Morgunblaðið - 23.11.1978, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1978
Ættinjíjar oj? vinir hins látna auk starfsmanna Flujíleiða voru viðstaddir móttökuathöfnina á
KeflavíkurfluKvelli.
Athöfn á KeftavíkurflugveUi
— er jarðneskar leifar Þórarins Jónssonar komu til landsins
I>OTA Flugleiða lenti um kl.
18.30 í Kær á KeflavíkurfluK-
velli með jarðneskar leifar
Þórarins Jónssonar. sem fórst í
fluxslysinu á Sri Lanka fyrir
viku. ..
Orn Ó. Johnson forstjóri
Flusleiða fór til Kaupmanna-
hafnar og tók á móti kistu
Þórarins.
Ættingjar og vinir svo og
starfsmenn Flugleiða tóku á
móti kistunni er komið var til
Keflavíkur. Starfsmenn Flug-
leiða báru kistuna úr flugvélinni
og komu fyrir á börum og lék þá
Hornaflokkur Kópavogs sorgar-
lag. Síðan báru flugliðar kistu
Þórarins í bíl og var haldið til
Reykjavíkur.
I Fossvogskapellu var síðan
stutt athöfn þar sem sr. Árni
Pálsson minntist hins látna.
Blaðamannafundur í Sri Lanka:
Flugleiðir þakka
veitta aðstoð og
auðsýnda samúð
Colombo 22. nóvember Frá blaðamanni Mbl. Árna Johnsen.
UM 30 blaðamenn sóttu í dag blaðamannafund sem
Dagfinnur Stefánsson flugstjóri, talsmaður Flugleiða hér í
Sri Lanka eftir flugslysið sl. miðvikudag, efndi til, en á
þessum fundi var Dagfinnur spurður margs um flugvélina,
völlinn og sitthvað fleira. Hann svaraði öllum spurningum
um tækjabúnað og fleira þar að lútandi en vildi hins vegar
ekki láta í Ijós álit sitt á flugvallartækjunum, þar sem
rannsókn stæði yfir.
í fréttatilkynningu sem Dag-
finnur afhenti kom fram, að
Flugleiðir og starfsfólk færðu
þakkir fyrir þá miklu aðstoð og
samúð, sem þeim hefði verið
auðsýnd eftir hið hörmulega slys
hinn 15. nóvember sl., forseta Sri
Lanka og sendiherra Indónesíu á
Sri Lanka svo og fjölmörgum
aðilum öðrum.
„Þrjár eyjur", segir síðan í
tilkynningunni, „tengjast sérstak-
lega þessu slysi og deila því
sameiginlega. Við viljum votta
samúð okkar öllum þeim, sem hafa
misst ástvini sína og eiga um sárt
að binda,“ segir í tilkynningunni
og ennfremur, að flugfélagið geti
aldrei nefnt alla þá sem sýnt hafi
því drengskap, velvild og gestrisni
á erfiðum tímum en það vilji nota
tækifærið og þakka nokkrum
þeirra sérstaklega og eru þar
tilnefnd lögregluyfirvöld í Sri
Lanka, flugvallarslökkviliðið, flug-
herinn, sjúkrahúsyfirvöld og fleiri.
Mann tók út af Gullþóri
MANN tók út af bátnum Gullþóri
KE 85 þar sem hann var að
veiðum út af Hafnarbergi síðdeg-
is á þriðjudag.
18 sjúkraflugvöll-
um í landinu lokað
Óánægja í afskiptum byggdalögum
SÚ FREGN hefur komið sem reiðarslag fyrir íbúa í innanverðu Djúpinu að
þar hafi þremur sjúkraflugvöllum verið lokað fyrirvaralaust, að því er
fréttaritari Mbl. Jens í Kaldalóni símar.
„Þessir sjúkraflugvellir hafa verið
ein okkar mesta lífæð bæði til
skjótra og traustra samgangna, og
þá hafa vellirnir ekki síður verið eitt
okkar mesta öryggi ef slys eða
veikindi bera að höndum.
Flugvellirnir eru í Bæjum á
Snæfjallaströnd, Arngerðareyri í
Nauteyrarhreppi og Straumseljum í
Ögurhreppi. Engin flugvél má lengur
lenda á þessum sjúkraflugvöllum
nema upp á eigin ábyrgð flugmann-
anna. Mun enginn þeirra taka þá
áhættu nema eftir eigin mati þegar
um líf eða dauða er að tefla.
Aðeins tveir flugvellir eru leyfðir
til notkunar — á Melgraseyri og
Reykjanesi.
