Morgunblaðið - 14.11.1978, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 14.11.1978, Blaðsíða 48
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 1978 MANCHESTER-LIÐIN, United og City, guldu mikið afhroð um helgina einkum United, sem lék á útivelli gegn Birmingham sem ekki hafði unnið einn einasta leik á keppnistímahilinu. Það sem gerði tap MU enn háðuglegra, var að liðið náði meira að segja forystunni gegn Birmingham snemma í leiknum. Birmingham svaraði síðan með 5 mörkum og þau hefðu getað orðið fleiri. Tap Man. City var ekki eins stórt en engu að síður afar slæmt, á heimavelli gegn Derby, liði sem ekki hefur verið í fremstu röð í haust. Fjögur efstu liðin, Liverpool, Everton, Nottingham Forest og West Bromwich unnu öll leiki sína og breyttist því staðan ekkert á toppinum. í botnbaráttunni ber helst til tíðinda f jórða 4 marka tap Úlfanna í röð. Þeirra virðist ekkert annað bíða en 2. deildin. Ilamskiptingar BirminKham. Það virtist ekki stefna í annað en enn eitt niðurlægjandi tap hjá Birmingham, þegar Joe Jordan náði forystunni fyrir MU þegar á 13. mínútu leiksins. Og MU hafði yfirburði framan af leiknum. En á 22. mínútu jafnaði Kevin Dillon óvænt fyrir Birmingham með glæsilegu þrumuskoti. Leikur MU hrundi við þetta óvænta mótlæti og þegar vel fór að ganga, tók Argentínumaðurinn Tarantini að sýna hvað í honum býr. Var hann besti leikmaður Birmingham. Heimaliðið bætti 2 mörkum við fyrir hálfleik og skoraði Mick Buckley þau bæði. I síðari hálfleik voru yfirburðir Birmingham al- gerir og þá bættu þeir Don Givens og Jim Calderwood mörkum við. City sótti — Derby skoraði Miðið við gang leiksins, voru úrslitin einkennileg. MC sótti án afláts frá upphafi til enda leiksins, en uppskar aðeins 1 mark og það úr víti. Derby átti hins vegar heilar 4 sóknarlotur sem heitið gátu því nafni og með 50% nýtingu hirti liðið bæði stigin. John Dundan skoraði fyrra mark Derby eftir fyrirgjöf Gordon Hill. Gerry Daly skoraði síðan fyrir leikhléið úr víti. Eina mark MC skoraði Gary Owen úr vítaspyrnu snemma í síðari hálfleik. Maðurinn á bak við sigur Derby var hiklaust markvörðurinn John Middleton, sem varði hvað eftir annað eins og berserkur. Hefði markvarslan vart orðið betri þó að leikmenn Derby hefðu múrað upp í markið. Öruggt hjá Liverpool. Rangers náðu forystunni gegn Liverpool á 29. mínútu, með marki Peter Eastoe, en Liverpool svaraði með mörkum frá Sveve Heighway og Ray Kennedy fyrir leikhlé. Framan af sótti lið Rangers án afláts og kom þá oft til kasta Ray Clemmenee í marki Rauða hersins. Gestirnir stóðu hins vegar af sér stórviðrið og rétt undir lokin skoraði Dave Johnson þriðja markið. Sigur Liverpool var örugg- ur, en heldur stór miðað við gang leiksins. óheppnin elti Chelsea. Chelsea náði tvívegis forystunni gegn Everton og í síðara sinnið hélt liðið henni allt þar til skammt var til leiksloka, en þá skoraði Martin Dobson tvívegis eftir fyrirgjafir Dave Thomas. Duncan McKenzie náði forystunni fvrir Chelsea snemma í leiknum, en Andy King jafnaði. Sú dýrð stóð eigi lengi, því að Tom Langley náði fljótlega forystunni á ný. Mörk Dobsons komu á 71. og 80. mínútu leiksins. 