Morgunblaðið - 23.11.1978, Síða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1978
+
Faöir okkar,
ÍVAR HALLDÓRSSON
Melanesi
Rauðaeandi
lézt í Landspítalanum að morgni 21. nóv.
Börnin.
+
Maöurinn minn og faðir okkar
GUÐJÓN ÁSMUNDSSON
Lyngum
verður jarðsunginn frá Langholtskirkju laugardaginn 25. nóvember kl. 1.
Guðlaug Oddsdóttir
og börn.
+
Útför eiginmanns mins og föður okkar,
LEIFS AUDUNSSONAR
bónda,
Laifaatööum
Auatur-Landeyjum
fer fram frá Stóra-Dalskirkju, Vestur-Eyjafjöllum, laugardaginn 25.
nóvember kl. 11.30. f.h.
Bílferð veröur frá Umferöarmiöstööinni kl. 8 f.h.
Guörún Geiradóttir og börn
+
Frænka okkar,
GUÐNÝ JÓNSDÓTTIR,
frá Hnappavöllum í Öraafum,
Samtúni 42,
Raykjavík
verður jarösungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 24. nóvember. kl. 3 e.h.
Árný Friörikadóttir,
Karl Gunnar Jónaaon,
Helgi Friöberg Jónaaon.
Útför eiginmanns míns, fööur okkar og tengdaföður
JÓHANNSJENSSONAR
bónda Teigi,
Fljótahlíö
sem lést 14. nóvember sl. veröur gerö frá Breiöabólstaöarkirkju Fljótshlíö,
laugardaginn 25. nóvember kl. 14.
- Margrét Albertadóttir
börn og tengdabörn.
+
Eiginkona/mín og dóttir okkar,
ERNA SIGRÍÐUR HARALDSDÓTTIR
flugfreyja,
veröur jarösungin frá Dómkirkjunni föstudaginn 24. nóvember.
Athöfnin hefst kl. 1.30.
Jón Péll Bjarnason,
Magnea Þórarinsdóttír,
Haraldur Gíalaaon.
+
Útför eiginmanna okkar
ÁSGEIRS PÉTURSSONAR
ÓLAFS AXELSSONAR
ÞÓRARINS JÓNSSONAR
verður gerö frá Dómkirkjunni í Reykjavfk laugardaginn 25. nóvember kl.
10.30.
Blóm og kransar eru vinsamlega afbeöin en þeim sem vildu minnast þeirra er
bent á aö láta líknarstofnanir njóta þess.
Þórey Ingvarsdóttir,
Auður Ólafsdóttir,
Borghild Edwald.
+
Hjartans þakkir sendum við öllum er sýndu okkur samúö og hlýhug viö andlát
og jarðarför móður okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu.
ÖNNU SIGURBRANDSDÓTTUR,
Vífilsgötu 16.
Ágústína Eggertsdóttir, Gunnar Þjóöólfason,
Snót Eggertsdóttir, Anton Arnfinnsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Innilegar þakkir fyrir auösýnda vináttu og samúö viö andlát og jaröarför
elskulegs eiginmanns míns, fööur, sonar, tengdasonar og bróöur
ÞORKELS PÁLSSONAR,
Bólstaðahlíð 68.
Guöfinna Guömundsdóttír Margrét Þorkelsdóttir,
Margrét Þorkelsdóttir, og b^rn.
Guömundur E. Bjarnason,
Guðbjörg Helga Sig-
urðardóttir—Minning
Fædd 8. núvember 1913.
Dáin 13. ágúst 1978.
Bafrga vinkona mín hefði orðið
65 ára gömul 8. nóvember ef henni
hefði auðnast lengra iíf, og langar
mig af því tilefni að minnast
hennar.
Það var alltaf gleði á heimili
Böggu, hvenær sem gest bar að
garði. Og hún kunni svo sannar-
iega að gleðjast með glöðum, með
sína léttu íund, bjarta bros og
framúrskarandi dugnað, þrátt
fyrir sín erfiðu veikindi síðustu
árin. Það vakti styrk og þrótt að
umgangast hana. Við vorum mjög
ungar að árum, er leiðir okkar
lágu saman. Þar sem önnur var,
þar var hin. Þau voru dásamleg
bernsku- og æskuárin okkar á
Stokkseyri, og stór var vinahópur-
inn, sem við áttum þar. Þá var oft
kátt í kringum okkur. Áhyggjulaus
æskuár með góðum og óvenju
samhentum vinahópi í litla þorp-
inu okkar, Stokkseyri.
