Morgunblaðið - 14.12.1978, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 1978
3
Viö höfum svar viö 200 kr. benzínveröi
Þaö er óþarfi aö fjölyröa um sífellt hækkandi benzínverö hér á
landi. Síöustu spár gefa til kynna aö um næstu áramót veröi lítrinn
kominn í 200 kr. Þaö er dýrt að reka bíl meö því veröi.
DAIHATSU CHARADE er japanskur verölaunabíll, sem kallaöur
hefur veriö rökréttur valkostur á tímum hækkandi eldsneytisverös
og orkukreppu.
DAIHATSU CHARADE sigraöi í sparaksturskeppni Bifreiöaíþrótta-
klúbbs Reykjavíkur á sl. mánuöi er hann fór 99.11 km á 5 lítrum af
benzíni, sem þýöir aö hægt á aö vera aö aka á 35 lítrum austur á
Langanes.
DAIHATSU CHARADE er 5 manna, fimm dyra framhjóladrifinn
fjölskyldubíll. Þriggja strokka fjorgengisvél tryggir hámarks orku
og eldsneytisnýtingu.
Hefur þú efni á aö kaupa bíl án þess aö kynna þér rökrétta
valkostinn DAIHATSU CHARADE?
Ný sending til afgreiðslu strax.
SPARAKSTUR
(51KR
Daihatsuumboöiö
Ármúla 23 sími 81733.
„BILIÐ milli flokkanna er alls
ekki breitt og ég hef ekki trú á
öðru en að samkomulag náist á
ríkisstjórnarfundinum í fyrra-
málið,“ sagði ólafur Jóhannes-
son forsætisráðherra er Mbl.
spurði hann í gær um ágreining
stjórnarflokkanna varðandi
tekjuöflun ríkissjóðs. „Ég hef
mínar tillögur varðandi sum
atriði málsins og þær liggja
fyrir bókaðar,“ sagði forsætis-
ráðherra, en hann kvaðst ekki
vilja láta þær uppi að svo
stöddu.
Mbl. spurði forsætisráðherra
um ástæður þess að hann sleit
ríkisstjórnarfundi á þriðjudag.
„Ég held ég hafi nú ekki tekið
orðið af neinum," sagði Ólafur.
„Að mínu mati var ekki ástæða
„Ég ímynda mér að það geti
verið nokkuð mikill stormur í
vatnsglasi, ef svo ber undir“
Mbl. spurði forsætisráðherra
þá, hvað hann vildi segja um
fullyrðingar þingmanna Alþýðu-
flokks og Alþýðubandalags þess
efnis að samstaða hefði náðst
milli þessara tveggja flokka
varðandi tekjuöflun ríkissjóðs og
að ætlunin hefði verið að stilla
Framsóknarflokknum upp við
vegg: „Þetta þykja mér ekki
hugguleg tíðindi," svaraði Ólaf-
ur, en hann kvaðst ekki hafa
orðið slíks samblásturs var á
ríkisstjórnarfundinum.
Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra:
Oft góð regla að hvíla
sig og hugsa sig um
til að ræða málin frekar þarna.
Það var orðið framorðið og ég
taldi menn hafa gott af því að
hvíla sig. Það er oft góð regla að
hvíla sig og hugsa sig um.“ Mbl.
bar þá undir forsætisráðherra
sagnir sem gengu á. Alþingi í gær
um að hann hefði farið til
Þingvalla og vildu menn leggja
ýmsar merkingar í þá ferð. „Mér
hefur liðið vel í dag,“ sagði
Ólafur. „En ég sé nú enga ástæðu
til að tíunda mínar ferðir
opinberlega." Og þegar Mbl.
spurði hann um þá áminningu
hans í lok ríkisstjórnarfundarins
á þriðjudag, að það væri stutt
leið til Bessastaða, hló Ólafur við
og sagði: „Mér finnst það svo
ágæt fyrirsögn hjá Morgunblað-
inu að ég get ómögulega verið að
fetta fingur út í hana.“
Loks bar Mbl. undir forsætis-
ráðherra þau ummæli sem einn
af ráðherrum Alþýðubandalags-
ins lét falla þess efnis að þessi
átök í ríkisstjórninni væru að-
eins stormur í vatnsglasi. „Það
getur sennilcga verið afstætt,"
sagði Ólafur. „Ég ímynda mér að
það geti verið nokkuð mikill
stormur í vatnsglasi, ef svo ber
undir."
