Morgunblaðið - 12.12.1978, Side 24

Morgunblaðið - 12.12.1978, Side 24
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 1978 Steingrímur Hermannsson, landbúnaðarráðherra: „B®tur fyrir að draga úr óhag- kvæmri útflutningsframleiðslu” Verðlagsþróun og breyttar neyzluvenjur skópu vandann — sagði Pálmi Jónsson STEINGRÍMUR Hermannsson, landbúnaðarráöhcrra, mælti í gær fyrir stjórnarfrumvarpi um breytingu á Framleiðsluráðslögum landbúnaðar, sem m.a. fela í sér ákvæði um hömlur gegn offramleiðsiu búvara. Pálmi Jónsson (S) taldi þrcnnt valda vanda landbúnaðar í dagi 1) Óhagstæða verðlagsþróun hér á landi — miðað við markaðslönd okkar, 2) minni íbúaaukningu en mannfjöldaspár sögðu fyrir um og 3) breyttar neyzluvenjur landsmanna. Hér verða lauslega raktir efnisþræðir úr ræðum ráðherrans og Pálma Jónssonar. Umíramf ramleiðsla búvöru Steingrímur Hermannsson, landbúnaðarráðherra. sagði meg- intilgang þessa stjórnarfrumvarps að veita Framleiðsluráði landbún- aðarins heimildir til að grípa til ákveðinna aðgerða til að hamla gegn umframframleiðslu búvöru, sem væri ískyggileg orðin. Frum- varpið byggðist efnislega á tillög- um svokallaðrar 7-mannanefndar og samþykktum Stéttarsambands- þings bænda, þó lítillega væri út af brugðið. Ráðherra sagði landbúnaðar- stefnu undanfarinna áratuga hafa mótast af afurðasölulögum, sem sett hafi verið þegar árið 1934, og hafi markað tímamót. Þá hafi föstu skipulagi verið komið á afurða- og söluskipulag bænda. Árið 1947 hafi síðan verið sett lög um framleiðsluráð landbúnaðar- ins, sem staðið hafi að stofni til óbreytt í rúm 30 ár. Þá hafí verið komið fastri skipan á verðlagsmál landbúnaðar og viðmiðun á tekjum bænda við verkamenn, sjómenn og iðnaðarmenn. Þessi tvenn lög, ásamt jarðræktarlögum, sem sett hafi verið 1945, hafi mótað ís- lenzka landbúnaðarstefnu síðustu áratugina. Ákvæði þessara laga eigi það öll sameiginlegt að vera framleiðsluhvetjandi. I þeim er ekki gert ráð fyrir stjórntækjum, sem beita mætti til hömlunar landbúnaðarframleiðslu. Útflutningsbætur og 10% mörkin Þá vék landbúnaðarráðherra að breytingu á framleiðsluráðs lögum árið 1960, þess efnis, að til kom ábyrgð ríkissjóðs vegna útfluttrar búvöru, sem nam allt að 10% af heildarverðmæti landbúnaðaraf- urða, þ.e.a.s. margumræddum út- flutningsbótum. Þetta ákvæði hafi verið hluti af tekjutryggingu bændastéttar, en það hafi einnig verið framleiðsluhvetjandi. Ráðherra sagði að kindakjöt hefði verið flutt út árlega í nokkru magni allt frá aldamótum fram til 1940. Á stríðsárunum hafi útflutn- ingur verið lítill og á árunum 1948—1956 nær enginn. Gætti þar áhrifa af niðurskurði vegna fjár- pesta. 1957 hefst útflutningur á ný og verður hlutfallslega mestur á árinu 1968 en þá voru flutt út 44% heildarframleiðslunnar. Frá árinu 1970 hafi útflutningur kindakjöts verið nokkuð jafn, 24—29% fram til 1975. Síðan fer hann vaxandi: 1976 34%, 1977 33% og 1978 sennilega 35% heildarframleiðslu. Oft hefur verið flutt út stærra hlutfall heildarframleiðslu en nú hin allra síðustu ár. Það er hins vegar hin óhagstæða verðlagsþró- un hér á landi, miðað við verðlag í markaðslöndum okkar, sem gert hefur vandamálið stórvaxið. Söluverð helmingur af framleiðslukostnaði Ráðherra sagði útflutning mjólkurvara hafa verið nokkurn allt frá 1934. Þó hafi verið