Morgunblaðið - 14.11.1978, Síða 25

Morgunblaðið - 14.11.1978, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 1978 33 Nordiska lolkhögskolan og Nordens folkliga akademi — Norræni lýðháskólinn og Miðstöð alþýðufræðslu á Norðurlöndum. Útsýni yfir Gauteldi og hraðbrautina til Gautaborgar. Bohus virkið í baksýn ofarlega til hægri. Svídþjóðarbréf Magnús Gíslason: KunKalv í október 1978 KUNGALV er vinaleg borg með rösklega 30 þúsund íbúa. Hún stendur á bökkum fljótsins Nordreálv, sem er vatnsmikil, skipgeng þverá úr Götaálv, um 20 km fyrir norðan Gautaborg. Elstí hluti borgarinnar stendur á dálitlu undirlendi milli fljótsins og Fontinfellsins að nokkru uppi i hlíðinni and- spænis rúst hins volduga ríkis, Bohus-kastala, sem fyrst var reistur laust eftir árið 1300 á hólma í fljótinu. En það mann- virki, sem danskur konungur lét reisa á norskri grund (um 1600), gnæfir nú yfir sænska byggð, vatnaleiðir og hraðbrautir og setur svip á umhverfið víða vegu. I íslenskum fornritum er konungahellu við Gautelfi oft getið — bæði í Heimskringlu, Gunnlaugs sögu, Hallfreðar sögu, Droplaugarsona sögu og Njálu. Sú sögufræga borg, sem snemma á miðöldum var ein- hver þróttmesta borg Noregs, stóð hér nokkru neðar við fljótið. Bohuslán var eins og kunnugt er norskur landshluti allt til ársins 1658. Þessi forna landamærabyggð á sér þannig merka sögu, þar sem hinn aldni Bohus-kastali enn í dag stendur vörð, annars vegar við lygnan straum fljóts- ins og hins vegar við þunga straumiðu umferðarinnar um E6 (Evrópuveg nr. 6 sem liggur allar götur frá suðurströnd Spánar norður fyrir Þrándheim) en þjóðbrautin, sannkallaður Norðvegur að sunnan gegnum Gautaborg til Óslóar, liggur svo að segja við vesturvegg ríkisins. Elsti borgarhlutinn í Kungálv hefur mikið menningarsögulegt gildi ug er hann nú að mestu friðlýst svæði, þannig að reynt er að varðveita hverfið óbre.vtt. En borgin er ört vaxandi. Norræni lýðháskólinn í Kungálv var stofnaður árið 1947. Að honum stendur sér- stakt félag, sem stofnað var í þeim tilgangi að koma á fót samnorrænum lýðháskóla í þakklæti og gleði yfir því, að landamærin voru aftur opin milii Norðurlandanna að stríð- inu loknu. Borgarstjórinn í Kungálv hafði þegar árið 1943 gefið fyrirheit um lóð undir norræna menningarstofnun hátt uppi í skógi vaxinni hlíð Fontinfellsins mgð útsýni til Gautaborgar og m.a. yfir skipaumferðina á Gautelfi og Bohus-kastala. Ein- mitt þarna var talið tilvalið að reisa nýtt virki til eflingar norrænu menningarsamstarfi. Lýöháskólinn hóf starfsemi sína í fallegu timburhúsi skammt frá krikjunni miðsvæð- is í gamla borgarhlutanum og var hann starfræktur þar fyrstu 20 árin. Árið 1966 hafði loks tekist að afla fjármagns til nýbyggingar og var þá strax hafist handa. A því ári hafði Nroðurlandaráð einnig samþykkt að stofna Miðstöð alþýðufræðslunnar á Norðurlöndum (Nordens folkliga akademi) og var nú ákveðiö að staðsetja þá stofnun í Kungálv í tengslum við Nor- ræna lýðháskólann í tilrauna- skyni fyrstu fimm árin. I ársbyrjun 1968 fluttu svo báðar þessar stofnanir inn í ný húsakynni uppi á