Morgunblaðið - 13.12.1978, Qupperneq 30
30
• MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. DÉSEMBER 1978
í
„Nýtt“ íslenskt landslið
| reynir sig gegn Dönum
— ÉG get ekki lofað sigri þó ég feginn vildi, en einu skal ég þó lofa, og það er, að allir
leikmennirnir munu gera sitt besta og berjast til hins ýtrasta. Enda er við Dani að etja.
íslenskir áhorfendur vilja sjá landann vinna Dani og f jölmenni fólk í Höllina, getur
það skipt meira máli heldur en margan grunar, við erum með nýtt lið og það gæti
komið Dönum í opna skiöldu, sagði Jóhann Ingi Gunnarsson landsliðsþjálfari á
blaðamannafundi sem HSI hélt í gær, en við það tækifæri var íslenska liðið tilkynnt.
Jóhann notaði einnig tækifærið og kynnti fyrir fréttamönnum hægri hönd sína. Það er
Jóhannes Sæmundsson íþróttakennari. Hann verður liðsstjóri, aðstoðarþjálfari og
tæknilegur ráðunautur Jóhanns við hið erfiða verkefni sem framundan er.
s
s
Stefnan hefur verið sett á
B-keppnina á Spáni í febrúar. Kom
fram á fundinum, að næsta
mánuðinn fara fram eigi færri en
10 landsleikir, tveir heima gegn
Pólverjum 6. og 7. janúar, tveir
gegn Bandaríkjunum 28. og 29.
janúar og síðan 4 landsleikir á
Baltic Cup sem fram fer í Dan-
mörku dagana 9.—14. janúar.
Sagði Jóhann Ingi, að berlega
hefði komið í ljós í Frakklandi á
dögunum, að liðið skorti tilfinnan-
lega samæfingu og til að kippa því
í liðinn, dygði ekkert annað en að
leika sem flesta landsleiki.
Þá kom einnig fram á fundinum,
aö Víkingarnir í hópnum munu ná
siðari leiknum, en í byrjun var
talið að þeir gætu alls ekki leikið
með vegna Evrópuleiksins gegn
Ystad.
En lítum á hópinn.
landsleikir
Jens Einarsson ÍR 6
Gunnar Einarss. Arhuus KFUM54
Stefán Gunnarssn Val 47
Þorbjörn Jensson Val 14
Þorbjörn Guðmundsson Val 39
Bjarni Guðmundsson Val 34
Steindór Gunnarsson Val 16
Gústaf Björnsson Fram 1
Atli Hilmarsson Fram 0
Axel Axelsson Dankersen ?
Ólafur H. Jónsson Dankersen 104
Hörður Harðarson Haukum 3
í síðari leiknum koma síðan inn
í hópinn þeir
Arni Indriðason Víkingi 45
Páll Björgvinsson Víkingi 31
Ólafur Jónsson Víkingi 8
Viggó Sigurðsson Víkingi 36
Ólafur Benediktsson Val 81
Danska liðið skipa eftirtaldir
leikmenn:
Kai Jörgensen Odense
Ole Sörensen AGF Arhuus
Lars Bock Holte IF
Heine Sörensen Arhuus KFUM
Karsten W. Petersen Saga
Iver Grunnet FIF
Morten S. Kristensen Saga
Carsten Haurum Holte IF
Mikel Kold Aalborg HK
Erik Bue Pedersen Skovbakken
Kim Vestergaard AGF Arhus
Jesper Petersen Arhus KFUM
Bjarne Jeppesen Fredricia KFUM
Per Skarup HG
Það verður mikið álag á islensku
leikmönnunum, Axel og Ólafur
koma ekki til leiks fyrr en um 3
klst. áður en fyrri leikurinn hefst
og bæði Víkingarnir og Valsararn-
ir verða vafalaust ferðalúnir eftir
Evrópuleiki sína.
í danska liðið sem hér leikur
vantar nöfn eins og Anders Dahl
Nielsen og Michael Berg. Því er til
að svara, að í íslenska liðið vantar
nöfn eins og Geir Hallsteinsson,
Björgvin Björgvinsson o.fl. Jóhann
Ingi sagði, að nú væru tímamót í
íslenskum handknattleik, gömlu
andlitin væru að hverfa og ný
tækju þeirra stað. Danir væru hins
vegar með sama kjarna og varð í 4.
sæti á HM síðastliðið vor. Þá má
geta þess, að Gunnar Einarsson,
markvörður hjá Arhus KFUM,
mun bera heim með sér mikið af
upplýsingum um dönsku leik-
mennina.
• Gunnar Einarsson kemur heiml
frá Danmörku og leikur báða
iandsleikina á móti Dönum.
Axel Axelsson hefur átt’ við
meiðsl að stríða að undanförnu, en
ástæða er til að ætla að meiðsl
hans hafi ekki verið alvarleg og
hann geti leikið báða leikina.
Stefán Gunnarsson verður fyrir-
liði í fyrri leiknum, en Árni
Indriðason í þeim síðari.
ísland hefur leikið 23 leiki við
Danmörk, unnið 4, gert eitt
jafntefli og tapað 18. Markatalan
er 422—361, Dönum í vil. Dómarar
verða nú sænskir.
Þá má loks geta þess, að HSÍ
mun hafa minjagripasölu á leikj-
unum, seldar verða könnur og
diskar merkt IHF-þinginu, sem
haldiö var í Reykjavík í sumar.