flutt inn smjör 1959. Síðan 1961 hafi útflutningur verið nokkur, þó misjafn, en 1977 taki mjólkurvöru- framleiðslan stórt stökk. Þá fer umframframleiðsla í 18.4%, sem að hiuta til má rekja til lækkandi kjarnfóðurverðs. Líkur eru til að þessi umframframleiðsla verði 24% í ár. Þetta er mesta vanda- málið sem nú blasir við landbún- aðarframleiðslunni. Mjög erfitt er að selja þessa umframframleiðslu úr landi. Ráðherra sagði markaðs- verð á smjöri aðeins brot af framleiðslukostnaði hér á landi. Þar sem hagkvæmast verð fengist fyrir ost væri hann tæpur helm- ingur af framleiðslukostnaði. Ráðherra sagði innvegna mjólk á verðlagsárinu 1978—1979 vera áætlaða 123.6 milljónir lítra, sem væri 5% aukning. Af þessari framleiðslu verði um 65 milljónir lítra að fara í vinnslu. Þar af megi vinna í ost allt að 25 milljónir lítra en afgangurinn yrði að vinnast í smjör. Þetta væri alvarlegt mál því smjörbirgðir í landinu væru 1400 tonn (eða ársneyzla okkar Islendinga). Líkur væru á að smjörbirgðir vaxi á yfirstandandi verðlagsári í 2000 tonn. En smjör væri illseljanlegt úr landi. Kjötframleiðslan Ráðherrann sagði útflutnings- bætur hafa reynst nokkuð mis- munandi frá því þær vóru upp teknar 1960. Þær hafi þó aldrei farið yfir heimiluð 10% mörk fyrr en 1969—1970 og síðan aftur 1977—1978. Þörfin geti orðið allt að 15% á yfirstandandi verðlags- ári. Umframútflutningur miðað við 10% mörkin hafi verið bættur með inneignum frá fyrri árum, þegar minna hafi verið flutt út. Þegar þeim lauk hafi verið lagt á (af Framleiðsluráði landbúnaðar- ins) sérstakt 1300 m.kr. verðjöfn- unargjald, sem nú hafi verið samþykkt að endurgreiða. Síðan fór ráðherra nokkrum orðum um markaðsmál búvöru: núverandi markaðslönd og mark- aðslíkur. Gæði vörunnar væru alls staðar viðurkennd en verðlagsþró- un hér innanlands hefði verið með þeim hætti, að ekki fengist nema hluti framleiðslukostnaðar á sam- keppnismarkaði nágrannaríkja. Vinna þyrfti ötullega að markaðs- málum og leggja engu að síður rækt við innlenda markaðinn, sem væri langmikilvægastur. Frumvarpsákvæði. Loks vék ráðherra að frum- varpsgreinum. I 1. gr. þess væri fjallað um ný verksvið Fram- leiðsluráðs, m.a. við áætlunargerð og stefnumörkun í landbúnaði til lengri tíma. Hann boðaði og flutning þingsályktunartillögu, er fæli í sér stefnumörkun á þessu sviði. 2. gr. frv. væri aðalgrein þess. Þar væri fjallað um heimildir til að hámla gegn umframframleiðslu búvöru. M.a. með mismunandi verði á búvöru til framleiðenda og sérstökum verðbótum til þeirra, er draga úr framleiðslu sinni um ákveðinn hundraðshluta. Þá væri gert ráð fyrir að leggja sérstakt gjald á innflutt kjarnfóður, sem innheimt verði við innflutning. Gæzla og ráðstöfun fjármagns þessa skal vera í höndum Fram- leiðsluráðs og m.a. varið til að Steingrímur Hermannsson greiða bændum fyrir að draga úr óhagkvæmri útflutningsfram- leiðslu og til að jafna tekjur þeirra. Ráðherra setur reglugerð um framkvæmd þeirra heimilda, sem í þessari grein felast. Landbúnaðarstefnan frá 1960 Pálmi Jónsson (S) sagði frum- varp þetta koma til meðferðar í þingnefnd, er hann ætti sæti í. Því myndi hann ekki fara ítarlega út í einstök atriði frumvarpsins hér við fyrstu umræðu. Margt hefði verið vel og rétt sagt í framsögu landbúnaðarráðherra. Þó væri það borin von