5. heimatap Ipswich Ipswich tapaði einum heima- leiknum enn, er WBA kom í heimsókn. I slökum leik var lið gestanna skömminni skárra og vann verðskuldað með marki Ally Brown á 22. mínútu. Skoraði kappinn eftir góða fyrirgjöf Len Cantello. Ilálfgert varalið Forest vann léttilega Lið Forest var án margra fastamanna gegn Tottenham á White Hart Lane og hugðu því margir að stóra stundin væri runnin upp, þegar Forest myndi loks tapa deildarleik. En allt kom fyrir ekki, Arcie Gemmell var settur til höfuðs Ardiles hjá Tottenham og þannig var beittasta vígtönn Tottenham dregin úr. Tottenham sótti þó til muna meira i fyrri hálfleik, án þess þó að leikmönnum liðsins tækist að finna leiðina í netið. A 62. mínútu tókst hins vegar Viv Anderson að skora fyrir Forest, eftir góða fyrirgjöf frá hinum 17 ára gamla Gary Mills. Nokkrum mínútum síðar skoraði John Robertson og var staðan þá orðin 2-0. John Pratt minnkaði muninn, en Gary Birtles innsiglaði sigurinn skömmu fyrir leikslok. Aðrir leikir Arsenal skaust í hóp efstu liðanna með frekar óvæntum útisigri í Leeds. Ungur nýliði að nafni Steve Gatting skoraði sigur- markið á 20. mínútu, með góðu skoti af 15 metra færi. Leeds sótti mun meira í leiknum og á lokamínútu leiksins skoraði Ray Hankin að því er virtist gott mark, en dómarinn dæmdi það snarlega af vegna rangstöðu. Hófust þá heiftarleg áflog meðal áhorfenda, sem lauk með því að margir hlutu sár og ýmsir voru færðir til yfirheyrslu. Ulfarnir hafa nú fengið á sig 12 mörk í 3 síðustu leikjum sínum og eru það litlir meistarataktar. Það er mikill fallstimpill á liðinu, það lék oft og tíðum ágætlega gegn Villa, en mörkin vildu ekki koma og nokkur slæm mistök í vörninni ollu stórtapi. Steve Daley, einn af máttarstólpum liðsins, lék ekki mað að þessu sinni vegna rifrildis við stjórn liðsins í kjölfarið á brottrekstri Sammy Chung í síð- ustu viku. Úlfarnir töldu sig hafa ráð á að dæma Daley i bann. 2 mörk á 2 mínútum rétt fyrir hlé, rotaði Úlfana, Gary Shelton og Ken McNaught skoruðu. í síðari hálfleik sóttu heimamenn án afláts, en linuðust undir lokin og þá bættu þeir John Deehan og Dennis Mortimer mörkum við. 1. DEILD 2. DEILD Liverpool 14 11 2 1 39 7 24 Stoke 14 8 4 2 19 12 20 Evcrton 14 8 6 0 18 8 22 Crystal Palace 14 7 5 2 23 11 19 West Bromwich 14 8 4 2 29 13 20 Fuitiam 13 8 2 4 20 13 18 Nottingham Forcst 14 6 8 0 18 9 20 West Ham 14 7 3 4 27 15 17 Arsenai 14 7 4 3 24 14 18 Charlton 14 6 4 4 23 15 16 Coventry 14 6 5 3 19 19 17 Brighton 14 7 2 5 23 19 16 Manchester City 14 5 6 3 23 17 16 Bristol Rovers 14 7 2 5 22 20 16 Manchcster lltd. 14 5 6 3 21 24 16 Burnley 14 6 4 4 21 20 16 Aston Villa 14 5 5 4 19 13 15 Sundcrland 14 6 4 4 18 18 16 Bristol City 14 6 3 5 19 17 15 Ncwcastle 14 6 4 4 14 14 16 Tottenham 14 5 5 4 17 25 15 Notts County 14 6 3 5 18 25 15 Norwich 14 3 7 4 27 27 13 Cambridge 14 4 6 4 14 12 14 Derby 14 5 3 6 18 27 13 Wrexham 14 4 6 4 13 11 14 Leeds 14 4 4 6 23 20 12 Luton 14 5 3 6 29 17 13 Middlcsbrough 14 4 3 7 18 19 11 Leicester 14 4 5 5 12 13 13 Southampton 14 2 7 5 16 21 11 Oldham 14 5 3 6 19 22 13 QPR 14 3 5 6 11 17 11 Shefficid Utd. 14 4 4 6 19 