Morgunblaðið - 14.11.1978, Síða 23

Morgunblaðið - 14.11.1978, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 1978 31 Enginn fór fram gegn Benedikt... Framkvæmdast jóri Alþýðuflokks- ins sagði af sér á flokksþinginu BENEDIKT Gröndal var endurkjörinn formaður Alþýðu- flokksins með þorra atkvæða á þingi flokksins sem haldið var í Reykjavík um helgina, en hann var einn í framboði til formennsku. Þá var Kjartan Jóhannsson kjörinn varafor- maður flokksins og Karl Steinar Guðnason kjörinn ritari í stað Björns Jónssonar sem ekki gaf kost á sér vegna veikinda. Gjaldkeri Alþýðuflokksins var kjörinn Eyjólfur Sigurðsson. Bjarni P. Magnússon fram- kvæmdastjóri Alþýðuflokksins var í framboði til ritara flokksins ásamt Karli Steinari. Karl Steinar var kjörinn ritari með 112 atkvæðum, en Bjarni hlaut 39 atkvæði. Að kosning- unum afstöðnum sté Bjarni í pontu og gerði grein fyrir framboði sínu. Við það tæki- færi sagði hann af sér störfum framkvæmdastjóra flokksins. Sagðist Bjarni ekki geta sætt sig við, að ekki hefði verið haldinn fundur í flokksstjórn Alþýðuflokksins frá því að núverandi ríkisstjórn var mynduð. „Með þessu er stefna ríkisstjórnarinnar orðin stefna flokksins, en við það get ég ekki sætt mig og segi því upp störfum," sagði Bjarni. Karl Steinar Guðnason baðst undan því á þinginu að vera endurkjörinn formaður verkalýðsmálanefndar Alþýðu- flokksins og í hans stað var Jón Helgason frá Akureyri kjörinn formaður nefndarinn- ar. Bencdikt Gröndal Margir vildu íflokksstjórn ALLS buöu 79 fulltrúar á þingi Alþýðuflokksins sig fram við kjör til flokksstjórnar Alþýðuflokksins, en kosið var á þinginu um 25 sæti í flokksstjórninni. Um 170 fulltrúar sátu þing flokksins að þessu sinni, en margir þeirra hafa þegar verið útnefndir í flokksstjórnina af kjördæmisráðum. r STUDIO KGMMI GLIT Keramik unga fólksins «pt jmJ HÖFÐABAKKA 9 SÍM185411 Um 1,1 milljón kr. hefur safnast til kristniboðsins ÁRLEGUR kristniboðsdagur var sl. sunnudag og var starfs Sambands ísl. kristniboðsfélaga í Konsó og Kenya minnst á samkomum og við guðsþjónust- ur víða um land. Jafnframt var tekið við gjöfum til starfsins og hafði í gærdag safnast um 1.1 milljón króna. Að sögn Gísla Arnkelssonar formanns S.Í.K. er hér um að ræða fé sem safnaðist í Reykja- vík, Akureyri og Akranesi og sagði hann að ekki hefðu enn skilað sér fjármunir sem safnað hefði verið við guðsþjónustur og samkomur víða um landið og myndu framlög væntanlega ber- ast næstu daga. Kostnaður við starfið á þessu ári er ráðgerður ríflega 20 milljónir króna og sagði Gísli að þegar væru komnar nokkuð yfir 16 milljónir með því sem nú hefði safnast og því vantaði enn nokkuð á að endar næðu saman, en hann kvaðst bjartsýnn á að hægt yrði að standa við allar skuldbinding- ar. Af þessum 20 milljónum fara milli 10 og 12 milljónir til byggingar kristniboðsstöðvar í Kenya, þar sem nýlega hefur verið hafið starf á vegum S.Í.K. og Gísli tók fram að óvenjumik- ill ferðakostnaður hefði verið á þessu ári eða á þriðju milljón króna þar sem kristniboðafjöl- skyldur voru á ferð sl. sumar vegna sumarleyfa. Canon piQ-Q Þessi vél var aö fá CES-verðlaunin í Bandaríkjunum. Vélin gerir allar vinnslur stærri véla Ijósaborð & strimill + rafhleðsla. Verö kr. 50.400- SKRIFVÉLIN HF Suöurlandsbr. 12 s. 85277 þflÐER 5TRÐREVnD Að með hagstæðum innkaupa samningi beint við ITT verksmiðj urnar i Bretlandi hefur okkur tekist að bjóða þessi vönduðu sjónvarpstæki á ótrúl. lágu verði UTBORGUN FRA KR. 180.000 eða riflegur staðgreiðsluafsláttur, en með honum er verð á 22 tommu tæki AÐEINS KR. 467.000 kr. MEÐ FJARSTÝRINGU myncliðpri EÁSTÞÓRf Hafnarstræti 17 Sími 22580 BETRA VERÐ ER VART AÐ FINNA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.