Morgunblaðið - 23.11.1978, Page 3

Morgunblaðið - 23.11.1978, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1978 3 Siglingamálast jóri um ofhleðslu loðnuskipa: Andvirði ofhleðslu renni til líknarmála „í STAÐ þess að sekta skipstjóra fyrir umframhleðslu, eins og verið hefur. þá mætti ef til vill athui?a hvort ekki á fremur að gera umframhleðslu upptæka.4* sagði lljálmar R. Bárðarson siglingamálastjóri á fundi með blaðamönnum í gær. er rætt var um ofhleðslu loðnuveiðiskipa. Sagði siglintíamálastjóri. að verðmæti þess farms. sem væri umfram það sem leyfilegt væri. gæti til dæmis runnið til almennrar líknarstarfsemi. eða til dæmis í ekknasjóð drukknaðra sjómanna. Hjálmar sagði. að ekki léki nokkur vafi á því, að oft hlæðu skipstjórnarmenn skip sín það mikið. í vondum veðrum ok á erfiðum siglinjíaleiðum. að stórslys gæti hlotist af. Ennfremur sagði siglingamála- stjóri, að hann væri út af fyrir sig hlynntur loðnuveiðibanni í desem- ber, en þó mætti þá ef til vill segja, að hlaupist væri frá vandanum, fremur en að gengið væri í að leysa hann. Þá væri einnig að hafa í huga, að mikil hleðsla samfara ísingu gæti verið alveg eins hættuleg í janúar, febrúar og mars, eins og í desember. Drekkhlöðnum fiskiskipum væri einnig hætta búin á þessum fyrstu mánuðum ársins. Siglingamálastjóri sagði, að mesta hættan sem stafaði að loðnuflotan- um á þessum árstíma væri ofhleðsla. Staðreynd væri, að vegna samkeppn- innar um aflamagn tækju skip- stjórnarmenn meiri áhættu en hófleg væri talin af þeim sem meta stöðugleika skipanna. Þarna væri um að ræða þrýsting á skipstjórnar- 2 & Þó ekkert ami að drekkhlöðnu loðnuskipi í sæmilegu veðri, þá getur orðið skammt að bíða ógæfunnar, versni veður. Víða unnið að snjóruðningi Víða um land var unnið að því í gær að ryðja vegi en mikil snjókoma undanfarna daga hefur spillt mjög færð um landið. Frá Reykjavík var í gær fært suður með sjó og austur um Hellisheiði allt í Öræfi. Víða var þó mikill lausasnjór, þannig að færð gat spillzt fljótt, ef hvessti. I Öræfum og á Breiðamerkursandi var þungfært í gær og mikill lausasnjór. Fært var um Borgarfjörð og sunnanvert Snæfellsnes, um Fróðárheiði til Ólafsvíkur og Heydalur var fær. Stórir bílar og jeppar komust um Alftafjörð til Stykkishólms og þaðan var fært til Grundarfjarðar, en Kerlingar- skarð var ófært. Fært var til Búðardals og stórir bílar komust um Svínadal í Reykjasveit. Frá Patreksfirði var fært á Barðaströnd og til Tálknafjarðar, en Hálfdán var ófær. Á norðan- verðum Vestfjörðum var í gær unnið að snjómokstri á Breiða- dslsheiði og Botnsheiði. Happdrætti Sjálfstæðisflokksins: V inningsnúmerin DREGIÐ var hjá borgarfógeta í hausthappdrætti Sjálfstæðis- flokksins síðast liðinn iaugar- dag og voru vinningsnúmerin innsigluð þar til í gærdag. Upp komu eftirtalin vinnings- númer: Nr. 47937 Galant fólksbifreið. Nr. 40832 Ferð til Mallorka fyrir tvo. Nr. 34963 Ferð til Ibiza fyrir tvo. Eigendur ofantaldra vinn- ingsmiða framvisi þeim í skrif- stofu Sjálfstæðisflokksins, Val- höll, Háaleitisbraut 1. (Birt án ábyrgðar). E menn, um að standa sig vel frá veiðisjónarmiði. Framangreindar tillögur, sem siglingamálastjóri kvaðst varpa fram til athugunar, gætu orðið til þess að minnka þennan þrýsting á skipstjórnar- menn. Miklar skemmd- ir í brunanum GEYSIMIKLAR skemmdir urðu á húsinu Norðurstígur 3 í Reykja- vík í eldsvoðanum í íyrrakvöld. íbúð á 2. hæð hússins gjöreyði- lagðist í eldinum og allt innbú brann og sömuleiðis urðu miklar skemmdir á íbúð á sömu hæð, en þar bjó konan, sem naumlega var bjargað úr brennandi húsinu. Hins vegar urðu litlar skemmdir á neðri hæð hússins, en þar er íbúð, sem nú stendur mannlaus. Eldsupptök eru ókunn. Ljósm. Emilía. Magnús Á. Árnason ásamt einu verka sinna. Magnús A. Arnason sýnir í FÍM salnum Holtavörðurheiði var fær og hringvegurinn áfram til Akur- eyrar. Fært var til Hólmavíkur og í gær átti að moka þaðan yfir