Forsala aðgöngumiða hefst á
sunnudaginn kl. 13.00, en fyrri
leikurinn hefst þá um kvöldið
klukkan 21.00. Síðari leikurinn
verður á mánudagskvöldið á sama
tíma.
— gg
Haukastúlk-
urnar náðu
að jafna á
móti UBK
ÞÆR voru óheppnar Breióabliks-
stúlkurnar að ná ekki í bæði stigin í
leik sínum á móti Haukum í 1. deild
kvenna á sunnudag í ípróttahúsinu
Asgarði. Þegar aðeins ein mínúta
var eftir at leiktímanum höfðu pær
eitt mark yffir 10—9, og hófu sókn.
Ekki tókst peim pó aö leíka
yfirvegað og halda knettinum eða
skora.
Þegar 25. sek. voru eftir var reynt
skot úr slæmu færi og Haukastúlk-
urnar brunuöu upp og Halldóra
Mathiesen ein aðaldriffjöörin í leik
Haukaliösins jafnaöi leiklnn þegar
aðeins 15 sek: voru eftir. Úrslit í
leiknum uröu því 10—10. Hauka-
stúlkurnar höföu yfirburöastööu í
hálfleik, 7 mörk gegn þrem.
Leikurinn var allþokkalega leikinn
af báöum liöum, og mikil spenna var í
stöari hálfleiknum þegar Blikastúlk-
urnar voru aö minnka muninn. Þaö
var ekki fráleitt aö kæruleysi gætti
hjá Haukum og varö þaö þeim
dýrkeypt.
Bestar í liöi Hauka voru þær
Halldóra Mathiesen og Svanhildur
Guölaugsdóttir.
Hjá Breiöabliki voru Hrefna og
Alda Helgadóttir, sem hédlu leik
liðsins vei gangandi, bestar.
MÖRK HAlJKAi Svanhildur Guðlaugsdóttir
3, Margrít TheAdðrsdðttir 3, Halldóra
Mathiesen 2, Kolbrún Jónsdóttir 1, Guðrún
Gunnarsdðttir 1.
MÖRK UBKi Hrefna Snæhðlm 4. Hulda
Halldðrsdðttir 2, Alda Helgadðttir 2,
Sigurborg Daviðsdðttir 1, Ása Alfreðsdðttir
1.
þr.
TVÍBYTNAN
UBVALS
UNGUNGABÆKUR
E.W Hildick
FANGARNIR í KLETTAVÍK
Þetta er einhver skemmtilegasta
og viðburöaríkasta unglingasaga
metsöluhöfundarins Edmund W.
Hildick. Hann er breskur höfundur
sem hefur hlotiö margvíslega við-
urkenningu fyrir bækur sínar. Sag-
an um Fangana f Klettavík mun
falla öllum vel í geð, sem hafa
ánægju af spennandi og dularfull-
um atburðum. Andrés Kristjáns-
son þýddi.
Sven Wernström
LEIKHÚSMORÐIÐ
Fyrir nokkrum árum kom út hjá
Iðunni bókin Ævintýraleg útilega
eftir Sven Wernström, þennan víð-
fræga og umdeilda höfund. Sú bók
hlaut veröskuldaöar vinsældir.
Leikhúsmorðið segir frá því þegar
Barbro og Tommi gera hópverkefni
um Litla leikhúsið. Þar er eitthvað
meira en lítið dularfullt á ferðinni.
Smám saman átta þau sig á að það
er veriö aó undirbúa morð að
tjaldabaki — moröiö á Litla leik-
húsinu. Þórarinn Eldjárn þýddi.
Bent Haller
TVÍBYTNAN
Tvíbytnan er verðlaunabókin í sam-
keppni sem bókaforlagiö Borgen í
Kaupmannahöfn efndi til árið 1976
um bækur handa börnum og ung-
lingum.
Verólaunaveitingin og bókin ullu
strax gífurlegum umræðum og
deilum, sem hafa m.a. snúist um,
hvort bókin ætti yfirleitt nokkurt
erindi til unglinga.
Tvíbytnan á því ekki síst erindi til
foreldra og annarra sem fullorönir
eru. Guðlaugur Arason þýddi.
Gunnel Beckman
ÞRJÁR VIKUR FRAM YFIR
Maja er nýbyrjuð í menntaskóla.
Örvænting grípur hana þegar hún
gerir sér grein fyrir, aó kannski á
hún von á barni. Margvíslegum
lausnum skýtur upp í kolli hennar.
Gunnel Beckman er meöal virtustu
barna- og unglingabókahöfunda
Svía og hefur hlotið margvíslega
viðurkenningu fyrir bækur sínar,
m.a. Nils-Holgersonsverölaunin.
Jóhanna Sveinsdóttir þýddi.
Evi Bogenæs
DRAUMAHEIMUR KITTIJ
Kitta er kyrrlát, feimin og hlédræg.
Móðir hennar er fræg leikkona sem
hefur lítinn tíma til að sinna dóttur
sinni, föður sinn þekkir Kitta ekki.
Það sem hjálpar Kittu að sigrast á
erfiðleikunum er draumaheimur
hennar. Þar skipar Sveinn æsku-
vinur hennar, mikið rúm. Evi Boge-
næs er meðal virtustu barna- og
unglingabókahöfunda Norðmanna.
Andrés Kristjánsson þýddi.
■Shv m
i|íilF-' ■ r
Bræðraborgarstig 16 SínH 12923-19156