I samtali við Hörð Guðnason
flugmann á Isafirði, kom fram að 18
sjúkraflugvöllum á landinu hafði
flugmálastjórn lokað, sem væru 500
metrar og styttri. Flugmálastjórn
mundi hafa tekið þetta til bragðs til
að þrýsta á fjárveitingavaldið til
frekari framlaga í þessa sjúkraflug-
velli, þar sem flugmálastjórn hefir
verið í miklu fjársvelti undanfarin
ár varðandi framkvæmdafé til
endurbóta og lagfæringar sjúkra-
flugvallanna á landinu. Taldi Hörður
þetta mikið alvörumál fyrir þau
héruð sem um væri að ræða og þá
ekki síður mikið áhyggjuefni vegna
sjúkraflugsins.
Hörður er mikill og traustur
flugmaður, sem og aðstoðarflugmað-
ur hans, Hálfdán Ingólfsson, og veit
því hvað hann syngur í þeim málum.
Hann stundar sjúkra-, póst- og
farþegaflug um alla Vestfirði og
ótaldar eru ferðir hans til Reykja-
víkur með sjúklinga, þegar engin leið
hefur til bjargar verið á annan hátt.
Yfir 150 sjúkraflug hafa þeir flogið á
sl. 18 mánuðum frá því að hin nýja
Islander-vél var keypt til Flugfélags-
ins Arna á ísafirði. Á árinu 1976
flaug Hörður 44 ferðir á flugvöllinn í
Bæjum, 23 á Melgraseyri, 25 á
Arnargerðareyri, 129 í Reykjanes og
18 að Strandseyrum eða samtals 228
ferðir það eina ár hér á Djúpflugvell-
ina. Fyrir árin 1977 og 1978 hafði
Hörður ekki handbærar tölur en
ferðum þau ár hefði snöggtum
fjölgað frá því sem var á árinu 1976.
Þess má einnig geta að Landssím-
in rekur hér um radíóstöðina í
bæjum fjölsímasamband milli Isa-
fjarðar og Reykjavíkur, sem og
endurvarpsstöð fyrir sjónvarpið frá
Stykkishólmi fyrir öll byggðarlögin
hér við ísafjarðardjúp. Hefur flug-
völlurinn hér í Bæ verið þeim til
halds og trausts til að fljúga á með
viðgerðarmenn og raunar oft eina
færa leiðin til að þjóna því starfi á
þann veg að viðgerðir gætu farið
fram á eðlilegan hátt. Og enda þótt
flugvélar megi lenda á Melgraseyr-
arflugvelli er engin leið fyrir okkur
hér í Snæfjallahreppi að nota þá
aðstöðu á nokkurn hátt allar brautir
héðan í frá til vors. Landleiðin héðan
og að Melgraseyri er allan veturinn
lokuð vegna snjóa. Við erum því sem
á eyðieyju í öllum samgöngum nema
það eru tvær ferðir í viku sem
Djúpbáturinn fer um Djúpið.
Ef svo er að flugmálastjórn hafi
þau einu ráð til að þrýsta á aukið
fjármagn til sinna þarfa að fórna
sjúkraflugvöllum okkar í þessum
afskekktustu byggðarlögum, þá má
segja að illa sé komið á landi hér því
hamingjusjónarmiði að gera sem
flestum landsins börnum sem jafn-
ast undir höfði með búsetuskilyrði
og því lífsins öryggi sem öllum
lifandi verum er meðskapað — sem
sagt að reyna að halda líftórunni
fram í rauðan dauðann.
— Jens í Kaldalóni
Einn skipverja kastaði sér á
eftir manninum og tókst að ná
honum úr sjónum eftir skamma
stund. Sigldi báturinn síðan til
hafnar í Sandgerði og var maður-
inn fluttur á sjúkrahús, en var
hann þá látinn.
Hann hét Jónatan Agnarsson 54
ára að aldri. Harin lætur eftir sig
eiginkonu, Elísabeti Halldórsdótt-
ur og dóttur, Kristjönu.
Jónatan Agnarsson.
Flugmálastjóri:
Afleiðing tækniþróun-
ar í gerð smáflugvéla
ÁSTÆÐAN fyrir því að flugmála-
stjórn hefur látið loka fjölda
flugvalla undir 500 metrum að
lengd er fyrst og fremst sú
tækniþróun er orðið hefur í gerð
smáflugvéia, að því er Agnar
Koefod Hansen, flugmálastjóri
sagði i' viðtali við Morgunblaðið,
þegar bornar voru undir hann
nokkrar þeirra staðhæfinga er
koma fram í frétt Jens í Kalda-
lóni.
