Morgunblaðið - 14.12.1978, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 1978
Halldór I.
Elíasson:
Hausar
í sandi
Hversvegna er verðbólgan
svona slæm, eins og af er látið?
Ætli alþingismenn okkar geri
sér einhverja grein fyrir því?
Við hlustuðum nokkrum sinnum
á fjármálaráðherra segja frá því
í sjónvarpinu, að hann hefði
heyrt nokkra fína menn lýsa því
yfir á virðulegum fundi erlendis,
að 10% verðbólga væri ákaflega
slæm. Ráðherrann dró síðan þá
ályktun af þessu, að verðbólgan
hjá okkur hlyti að vera beinlínis
hættuleg. Nú hamast fjármála-
ráðherra við að afla ríkissjóði
tekna til að standa að niður-
greiðslum, sem að hans sögn og
annarra stjórnarþingmanna
eiga að draga úr verðbólgunni.
Ég ber fulla virðingu fyrir þeirri
viðleitni, að standa heldur að
niðurgreiðslum með tekjuöflun
hjá ríkissjóði en með auðfengn-
um (?) yfirdrætti hjá seðlabank-
anum eða öðrum lánum. Ég tel
hinsvegar að með niðurgreiðsl-
unum hafi þingmennirnir
stungið höfðum sínum rækilega
í sandinn og sannað áþreifan-
lega algjört skilningsleysi sitt
gagnvart eðli verðbólgunnar. I
fyrsta lagi er það vafamál, hvort
eiginleg verðbólga verði eitt-
hvað minni og í öðru lagi eru
niðurgreiðslur líklegar til að
hafa jafnvel skaðlegri áhrif á
efnahagslífið en verðbólgan
megnar.
Við getum hugsað okkur, að
til niðurgreiðslu sé stofnað með
almennri lækkun á söluskatti og
tekna sé aflað með því að færa
söluskattinn um leið í sama horf
aftur. Þannig má finna dæmi
þess að niðurgreiðslur þurfi ekki
að hafa skaðleg áhrif, en ætli
ástæðan sé þá ekki eins og í
dæminu hér að ofan, að áhrifin
séu engin. Hinsvegar vitum við,
að þannig er ekki staðið að
niðurgreiðslum, heldur eru
ákveðnar vörur greiddar niður
og aðrar ekki eða minna. Þannig
valda niðurgreiðslur þeirra
röskun á verðmyndun, þeirri
skekkju í mati verðmæta til
peninga, sem er einnig versta
afleiðing verðbólgu. Ef einhver
ætlar að fara að halda því fram,
að verðbólgan orsaki skaðlegar
breytingar á verðhlutföllum en
niðurgreiðslur hinsvegar góðar,
vegna skynsamlegrar valdbeit-
ingar, þá vil ég gjarnan sjá
dæmi þess. Hvað með niður-
greiðslur á landbúnaðarvörum,
er þá ekki verið að vinna gegn
stefnu landbúnaðarráðherra og
bænda, sem vilja draga úr
framleiðslunni. Bændur auka
auðvitað framleiðsluna til að
borga skattana hans Steingrims
og selja hana ánægðum neyt-
endum á kostnað ríkisins.
Annars vildi ég einkum ræða
fyrri hluta fullyrðingar minnar,
að hin eiginlega verðbólga verði
síst minni. Með eiginlegri verð-
bólgu á ég við hækkanir á
kostnaði við framleiðsluna,
hvort sem það er ríkið eða
kaupendur framleiðslunnar,
sem borga þann kostnað. Hins-
vegar þóknast alþingismönnum
að kalla hækkanir á vöruverði
til neytenda verðbólgu og þeirri
„verðbólgu" geta þeir auðvitað
haldið niðri, með því að láta
ríkissjóð greiða hluta vöru-
verðsins áður en varan fer yfir
búðarborðið. Von þingmanna
okkar hlýtur að beinast að því,
að minni hækkun framfærslu-
vísitölu, sem mælir búðarverðið,
veldur minni hækkun verðbóta-
vísitölu og þarmeð minni launa-
hækkun, sem síðan gefur minna
tilefni til verðhækkana en ella.
Þessir ágætu menn virðast ekki
kæra sig um að sjá, að inn-
heimta þeirra á fé til að sinna
niðurgreiðslunum gefur hugsan-
lega alls ekki minna tilefni til
verðhækkana, heldur en launa-
hækkunin sem forðað var. Ég
veit ekki betur, en hugmyndin sé
að innheimta þetta einkum með
álögum á atvinnulífið. Ef sú leið
væri alfarið farin, mundi niður-
staðan vera svipaðs eðlis og í
söluskattsdæmi okkar hér að
framan, nema hvað hægt væri
að seinka hækkunum í nokkra
mánuði. Það er svo sérstakur
kapítuli, hvort fjármögnun á
niðurgreiðslum með lántökum
ríkisins, eykur verðbólguna ekki
enn meira.
Ef hluti af niðurgreiðslunum
er fjármagnaður með beinum
sköttum á einstaklinga, þá
mundi sá hluti ekki vera verð-.
hækkunartilefni (takist laun-
þegum ekki að semja um launa-
hækkanir á móti) og þannig
væri hægt að draga úr verðbólg-
unni. En þá væri líka búið að
minnka kaupmáttinn og ef það
er leyfilegt, þá þarf engar
niðurgreiðslur.