Skiptar skodanir
um skilning ASÍ
SAMBANDSSTJÓRNARFUND-
UR Alþýðusambands íslands var
haldinn í lok síðustu viku. Á
fundinum 'gerðist það m.a. að
Hermann Guðmundsson lagði til,
að úr tillögu um ályktun um
kjaramál yrði fellt niður orða-
lagið> „... lýsir _ sambands-
stjórnarfundur ASÍ skilningi
sínum á nauðsyn aðgerðanna ...“
Talsverðar umræður urðu um
þessa tillögu og lýstu sumir því að
vel mætti fella niður ákveðinn
greini á orðinu „aðgerðanna".
Þegar gengið var til atkvæða var
tillagan felld með 23 atkvæðum
gegn 6, en 19 fundarmenn sátu hjá.
Var tillagan því felld með minni-
hluta fundarmanna eða 47,9%
Kona slasast í umferðinni
— Yitni vantar að slysinu
LÖGREGLAN var kölluð upp á
Laugaveg laust eftir klukkan 10 í
gærmorgun vegna umferðarslyss.
Þegar lögreglumenn komu þang-
að fundu þeir konu liggjandi á
nyrðri akgrein Laugavegar á
móts við húsið númer 178 en
engan fundu þeir bílinn.
Konan var flutt á slysadeildina
og reyndist hún talsvert slösuð,
m.a. mjaðmargrindarbrotin. Hún
hafði þá sögu að segja, að hún
hefði verið að koma úr strætis-
vagni, leið númer 5, og hefði hún
festst í vagninum með fyrrgreind-
um afleiðingum. Hins vegar kann-
ast vagnstjórinn ekki við að hafa
orðið var við nokkuð slíkt.
í þessu sambandi þarf slysa-
rannsóknadeild lögreglunnar
nauðsynlega að ná tali af konu,
sem stóð í strætisvagnaskýli þarna
rétt hjá og sá hvað gerðist. Kona
þessi gaf sig á tal við tvo menn
eftir slysið en gaf sig ekki fram við
lögregluna. Er konan vinsamlega
beðin að hafa samband við lögregl-
una strax.
Þingmenn Sjálfstæðisflokksins í öllum kjördæmum:
Hringvegurinn og vegir til allra
þéttbýlisstada á landinu verði
lagðir slitlagi á næstu 15 árum
ÞINGMENN Sjálfstæðisflokksins úr öllum kjördæmum landsins hafa lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um varanlega vegagerð.
Samkvæmt tillögunni er gert ráð fyrir að á næstu fimmtán árum verði lagðir vegir með bundnu slitlagi til allra þéttbýlisstaða á landinu. auk
þess sem hringvegurinn verði lagður slitlagi. Er þessu fimmtán ára tímabili skipt niður í þrjú tímaskeið, 1979 til 1984,1984 til 1989, og 1989 til
1994. í tillögunni er einnig gerð grein fyrir á hvern hátt megi fjármagna þessar framkvæmdir.
Stálu sígar-
ettum fyrir
300 þúsund
RANNSÓKNARLÓGREGLA
ríkisins hefur upplýst innbrot í
verzlunina Iðufell fyrir þremur
vikum en þá var stolið 50 lengjum
af sígarettum og einhverju af
vindlum, en söluandvirði þýfisins
mun vera nálægt 300 þúsund
krónum. Tveir piltar tæplega
tvítugir reyndust vera þjófarnir.
Níu lengjur af sígarettum komu í
leitirnar hjá piltunum.
I greinargerð með þingsályktunar-
tillögunni er sagt, að það sé brýnasta
hagsmunamál þjóðarinnar að gerðir
verði vegir til allra þéttbýliskjarna á
landinu, og að lagðir verði vegir upp
úr snjó. Samhliða beislun orku
fallvatna og í iðrum jarðar sé þetta
einnig arðbærasta framkvæmdin.
Því beri nauðsyn til þess, að Alþingi
taki þegar í stað ákvörðun í máli
þessu.
