Morgunblaðið - 14.11.1978, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 14.11.1978, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 1978 25 em í hans valdi stendur til að reyna að stöðva Viggó Sigurðsson í leik Viggó átti stórgóðan leik og skoraði sjö mörk. Ljósm. Kristján. ir búnir að lestinni? ; með 20 mörkum gegn 17, og eru r eítir að hafa tapað sex stigum í ag misnotuðu Haukar alls fimm ðari hálfleiksins. Er þetta annar ?ga kostaði þetta sigur þeirra í Víkingar sigia fram úr og komast í 20-16, og síðasta mark Hauka skorar Stefán Jónsson úr vítakasti. Lið Víkings kom vel frá þessum leik. Leikreynslan er þung á metunum og á úrslitastundum tókst að nýta vítaköst og spila af skynsemi og það reið baggamunin- um. Viggó Sigurðsson var besti maður liðsins að þessu sinni. Kristján varði vel þegar mest á reið, en var svo frekar slakur í leiknum. Páll Björgvinsson fiskaði mörg vítaköst og hélt spilinu vel gangandi en skoraði lítið sjálfur. Útkoma Haukaliðsins er ekki til að hrópa húrra fyrir, einn sigur í fjórum leikjum. Það var undarlegt að Þorgeir þjálfari skyldi ekki breyta til með menn til þess að taka vítaköstin. Þeim nöfnum Herði Sigmarssyni og Harðarsyni hefur gengið illa í þeim í síðustu leikjum og þegar þeim tókst ekki að skora núna í sínum fyrstu tiiraunum hefði Þorgeir átt að breyta til. Haukaliðið var nokkuð jafnt í þessum leik, Gunnlaugur mark- vörður stóð sig vel í fyrri hálf- leiknum en varði mun verr í þeim síðari. Hörður Harðarson átti góðan leik í sókninni og skoraði gullfalleg mörk flest langt utan af velli, sannkölluð þrumuskot. Þá voru þeir Stefán Jónsson og Andrés Kristjánsson frískir. í STUTTU MÁLIi fslandsmótið 1. deild. fþróttahAsið Hafnar firði 12. nóv, Haukar—Víkinifur 17—20 (10-10). MÖRK HAUKAi Hörður Harðarson 5 (1 v.). Stefán Jónsson 4 (1 v.), Andrés Kristjánsson 3, Árni Sverrisson 1. Si)tur({eir Marteinsson 1. Þórir Gíslason 1. MÖRK VÍKINGS. \iggó Sigurðsson 7, Ólafur Einarsson 4 (3 v.). Árni Indriðasón 3 v. Ólafur Jónsson 2, Páll BjörKvinsson 2. SÍKurður Gunnarsson 1, Erlendur Her- mannsson 1. MISHEPPNUÐ VfTAKÖST. Hörður Sig- marsson Haukum skaut f þverslá á 3. mín ok lét verja hjá sér á 53. mín. Hörður Ilarðarson skaut framhjá á 50. mín. og lét verja hjá sér á 57. mín. Andrés Kristjánsson Ilaukum lét verja hjá sér á 39. mín. Gunnlaugur varði hjá Páli Björgvinssyni Víkingi á 3. mín. BROTTVÍSANIR AF VELLI. Ingimar llaraldsson Haukum f 2. mfn. Magnús Gudfinnsson ok Erlendur Hermannsson Víkinxi í 2 mín. hvor. DÓMARAR. Gunnar Kjartansson og óli Olsen ok dæmdu þeir leikinn nokkuð vel, rétt einstöku atvik var umdeiianlegt en í heildina var dómjíæslan góð. I>r. 2. deild karia Eyja-Þór lagði nafna sinn að velli ÞÓRSARAR í Vestmannaeyjum halda áfram sigurgöngu sinni í 2. deild í handknattleik og á laugardaginn lögðu þeir að velli nafna sína Þór frá Akureyri. Leikið var í Eyjum og Eyja Þór sigraði 22«19. Hefur frammistaða Eyjamanna vakið mikla athygli, sjö stig af átta mögulegum en liðið lék sem kunnugt er í 3. deild í fyrravetur. Eftir þessa viðureign nafnanna má ljóst vera að bæði liðin verða með í toppbaráttunni í vetur. Fyrri hálfleikurinn var mjög jafn og ágætlega leikinn af báðum liðum. Eyjamenn voru þó oftast með 2—3 mörk yfir en er nálgaðist leikhlé náðu norðanmenn að jafna leikinn. Á síðustu sekúndu hálf- leiksins skoraði Andrés Bridde fyrir Eyjamenn og staðan í hálfleik var 12:11 fyrir heima- menn. Seinni hálfleikurinn var til muna slakari og bar þá mikið á mistökum, jafnvel hreinum vit- leysum hjá liðunum. Var svo að sjá sem þau væru bæði að fara á taugum enda leikurinn jafn og mikið í húfi. Þegar 10 mínútur voru til leiksloka var staðan jöfn 17:17 en þá skildi með þeim nöfnum. Heimamenn náðu að síga framúr og unnu sem fyrr segir 22:19. Á þessum kafla geta Eyja- menn fyrst og fremst þakkað markverði sínum Sigmari Þresti Oskarssyni fyrir sigurinn. Hver mistökin ráku önnur hjá báðum liðum, í sóknarleiknum þessar síðustu mínútur leiksins og dóm- ararnir smituðust af þessum hamagangi. Voru norðanmenn heldur þungorðir í garð þeirra bræðra, Bjarna og Gunnrs Gunn- arssona