Agnar sagði, að margir hinna
smæstu flugvalla sem fyrst og
fremst væru ætlaðir fyrir sjúkra-
flugið væru löngu orðnir algjörlega
ófullnægjandi fyrir venjulegustu
tegundir smáflugvéla, sem nú væru
í notkun hér á landi, en þær væru
nú flestar orðnar með nefhjóli og
þessir ófullkomnu flugvellir væru
mjög varasamir fyrir slíkar vélar.
Agnar sagði þess vegna ekkert
hæft í því að í ráðstöfun flugmála-
stjórnar væri fólgin einhvers konar
þrýstingur á fjármálavaldið og
benti Agnar á það á móti að í
viðkomandi byggðarlögum hefði
ekki verið neitt frumkvæði eða
viðleitni í þá átt að endurbæta
þessa flugvelli.
BHMminn-
ist 20 ár a
afmælis
ÞRIÐJA þing Bandalags háskóla-
manna hefst á Ilótel Loftleiðum í
dag. Á þinginu verður m.a.
minnzt 20 ára afmælis bandalags-
ins. en það var stofnað 23.
október 1958.
Að stofnun BHM stóðu 11 félög
háskólamenntaðra manna með
samtals um 1200 félagsmenn. Nú
eru aðildarfélögin 20 og félags-
menn samtals 3800: 1800 ríkis-
starfsmenn, 400—500 sjálfstætt
starfandi menn og aðrir félags-
menn vinna hjá einkaaðilum,
sveitarfélögum og n'kisbönkum.
Á þingi BHM munu prófessor
Guðmundur Magnússon og Ás-
mundur Stefánsson lektor flytja
erindi um verðbóigu og vísitölu-
bindingu launa og dr. Ármann
Snævarr, forseti Hæstaréttar,
flytur afmælisávarp, en hann var
fyrsti formaður BHM.
Ný stjórn BHM verður kosin á
þinginu.
Nú er byggt við óbygging-
arhæfar götur í Reykjavík
Götur sem nú er verið að byggja við í Rcykjavík, hefðu ekki verið taidar byggingarhæfar áður, að því er
borgarstjórinn í Reykjavik, Egill Skúli Ingibergsson, sagði, er hann á borgarstjórnarfundi gerði grein fyrir
framkvæmdum i gatnagerð á þessu ári og hinum mikla niðurskurði á framkvæmdum, sem komið hefur að
undanförnu niður á gatnagerðinni. Kvaðst hann óttast að nú yrði við fjárhagsáætlun næsta árs ekki unnt að
skera mcira niður. En sem kunnugt er, hafði sá áfangi náðst í gatnagerð í Reykjavík, að gengið var frá götum
með varanlegu slitlagi áður en farið var að byggja á lóðunum við þær.
I skýrslu borgarstjóra kom fram mánuði voru af fyrirhuguðum
að áætlað hafði verið til nýbygginga
og viðhalds gatna og holræsa á
þessu ári 1.769,5 millj. kr., en horfur
eru á að kostnaður á árinu muni
nema um 1.679,0 millj. eða um 90,5
millj. undir áætlun. í yfirliti yfir
framkvæmdir má sjá að í júlí-
framkvæmdum alveg felld niður
verkefni á Suðurlandsbraut við
Vegmúla, Skeiðarvog og mikið til á
Iðngörðum. Einnig á Hyrjarhöfða
og Funahöfða, ræsi í Hálsahverfi og
síðar í haust felld niður fram-
kvæmd á Reykjavegi. Einnig var
dregið úr fjölmörgum öðrum gatna-
gerðarverkefnum, þó ekki væru þau
alveg strikuð út.
Þá var í júlímánuði alveg felld út
fyrsta árs framkvæmd upp á 40
milljónir á nýju stóru ræsi úr vatni
Elliðavogs, en það er 5 ára áætlun
til að hreinsa ströndina.
í skýrslunni segir m.a.: í þessu
sambandi er rétt að geta þess, að
lágt tilboð kom í Seláshverfið og
hluta af þeim verkefnum, sem
fyrirhugað var að vinnuflokkar
borgarinnar ynnu, lýkur ekki á
þessu ári vegna manneklu og
frestast því fram yfir áramót. Hér
er um að ræða hluta iðnaðarhverfis
við Vesturlandsveg og íbúðahverfis
við Eiðisgranda. Minna var hægt að
sinna hefðbundnu gatnaviðhaldi
vegna frágangs gatnayfirborðs eftir
aðrar stofnanir.