Morgunblaðið - 14.12.1978, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 1978
7
Þeirra
eigin orö
Morgunblaðið hefur að
undanförnu rifjað upp
ýmis ummæli sem svo-
kallaðir forystumenn
verkalýðshreyfingarinnar
eða flokksleiðtogar
Alpýðubandalagsins
sögðu um „samningana í
gildi“ fyrir kosningar og
eftir að ríkisstjórn skatt-
heimtunnar settist að
völdum. Eins og pessi
ummæli bera með sér,
skiptir algjörlega í tvö
horn eftir tímasetning-
unni:
Fyrir kosningarnar var
rauði práöurinn í áróðrin-
um pessi: „Við látum ekki
bjóða okkur Þá ósvinnu
að samningar séu rofnir á
okkur“, svo að vitnað sé
til Lúðvíks Jósepssonar.
„Þeir sem hafa 120—150
Þús. kr. í laun á mánuði
neita Því að hlýða á
sparnaðarraus Þeirra,
sem sjálfir hafa 8—900
Þús. kr. á mánuði", sagði
hann ennfremur.
Og til Þess að halda sig
við Neskaupstað er ekki
úr vegi að rifja upp, hvað
formaður verkalýðs-
félagsins par, Sigfinnur
Karlsson, sagöi eftir að
ríkisstjórn skattheimt-
unnar var mynduð:
„Gagnvart láglaunafólki
tel ég Það ekki koma til
greina að hleypa Þeirri
12—14% kauphækkun,
sem koma á 1. des. n.k.,
út í verðlagið. í kjölfarið
myndi svo koma hol-
skefla af hækkunum og
svo 15—20% gengisfell-
ing í janúar. Verra gæti
varla komið fyrir lág-
launafólk.
... Ég óttast pað, að ef
Þessi 12—14% kaup-
hækkun fer út í verðlagið,
kalli pað á 20—25% fisk-
verðshækkun, sem aftur
á móti Þýðir, að frystihús-
in stöðvast og atvinnu-
leysi heldur innreið sína
og síðan, eins og ég
sagði áðan, gengisfelling
enn á ný. Þess vegna tel
ég Það betra fyrir verka-
fólk aö gefa eitthvað
lítillega eftir nú, heldur
en að fá á sig holskeflu
verðhækkana."
Ekki pólitík,
sagöi Guö-
mundur J.
Það er auðvelt verk að
halda áfram að láta orðin
fyrir kosningar tala til
Þess aö afhjúpa enn
frekar mestu svik kosn-
ingafyrirheita borið sam-
an við efndirnar eftir á.
En einhvers staðar verö-
ur að láta staðar numið.
Þó er óhjákvæmilgt að
rifja upp skírskotun
Guðmundar J.
Guðmundssonar til Þess,
að hinn almenni verka-
maður og verkakona væri
heiðarlegt fólk, orðheldið
og mætti ekki vamm sitt
vita. Þetta sagði hann
fyrir kosningar og tók
sérstaklega fram, að
hann skildi ekki Það fólk,
sem héldi, að pólitískar
hvatir lægju að baki and-
stööu sinni við efnahags-
aðgeröirnar í febrúar.
Nú liggur Það fyrir
svart á hvítu, aö Þessi
sami maður beitti sér
sérstaklega fyrir Því, að
Verkamannasamband is-
lands lýsti yfir stuðningi
sínum viö efnahags-
aðgerðirnar 1. desember,
sem fólu í sér 8% skerð-
ingu á kaupgjaldsvísitölu,
og lét pess jafnframt
getiö á AlÞingi, að hann
væri „ákaflega ósmeykur
við aö koma fram fyrir“
sína „félaga með pessa
réttindalöggjöf".
Þaö er ekki að ófyrir-
synju að Guðmundur J.
Guðmundsson hefur
hlotið viðurnefnið „jaki“.
^Þá munum við greiða öDum
borgarstarfsmönnum laun
í samræmi við samninga”
- sagði Sigurjón Pétursson for-
seti borgarstjórnar \<t.
Austurstræti 22
2. hæö
sími 281 55
Þakkir
Innilegar þakkir sendi ég öllum þeim, sem á
margvíslegan hátt glöddu mig á 75 ára afmæli
mínu þann 24. nóvember s.l.
Jón Kr. Elíasson,
n Bolungavík.
Fræðslufundur
Haldinn veröur fræöslufundur fimmtudaginn 14.
des. n.k. kl. 20.30 í Félagsheimili Fáks, sýndar
veröa kvikmyndir ma. frá Evrópumótinu 1977 í
Skiveren, Kappreiöum Fáks og ef til vill gamlar
landsmótsmyndir.
Hestamannafélagið Fákur.
Þegar faríð er í
bæinn til fatakaupa
Stakir jakkar og föt.
Ný tískusnið.
Stórkostlegt úrval af herrafatnaöi.
Hagstætt verö t.d.
Fötfrákr. 40.900
Stakir jakkar frá kr. 24.700
Skyrtur frá kr. 2.990
Terelynebuxur frá kr. 9.900.
Austurstræti
:27211