20 12 Ipswich 14 4 2 8 14 20 10 Orient 14 4 3 7 15 18 11 Bolton 14 3 4 7 19 30 10 Blackburn 14 3 4 7 14 24 10 Chelsea 14 2 4 8 17 29 8 Cardiff 14 4 2 8 18 33 10 Wolverhampton 14 3 0 11 11 30 6 Preston 14 2 4 8 20 31 • 8 Birraíngham 14 1 3 10 12 26 5 Millwall 14 1 3 10 9 27 5 • Ilcr cr svipmvnd úr ítölsku knattspyrnunni. Alberto Bigon framvörður Milan sést hér skora eitt af fjórum mörkum liðs síns gegn Fiorentina á dögunum. án þess að markvörðurinn Galli og varnarmennirnir Calbiati og Orlandini fái rönd við reist. Gary Thompson, 19 ára blökku- maður hjá Coventry, skoraði sigurmark liðsins gegn Middlesbrough, þegar aðeins 1 mínúta var til leiksloka. Coventry var sterkari aðilinn í leiknum, en gekk illa að nýta tækifærin. Ian Wallace skoraði fyrra mark Coventry á 18. mínútu leiksins, en Micky Burns tókst að jafna fyrir Boro á 78. mínútu. Bristol City lék sinn besta leik á haustinu gegn Bolton. Joe Royle skoraði sitt fyrsta mark á vetrin- um og lét ekki þar við sitja, heldur skoraði strax annað snemma í síðari hálfleik. Mick Walsh hafði náð forystunni fyrir Bolton snemma í fyrri hálfleik, en Tom Ritchie hafði jafnað á síðustu mínútu hálfleiksins. Fjórða mark Bristol skoraði hinn markheppni varnarmaður liðsins Dave Rodgers. Southhampton náði tvívegis forystunni gegn Norwich, en tókst ekki að knýja fram sigur, því að leikmenn Norwich jöfnuðu jafn- harðan. Nick Holmes og Chris Nicholl skoruðu mörk heimaliðs- ins, en Jim Neighbour og Tony Powell skoruðu fyrir Norwich. Kom mark Powells á frekar leiðinlegum tíma frá sjónarhóli Southhampton, eða 4 mínútum fyrir leikslok. Úrslit. markaskorarar og áhorfendafjöldi f 2. deiidi Brighton 2 (Ryan, Horton) — Wrexham 1 (Shinton), 19.659. Charlton l(Madden) — Sunder- land 2 (Entwistle, Rowell), 11.412. Crystal Palace 3 (Walsh, Swindlehurst 2) — Blackburn 0, 17.006. Leicester 2 (Weller, Cristie) — Burnely 1 (Ingham), 12.842. Newcastle 1 (Pearson) — Millwall 0, 20.561. Notts County 1 (O’Brian) — West Ham 0, 11.002. Oldham 2 (Halom, Taylor) — Luton 0, 6.876. Orient 1 (Kitchen) — Sheffield Utd l(Anderson). 5.000. Preston 2 (Robinson 2) — Cardiff 1 (Evans), 9.268. Stoke 1 ( Irwing) — Cambridge 3 (Biley, Leuch, Garner), 19.017. ENGLAND. 1. DEILD. Birminj?ham—Man. Utd. Bristol C—Bolton Coventry—MiddlesbrouKh Everton—Chelsea Ipawirh—West Bromwich Leeds—Arsenal Man.City—Derby QPR—Llverpool Southhampton—Norwkh Tottenham—Nott. Forest Wo'"“—Aston Villa ENtiLAND, 2. DEILD. Brighton—W rexham Charlton — Sdnderland Crystal Palace—Blackburn Leicester—Burnley Newcastle—Millwall Notts County—West Ham Oldham — Luton Orient—Sheífield Utd. Preston—Cardilf Stoke—Cambridge ENGLAND, 3. DEILD. Brentford — Exeter Bury—Swansea Carlisle—Blackpool Chester—IIull Mansfield—Swindon Oxford—Chesterfield Plymouth —Southend Rotherham—Colchester Sheffield Wed-Lincoln Watford—Gillinxham ENGLAND. 