Morgunblaðið - 14.11.1978, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 14.11.1978, Qupperneq 42
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 1978 Urslitin í t. deild eins og spáð var Grindavík — KFI 100—60 (50-31) GRINDVÍKINGAR áttu ekki í miklum vandræðum með Isfirð- inga er liðin léku í fyrstu deild körfuknattleiksins í íþróttahúsi Seltjarnarness á laugardaginn. Grindvíkingar náðu strax öruggri forystu, sem þeir svo smá juku út allan leikinn. í hálfleik var 19 að stig L ^ Isfirðingar höfðu ekkert svar í seinni hálfleiknum og urð V sætta sig við 40 stiga ta Grindvíkingar skoruðu 100 S* gegn 60 stigum ísfirðinga. Bestir Grindvíkinga voru þeir Mark Holmes, sem skoraði 32 stig og hirti fjölda frákasta og Eyjólf- ur Guðlaugsson, sem skoraði 18 stig. ^ Þá var einnig góður Olafur Jóhannesson, sem lék í fyrra með iiði Fram, en Ólafur skoraði 10 stig. Lið Isfirðinga var ekki til stórræðanna á laugardaginn, en langbestur þeirra var Guðmundur Jóhannsson, sem skoraði 25 stig. KFÍ - Fram 50-113 (21—64) ísfirðingar sóttu ekki heldur gull í greipar Frömurum frekar en Grindvíkingum daginn áður, en Framarar, sem pressuðu gestina stíft allan leikinn, komust strax í 11—2. Síðan mátti sjá á stigatöfl- unni 43—11, en í hálfleik var staðan 64—21. Sama einstefnan var í seinni hálfleik. Um miðjan seinni hálfleik var staðan 91—29, síðustu mínúturnar réttu Isfirð- ingar aðeins úr kútnum, en lokastaðan var 113—50. Flest stig Framara skoraði John Johnson 52, sem vissulega er met í hinnu nýju 1. deild. Þá skoraði Símon Ólafsson 26 stig. Flest stig ísfirðinga skoruðu Óli Ingimarsson 9 og Örnólfur Odds- son og Guðmundur Jóhannsson 8. Ármann — ÍV 106—67 (56-26) Vestmannaeyingar léku sinn fyrsta leik í 1. deild gegn Armenn- ingum á sunnudaginn í íþróttahúsi Hagaskólans. Var þar sem um aðrar viðureignir heigarinnar ójafn leikur. Ármenningar nánast kafsigldu eyjamenn og var 30 stiga munur í hálfleik 56—26. í seinni- hálfleik var ekki um jafn mikia einstefnu að ræða og þar unnu Ármenningar hann aðeins með 10 stiga mun, en lokatölur urðu 106-67. | I r Staðan Staðan í 1. deild er nú pesaí: Tindastóll Fram Ármann UMFG Snæfell ÍBV KFÍ Stighæstir Bestur Ármenninga var Stew Johnson, sem skoraði 28 stig og nýtti skot sín mjög vel. Þá var Atli Arason góður, en hann skoraði 22 stig. Þá átti Jón Björgvinsson, sem nú lék sinn 250. leik fyrir Ármann góðan leik og skoraði 18 stig, en sama stigafjölda skoraði hinn efnilegi Jón Steingrímsson. Vestmannaeyingar eru skammt á veg komnir í íþróttinni, en vonandi stendur það allt til bóta. Bestur þeirra í leiknum var Bandaríkjamaðurinn James Brooks, sem skoraði 21 stig. Næstur honum kom Haraldur Hlöðversson með 16 stig. gíg- Hart harist í leik Þróttar og UMSE í Hagaskólanum. Ljósm. Mbl.i — gg. Sigur hjá Þrótti og ÍS 3 LEIKIR fóru fram í 1. deild karla í blaki um helgina. Fyrsta leik átti Þróttur við Mími og töpuðu Þróttarar óvænt fyrstu hrinunni 14—16. Því svöruðu þeir harkalega með því að vinna næstu 3 hrinurnar og tryggja sér þannig sigur. Fyrst vann Þróttur 15—1, síðan 15—3 og loks 15—13. Á laugardaginn léku síðan ÍS og Mímir og vann ÍS þar öruggan sigur, hrinurnar end- uðu 15-12, 15-6 og 15-6. Leikurinn var annars frekar leiðinlegur og bar keim af því að stúdentar litu á hann sem fyrirfram unninn. Hjá Mími bar mest á Gylfa Þorkelssyni, en Indriði Arnórsson var einna sprækastur stúdenta. Loks léku Þróttarar gegn UMSE og var sú viðureign jafnari hcldur cn 3—0 sigur Þróttar gefur til kynna. Þrótt- ur vann þó örugglega fyrstu hrinuna 15—5. Síðan vann Þróttur 15—9 eftir jafnræði framan af. Þriðja hrinan var síðan gifurlega jöfn og UMSE hafði yfir 14—13 rétt undir lokin, en góður lokasprettur tryggði Þrótti sigurinn, 16—14. Það sem mestu réð um spennu síðustu hrinunnar, var góð hávörn norðanmannanna, sóknin var heldur lakari. Guð- mundur Pálsson og Valdemar Jónasson voru bestir Þróttara, en Sigurður Harðarson stóð sig vel í vörninni hjá UMSE. — Kg. Þór fékk sín fyrstu stig ÞAÐ LEIÐ stuna frá áhorfendum í íþróttaskemmunni á Akureyri á laugardag þegar Birgi Rafnssyni mistókst í fyrstu tilraun að skora úr víti gegn IS, stuna vegna þess að aðeins fjórar sekúndur voru til leiksloka og ÍS hafði eins stigs forystu, 72 stig gegn 71. í annarri tilraun fataðist Birgi hvergi og framlenging var í það minnsta tryggð. Þögnin var alger þegar Birgir reyndi þriðja sinni og eftir svolítinn dans á barminum fór boltinn í gegn um körfuna og fögnuður áhorfenda og Þórsara var mikill, því fyrstu stigin í úrvalsdeildinni voru tryggð. 