að hægt væri að flaustra svo stóru og viðkvæmu máli gegnum þingið á örfáum dögum. Pálmi lagði áherzlu á, að sú landbúnaðarstefna, sem mótuð hafi verið 1960, hafi veriö farsæl á flesta grein. Ef þær forsendur, sem hún var við miðuð, hefðu ekki breytzt með ófyrirsjáanlegum hætti, væri ekki um tiltakanlega offramleiðslu að ræða í landbún- aði í dag. Það þrennt, sem hér kæmi við sögu, væri: • 1) Fólksfjölgun í landinu' hefði reynst verulega minni en gert var ráð fyrir í mannfjölda- spám á árinum 1950 til 1960 er þessi stefna hafi verið í mótun. • 2) Neyzluvenjur landsmanna hafi og breytzt frá þeim tíma, þann veg, að hlutfallsleg neyzla búvöru á hvern lands- mann hafi minnkað. • 3) í briðja lagi hafi verðlags- þróun orðið slík hér á landi hin síðari árin, eða á þessum áratug,' að samkeppnisstaða búvöru á sölumarkaði erlendis hafi skekkst úr hófi. Sólningarverksmiðja til sölu. Eitt stærsta sólningarverkstæði landsins er til sölu. Allar vélar í mjög góðu standi. Upplýsingar í síma 42344. Verðlagsþróunin hafi því leikið búvöruframleiðsluna í landinu verr en nokkuð ann- að, því gæði vörunnar voru hvarvetna viðurkennd. Mjólkur- og kjötframleiðsla Pálmi Jónsson sagði það rétt hjá landbúnaðarráðherra, að vandi mjólkurvöruframleiðslunn- ar væri mikill. Smjörbirgðir væru þegar í landinu sem næmu árs- neyzlu og líkur á vaxandi birgða- söfnun. Verð þeirra mjólkurvara, sem hæst fengist erlendis, s.s. á óðalsosti í Bandaríkjunum, næmi tæpum helmingi framleiðslukostn- aðar. Vandinn væri því verulegur og óhjákvæmilegt að grípa til einhverra hamlandi aðgerða í framleiðslu, þó vandi væri að velja leiðir í því efni og að mörgu að hyggja. Vandi kjötframleiðslunnar er ekki eins mikill. Dilkakjötsfram- leiðslan nam 15 þús. tonnum á sl. hausti. Þar af fara u.þ.b. % hlutar til innanlandsneyzlu. Ekki er heldur úr vegi að gera ráð fyrir nokkurri neyzluaukningu innan- Pálmi Jónsson. lands. PJ taldi útflutningsbóta- þörfina 3 til 4 milljarða króna, sem ekki væri óyfirstíganlegur þröskuldur. Hann minnti á að sauðfjárbúskapur væri hráefnis- gjafi ullar- og skinnaiðnaðar, sem væri vaxandi útflutningsgrein í þjóðarbúskapnum. Ef draga ætti úr þessari grein búskapar sem næmi 300—400 þús. fjár, eins og heyrst hefðu raddir um, myndi harðna á dalnum hjá fleirum en bændum, ekki sízt því fólki í þéttbýli, er ynni að þjónustu við landbúnað og úrvinnslu búvara. Þessi atvinnulegu tengsl landbún- aðar og þéttbýlis voru víða helft atvinnu- og afkomugrundvallar kaupstaða og kauptúna á lands- byggðinni. Stefnan í landbúnaði yrði ekki aðskilin frá byggðastefnu almennt í landinu. PJ sagði að margt hefði vel verið gert í markaðsleit erlendis — en betur mættu þó að verki standa. Þar yrðu ráðherrar landbúnaðar-, viðskipta- og utanríkismála að taka höndum saman — og beita öllum þeim ráðum, er tiltæk væru, til að vinna nýja markaði, komast fram hjá tollmúrum viðskipta- bandalaga. Islenzk búvörufram- leiðsla er lítil, mæld á mælikvarða heimsmarkaðar, og í markaðsöfl- un má sennilega alltaf betur gera. Margt, sem huga þarf betur að Þá vék PJ að stjórnarfrum- varpinu. Lagt væri til að taka upp mishátt framleiðslugjald í stað „flats verðjöfnunargjalds", sem heimild væri fyrir, sem og sérstak- an fóðurbætisskatt. Greiða ætti bændum sérstakt gjald fyrir að draga framleiðslu