Fontinfellinu og starfa nú hér sem tvær sjálfstæðar stofnanir hlið við hlið undir sama þaki og hafa með sér nána og góða samvinnu. Nordens folkliga akademi er ríkisstofnun, hliðstæð Norræna húsinu í Reykjavík, sem einnig var stofnsett 1968. Báðar þessar stofnanir eru reknar með fram- lagi frá ríkisstjórnum hinna fimm sjálfstæðu norrænu þjóða. Akademían hefur að markmiði að efla norræna alþýðumennt- un, fyrst og fremst með nám- skeiðum og fræðslufundum fvrir þá, sem starfa að slíkum málum eða hafa í hyggju að heiga starfskrafta sína alþýðufræðslu eða æskulýðsstarfi. Rektor við Nordens folkliga akademi er frá ársbyrjun 1978 fil. lic. Maj-Britt Imnander, sem áður var fram- kvæmdastjóri Norræna hússins í Reykjavík. Norræni lýðháskólinn er eins og áður er sagt samnorrænn skóli. Lágmarksaldur nemenda er 18 ár. Kennarar eru frá öllum Norðurlöndum nema Færeyjum. I vetur eru hér 2 danskir kennarar, 2 finnskir (annar með finnsku og hinn með sænsku að móðurmáli) 1 íslenskur (sem einnig er rektor skólans), 2 norskir og 4 sænskir kennarar í fullu starfi. Auk þess eru nokkrir stundakennarar. Mál skólans eru sænska, danska og norska. Einnig fer fram kennsla bæði í finnsku og íslensku. Skólinn hefur frá fyrstu byrjun, í yfir 30 ár, haft nemendur árlega frá öllum Norðurlöndum. Alls hafa 145 Islendingar verið hér nemendur á þessu tímabili. I vetur eru hér 88 nemendur á vetrarskólanum (30 vikurl. Þar af eru 36 sænskir nemendur, 14 danskir, 1 færeyskur, 13 finnsk- ir, 9 íslenskir, 14 norskir og 1 frá Álandseyjum. Auk þess starf- rækir skólinn tvær dagdeildir (34 vikur) fyrir eldra fólk, meðalaldur um 30 ár, með 42 nemendum. I henni eru aðallega sænskir nemendur. Þeir eru flestir til heimilis í nágrenni skólans og búa ekki á skólanum. Þannig eru alls 130 nemendur í skólanum í vetur. I 10 ár hefur skólinn haft útibú í Gautaborg með um 170 nemendur. Sú deild er nú orðin sjálfstæður lýðhá- skóli. Vetrarskólinn skiptist í þrjár aðaldeildir: 1) Almenn norræn deild (norræn mál, bókmenntir, menningarsaga, samfélagsfræði og fleiri almennar greinar. 2) Leiklistardeild fyrir þá, sem vilja kynnast leiklist eða ætla sér í ieiklist. 3) Blaðamanna- deild fyrir þá, sem vilja nema eða kynnast blaðamennsku. Um það' bil helmingi námstímans í hverri deild er varið til fastra sérgreina, en út yfir það eru valfrjálsar greinar opnar nemendum allra deilda. Nemendur búa í einnar hæðar húsum, 8 í hverju húsi. Helst eiga þá allar deildir skólans, bæði kyn og sem flest þjóðerni að eiga fulltrúa í hverju heima- vistarhúsi. Hvert hús myndar einingu. Þar skiptast allir nemendur á um að vinna að vissum hagnýtum verkefnum í þágu hússins og heildarinnar, eru t.d. til skiptis fulltrúar í stjórnarnefnd skólans. Lögð er áhersla á, að allir nemendur, kennarar og annað starfsfólk skólans vinni saman og taki virkan þátt í rökræðu um skólastarfið, skipulagningu starfsins og fái tækifæri til að eiga aðild að stjórn skólans. Norræni lýðháskólinn starfar sem sé samkvæmt þeim lögum og reglum sem gilda um slíka skóla í Svíþjóð. Lögin eru mjög rúm. Skólarnir hafa frelsi innan ramma laganna til þess að velja og forma bæði námsefni og námsaðferðir, en verða síðan að gefa fræðsluyfirvöldunum all- nákvæma skýrslu að námstíma- bili loknu um hvernig námi og námstíma hefur verið varið. Þetta hefur í för með sér, að engir tveir lýðháskólar meðal þeirra rösklega 100 slíkra skóla í Svíþjóð eru eins. Það sama gildir í stórum dráttum um þá u.