Morgunblaðið - 12.12.1978, Page 35

Morgunblaðið - 12.12.1978, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 1978 39 Anna Guðný Guð- mundsdóttir - Minning Fa'dd 7. doscmber 1895 Dáin 20. nóvembor 1978 Seint að kvöldi 20. nóvember hriníídi Halldór K. Halldórsson kaupfélagsstjóri á Vopnafirði til okkar hjónanna og tjáði okkur lát móður sinnar, Önnu Guðnýjar, þá um kvöldið á sjúkrahúsi í Reykja- vík. Þetta kom okkur að vísu ekki á óvart, því við vissum að hún hafði átt við nokkuð langvarandi heilsu- leysi að stríða. En það er nú samt svo að á mann sækir tregi og margar endurminningar leita á hugann, þegar góðir vinir hverfa af þessu jarðneska sviði. Anna Guðný Guðmundsdóttir var fædd í Litluvík, en alin upp á Hóli á Bakkagerði í Borgarfirði eystra. Foreldrar hennar voru Guðmundur Jónsson og Þórhalla Steinsdóttir sem bjuggu að eg hygg mestan sinn búskap á Hóli. Guðmundur stundaði sjó og dag- launavinnu, en hafði jafnframt dálítinn búskap eins og algengt var á þeim árum í kauptúnum landsins. Anna var á unglingaskóla í Borgarfirði hjá Þorsteini M. Jóns- syni skólastjóra og síðar alþingis- manni. Síðar fór hún á Kennara- skólann í Reykjavík og útskrif- aðist þaðan með fullum kennara- réttindum vorið 1916. Árið 1922 giftist hún Halldóri Ásgrímss.vni frá Grund í Borgar- firði eystra, síðar kaupfélagsstjóra á Borgarfirði og Vopnafirði, bankastjóra og alþingismanni. Heimili þeirra hjóna var, hvar sem þau voru, annálað fyrir gestrisni, glaðværð og greiðasemi, enda fylgdi þeim hjónum alltaf mikill gestagangur. Árið 1940 varð Halldór Ás- grímsson kaupfélagsstjóri á Vopnafirði. Kynni mín af þeim hjónum urðu því ekki fyrr; en eftir það var eg nokkurskonar heima- gangur á heimili þeirra allan tímann sem þau voru á Vopnafirði, eða til ársins 1959. Dvaldi eg þar oftast lengri tíma á hverjum vetri vegna starfa minna í skattanefnd, því þá var engin greiðasala á Vopnafirði. Eg tel mig því hafa kynnst þessu heimili nokkuð vel og verð eg að segja að svo almenna gestrisni hef eg ekki þekkt, þótt allsstaðar sé gott að koma og vel veitt. Anna stundaöi barnakennslu flesta vetur, bæði hér og á Borgarfirði. Einnig stjórnaði hún barnastúku flest árin sem hún var hér. Hún hafði þann sið að bjóða alltaf einu sinni á hverjum vetri öllum skólabörnunum heim til sín til leikja og veitinga. Það var glaður hópur, sem þá var í kringum hana, og þó var eins og hún nyti þessa jafnvel mest af öllum. Einnig var föst regla hjá þeim hjónum að bjóða öllu starfsfólki og stjórn kaupfélagsins til veislu- fagnaðar kring um hver áramót, og var þá oft glatt á hjalla. Hjónin bæði kát og höfðu gott lag á að skemmta öðrum. Það segir sig því sjálft að hlutur húsmóðurinnar á svona heimili hlaut því alltaf að vera mikill, enda þótt hún nyti ágætrar aðstoðar þar sem var Guðrún Sigurðardóttir o.fl. Guðrún var þar öll árin eftir að þau fluttu til Vopnafjarðar og áður á Borgar- firði. Annaðist hún um allt á heimilinu eins og hún ætti það sjálf, enda öll hirðusemi og regla á heimilinu með ágætum. Eins og fram hefur komið hér að framan var Anna glaðvær og skemmtileg kona. Hún var vel greind og þótt hún væri sennilega nokkuð skapmikil þá stjórnaði hún skapi sínu mjög vel. Það sem mér virtist þó sérstak- lega einkenna hana var hin mikla umhyggja hennar með öllum sem eitthvað áttu bágt eða voru lakar settir í lífinu. Það var ekkert í kot vísað þeim sem einhverra hluta vegna vildu ekki koma nema í eldhúsið til Önnu. Þar var alltaf að nógu að ganga, og það sem kannski var ekki minnst um vert, að spaugsyrði voru þar jafnan á reiðum höndum, en það gat komið sér vel fyrir suma, engu síður en góðgerðirnar. Halldór og Anna eignuðust 5 sonu og eru þeir nefndir hér í réttri aldursröð: Árni Björgvin, lögfræðingur, búsettur í Egilsstaðakauptúni. Ásgrímur Helgi, fyrrverandi kaupfélagsstjóri, nú framkvæmda- stjóri á Höfn i Hornafirði. Ingi