Morgunblaðið - 23.11.1978, Side 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1978
Jón Gíslason:
Er eignarréttur orðinn
einskisvirði á íslandi?
i
í Morííunblaðinu 2. nóvember
síðastliðinn er frétt með yfir-
skriftinni: „Viðurkenndur eignar-
réttur ríkisins á Landmannaaf-
rétti" ok undir fyrirsöíjn: „í dómi
aukaréttar Ranj;árvallasýslu“. Mál
þetta var höfðað af ríkinu árið
1975 ok krafðist það viðurkenninf;-
ar á ei);narrétti sínum á Land-
mannaafrétti. Málið hefur orðið
allumfan(;smikið og rekið með
óvenjulef;um hætti á marj;an hátt,
að mér finnst, ok á stundum meira
af kappi en forsjá af hendi
sækjanda.
Ék vil í upphafi taka það fram,
svo það valdi ekki misskilninKÍ, að
ók hefi ekki séð forsendur dóms-
ins, en eflaust á éf; eftir að afla
mér þeirra síðar. En af sjónarhóli
þeirra staðreynda, sem fyrir hendi
eru, virðast mér ranghverfa stað-
reyndanna blasa við ok ekkert
tekið tillit til þeirrar sögu, sem
búskapur, starf ok líf kynslóðanna
í sunnlenzkum sveitum hefur
mótað ok staðfest í raun af starfi
sínu ok lífsbaráttu í rúm þúsund
ár.
Opinberir ok hálfopinberir aðil-
ar hafa oft reynt að hremma og ná
undir sig afréttarlöndum hrepp-
anna á hreppafyrirkomulagssvæð-
inu á Suðurlandi á undan förnum
öldum, en aldrei tekist það fyrr en
nú, — og ég vona í bili. — Sumir
þeirra hafa verið sterkir og jafnvel
haft að bakhjalli alþjóðlegt vald,
eins og kaþólska kirkjan á miðöld-
unum. En dugði ekki samt. En nú
er öldin önnur. Ég hef haldið að
við lifðum í ríki réttlætis, jafnrétt-
is, og mannhelgi, byggðastefnu og
minjasöfnunar, og hver getur
vitað, hvað það heitir allt. En
þrátt fyrir þetta tekst ríkisvald-
inu, án mikilla refja að ná þessum
rétti undir sig með dómi aukarétt-
ar í héraði. Hvað er hér að verki?
Það er vægast sagt mjög
skammelskt að dæma íslenzka
ríkinu eignarrétt hreppanna á
landi, sem þeir hafa átt allt frá
upphafi sögu í landinu. Af hverju
gerði ríkissjóður eða landssjóður
ekki kröfu til þeirra, þegar hann
var stofnaður og varð arftaki
konungssjóðs, og var stofnaður
með hinum óvinsælu stöðulögum
árið 1871? Hver átti þessar
jarðeignir hreppanna, afréttinn,
fyrir þann tíma? Var það konung-
ur, danski konungurinn og sjóður
hans? Ef svo hefði verið, af hverju
kemur sá eignarréttur aldrei fram
í opinberum skjölum, gjörningum
og dómum fyrri alda?
I mestu eignabreytingu um alla
sögu á Islandi við siðskiptin, og
konungur átti öll ráð bænda og
annara landsmanna í hendi sér,
kemur aldrei fram krafa af hendi
konungsvaldsins til afréttanna né
annarra eigna hreppanna. í þenn-
an tíma voru þó hæg heimatökin
hjá konungsvaldinu að taka þessar
eignir af bændum. Konungsvaldið
hafði ekkert vald til þess, og það er
mjög hæpið að aukaréttur Rangár-
vallasýslu hafi vald til þess nú.
Málið á eftir að fara fyrir
hæstarétt.
Á Suðurlandi urðu miklar eigna-
breytingar, þegar stólsjarðir voru
seldar í lok 18. aldar og í byrjun
19. aldar. Þá var í lófa lagið fyrir
konungsvaldið að undanskilja af-
réttarlönd hreppanna við sölu, þar
sem heilar sveitir voru í eigu
stólsins. En slíkt kom hvergi fram
og enginn vilji fyrir hendi að
reyna það, enda var rétturinn ekki
til staðar.
