Morgunblaðið - 14.12.1978, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 1978
23
Gott verð f yrir
aflann erlendis
MIKIÐ er um landanir íslenzkra
íiskiskipa erlendis þessa dagana
«g tvo síðustu daga hafa 12 skip
selt í Bretlandi og V Þýzka-
landi.Undantekningalaust hafa
skipin fengið gott verð fyrir afla
sinn og meðalverðið verið frá 355
krónum upp í 434 krónur fyrir
kílóið.
í gær seldi Sigluvík 100 tonn í
Grimsby fyrir 43,4 milljónir,
meðalverð 434 krónur. Arsæll
Sigurðsson seldi 49 tonn í Hull
fyrir 19.6 milljónir króna, meðal-
verð 399 krónur. Gylfi seldi 77
tonn á sama stað fyrir 28,2
milljónir, meðalverð 366 krónur.
Gullberg NS 11 seldi 85 tonn í
Fleetwood fyrir 32,5 milljónir,
meðalverð 382 krónur.
Arni í Görðum seldi í gær 58,2
tonn í Cuxhaven fyrir 21.7
milljónir, meðalverð 370 krónur.
Geirfugl seldi 41,2 tonn í Cux-
haven fyrir 15,2 milljónir, meðal-
verð 369 krónur. Þá landaði Gylfi
einnig erlendis í gær, en tölur um
sölu hans höfðu ekki borizt LÍÚ
síðdegis í gær.
A mánudag lönduðu fjögur skip
ytra. Jón Dan GK 141 landaði 120
tonnum í Hull og fékk 42,5
milljónir króna fyrir aflann,
meðalverð 355 krónur. Hvanney
frá Hornafirði seldi 42.3 tonn í
Grimsby fyrir 16.5 milljónir,
meðalverð 391 króna. Rauðinúpur
frá Raufarhöfn seldi 97,6 tonn í
Grimsby fyrir 40 milljónir, meðal-
verð 410 krónur. Guðsteinn GK
140 seldi 169,3 tonn í Grimsby
fyrir 62.7 milljónir, meðalverð 370
krónur.
I dag landa nokkur skip í viðbót
ytra: í Bretlandi selja Gissur hvíti,
Ólafur Bekkur, Sigurbjörg, Karls-
efni og Gullver. I Þýzkalandi selja
Fjölnir, Hrafn Sveinbjarnarson og
Bergur.
Leiðari í Tímanum í gœr:
Alþýðubandalagið ígervi
tyftunarmeistarans, en Al-
þýðufíokkurinn á miHi vita
„Eins og alþjóð er löngu
kunnugt og best hefur sannast
á undan gengnum mánuðum
bregður Alþýðubandalagið sér
í ólfklegustu kvikinda líki
þegar svo ber undir“. Þannig
hefst leiðari í Tímanum í gær,
en hann hefur yfirskriftina
„Sjöfn í öskuna.“
I leiðaranum er deilt á
samstarfsflokka Framsóknar-
flokksins í ríkisstjórn og
borgarstjórn Reykjavíkur. Um
gervi Alþýðubandalagsins seg-
ir ennfremur f Tfmanumt
Nýjasta lfki Alþýðubandalags-
ins er gervi tyftunarmeistarans
sem agar óstýrilátt lið í borgar
málum Reykjavíkur af nokkru
yfirlæti og talsverðum þjósti.
Ungri konu varð það f sölum
borgarstjórnar að anda helst
til frjálslega á einum fundin-
um, og fyrir það skal hún sett í
öskustó að hefðbundnum hætti
vandlátra stjúpmæðra.“
Sfðan er getið fjárhagsvand-
ræða Reykjavíkurborgar og
kaflanum um Alþýðubandalag-
ið f leiðaranum lýkur á eftirfar-
andi hátti „Gorgeir og yfirlæti
eins og það sem þeir hafa nú
sýnt einni af sfnum minnstu
systrum í borgarstjórn Reykja-
vfkur hlýtur að skilja eftir sig
sár og verður varla til þess að
styrkja samstarfið í borgar-
stjórninni“.
Þessu næst er vikið að
Alþýðuflokknum og þar segir
að vinnubrögð Alþýðuflokks-
manna séu með þvflfkum
endæmum og slíkum öngþveits-
brag að torvelt sé að skilja
hvað sé á seyði. Sfðan segir að
gaman það sem „alikratar“
stundi á kostnað almennings
um þessar mundir sé svo villt
og hömlulaust að aðeins geti
skaðað flokkinn og fulltrúa
hans.
Niðurlag leiðarans er svo-
hljóðandii
„Eins og ástatt er fyrir
Alþýðuílokknum verða sam-
starfsmenn hans þvf trúlega að
taka mjúklega á honum um
hrfð og Ieiða hann vináttusam-
lega sér við hönd og láta ekki
ólíklega að honum meðan hann
er milli vita og veit ekki sitt
rjúkandi ráð í nokkru efni.“
Mál Thorpes fer
fyrir Old Bailey
Minehead. Englandi,
13. desember, AP.