í Bjarnarfjörð. Þá var í gær mokað til Siglufjarðar og Ólafsfjarðar. Frá Akureyri var fært austur um Dalsmynni til Húsavíkur og í Mývatnssveit. I gær var mokað fyrir Tjörnes og stórir bílar komust í Kelduhverfi og til Kópaskers. Á Sléttu var mjög þungfært, en unnið var að mokstri á hálsum í Þistilfirði og áttu stórir bílar þá að komast til Vopnafjarðar. Frá Egilsstöðum var jeppafært til Seyðisfjaðrar. Fagridalur var mokaður og Oddsskarð var fært. Fært var suður með fjörðum allt til Hafnar í Hornafirði, en þungfært frá Höfn og vestur um á Breiðamerkursand. Þing Landssam- bandsins gegn áfengisbölinu LANDSSAMBANDIÐ gegn áfengis- bölinu heldur 13. þing sitt í dag, 23. nóvember kl. 20.30 og laugardag- inn, 25. nóvembcr ki. 14 að Eiríks- götu 5, Reykjavík. Setu á þinginu eiga tveir fulltrúar frá hverju aðildarfélagi. Sunnudagurinn, 26. nóvember hefur verið ákveðinn bindindisdagur Landsambandsins gegn áfengisböl- inu og eru aðildarfélögin og aðrir sem geta komið því við hvattir til þess að minnast hans eftir því sem aðstæður leyfa á hverjum stað. Magnús Á. Árnason opnar í dag í FÍM-salnum listasýningu í boði Félags íslenskra mynd- listarmanna. Sýningin sem stendur til 9. desember verður opin alla virka daga kl. 4 — 10 en laugardaga kl. 2—10. Á sýningunni eru 35 olíumál- verk, 45 ieikningar og 4 högg- myndir. Verkin eru flest frá árunum 1966 og fram til þessa árs. Elsta myndin á sýningunni er teikning af móður lista- mannsins en sú teikning var gerð árið 1913. Mest er af landslagsmyndum á sýningunni en nokkuð er af mannamyndum sem flestar eru málaðar á þessu ári. Á sýningu Magnúsar verða til sölu Listamannaljóð sem gefin eru út til ágóða fyrir byggingar- sjóð myndlistarmanna. Ljóðin eru eftir myndlistarmenn allt frá Sæmundi Hólm og fram að Nínu Tryggvadóttur. Hvert ein- tak kostar 1000 kr. Magnús A. Árnason hefur haldið fjölda sýninga hér á landi auk þess hefur henn haldið sýningar í Mexico, Rúmeníu, Bandaríkjunum og á Norður- löndunum. Magnús hóf að mála 16 ára gamall og fór út til Danmerkur til náms 17 ára gamall. Síðan hélt hann til Bandaríkjanna og dvaldist þar við nám í 6 ár. Að loknu námi hafði Magnús vinnustofu sína í San Fransisco en kom heim til íslands árið 1930 eftir 12 ára dvöl í Bandaríkjunum. Nýja Eldborgin afhent um miðjan desember Tjón vegna óhappsins í Danmörku skiptir hundruðum milljóna LOÐNUSKIPIÐ Eldborg verður væntanlega afhent eigendum upp úr miðjum næsta mánuði. að því er Þórður Helgason einn eigenda tjáði Mbl. í gær. Sem kunnugt er fór Eldborgin á hliðina þar sem hún lá bundin við bryggju í Friðrikssundi í Danmörku og komst sjór í vélarrúm þannig að taka varð upp allar vélar skipsins. Nemur tjón vegna þessa óhapps hundruðum milljóna króna. Það var 6. október s.l. sem þetta óhapp varð í skipasmíðastöðinni aðeins nokkrum dögum áður en afhenda átti skipið. Taka varð upp vélar skipsins og senda þær til verksmiðjanna í Svíþjóð, þar sem farið var yfir þær. Sömuleiðis varð að taka rafal skipsins upp og senda hann til verksmiðjanna í Noregi. Er nú unnið kappsamlega að því að koma vélum og rafal á sinn stað aftur, að sögn Þórðar. Tjónið, sem af óhappinu hlaust, greiðir skipasmíðastöðin og hún greiðir dagsektir vegna tafa, sem orðið hafa á afhendingu, en vegna óhappsins tefst afhendingin um 1 Vi til 2 mánuði. Þá hefur verið leid í skóla gcetið að samið um fjögurra ára ábyrgð á vélum og rafal vegna óhappsins. Eldborgin er 1300 tonn að stærð og fullkomnasta loðnuhringnóta- skip íslenzka flotans. Lengd skips- ins eru 58 metrar og mesta breidd 12 metrar. Kaupverðið er 24 milljónir sænskra króna, rúmar 1700 milljónir islenzkra króna. Skipstjórar verða Bjarni Gpnnars- son og Birgir Ellertsson. Að öllu forfallalausu á skipið að geta hafið loðnuveiðar strax upp úr áramót- um. o INNLENT Eldborgin við bryggju í Friðrikssundi, þar sem skipið fór á hliðina.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.