Morgunblaðið - 14.12.1978, Side 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 1978
Tillaga sjálfstæðismanna:
„Reykjavíkurvika
í tengslum við af-
mælisdag Borgariimar
Borgarfulltrúar Sjálfstæð-
isflokksins fluttu eftirfar-
andi tillögu á fundi borgar-
stjórnar 7. des. „Borgarstjórn
samþykkir, að ár hvert skuli
efna til sérstakrar „Reykja-
víkurviku" í tengslum við 18.
ágúst, afmælisdag borgar-
innar. Dagskrá „Reykjavík-
urviku" skal annars vegar
miðast við að kynna Reykvík-
ingum borgarstofnanir, hlut-
verk þeirra og starfsemi og
hins vegar að lífga upp á
bæjarbrag með listviðburð-
um og útiskemmtunum og
skal leita eftir samstarfi við
áhugamannafélög í borginni
um þann þátt. Um Reykja-
víkurviku skal sjá 3ja manna
nefnd kjörin af borgarráði til
árs í senn.
Með nefndinni
skulu starfa þeir embættis-
menn sem borgarráð ákveður
hverju sinni.“ Davíð Oddsson
fylgdi tillögunni úr hlaði og
sagði þetta ekki eiga að vera
neinn stórviðburð, t.d. eins og
Listahátíð. Heldur ætti þetta
að verða smá upplyfting fyrir
borgarbúa.
Sjöfn Sigur-
björnsdóttir lagði til að
málinu yrði vísað til borgar-
ráðs. Tók Davíð Oddsson
undir það, sem síðan var
samþykkt.
Sumir versla dýrt —
aðrir versla hjá okkur
Okkar verð eru ekki tilboð
^ heldur árangur af M
hagstæðum innkaupum
QualilifStfeet
QualituStreet
Otrúlegt
íslensku og erlendu sælgæti
konfekti og sælgæti.
Gjafa kexboxin vinsælu
með fallegu myndunum
Hneturnar ómissandi
í netpokunum,
y1/ 3 tegundir.
U Góðu gamaldags
^^t4—-^Jélaknöllin:
jjgy í jólapakkann.
ájólatréð
og sem
Æ&1 -A kökuskraut.
Opið til
kl. 20.00
álaugardag
STARMYRI 2 AUSTURSTRÆTI 17
.....
»iii, it'lllll Slr,'“' %iF^<>ii.iiifoH;
Magnús Magnússon:
Skottulæknar
Landlæknir hefur nú „að gefnu
tilefni" birt greinar úr læknalög-
um og lögum um sjúkraþjálfun til
þess að menn geti áttað sig á
skottulæknum. Tvö atriði um-
ræddra ívitnana eru sérstaklega
feitletruð til auðkenninga, annað
þessara atriða er að „auglýsa sig“
en hitt er „nudd.“
Hver er ástæðan fyrir því að
skottulæknar koma fram á sjónar-
sviðið og þrífast? Margir telja að
það sé fyrir þá sök að hópur
manna berjist við krankleika sem
þeir fá ekki bót á þrátt fyrir mikla
leit til löggiltra lækna og sjúkra-
þjálfara. Sé þetta rétt þá er
flóttinn til skottulæknisins síðasta
von og sjaldnast frá glæstum
vonum að hverfa.
Fólk sem haldið er „ólæknandi"
sjúkdómum, svo sem sykursýki,
mígrene og exemi hafa stofnað
með sér félög og hafa fengið
löggilta lækna í lið með sér. Fleiri
félög mætti og nefna í þessu
sambandi sem eins fara að svo sem
krabbameinsfélag og félag
kransæða- og hjartasjúklinga.
Þessi félög stofna til fjáröflunar
með happdrættum ef vera kynni
að peningar gætu hjálpað. Feiknin
öll eru unnin, ekki aðeins fyrir
þessa fjáröflun heldur fyrir al-
mannafé.
Á læknaþingi nú á þessu ári var
árangri þessa mikla starfs lýst á
þá leið að dánartala hjarta- og
æðasjúklinga hefði náð hámarki
fyrir tveimur árum. Ef til vill er
þessu svipað farið á öðrum sviðum.
Ef til vill er dánartala þó ekki alls
staðar enn í hámarki.