þ.b. 370 lýðháskóla, sem fyrir- finnast dreifðir um öll Norður- lönd. Norræni lýðháskólinn hefur eins og nafnið bendir til nor- rænt samstarf að markmiði. Skólinn vill gjarnan verða mið- stöð, þar sem fólk á þess kost að hittast og kynnast í námi og starfi. Hér er nú gott bókasafn með nær 20 þúsund bindi, þar sem meir en helmingur bókanna er á öðrum Norðurlandamálum en sænsku. Bókasafnið er mikil- vægt, þar sem starfsaðferðir skólans byggja að mjög iitlu leyti á lexíunámi. Ne.mendur velja sér í samráði við kennara verkefni, tema, sem vissir starfshópar vinna að yfir lengri eða skemmri tíma. Einnig er það fastur liður í starfi skólans, að farið er í námsferðir til nágrannaland- anna að vorinu. Oftast hafa þá 10—15 nemendur undir hand- leiðslu kennara farið til ýmissa staða á Norðurlöndum, t.d. til Lofoten í Noregi, farið til sjós og í fiskvinnslu. Annar hópur hefur farið til Lapplands. Hinn þriðji til dönsku eyjarinnar Læsso. Fjórði hópurinn til Álandseyja eða Helsingfors o.s. frv. Þetta er unnið þannig, að fyrst fer fram undirhúningsnám í skólanum í hálfan mánuð eða þar um bil, þar sem fyrirhuguð viku eða tíu daga námsdvöl er undirbúin. Síðan að námsdvöl lokinni er unnið úr verkefnum og skilað skýrslum og ritgerðum um námsdvölina. Skólaárið 1977 —‘78 var ákveðið að allur skólinn færi til íslands í stað þess að dreifa nemendahópnum á 6—8 staði víðs vegar um Norðurlönd. Nemendum og kennurum, alls 110 manns, var þá skipt í 15 starfshópa. Hver hópur valdi sér viðfangsefni til undirbúnings íslandsferðar, sem átti sér stað 17.3 - 28.3 1978. íslandsferðin heppnaðist ljómandi vel. Við hlutum styrk til ferðarinnar úr Norræna menningarsjóðnum og það var okkur mikið happ, að við feng- um Miðbæjarskólann í Reykja- vík, léðan sem aðalbækistöð. Þegar nemendur og kennarar komu heim aftur til Kungalv, var svo tekið til óspilltra málanna og unnið ör þeim efnivið, sem sal'naö hafði verið, bæði viðtölum, minnispunktum og heimildum ýmiss konar. Unnið var dugnaðarlega að því að ganga frá handritum að texta fyrir sérstakt kynningarrit um Island, sem ætlunin var að skólinn gæfi út. Texti bókarinn- ar verður jöfnum höndum á sænsku, dönsku og norsku. Við vonuni, að þess verði ekki iangt að bíða, að ritið sjái dagsins Ijós til gagns og ánægju fyrir þá, sem þurfa á slíku riti að halda. En oft berast fyrir- spurnir hingað um slíkt kynn- ingarrit um ísland í dag. Ymsar góðar ritgerðir og yfirlitsgreinar um Island og íslensk málefni birtast við og við í blöðum og tímaritum bæði heima og erlendis. Þess væri þörf að safna því besta í aðgengilegt safnrit um íslensk málefni. Greinarnar þyrftu þá að vera á dönsku, norsku eða sænsku. — Nú þegar NORRÆNI menningarsjóður- inn