II
Á sunnlenzkum afréttarlöndum
hefur verið tvenns konar eigna-
réttur frá upphafi, er b.vggist að
mestu á landnámunum. Á svæðinu
milli Hvítár í Árnessýslu og Ytri
Rangár í Rangárvallasýslu, námu
landnámsmennirnir ekki landið til
jökla heldur rétt uppfyrir hálend-
isbrúnina í Árnessýslu, en til skila
vatna í Rangárþingi. En í öðrum
hlutum sýslanna var landið numið
af efstu jörðunum eins langt og
það þótti nýtilegt. En fleira kom
til.
Til þess urðú rökrænur ástæður,
að lágsveitirnar eignuðust afrétt-
arlönd á félagslegum grundvelli
fyrir innan byggðina á fyrrgreinda
svæðinu. Á því svæði eru engar ár,
er renna þvert um héraðið og
verða tálmanir gegn rennsli sauð-
fjár á vorin til fjalls. Þetta hafði
það í för með sér, að stöðugur
ágangur varð af fé lágsveitar-
manna á nytjalönd þeirra er ofar
bjuggu í héraðinu, og voru þeir
tilneyddir til þess að leita eftir
samkomulagi við lágsveitarmenn-
ina. Niðurstaðan varð, að samið
var um afréttarlönd þeim til
handa, og við það fékkst fullur
friður í héraði, og jafn og haldgóð-
ur réttur er dugði vel og varð að
miklu gagni til félagslegra skipta
gegnum aldirnar.
Allt bendir til að þessi eignar-
réttur og skipulag afréttanna sé
eldri en sjálf allsherjarlög þjóð-
veldistímans, er samþykkt voru á
alþingi árið 930. Hreppaskipunin
var tekin u[)p i hin fornu lög
þjóðveldisins, Grágásarlögin, en
atriði benda til, að sumt þeirra
hafi aldrei verið lögtekið á þjóð-
veldisöldinni, en orðið að Iögum
við atbeina árnesks löggjafa eftir
að landið var komið undir Noregs-
konung. Af því er mikil saga, og
snertir hún á vissan hátt það mál,
sem hér um ræðir, en í þetta skipti
hef ég ekki tíma né rúm til að
rekja það. Það er oflangt mál.
En víkjum nú að því, hvernig
eignarrétturinn á afréttarlöndun-
um varð, þar sem efstu höfuðbólin
í sveitinni, eða réttara sagt þau, er
næst lágu heiðunum, áttu afrétt-
ina. Það varð þannig í fram-
kvæmd, að höfuðbólin teigðu
bændum afnot af landi sínu,
jafnhliða að féð gekk í almenn-
inga, sem í flestum tilvikum voru
mjög óhagnýtir til beitar. Það er
nefnilega mikið atriði í þessu máli,
að það er annar réttur á almenn-
Jón Gíslason
ingum en afréttum eftir fornum
lögum réttum.
Stórbændurnir á þeim svæðum,
er þetta skipulag var á, stór-
græddu á afréttareignum sínum.
Kirkjan notfærði sér þetta vel á
miðöldunum. Hún reyndi að
hremma þær jarðir, sem áttu
mikil heiðarlönd og þegar hún var
búin að ná þeim undir sig
útvíkkaði hún veldi sitt á heiðum
og afréttum með dómum og á
stundum mjög vafasömum. Um
þetta eru mörg dæmi í íslenzku
fornbréfasafni.
Afréttirnir milli Hvítár og Ytri
Rangár eru einu jarðeignir í
landinu, sem frá upphafi hafa
verið í eigu sama aðila, aldrei
gengið kaupum og sölum, nema
sem fylgifé jarðanna á eðlilegan
hátt. Þetta er félagsleg eign, eign
hreppanna, og geta einstakir
bændur ekki haft nein áhrif með
sölu þeirra eða öðrum ráðstöfun-
um. Þegar nýbýlatilskipunin kom
til framkvæmda á 18. öld leituðu
menn eftir að fá að stofna nýbýli í
þessum afréttum, en viðkomandi
yfirvöld neituðu því algjörlega og
var ekkert slíkt stofnað á fyrr-
greindu svæði.
