Morgunblaðið - 14.12.1978, Qupperneq 25
24
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 1978
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 1978
25
flforgustlrlftfrifc
Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guómundsson.
Fréttastjóri Björn Jóhannsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson
Ritstjórn og afgreiösla Aóalstræti 6, sími 10100.
Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22480.
Áskriftargjald 2500.00 kr. á mánuði innanlands.
í lausasölu 125 kr. eintakið.
Það brakar og
brestur í kerfinu
Enginn dregur í efa, ekki einu
sinni ríkisstjórn skatt-
heimtunnar, að knýjandi nauðsyn
sé á efnahagsráðstöfunum, sem
duga til langframa, — sem leiða til
þess, að verulega dragi úr verð-
bólgunni. Sömuleiðis eru allir
sammála um, að meinsemd efna-
hagslífsins liggur í því, að á
atvinnuvegunum hafa dunið meiri
kostnaðarhækkanir en þeir hafa
risið undir. Það er af þeim sökum,
sem verið er að hleypa launa-
hækkununum 1. desember út í
verðlagið um þessar mundir. Þess
vegna lækkaði ríkisstjórnin gengið
um 15% í september og af sömu
ástæðu hefur gengið látlaust
haldið áfram að síga allar götur
síðan, til þess að láta tekjurnar
elta gjöldin. í því er meinið fólgið.
Þessu verður að breyta. í öllum
eðlilegum og heilbrigðum rekstri
er þessu öfugt farið. Þar er fyrst
byrjað á því að gera sér grein
fyrir, hverjar tekjurnar séu, og
síðan eru útgjöldin miðuð við það.
Sjávarútvegurinn er rekinn með
verulegu tapi í heild. Hin gífurlega
olíuverðshækkun, sem um þessar
mundir er að ganga yfir, gerir
þennan vanda enn stærri. Við það
bætist svo, að tap hraðfrysti-
iðnaðarins er um 5—6% og fer
sennilega yfir 10% eftir áramót.
Ný gengisfelling er því þegar í
farvatninu, en ugglaust verður
reynt að draga hana fram í
febrúar með þeim illu verkunum,
sem sá dráttur hefur á efnahags-
lífið, sem er helsjúkt fyrir. Það
segir svo sína sögu, að svo hefur
dregið úr innlendum sparnaði, að
óhjákvæmilegt er að taka erlend
rekstrarlán fyrir útflutnings-
atvinnuvegina, en hin erfiða
greiðslustaða þeirra nú veldur
vaxandi erfiðleikum í þjónustu-
greinum sjávarútvegsins, en
verslunin riðar til falls. Þannig
brakar og brestur í kerfinu, en
engin viðbrögð sýnileg frá ríkis-
stjórninni, enda gáir hún að engu
nema því, hvernig takast megi að
fá botnfylli í galtóman ríkiskass-
ann.
Ekki ber asninn
það sem ég ber
Með því að skerða kaupið um
8% 1. desember viðurkenndi
ríkisstjórnin, að búið væri að
ofbjóða greiðslugetu atvinnuveg-
anna. En Adam var ekki lengi í
Paradís. Nýjar byrðar voru lagðar
á atvinnureksturinn í staðinn og
er torvelt að sjá, hvernig þeir geta
fremur risið undir þeim en um-
sömdum launahækkunum. — Ekki
ber asninn það sem ég ber, sagði
karlinn forðum, þar sem hann sat
klofvega á asnanum og keyrði
hann áfram.
Glöggt dæmi um þetta er sú
borgarstjórn skattheimtunnar,
sem nú er við völd í Reykjavík,
ráðin í að svíkja sína eigin
samþykkt frá því í sumar um
samningana Í gildi. Fasteigna-
skattur á atvinnuhúsnæði hækkar
um 110,8% lóðarleiga iðnaðar- og
verzlunarhúsnæðis hækkar um
144,8% og aðstöðugjald á allar
greinar atvinnurekstrar hækkar
svo sem lög framast leyfa eða sem
svarar 750 millj. kr. umfram það,
sem orðið hefði að óbreyttum
reglum frá fyrra ári.
Ríkisstjórn skattheimtunnar
hefur þegar lagt tekju- og eignar-
skattsauka á atvinnureksturinn,
auk fyrningarskatts, sem kemur
þyngst niður á framleiðslu-
atvinnuvegunum. Atvinnuvegun-
um er ætlað að bera 2% launa-
hækkunarinnar 1. desember auk
ófyrirsjáanlegra útgjalda vegna
svokallaðra félagslegra umbótá.
Þá er fyrirhuguð veruleg hækkun
á tekju- og eignarsköttum, auk
annarra íþyngjandi aðgerða fyrir
atvinnureksturinn.
Og þó er viðurkennt að atvinnu-
reksturinn getur ekki staðið undir
því, sem þegar héfur verið á hann
lagt. Það er ekki undarlegt, þótt
ýmsir kjósendur skattheimtu-
flokkanna í vor séu vokins um það
að halda þeim stuðningi áfram.