Veður
víða um heim
Akureyri 5 alskýjað
Amsterdam 10 rígning
Apena 15 skýjaó
Barcelona 19 skýjað
Berlín 10 skýjað
Brtlssel 8 > rigning
Chicago 12 skýjað
Frankfurt 12 rigning
Genf 9 skýjað
Helsinki -6 skýjað
Jerúsalem 11 skýjað
Kaupmannah. 4 rigning
London 12 skýjaö
Los Angeles 23 skýjað
Madríd 15 rigning
Malaga 21 léttskýjað
Maliorca 20 léttskýjaö
Míami 19 skýjað
Moskva -14 skýjað
New York 5 skýjað
Ósló -2 skýjað
París 12 skýjað
Reykjavík 8 léttskýjaö
Rio De Janeiro 13 léttskýjað
Rómaborg 16 skýjað
Stokkhólmur 2 skýjað
Tel Aviv 17 skýjað
Tókýó 14 léttskýjað
Vancouver 6 skýjað
Vínarborg 3 boka
KVIÐDÓMUR sem íjallað
hefur um mál Jeremy
Thorpes fyrrverandi leið-
toga Frjálslynda flokksins
og þriggja annarra manna,
sem gefið er að sök að hafa
stofnað til samsæris um
morð, úrskurðaði í dag, að
máli fjórmenninganna
skyldi vísað til sakamála-
dómstólsins Old Bailey í
Lundúnum.
Ennfremur var ákveðið
að höfðað skyldi mál á
olíuframleiðsluríkja von-
ast til að þrefalda umsvif
sín í olíuhreinsun á næstu
tíu árum á sama tíma og
olíuhreinsunarstöðvar í
Vestur-Evrópu eru að
minnka umsvif sín að því
er haft er eftir háttsettum
arabískum embættismanni
í dag.
Að sögn þessa embættismanns
hendur Thorpe fyrir að
hafa hvatt mann til að
myrða sýningarmanninn
Norman Scott.
Þegar kviðdómurinn kynnti nið-
urstöður sínar var ekki að sjá nein
svipbrigði á fjórmenningunum.
Við það tækifæri neituðu þeir enn
sekt sinni, og Thorpe sagðist
mundu verja sig af hörku þegar
málið væri tekið upp í Old Bailey.
Málaferlin þykja mesta pólitíska
hneyksli sem komið hefur upp á
Bretlandseyjum frá því að John
Profumo ráðherra varð að segja
sig úr stjórn Harolds Macmillan
árið 1963 vegna sambands síns við
Kristínu Keeler.
ættu aukin umsvif OPEC-ríkja í
olíuhreinsun ekki að koma svo
mjög við efnahag hinna vestrænu
ríkja þar sem flestar hreinsunar-
stöðvar þeirra væru orðnar úrelt-
ar.
Samkvæmt þessari áætlun
mundu ríki Vestur-Evrópu, Japan
og Bandaríkin hugsanlega þurfa
að auka mjög viðskipti sín við
Arabaríkin. Gert er ráð fyrir því
samkvæmt áætluninni að hægt
verði að hreinsa 6—7 milljónir
tunna á dag á móti 2 milljónum
nú, en dagleg framleiðsla OPEC-
ríkja er 20 milljónir tunna.
OPEC-ríkl:
Auka eigin olíuhreinsun
Abu Dhabi, 13. desember — AP
RÍKI í OPEC samtökum
Þetta gerðist
1977 — Undirbúningsviðræður
ísraelsmanna og Egypta í Kaíró.
1971 — Samkomulag Nixons og
Pompidous um gjaldeyrismál.
1963 — Fyrstu myrkvanir af
völdum orkukreppu í Bretlandi.
1%1 — Stórsókn gæzluliðs SÞ
til Elizabethville í Katanga.
1954 — Enosis-málið á Kýpur
leiðir til óeirða í Aþenu.
1946 — Stofnun aðalstöðva SÞ í
New York samþykkt á Allsherj-
arþinginu.
1945 — George Marshall sendur
til að miðla málum í Kína.
1941 — Bandarískir landgöngu-
liðar veita viðnám á Wake-eyju.
1939 — Rússland rekið úr
Þjóðabandalaginu.
1918 — Sidonio Paes, forseti
Portúgals, ráðinn af dögum.
1916 — Danir samþykkja í
þjóðaratkvæði að selja Banda-
ríkjamönnum Dönsku Vest-
ur-Indíur fyrir 25 milljónir
dollara.
1913 — Grikkir innlima Krít.
1911 — Amundsen kemur á
Suðurpólinn fyrstur manna.
1877 — Serbar í stríð með
Rússum gegn Tyrkjum.
1822 — Ráðstefnunni i Verona
lýkur.
1799 — George Washington
andast í Mount Vernon, 67 ára
1542 — Valdataka Maríu Skota-
drottningar eftir lát Jakobs V.
Almæli dagsinst Tycho Brahe,
danskur stjörnufræðingur
(1545—1601) — James Bruce,
Fry,
1934)
leik-
— Lee Remick,
kona (1935— ).
Innlenti „Vísir“, fyrsta íslenzka
dagblaðið, hefur göngu sína 1910
— „Coot“, fyrsti togari Íílend-
inga, strandar á Keilisnesi 1908
— Bændaflokkur stofnaður 1933
— 25 farast í fárviðri 1935 — D.
Helgi Helgason tónskáld 1922 —
Árni Helgason biskup 1869 —
Vígð kirkja á Eyrarbakka 1890
— F. Hannes Pétursson 1931.
Orð dagsinsi Blekkingin um
betri tima en samtímann hefur
trúlega gagntekið alla tíma —
Horace Greeley, bandariskur
ritstjóri (1811-1872). .
TWEED&
AFTUR TWEED
ADAfflJOfl
frá Kóróna
BANKASTR/ETI 7. SÍMI 29122. AÐALSTRÆTI 4. SÍM115005.