III
Þegar fyrsti skatturinn var
lagður á íslenzku þjóðina alla árið
1096 með tíundarlögunum, varð
hann framkvæmdur í gerð eignar-
skatts, þrátt fyrir það, að það var
andstætt lögum og skipunum
alþjóðlegu kirkjunnar. Allar jarð-
eignir í landinu voru tíundaðar, án
þess að afréttarlöndin væru á
nokkurn hátt frá skilin eða
sérskattlögð. Þau voru hluti af
höuðbólunum eins og önnur hlunn-
indi. Þessi framkvæmd hefur .verið
um alla sögu og þannig er það í
framkvæmd enn þann dag í dag.
Skipulag tíundarlaganna var
rúnnið frá ríki Karlamagnúsar
keisara, og varð haldgott og
raunhæft í íslenzku þjóðfélagi.
Það félt líka vel að skipulagi
hreppanna sunnlenzku og efldi
veldi þeirra og festi framkvæmd
þeirra í raun hins iðandi lífs í
sveitunum. Með tíundarlögunum
var hreppunum falin viss fram-
kvæmd tíundarinnar, það er að sjá
um fátækramálin og annast inn-
heimtu fátækratíundarinnar.
Þetta varð mjög farsælt.
Jafnhliða þessu vil ég minna á,
að í Þýzkalandi eru til enn þann
dag félagslegar eignir í umsjá
sveitarfélaga, er haldist hafa
gegnum aldirnar og hafa verið að
miklu gagni fyrir viðkomandi.
íslenzkir lögmenn ættu að athuga
þær og skipulag þeirra í sambandi
við þau mál, sem hér um ræðir.
Gissur biskup ísleifsson og
Sæmundur Sigfússon hinn fróði i
Odda á Rangárvöllum voru báðir
lærðir í ríki Karlamagnúsar, og
hafa numið hið forna skipulag
hans og fært það með sér og gert
það að veruleika í tíundarlögunum
íslenzku. Aldrei hefur neitt erlent
skipulag heppnast eins vel á
Islandi og tíundarlögin. Þau urðu
undirstaðan að sterkri samheldni
þjóðarinnar, eftir að landið gekk
undir erlent vald.
Framkvæmd tíundarlaganna
gegn um aldirnar varð mjög
sérstæð á Suðurlandi, og þarf að
athuga hana gaumgæfilega þegar
fjallað er um hinn forna eignar-
rétt á afréttarlöndum hreppanna á
umræddu svæði. Þessi atriði eru
meitluð í iistaverk gerð af rang-
æskumm mönnum, jafnt sögur,
lögfræðirit og landnámufrásagnir.
Þar er réttur hins óbrotna bónda
letraður sterkum rúnum. Þær
verður að ráða, ef dómar eiga að
verða réttlátir.
IV
Eins og ég hef þegar getið um,
var skæðasti óvinur hreppanna og
bændanna um eignarréttinn á
afréttunum gegnum aldirnar
kirkjan og kirkjuvaldið. Meðan
goðakirkjan var ráðandi var vald
hennar í samræmi við ætlun og
vilja hreppstjórnarmanna og
bændanna, og var fullkomlega
viðurkennt af kirkjuvaldinu. En
eftir að kirkjuvaldsstefnan fór að
hafa áhrif varð annað uppi á
teningnum, og urðu þá brátt í
brúki ýmsar snerrur harðar og
illar. Á stundum voru starfs-
aðferðir kirkjunnar lítt af íslensk-
um uppruna, og ráðin spunnin í
öðrum garði en þeim sem biskupar
landsins réðu.
Á öllum öldum hefur kirkjan
reynt að ná undir sig sunnlenzkum
afréttarlöndum. Hreppstjórnar-
menn hafa staðið gegn ásókn
"hennar og ágangi með góðum
árangri, og er stundum jafnvel
undrunarvert, hvað vel þeim tókst,
eins og hin lifandi saga Ber
gleggstan vott um. Með umrædd-
um dómi í aukarétti Rangárvalla-
sýslu, er í fyrsta sinn í sögu
landsins, að eignaréttur er dæmd-
ur af hreppunum, og það sem
verra er, að dómþoli fær engar
skaðabætur. Hér fer því auka-
rétturinn inn á hreint löggjafar-
atriði, fremur eignarnám án bóta.
Ég ætla að leyfa mér að flokka
þetta undir eftirfarandi töluliði:
1. Aukaréttur Rangárvallasýslu
fer inn á svið löggjafans. Hann er í
raun réttri að fremja eignardóm,
eða eignarnám, án þess að dómþoli
fái nokkrar skaðabætur.
2. Aukaréttur Rangárvallasýslu