Það er öllum ljóst að þau
vinnubrögð sem við hafa verið
höfð eru ekki að öllu leyti
fullnægjandi og töluverður hópur
fólks lifir ennþá og hrærist meðal
okkar þrátt fyrir ofangreinda
starfsemi með „ólæknandi" og lítt
þolandi sjúkdóma. Þetta fólk
fréttir að nágranni, skyldmenni
eða vinur hafi fengið bót á exemi,
migrene, háþrýstingi, bakverkjum,
blöðrubólgu, astma o.fl. hjá
skottulækni. Ef skottulæknar
fyrirfinnast leitar þetta fólk þá
uppi, því löggiltu læknarnir hafa
reynt en ekki tekist, enda eru
sjúkdómarnir oft ólæknandi að
þeirra mati, og þá auðvitað réttu
mati.
Á það ákvæði sem um getur í
upphafi 15. gr. læknalaga um bann
við skottulækningum rétt á sér?
Einhverjir munu segja að hér sé
verið að vernda landslýð gegn
svikum og prettum. Þetta getur að
sjálfsögðu verið rétt, en við erum
i'm leið svipt þeim möguleikum
sem skottulækningar bjóða upp á.
Það er líkt með skák og löggilt-
um lækningum að menn eru ekki á
eitt sáttir um eðli þeirra. Sumir
telja skákina íþrótt, en aðrir telja
hana list. Sumir telja læknisstarf-
ið vísindi, en aðrir tala um
læknislist.
Vitað er að löggiltir læknar eru
ósammála um lyfjagjafir. Lyfin
eru þó sá sproti sem mest mun
notaður af löggiltum læknum.
Einnig munu þeir hafa skiptar
skoðanir á rafstraumi við geð-
lækningar. Þegar um vísindi er að
ræða mun það fátítt að vísinda-
menn sömu greinar byggi and-
stætt álit á eigin tilfinningu og
haldi henni fram í nafni vísinda.
Þetta gerist bæði í orðræðum og
skrifum löggiltra lækna sbr. skrif
„heimilislæknis" í Dagblaðinu í
vikunni 26. nóv. til 2. des. þ.á.
Vegna þessa hafa menn talið líkt á
komið með löggiltum læknum og
skottulæknum, báðir hóparnir
byggi störf sín á tilfinningu og
kúnst. Báöir hóparnir una þessum
samjöfnuði almennings illa og
þykir á sig hallað, ekki síður
skottulæknunum.
Þegar hugtakið skottulækning
er skilgreint svo víðtækt sem hér á
landi er mikil hætta á, að eitthvað
gott kunni að fara forgörðum sem
Magnús Magnússon
sjúkum mætti verða til góðs. Hver
á svo að dæma um hættuna við því
að leita til skottulæknis? Að
sjálfsögðu getur þar ekki verið um
löggiltan lækni að ræða, því
enginn getur dæmt um það sem
hann ekki kann. Verður fólk ekki
að fá að dæma sjálft!
Hægt væri að gera hlutlausa
könnun á því hvort sjúklingar
skottulækna eða löggiltra lækna
hefðu fengið hlutfallslega fleiri
misheppnaðar lækningameðferðir.
Erfiðleikar við að gera slíka
rannsókn sem þessa eru þeir að
sjúklingar skottulækna eru flestir
haldnir „ólæknandi" sjúkdómum.
Það er augljóst að ef þessi
lagagrein er hugsuð til að vernda
sjúklinga þá getur hún snúist í
andstæðu sína.
Ýmsir þeir sem flokkast hér
undir skottulækna starfa á lögleg-
an hátt í nágrannalöndum okkar
t.d. þeir sem stunda „hina eðlu
kúnst, svæðanudcí," svo vitnað sé í
Lis Andersen, sjúkraþjálfara.
Nú tíðkast það mjög að menn
fari utan til að leita löglegra
lækna þegar íslensk læknislist
Sigurjón Pétursson:
Lóðaúthlutunum fækkar
a.m.k. næstu þrjú ár
í svari borgarstjóra við fyrir-
spurn Magnúsar L. Sveinssonar
um lóðaúthlutanir á næsta ári,
sem borin var fram á síðasta
fundi borgarstjórnar kom eftir-
farandi í ljós. í Seljahverfi
verður úthlutað 70—90 lóðum
undir einbýlishús, 28 lóðum
undir raðhús og lóðum undir 100
íbúða blandaða byggð. í nýja
miðbænum verður úthlutað lóð-
um undir 100 íbúðir í fjölbýli.
Á Eiðisgranda verður úthlut-
að 14 raðhúsalóðum. Auk þessa
mun borgin gera lóðir undir 178
íbúðir í Selási byggingarhæfar á
næsta ári. Sigurjón Pétursson
upplýsti, að lóðaúthlutunum
myndi fækka frá því sem verið
hefur á liðnum árum, myndi