4. DEILD. Bradford C—Northhampton Crewe—Portsmouth Oar linxton—Hereford ilaiifax—Aldershot Hartlcpool—Bournemouth Readintf—Huddersfield Roehdale—Port Vale Scunthorpe— Doncaster Wimbledon—Stockport York—Barnsley u SKOTLAND, ÚRVALSDEILD. Hearts—Partiek Th Morton—Dundee Utd. Motherwell—A berdeen Ranijers—Celtic St. Mirren—Hibs 5-1 4-1 2-1 3-2 0-1 0-1 1-2 1- 3 2- 2 1-3 0-4 2-1 1-2 3-0 2-1 1-0 1-0 2-0 1-1 2-1 1-3 0-0 0-1 1-1 2-1 0-1 1-1 1-1 1-0 0-0 1-0 3-0 0-0 2-1 1-1 0-0 1-1 0-1 0-0 2-0 0-1 Staðan I Skotlandi Dundee Unitcd Partick Thistle Aberdeen Celtic St Mirren Ranifers Hihernian Morton Hearts er nú þessi. 13 5 5 3 16 13 6 3 4 14 13 5 3 4 24 13 6 2 5 22 13 6 2 5 13 13 3 7 3 13 13 4 5 4 13 13 4 5 4 16 13 4 4 5 14 13 3 1 9 11 12 15 12 15 15 14 17 14 12 14 12 13 13 13 17 13 20 12 26 7 ÍTALÍA, 1. DEILD. Boloicnia—Avellino 0—0 Catanzarro—Fiorentina 0—0 Lazio—Roma 0—0 AC Milan—lnter Milan 1—0 Napóli—Juventus 0—0 PeruRÍa—Ascoli 2—0 Torinó—Lanerossi 4—0 Verona—Atalanta 1—1 Peruxia er efst með 12 stin. AC Milan hefur stiiri minna oc Torino hefur 10 stig. Það var óvenjulitið skorað að þessu sinni, þó aö menn séu ýmsu vanir frá hendi ftala. Franccsko Grazianni skoraöi þó þrennu þar sem Torinó burstaði Lanerossi. Annar í sviðsljósinu var Dino Zoff. markvörðurinn snjalli hjá Juvent- us. en snilli hans bjargaði stigi fyrir Juventus gegn Napólí. BELGÍA, 1. DEILD. Molenbeek—Beerschot 4—0 Beveren — Lokaren 3—0 Brugge—Anderlecht 3—0 Antwerp—Beringen 1 — 1 Courtrai—Lierse 2—1 Standard—Charleroi 1 — 1 Berchem—Winterschlag 1 — 1 Beveren hefur forystuna í Beigíu, með 16 stig eftir 11 leiki. Anderlecht og Antwerp hafa bffði hlotið einu stigi minna, en hafa leikið einum leik meira. Standard er í fimmta sæti með 14 stig, en Lokarcn hefur nú dregist dálftið aftur úr, er nú 111 sæti með 12 stig. • % V.# IIOLLAND, 1. DEILD. Dcn Ilaag—Sparta Rodd. 0-2 AZ‘67 Alkmaar—Nec Nijmegen 8-1 Haarlem—Maastricht 0-1 GAE Deventcr—Utrecht 2-3 PSV Eindhoven—Pec Zvolle 0-1 VVV Venló-Nac Breda 0-1 Vitesse Arnhem—Tvente 3-2 Feyenoord—Volcndam 2-0 Ajax—Roda JC 1-2 0-1 3-1 1-1 1-1 1-0 Jóhannes Eðvaldsson var í sviðsljós- inu, er lið hans Celtic gerði jafntcfli við erkifjendurnar Rangers. Celtic náði forystu mcð marki Andy Lynch, cn aðcins fáeinum mfnútum sfðar var þrumuskalli frá Johnstonc á leið f Celtic nctið. þegar Búhbi kastaði sér eins og bcsti markviirður heims og sló knöttinn yfir slána. Víti var óumflýjanlegt og úr því jafnaði Alex Forsyth fyrir Rangers. Pec Zvolle náði þeim merka árangri. að leggja risana PSV að velli á heimavelli sfðarnefnda liðsins. Ben Ilendriks skor aði cina rnark og sigurmark leiksins. Ajax tapaði einnig óvaent á heimavcllí. Roda JC hirti af þeim bæði stigin og náði þar með forystunni í deildinni. Dick Nanninga skoraði ba?ði mörkin. Feyenoord vann varalið Volendam með 2 sjálfsmörkum. ekki beinlfnis snilldar árangur þaö. Staðan f Hollandi er nú Roda' JC 13 8 4 1 27-10 20 Ajax 13 9 1 3 34-10 19 PSV Eindhofen 13 9 1 3 27 -8 19 AZ‘67 13 7 2 4 41-22 16 Feycnwird 13 5 6 2 18-7 16 Sparta 13 7 2 4 17-14 16 Go Ahead Eagles 13 5 5 3 18-15 15 FCTwcnte 13 4 6 3 18-13 14 MVV 13 5 4 4 12-15 14 FCUtrocht 13 4 3 6 21-24 11 Nec 13 2 7 4 11-19 11 Nac 13 3 5 5 17-27 11 Pcc 13 1 8 4 8-15 10 FCPenHaag 13 2 5 6 11-19 9 Vitesse 13 2 5 6 16-30 9 Ilaarlem 13 2 5 6 11-28 9 Volendam 13 2 4 7 14-22 8 FCVVV 13 2 3 8 6-28 7

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.