sína saman. A-liður 2. gr. opnaði mishátt búvöruverð í allar áttir. Fram- leiðslugjald eða kvótakerfi væri ein af þeim leiðum sem athuga þyrfti, en þó því aðeins, að miðað yrði við bústærð en ekki refsingu fyrir hagkvæmni eða framleiðni í búrekstrinum. Hið síðara væri hliðstætt því að refsa skipshöfn, sem aflaði meira annarri. P.J. gagnrýndi að ráðherra hefði í frumvarpinu fellt niður það ákvæði úr tillögum 7-manna- nefndar, sem kvað á um heimild til endurgreiðslu fóðurbætisskatts. Flatur skattur á kjarnfóður kæmi þeim bændum verst, er lakast væru settir, og kynni að auka á fátækt verr settra bænda. Huga yrði mjög vel að þessum málum og nýta til ráð þeirra aðila er gerst þekktu til málavaxta. PJ sagðist viðurkenna að vandi væri á höndum og aðgerða væri þörf einkum varðandi mjólkur- vörur. Þær mættu þó ekki miða að því að draga úr hagkvæmni í búrekstri, þó reynt yrði að hamla gegn offramleiðslu. Þróa þyrfti þessi mál til réttrar áttar en ekki grípa til' stökkbreytinga, sem ekki aðeins bitnuðu á bændum, heldur þeim þéttbýliskjörnum, er byggðu afkomu sína ekki hvað sízt á aðliggjandi landbúnaðarhéruðum, þjónustu og úrvinnslu. PJ sagði að smásala hefði nú nýverið fengið 13—33% álagning- arhækkun á búvöru, á sama tíma sem stefnt væri að skerðingu á hlutbænda. Einhvern tíma hefði komið mynd af viðskiptaráðherra í Þjóðviljanum af minna tilefni en þessarar milliliðahækkunar. Að lokum lagði P.J. áherzlu á nokkur atriði: Eflingu markaðs- leitar fyrir búvöru. Nokkur um- framframleiðsla búvöru miðað við innlenda neyzluþörf þyrfti ekki að vera þjóðarböl, ef hófs væri gætt. Hömlun á framleiðslu í tilteknum búgreinum ætti ekki stuðla að fátækt hjá hluta bændastéttar- innar. Fjármagn, sem notað yrði til að greiða fyrir framleiðslusam- drátt, ætti ekki að taka af bændum einum, heldur heildinni, því hér væri um sameiginlegt vandamál að ræða. Fóðurbætis- skattur komi ekki á ákveðna grunnnotkun, heldur á umfram- notkun, og verði þá hár. Mishátt framleiðslugjald nái einungis til bústærðar, ekki framleiðslu. — Ríkisbúin verði smækkuð og þeim fækkað, að því marki sem nauðsynleg tilraunastarfsemi frekast leyfir, til að þau taki ekki markað frá búvöru bænda. Skipu- lagsaðgerðir verði gerðar með byggðasjónarmið í huga, m.a. atvinnuleg tengsl sveita og þéttbýlis á landsbyggðinni. Tekið verði tillit til sjónarmiða bænda- funda víðsvegar um landið, við endanlega afgreiðslu fyrir- liggjandi frumvarps. Áð lokum kynnti P.J. tillögur frá eyfirzkum bændum um þetta mál, sem m.a. fjölluðu um tvenns konar verð á búvöru. Framleiðend- ur fái fullt verð fyrir ákv. hundraðshluta af framleiðslu, þó þannig að stærri búin njóti hlutfallslega lægri verðtryggingar. Á það sem framleitt er umfram hið tryggða magn greiðist einungis útflutningsverð. Söluaðilum land- búnaðar verði skylt að veita upplýsingar í þessu sambandi og halda eftir af andvirði búvöru þeirri fjárhæð sem Framleiðsluráð ákv., til að standa skil á greiðslum til framleiðenda. B og C liðir frv. falli nið'ur. PJ sagðist kynna þessi sjónar- mið, ásamt greinargerð, en ekki taka hér og nú afstöðu til þeirra hugmynda, er fram kæmu, enda hefði hann verið að fá þær í hendur. Umræðu lauk ekki en gert var ráð fyrir framhaldgumræðu á kvöldfundi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.