Þannig er það dálítið furðu-
legt, að Alþýðuflokkurinn, sem
berst með hvað mestum hávaða
gegn verðbólgu, hann vill fara
leið óbeinna skatta og fær meir
verðbólgu, en Alþýðubandalag-
ið, sem er með hávaða um
varðveizlu kaupmáttar, það vill
beina skatta og dregur þá óvart
úr verðbólgu en rýrir kaupmátt.
Það er ekki nóg með að hausarn-
ir séu komnir ofaní sandinn,
heldur þekkist ekki lengur hver
á hvaða haus.
Seltjarnarnesi 10.12.78
Valdís Óskarsdóttir höfundur
bókarinnar Litli loðnufiskurinn.
„Litli loðnu-
fiskurinn”
Ævintýri fyrir
börn eftir Valdísi
Óskarsdóttur
Ut er komin hjá bókaútgáfunni
Letri, bókin Litli loðnufiskurinn
eftir Valdísi Óskarsdóttur. Þetta
er ævintýri fyrir börn og segir
frá því að litli loðnufiskurinn
fyllist forvitni og vill fá að vita
hvað gerist bak við stóra dular-
fulla fjallið á sjávarbotni og hvað
,,uppgjörið“ sem eldri loðnurnar
tala um sé í raun og veru.
Valdís Óskarsdóttfr hefur áður
gefið út ljóðabókina Rauði svif-
nökkvinn ásamt Ólafi Hauki
Símonarsyni, Fýlupokarnir, ævin-
týri fyrir börn og Búálfarnir,
sömuleiðis ævintýri sem lesið var í
morgunstund barnanna s.l. haust.
Bókin Litli loðnufiskurinn er
myndskreytt af Sigþrúði Pálsdótt-
ur sem stundað hefur myndlistar-
nám í Evrópu og Bandaríkjunum
og er nú nemandi við School of
Visual Art í New York.
Án þú
HEFILBEKK?
GUNNAR ASGEIRSSON HF.
Akurvík, Akureyri — Reykjavík
BYGGINGAVÖRUVERZL. KÓPAVOGS
Aðventukvöld í
Hvammstangakirkju
Hvammstanga, 12. des.
SUNNUDAGINN 17. desember
verður haldið aðventukvöld í
Ilvammstangakirkju fyrir allar
sóknir Melstaðaprestakalls.
Hefst kvöldið klukkan 21 og
verður þar meðal efnis: Upplestur,
Sigurður H. Þorsteinsson skóla-
stjóri, hljóðfæraleikur, nemendur
Tónlistarskóla Vestur-Húnavatns-
sýslu, ræða kvöldsins, Brynjólfur
Sveinbergsson mjólkurbússtjóri.
Þá syngur kirkjukór Hvamms-
tangakirkju undir stjórn Helga S.
Ólafssonar og í lok samkomunnar
verða svo jólaljósin tendruð.
Þar sem þetta aðventukvöld er
fyrir allar sóknir prestakallsins, er
fólk eindregið hvatt til þess að
sækja það vel. Sóknarprestur
Melstaðaprestakalls er sr. Pálmi
Matthíasson.
- S.Þ.
Landssamband vörubifreiðarstjóra:
Vegagerðin hætti að taka
vinnulán hjá bílstjórum
Á þingi Landssamhands vöru-
bifreiðastjóra voru gerðar ýmsar
ályktanir m.a. um kjaramál,
vinnulánamál. lífeyrissjóði, vcga-
mál og innflutningsmál. í lok
þingsins var stjórnarkosning og
var öll stjórnin endurkosini
Einar Ögmundsson Reykjavík,
formaður, Ævar Þórðarson Akra-
nesi, Guðmundur Helgason Sauð-
árkróki, Björn Pálsson Egilsstöð-
um, Skúli Guðjónsson Selfossi og
Helgi Jónsson Keflavik.
í ályktun þingsins um kjaramál
segir að brýnasta verkefni sam-
bandsstjórnar sé að leiðrétta það
„ranglæti sem nú viðgengst gagn-
vart viðmiðunargrundvelli bílsins
svo og kaupi bifreiðastjórans". Um
vinnulánamál ályktaði þingið að
skora á Vegagerð ríkisins að hætta
töku vinnulána hjá vörubifreiða-
stjórum og þótt þau séu heimiluð
með þingsályktun Alþingis brjóti
þau í bága við 8. gr. gildandi
kjarasamnings við LV þar sem
segir að akstursgjald skuli greiða
hálfsmánaðarlega, auk þess sem
þau feli í sér misrétti er fram komi
í því, að vörubílstjórar er ekki hafi
ráð á að lána verði útundan um
vinnu. Telur landsþingið að vinnu-
lán megi aðeins eiga sér stað í
sérstökum undanþágutilfellum.
Um vegamál segir í ályktun
þingsins að fagnað er framkom-
inni þingsályktunartillögu um
lagningu slitlags á helztu þjóðvegi
á næstu 10 árum og er skorað á
Alþingi að láta ekki sitja við orðin
tóm. Lögð er áherzla á aukningu
fjárveitingar til vegaviðhalds, að
stillt sé í hóf hvers konar gjöldum
á ökutæki og auka beri samstarf
opinberra aðila og félagasamtaka
til að efla umferðaröryggi.