Bagga var yngst 4 systra,
hjónanna Kristínar Benedikts-
dóttur og Sigurðar Guðbrandsson-
ar. Sem barn fluttist hún með
foreldrum sínum austan úr Rang-
árvallasýslu að Garðhúsum á
Stokkseyri, og þar var hennar
heimili þar til hún fluttist til
Vestmannaeyja og giftist þar. Ein
þessara fjögurra systra er enn á
lífi, Þuríður, gift Rögnvaldi Jóns-
syni, og hafa þau búið í Hafnar-
firði, síðan um Eyjagosið svokall-
aða. Millum þessara systra var
mjög mikill kærleikur.
Bagga giftist Jóni Vigfússyni frá
Holti í Vestmannaeyjum og
bjuggu þau að Helgafellsbraut 17 í
Vestmannaeyjum, en eftir gosið í
Vestmannaeyjum var heimili
þeirra á Sléttahrauni 32 í Hafnar-
firði. Þau áttu dásamlega fallegt
heimili, því þau voru mjög sam-
hent að fegra og prýða í kringum
sig. Þessi hjón eignuðust 3 börn~
eitt þeirra, stúlka, dó í fæðingu en
synirnir tveir, Vigfús rafvirkja-
meistari, búsettur í Hafnarfirði,
giftur Birgitte Borg sjúkraliða,
eiga þau 3 börn, og Sigurður
yfirkennari, búsettur í Vest-
mannaeyjum, giftur Ásu Arn-
mundsdóttur kennara og éiga þau
einnig 3 börn.
Bagga var gæfumanneskja í
sínu einkalífi. Eiginmaðurinn ein-
stakur dugnaðar- og sómamaður.
Eitt sinn var Jón landsfrægur
fyrir hetjudáð, sem hann vann í
SVAR MITT
EFTIR BILLY GRAHAM
Kunnið þér nokkurt ráð við langrækni? Fyrir nokkrum árum
var ég ra*gður af grannkonu minni. Ilún hefur ekki beðið
fyrirgefningar. Þetta hefur aldrei látið mig í friði. hvorki nótt
né nýjan dag. og ég veit ekki. hvernig ég get losnað við það úr
huga mér. Konan sagði ósatt, og ég er hrædd um, að ég verði
ekki laus við þetta, fyrr en hún biður mig fyrirgefningar.
Sálfræðingar segja, að okkur sé nauðsynlegt að
fyrirgefa og losna við kala, til þess að við höldum góðri
heilsu, andlegri og líkamlegri. Menn hafa beinlínis
þjáðst á líkamanum, af því að þeir hýstu illar hugsanir.
Margir læknar gera sér ljóst, að hatur og vondur vilji
geta framkallað eitur í manninum, svo að hann herpist
allur, bæði til líkama og sálar. Því er sá maður vitur,
sem getur sigrazt á þessum meinsemdum, sem geta
eyðilagt hamingju okkar, ef þær fá að þróast.
Þér spryjuð um ráð við langrækni. í Fjallræðunni gaf
frelsarinn okkur ráð til þess að losna við langrækni.
Hann sagði: „Ef þú því ert að bera gáfu (gjöf) þína fram
á altarið og þú minnist þess þar, að bróðir þinn hefir
eitthvað á móti þér, þá skil gáfu þína þar eftir fyrir
framan altarið og far burt, sætztu fyrst við bróður þinn
og kom síðan og ber fram gáfu þína“ (Matt. 5,23—24).
Þér hafið beðið eftir því, að nágranni yðar kæmi og
bæði yður fyrirgefningar, en mestu máli skiptir, að þér
fyrirgefið. Ósáttfýsi hindrar samfélag við Guð og
sambandið við náungann. Einhver hefur sagt: „Fyrir-
gefningin er angan fjólunnar á hælnum, sem kramdi
hana“.
Lærið að fyrirgefa, og þér hafið lært að lifa.