Samkvæmt tillögunni er fyrsta
tímabilinu, árunum frá 1979 til 1984,
skipt niður í sjö framkvæmdahluta:
a) Þjórsá — Vík í Mýrdal.
b) Kjalarnes — Akureyri — Húsa-
vík.
c) Egilsstaðir — Eskifjörður —
Fáskrúðsfjörður.
d) Höfn í Hornafirði — Flugvöllur.
e) Isafjörður — Bolungarvik og
ísafjörður — Súðavík.
f) Tenging við Akranes, Hvamms-
tanga, Sauðárkrók, Dalvik, Þorláks-
höfn, Eyrarbakka, Stokkseyri.
g) Ólafsvík — Hellissandur.
Framkvæmdum á tímabilinu frá
1984 til 1989 er skipt niður í tíu
framkvæmdaliði:
a) Borgarnes — Stykkishólmur —
Búðardalur að Þorskafjarðarheiði.
b) Patreksfjörður — Tálknafjörður
— Bíldudalur.
c) ísafjörður — Flateyri — Þing-
eyri.
d) Blönduós — Skagaströnd.
ej Sauðárkrókur — Siglufjöröur.
f) Aðaldalur — Reynihlíð.
g) Egilsstaðir — Jökulsá á Dal.
h) Fáskrúðsfjörður — Höfn í
Hornafirði.
i) Biskupstungnavegur að Laugar-
vatni.
j) Skeiðavegur að Þjórsárdalsvegi.
í þriðja lið framkvæmdaáætlunar-
innar, það er á árunum 1989 til 1994,
er gert ráð fyrir að hringvegi veri
Iokið, allir þéttbýlisstaðir tengdir, og
auk þess byggðir upp fjölförnustu
dreifbýlisvegir eftir því sem fjár-
magn hrekkur til. Framkvæmdir
verði fjármagnaðar þannig:
1. Með happdrættisláni, 2000
milljónir króna á ári.
2. Með framlagi Byggðasjóðs, 1000
milljónir króna á ári.
3. Með umframtekjum af sérskött-
um umferðarinnar frá og með næstu
áramótum, þó eigi lægri fjárhæð en
2000 milljónir króna á ári.
í tillögunni er gert ráð fyrir að
allar framangreindar fjárhæðir
haldi raungildi sínu ár frá ári. Þá
verði einnig athugað sérstaklega að
stytta framkvæmdatímabilið úr
fimmtán árum í tíu, sé þess kostur.
Þá gerir þingsályktunartillagan
ráð fyrir þvi, að tekin verði erlend
lán til framkvæmdanna þegar og ef
þörf gerist í samræmi við lánsfjár-
áætlun hverju sinni, og ennig til
eftirtalinna verkefna:
1. Garður og brú yfir Botnsvog.
2. Lúkning Borgarfjarðarbrúar.
3. Göng í gegnum Breiðadalsheiði.
4. Vegsvalir á hættustöðum
Óshlíðar og Óláfsfjarðarmúla.
5. Reykjanesbraut (Reykjavík —
Kópavogur — Garðabær — Hafnar-
fjörður).
7. Brú á Ölfusárós.
Með fjármagni á vegáætlun hverju
sinni skal leggja sérstaka áherslu á
byggingu vega upp úr snjó, og enn
fremur hið fyrsta byggingu eftir-
talinna snjóþungra og lélegra vegar-
kafla, þótt síðar á framkvæmda-
tímabili yrðu lagðir bundnu slitlagi:
a) Stykkishólmur
fjörður — Ólafsvík.
— Grundar-
b) Djúpvegur og tenging Inn-Djúps
við A.-Barð.
c) Vesturlandsvegur (efri hluti
Norðurárdals).
d) Holtavörðuheiði.
e) Hrútafjarðarháls.
f) Víkurskarð.
g) Melrakkaslétta.
h) Hvalnesskriður.
Flutningsmenn þingsályktunartil-
lögunnar eru eftirtaldir þingmenn
Sjálfstæðisflokksins:
Sverrir Hermannsson, Ólafur G.
Einarsson, Matthías Bjarnason,
Lárus Jónsson, Eggert Haukdal,
Friðjón Þórðarson, Eyjólfur Konráð
Jónsson og Geir Hallgrímsson.
Pilturinn
sem lézt
Myndin er af piltinum frá ísafirði
er lézt í bílslysi aðfararnótt sl.
sunnudags. Hann hét Gautur
Ágúst Ulfarsson til heimilis að
Sólgötu 8 á ísafirði og var hann
17 ára.