3 1 226:243 6 2 0 227:130 4 2 0 196:125 4 2 1 272:256 4 0 0 0:0 0 0 2 109:156 0 0 4 215:331 0 stig leikir meðal- einkunn 17 5 3,4 15 5 3,0 Þorvarðarson Jón Sigurðsson KR Þórir Magnússon Val Gunnar UMFN 14 5 2,8 Kolbeinn Kristinsson ÍR 14 5 2,8 Kristinn Jörundsson ÍR 14 5 2,8 Kristján Ágústsson Val 13 5 2,6 Þorsteinn Bjarnason UMFN13 5 2,6 Einar Bollason KR 12 5 2,4 Geir Þorsteinsson UMFN 12 5 2,4 Jón Jörundsson ÍR 12 5 2,4 Leikur Þórsara og stúdenta var annars leikur mikilla sviptinga. I upphafi var jafnræði með liðunum og raunar allt þar til um fimm mín. voru til ioka fyrri hálfleiks. Þá small allt í baklás hjá Þórsur- um, á meðan hvert skot stúdenta á fætur öðru rataði í körfu Þórsara og stúdentarnir höfðu 16 stiga forskot í leikhléi, 46 stig gegn 30. Þegar í upphafi síðari hálfleiks. tóku Þórsarar að minnka muninn, þannig var munurinn kominn niður í þrjú stig eftir þrettán mínútna leik, og Þórsarar komnir stigi yfir 65 gegn 64, þegar fimm mín. liðu af leik. Síðustu mínúturnar voru síðan æsispenn- andi, liðin skiptust á um að skora og síðustu sekúndunum er lýst hér að framan. Stúdentarnir léku þennan Ieik vel á köflum, einkum þó síðari hluta fyrri hálfleiks. í síðari hálfleiknum tóku stúdentarnir of mikla áhættu í innáskiptingum. Tóku t.d. Bjarna Gunnar út af, en Bjarni hafði reynst Þórsurum erfiður viðureignar. Inn á komu þá minni spámenn, sem ekki tókst að halda í horfinu og því fór sem fór. Að þessu sinni voru Ingi Stefáns- son og Steinn Sveinsson bestu menn stúdenta og Bjarni átti einnig ágætan leik. Að sjálfsögðu er skarð fyrir skildi þar sem Dirk Dunbar vantaði í lið stúdenta og má víst telja að hefðu orðið á annan hefði notið við. úrslit leiksins veg ef hans Staðan í úrvalsdeild I u t KR 5 4 1 ÍR 5 3 2 UMFN 532 Valur 5 3 2 ÍS 5 14 Þór 5 14 Stigahæstu menn: Paul Stewart IR John Hudson KR Dirk Dunbar ÍS Ted Bee UMFN Þórir Magnús. Val Mark Christens Þór 123 Jón Indriðas. Þór Jón Sigurós. KR Kristján Ág. Val Kristinn Jör. ÍR Kolb. Kristins. ÍR Tim Dwyer Val stiga- tala 455:387 459:427 481:481 439:459 429:446 398:461 stig 8 6 6 6 2 2 skor í leik aö meðal- tali 91,0:77,4 91,8:85,4 96,2:96,2 87,8:91,8 85,8:89,2 79,6:92,2 • Þórir Magnússon hefur skorað fleat stig af íslenzku leikmönnun- um. Þórsarar kræktu sér í sin fyrstu stig í deildinni með þessum sigri sínum yfir stúdentum. Hætt er við að Þórsarar komi til með að eiga í erfiðri baráttu til að haida sæti sínu í deildinni, og til að svo megi verða þarf leikur liðsins að batna til muna. Hitt er svo aftur ljóst að Þórsarar hafa spilað mjög fáa leiki í haust og samæfingin því ekki upp á það besta, en liðinu virðist fara fram með hverjum leik. Sem fyrr skaraði Mark Christensen fram úr af Þórsurum. Samt sem áður viröist Mark ekki enn í eins góðu formi og í fyrra en virðist finna sig betur með hverj- um leiknum sem líður. Sömu sögu gegnir með Eirík Sigurðsson. Leikurinn á laugardaginn var besti leikur Eiríks í vetur, einkum þó í vörninni. Jón Indriðason er eiginlega sérkapítuli út af fyrir sig. I fyrri hálfleiknum skaut Jón líkast til einum fimmtán skotum, en skoraði ekki stig. í þeim síðari fann Jón síðan fjölina um tíma og skoraði þá 14 stig, á stuttum tíma. Birgir Rafnsson átti ágætan leik auk þeirra Mark og Eiríks. Birgir er leikmaður sem á án efa eftir að taka miklum framförum. Stig Þórs: Mark 24, Birgir 15, Eiríkur 14, Jón 14, Þröstur 4, Karl 2. Stig ÍS: Steinn 18, Ingi 17, Bjarni Gunnar 14, Jón Héðinsson 11, Jón Oddsson 10, Albert Guðmundsson 2. Hörður Tuliníus og Sigurður Valur Halldórsson dæmdu leikinn ágætlega. —Sigb. G.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.