er farinn að veita fjármagn til slíkra hluta ætti ekki að vera útilokað að koma slíku í fram- kvæmd. Svo og er meir en æskilegt að fá þær íslensku bækur, sem nú árlega eru þýddar í samhandi við hókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs, gefnar út svo a.m.k. skólar. bókasöfn og e.t.v. norrænu félögin geti kynnt þær og dreift þeim. Eg vil að lokum nota tæki- færið enn einu sinni til að þakka öllum — enginn nefnd- ur. engum gleymt — þeim. sem greiddu götu okkar i sambandi við námsdyöl Norrama lýðhá- skólans á lslandi á liðnu vori. Undantekningarlaust ma'ttum við einstakri gestrisni og hjálp- semi. sem var okkur mikils virði og lengi mun í hávegum höfð. — ba'ði í byggðum Borgarfjarðar. í Skálholti og nágrenni. í Grindavík. í Vest- mannaeyjum. í Kópavogi og síðast en ekki síst í Reykjavík. Að Islandsferðip .varð svo ána-gjuleg og árangursrík. sem raun bar vitni. er ekki minnst því að þakka. að ha'ði opinherir aðilar og stofnanir á Islandi og þó fyrst og fremst einstakling- ar. fyrrverandi nemendur. vin- ir skólans og velunnarar studdu okkur með ráðum og dáð. smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar —yvv~~w—i—r~~y~yyv—i óskast I keypt —- Brotamálmur er fluttur aö Ármúla, sími 37033. Kaupi allan brotamálm lang- hæsta veröi. Staðgreiösla. tilkynningar* Hilmar Foss lögg. skjalaþýö. og dómt. Hafnarstræti 11, sfmi 14824. Freyjugötu 37, sími 12105. Blý Kaupum blý og aöra málma hæsta verði. Málmsteypa Ámunda Sigurös- sonar, Skipholti 23, sími 16812. AUGLÝSINGASIMINN ER: 22480 2Her0unbIabih húsnæöi I boöi I Vesturbænum er til leigu 4ra herb. íbúö. Laus 1. des. Uppl. um fjölskyldu- stærö ofl. leggist inn á augl. deild Mbl. f. fimmtudag merkt: .Áriö fyrirfram — 260". Muniö sérvárzlunina meö ódýran fatnaö. Verölistinn. Laugamesvegi 82. S. 31330 I.O.O.F. Rb 1 = 12811148V4 — 9.0. □ Edda 597811147— 1. □ Edda 597811147 = 2. Hjálpræðisherinn Þriöjudagur kl. 20 hermanna- samkoma í salnum. Allir hermenn velkomnir. Fíladelfia Almennur biblíulestur í kvöld kl. 20.30. Ræöumaður Einar J. Gíslason. Leðurvinnunámskeið veröur þriöjudaginn 14. nóv. Hefst kl. 11. RÓSARKROSSREGLAN * M ♦ R C L 7----. V ATLANTIS PRONAOS Pósthólt 7072, 107 Reykjavík. K.F.U.K. AD. Fundur í kvöld kl. 8.30. aö Amtmannsstíg 2B. Séra Karl Sigurbjörnsson hefur biblíulest- Allar konur velkomnar. Alþjóðabænavika K.F.U.M. og K. stendur yfir og eru því bænastundir kl. 17.30 alia þessa viku í húsi félaganna viö Amtmannsstíg. Allir eru hjartan- lega velkomnir. UTIVISTARFERÐIR Þriðjudag 14/11 kl. 20 Tunglskinsganga um Lækjar- botna og Setbergshlíö verö 1000 kr. fararstj. Kristján M. Baldursson. Frítt f. börn m. fullorönum. Fariö frá BSÍ, bensínsölu (í Hafnarfiröi v. kirkjugaröin) Útivisl. Ferðafélag íslands Miövikudagur 15. nóvember kl. 20.30. Myndakvöld aö Hótel Borg. Tryggvi Halldórsson sýnir myndir: Páskaferö í Þórsmörk, Á tindi Snæfellsjökuls un hvíta- - sunnu, frá Hornströndum. HeröubreiS og fl. fjöllum Að- gangur ókeypis. Allir velkomnir meöan húsrúm leyfir. Kaffi selt í hléinu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.