+
Hjartanlegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vináttu viö andlát og jarðarför
INGIBJARGAR ÞÓR
Þórarinn Þór,
börn, tengdabörn og barnabörn.
+ Þökkum hjartanlega auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og útför
eiglnmanns míns, fööur okkar, tengdaföður og afa BERNÓDUSAR BENEDIKTSSONAR,
•týrimanns, sérstakar þakkir færum viö starfsfólki og læknum deild 2B viö
Landakotsspítalann. Elisabet María Sigurbjörnsdóttir, Sigurbjörn Bernódusson, Turid Bernódusson,
Sigríóur Johansen, Jan Johansen,
Jórunn Bernódusdóttir, Stefán Hallgrímsson,
Þóra Bernódusdóttir, Jón Ársælsson,
Anna Fríóa Bernódusdóttir, Kristján Auöunsson.
og barnabörn.
sinni heimabyggð og margir muna
enn.
Milli þessara hjóna var svo
mikið ástúðar- og kærleiksband að
unun var að umgangast þau. Og
það þrek, sem Jón sýndi í þeim
miklu veikindum, sem Bagga
þurfti að berjast við síðustu árin,
sem hún lifði. Það var dásamlegt
að hún stóð ekki ein í baráttunni
við illkynjaðan sjúkdóm. En Bagga
hafði svo mikla lífslöngun og
andlegan þrótt, að maður hélt
stundum að hún ynni á öllum
erfiðleikum. En um síðuustu ára-
mót fór marga að gruna að hún
væri að tapa í baráttunni. Bæði
læknar og hjúkrunarfólk, sem
umgengust hana, dáðust að dugn-
aði hennar. Ég minnist þess, er ég
heimsótti hana í síðasta sinn á
Hafnarfjarðarspítala, rétt fyrir
andlát hennar. Þá var hún helsjúk
og hún vissi hvað var að gerast. Þá
var bjarta brosið orðið dauft. Við
horfðum hvor á aðra smá stund, en
áður fyrr þurftum við ekki að
segja mörg orð, að við skildum
ekki hvor aðra og þegar hún sagði
með miklum erfiðleikum, þakka
þér Gunna mín, þá vissum við að
það var hinzta kveðjan til mín.
Ég sakna Böggu mikið, en hvað
er söknuður, er hann ekki eigin-
girni. Bagga var orðinn þreytt í
baráttunni og þá er gott að fá
hvíldina.
Eftir að hún fluttist til Hafnar-
fjarðar lágu leiðir okkar saman á
ný og þá var svo margs að minnast
og margt hægt að ræða um. En ég
dáðist að hvað hún var alla tíð
trúuð og trúði á það góða í lífinu
og tilveru þess. Hún mátti þess
vegna ekkert aumt sjá, eða frétta
af, að hún vildi ekki reyna að
hjálpa náunganum á einhvern
hátt.
Bagga starfaði líka mikið að,
ýmsum félagsskap, fyrst í Ung-
mennafélagi Stokkseyrar og svo
síðar að mörgum líknar- og
mannúðarmálum í Vestmannaeyj-
um. I kirkjukór Vestmannaeyja
söng hún í mörg ár og minntist
þeirra ára alltaf með gleði.
Það munu margir sakna Böggu,
því öllum sem kynntust henni
þótti vænt um hana. Það var líka
óvenju margt fólk, sem fylgdi
henni síðasta spölinn hér á jörðu.
Og sár er söknuður elskulegs
eiginmanns og systurinnar góðu.
Og synirnir og fjölskyldur þeirra
hafa mikið misst. Barnabörnin
munu lengi minnast ömmunnar
góðu, sem allt vildi fyrir þau gera.
Blessuð sé minning Böggu minn-
ar.
Gunna Andrésar.
Afmælis- og
minningar-
greinar
ATIIYGLI skal vakin á því. að
afmælis- og minningargreinar
verða að berast hlaðinu með
góðum fyrirvara. Þannig verð-
ur grein. sem birtast á í
miðvikudagsblaði. að herast í
síðasta lagi íyrir hádegi á
mánudag og hiiðstætt með
greinar aðra daga. Greinar
mega ekki vera í sendibréfs-
formi eða bundnu máli. Þær
þurfa að vera vélritaðar og
með góðu línubili.