsippmál-
um. Það á heldur ekki við að
samráðherrar heyri fyrst í frétt-
um um slíkar ákvarðanir forsætis-
ráðherra, eins og yfirlýsing
tveggja ráðherra liggur fyrir um
(Ragnar Arnalds og Kjartan
Jóhannsson). Við stuðningsmenn
ríkisstjórnar í fjárveitinganefnd,
sem þar reynum að beita aðhaldi í
ríkisfjármálum, andæfum aðgerð-
um, sem brjóta í bág við þá
viðleitni. I þessu máli skiptir ekki
máli, hver var ráðinn, né til hve
hárra útgjalda var stofnað (tveir
menn í föstu starfi), ef brotnar eru
aðhaldsreglur, sem nauðsyn er að
halda í heiðri, ekki sízt við
ríkjandi aðstæður í ríkisfjármál-
um. -
Óþarft embætti
— ónauðsynleg-
ur milliliður
Eiður Guðnason (A) sagði um-
ræðu um þetta mál hafa farið að
mestu fram hjá kjarna þess: hvort
umrætt embætti væri nauðsynlegt
eða ekki. Þegar þörf er sparnaðar
og ítrasta aðhalds í ríkisfjármál-
um á ekki að stofna til embættis
sem tvímælis orkar, hvort þörf er
fyrir. í því sambandi er vert að
hyggja að því að ekki þótti
nauðsynlegt að blaðafulltrúi ríkis-
stjórnar starfaði á sl. kjörtímabili,
að minnsta kosti var þá enginn
slíkur starfandi. Ég er þeirrar
skoðunar, sagði Eiður Guðnason,
og byggi þar m.a. á 16 ára reynslu
sem fréttamaður, að blaðafulltrúi
af þessu tagi sé oftast nær
ónauðsynlegur milliliður. Hann
kann að eiga rétt á sér við
sérstakar aðstæður, eins og vóru á
tímum þorskastríða. Á venjuleg-
um tímum ætti að vera hægt að