Björn, skrifstofumaður, Melgerði 8, Reykjavík. Guðmundur Þórir, verkstjóri, Háaleitisbraut 123, Reykjavík. Halldór Karl, kaupfélagsstjóri, Vopnafirði. Allir eru þessir synir þeirra mestu myndarmenn og mjög vel látnir. Síðustu árin dvaldi Anna á heimili Guðmundar sonar síns og Aagotar konu hans. Naut hún þar frábærrar hjúkrunar og umönnun- ar allt þar til ekki varð hjá því komist að hún færi á sjúkrahús, en Kveðja: " —11 r Guðfinnur Oskarsson Fa'ddur 20. apríl 1958 Dáinn 1. desember 1978. Ht'fur (fönstu æskun ör árla lffs á deKÍ. sýnist ævin unaösför eftir sléttum vetn. skilur ei aö kuldakjör koma á daginn meKÍ. Haustsins þun«u kröm og kör kennir vorið eitti. Ö.A. Það er sárt að þurfa að kveðja Finna bróður okkar svona snemma, en við þökkum honum af öllu hjarta fyrir árin sem við áttum saman. Við geymum minn- ingu hans og þó að hann sé horfinn sjónum okkar, finnum við að hann lifir Fé ok frami eru fallvöld hnoss hraukar hrunKjarnir. Sætust minninK uk sa'tastur arfur eru ástarfræ á akri hjartans. (Jöh. SÍKurjönss.) Við hittum aftur kæran bróður. Systkinin. þar dvaldi hún síðustu 3 mánuðina. Ég vil svo að endingu flytja Önnu Guðnýju bestu þakkir fyrir öll sín góðu störf og framkomu hér i Vopnafirði. Sérstaklega þökkum við hjónin fyrir alla fyrirhöfnina og ánægjuna sem við nutum á heimili ykkar fyrr og síðar. Ég er þess fullviss að þér verður fagnað vel hinumegin landamær- anna. Við hjónin óskum öllum aðstandendum Guðs blessunar í nútíð og framtið. Friðrik Sigurjónsson. Mig langar líka til að kveðja Önnu vinkonu rnína með fáeinum orðum og þakka henni sitt hlýja viðmót. Oft kom ég í eldhúsið til hennar, ,en aldrei átti hún svo annríkt að ekki væri tími til að tylla sér niður og rabba svolítið, og það voru alltaf notalegar og ánægjulegar stundir. Ég minnist einnig með mikilli ánægju þegar þau hjónin komu í heimsókn til okkar í Ytri-Hlíð, oft með góða gesti sem voru hjá þeim, eða bara þeirra fólk, það voru sannarlega ánægjulegar stundir, Stundum var garðurinn minn skoðaöur, og síðan rennt á könnuna og alltaf var glatt á hjalla. Ég minnist þess, þegar þau bjuggu á Egilsstöðum, hvað það var gaman að koma í stofuna til Önnu með öllum fallegu blómun- um. Við höfðum báðar svo gaman af blómum. Ég á enn dökkrauða pelagóníu frá henni, og sömuleiðis eldgeisla; mér þykir svo vænt um þessi blóm af því að þau eru frá henni. Síðast kom ég til hennar í Reykjavík, þá sýndi hún mér þessa nýju íbúð þeirra hjóna og sagðist enn geta rennt á könnuna, en í það skipti drukkum við hjá tengda- dóttur hennar. Það átti svo vel við mig hvað hún var glöð heim að sækja. Ég minnist þess einu sinni þegar við vorum að spila í stofunni hjá henni, þá stóðum við upp á meðan mótspilararnir voru að gefa og fengum okkur fjörugan vals. Mér finnst eins og ég sé hjá þessari góðu vinkonu að tala við hana og minnast gömlu góðu gleðistundanna, ég vona að enginn hneykslist á því. Það verður kannski ekki langt þangað til við hittumst hinum megin grafar. Ég veit að guð er með henni og vona hann verði með mér. Hafi Anna mín þökk fyrir allt og allt. Guð blessi hana. Oddný Methúsalemsdóttir Afmælis- og minningar- greinar ATIIYGLI skal vakin á því. að aíma lis- og minningargrcinar verða að berast hlaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verð- ur grein. sem birtast á í miðvikudagshlaði. að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðsta'tt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfs- formi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu lfnuhili. Handverkfæri eru sterk og vönduð Fjölbreytt úrval AEG handverkfæra til iðnaðar-, bygginga- og tómstundavinnu. Við AEG borvélarnar er auðveldlega hægt að setja ýmsa fylgihluti, svo sem pússikubb, hjólsög, útsögunarsög og margt fleira. G HANDVERKFÆRI SEM ERU ÞEKKT FYRIR GÆÐI TILVALIN JÖLAGJÖF

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.