að leikslokum. Langbezti maður Eyja-Þórs og jafnframt vallarins var Hannes Leifsson, sem skoraði 12 mörk á hinn margvíslegasta hátt. Þá átti Sigmar Þröstur ágætan leik í markinu. Hjá norðanmönnum bar mest á Arnari Guðlaugssyni með- an hann hafði úthald í slaginn. Þá áttu þeir ágæta kafla fyrst Sigurð- ur Sigurðsson og síðan Sigtryggur Guðlaugsson. Sem fyrr segir eiga bæði þessi lið möguleika á því að taka þátt í baráttunni um toppsætin í deild- inni og þá trúlega ásamt Ármanni, KR, KA og hugsanlega Þrótti. Bæði Þórsliðin hafa til þess alla burði, þó svo að í þessum leik brygði til beggja átta í leik liðanna. Fyrri hálfleikurinn var ágætur en sá síðari afspyrnulakur. En eflaust á eftir að reyna að þolrifin hjá þeim nöfnunum þegar líða tekur á veturinn og baráttan harðnar enn. Mörk Þórs VM: Hannes Leifsson 12 (4 v), Andrés Bridde 3, Herbert Þorleifsson 3 (2v), Ragnar Hilm- arsson 2, Þórarinn Ingi Olafsson 1, Böðvar Bergþórsson 1 mark. Mörk Þórs AK: Sigurður Sig- urðsson 7 (2 v)„ Gunnar Gunnars- son 4, Sigtryggur Guðlaugsson 4, Arnar Guðlaugsson 2, Jón Sigurðs- - hkj. Góður sigur Þróttar EFTIR slaka byrjun í 2. deildinni náðu Þróttarar sér á strik er þeir mættu Ármanni I Laugardalshöll- inni á sunnudagskvöldið. Þróttur lék sinn bezta leik í vetur og vann Ármann verðskuldað 26i20 í mjög fjörugum og skemmtilegum leik. Konráð Jónsson sú mikla skytta hrelldi Ármenningana mjög. Skoraði hann 12 mörk í leiknum og þar af aðeins 1 úr vítakasti. Reyndu Ármanningar ýmis ráð til þess að stöðva Konráð en hann varð ekki haminn. Leikurinn var lengst af alveg hnífjafn. Liðin skiptust á um forystuna og aldrei munaði nema einu marki. Þróttur hafði þannig til að mynda eitt mark yfir í hálfleik 13:12. í upphafi seinni hálfleiks voru Þróttarar ákveðnari og brátt náðu þeir þriggja marka forystu, sem þeir héldu út leikinn nema hvað þeir juku forystuna í sex mörk undir lok leiksins. Lokatölurnar urðu 26:20. I þessum leik börðust bæði liðin af mikilli hörku bæði i vörn og sókn og þótti manni nóg um á stundum. Þrátt fyrir þennan mikla markafjölda stóðu báðir mark- mennirnir sig vel. Sóknarlotur voru yfirleitt stutt- ar hjá liðunum og því voru sóknirnar óvenju margar í þessum skemmtilega leik. Manni sýnist að bæði þessi lið hafi alla burði til þess að verða í toppitaráttunni í 2. deild í vetur. Hjá Þrótti var Konráð í sérflokki og Sigurður Ragnarsson mark- vörður var einnig mjög góður en í heild var liðið gott. Hjá Ármanni skoraði Björn Jóhannesson mest að vanda en í þessum leik átti fyrirliðinn Pétur Ingólfsson einna beztan leik ásamt Ragnari Gunnarssyni markverði. Mörk Þróttar: Konráð Jónsson 12 (1 v), Jóhann Frímannsson 4, Ari Einarssón 3, Halldór Harðar- son 2, Sveinlaugur Kristjánsson 2, Páll Olafsson 2, Einar Sveinsson 1 mark. Mörk Ármanns: Björn Jóhannesson 9 (6 v), Friðrik Jóhannesson 4, Pétur Ingólfsson 4, Einar Þórhallsson 2, Oskar Ás- mundsson 1 mark. - SS. Of auðvelt hjá KR ÞAÐ ER auðvell að vera stuttorður um leik KR og Leiknis í Laugardais- höllinni á laugardaginn, leikurinn verðskuldar það varla að verið sé að eyða í hann orðum og rými. KR vann algeran yfirburðasigur, 30—19, 15—8 í hálfleik, Undir lokin var markmiðið eitt að skora 30 mörk og er þetta í annað skiptið í 3 leikjum, sem Leiknir faer á sig slíkt markaflóö. Liðið er afar slakt og í fljótu bragði trúir maður því ekki fyrr en maður verði vitni að, að liðið eigi eftir að fá svo mikið sem eitt stig í vetur, þ.e.a.s. eins og liðið leikur nú. Um gang leiksins er þaö aö segja, að jafnt var upp í 5—5, en þá kvöddu KR-ingar og jafnræöi var úr sögunni. Eina ályktunin sem hægt er aö draga af leiknum, er sú, að Leiknir mun berjast gegn falli í vetur, KR verður ekki dæmt af leiknum, til þess var mótherjinn of slakur. MÖRK KR: Símon 9 (4 víti), Björn Pétursson 6 (5 víti), Ingi Steinn 4, Haukur og Jóhannes 3 hvor, Ólafur og Siguröur Páll 2 hvor. MÖRK LEIKNIS: Guðmundur Krist- insson 9, Hafliði Kristinsson 6 og Knútur Kristinsson 4 mörk. —99- Ólafur Lárusson skorar hér yfir vörn Leíkuis. Ljósm. Kristján. í

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.