Aukin framleiðni
eða lakari lífskiör
Fram hjá þeirri staðreynd
verður ekki gengið, að við
verðbólguna verður ekki ráðið
nema með því að auka afrakstur
atvinnuveganna. Að öðrum kosti
hljóta lífskjörin að versna, eins og
raunar er fyrirsjáanlegt að verði á
næsta ári, ef marka má spár
Þjóðhagsstofnunar.
Og fólkið í landinu, hinn
almenni borgari gerir sér þetta
ljóst. Atvinnuleysisvofan er þegar
komin í dyragættina og henni
verður ekki bægt frá, nema
svigrúm atvinnuveganna aukist
nema þær staðreyndir efnahags-
lífsins séu viðurkenndar, að það
þarf meiri verðmætasköpun til
þess að standa við aukinn kaup-
mátt launa. Það er hægt að fleyta
sér áfram um stuttan tíma með
vaxandi lántökum eða með því að
ganga á höfuðstólinn. En til
langframa gengur það ekki. Fyrr
eða síðar kemur að skuldadögum.
Að því leyti svipar saman þjóðar-
búinu og venjulegum heimilis-
rekstri.
Birgir
ísleifur
Gunnarsson
skrifar:
Það var óneitanlega mikið áfall
fyrir samstarf vinstri flokkanna í
borgarstjórn í síðustu viku þegar
tillögur þeirra um sorphirðugjald-
ið voru felldar. Með því urðu þeir
af tekjulið, sem átti að færa
borgarsjóði 300 millj. króna í
tekjur. Viðbrögð þeirra í dagblöð-
um hafa og sýnt, að í þeirra huga
er þetta stórmál. Á þennan atburð
er hinsvegar ekki hægt að líta sem
einangrað fyrirbæri, heldur verður
að skoða hann í ljósi þess, sem
helzt hefur einkennt samstarf
vinstri flokkanna frá upphafi.
Sigurvegari borgarstjórnar-
kosninganna í vor var tvímæla-
laust Alþýðubandalagið. Af átta
borgarfulltrúum vinstri flokkanna
hefur Alþýðubandalagið 5, Al-
þýðuflokkur 2 og Framsóknar-
flokkur 1. Þessi mikli sigur kallaði
strax fram þá verstu eiginleika,
sem sigurvegari getur opinberað,
þ.e. hroka, yfirgang og hégóma-
skap. Alþýðubandalagið tók strax
alla forystu í samningaumleitun-
um um samstarf. í fyrstu virtist
eins og borgarfulltrúi Framsókn-
arflokksins, Kristján Benedikts-
son, ætlaöi að sýna nokkuð sjálf-
stæði og selja sig dýrt í samstarf-
inu, en það náði ekki lengra en að
gera kröfu til borgarráðssætis,
sem Framsókn hafði ekki kjörfylgi
til. Að því fengnu hefur borgar-
fulltrúi Framsóknar ekki sýnt
neina tilburði í átt til sjálfstæðis
gagnvart Alþýðubandalaginu.
Forysta og frumkvæði
Alþýðubandalags
Forysta í samstarfinu og frum-
kvæði í stefnumótun hefur verið í
höndum Alþýðubandalagsins frá
upphafi. Það kom fram strax í
fyrsta málinu, sem borið var fram
í borgarstjórn, þ.e. samþykktinni
um að full vísitala skyldi greidd á
laun í áföngum. Sú samþykkt og
það loforð, sem þar var gefið hefur
reyndar verið svikið og það enn
fyrir frumkvæði Alþýðubanda-
lagsins. Hinar stórkostlegu álögur
á borgarbúa í formi fasteigna-
skatta eru og komnar frá Alþýðu-
bandalaginu, ekki sízt álögurnar á
atvinnureksturinn, sem eru liður í
samræmdum aðgerðum flokksins
til að sauma að einkaframtaki í
atvinnulífinu.
Sjöfn Sigurbjörnsdóttir
— hefur öðrum fremur
orðið fyrir yfirgangi Al-
þýðubandalagsins.
kemur glögglega fram t.d. í
félagsmálaráði, þar sem Gerður
Steinþórsdóttir, varaborgarfull-
trúi Framsóknarflokksins gegnir
formennsku svo og í stjórn (Kjar-
valsstaða og í Æskulýðsráði, en í
báðum þessum nefndum gegnir
Sjöfn Sigurbjörnsdóttir for-
mennsku. Þetta kemur og fram í
borgarráði, þar sem Björgvin
Guðmundsson er formaður. Alveg
er ljóst að Alþýðubandalagið er
þar sterkasti aðilinn. Borgarráðs-
menn vinstri flokkanna eru for-
ingjar samstarfsflokkanna og þar
eru þeir Björgvdn Guðmundsson og
Kristján Benediktsson eins og
puntudúkkur Alþýðubandalagsins.
Niðurlægja og lítils-
virða samstarfsmenn
En þeim Alþýðubandalags-
mönnum nægir ekki að þvinga
fram sina stefnu í ráðum og
nefndum. Ef þeim finnst nauðsyn
Atburöirnir í
borgarstjórn
Sorphirðumálið var og mál
Alþýðubandalagsins. Það var tekið
upp í hinu nýja framkvæmdaráði,
þar sem Adda Bára Sigfúsdóttir
situr í forsæti og allur undirbún-
ingur tillagnanna var í höndum
Þrastar Olafssonar, eins af aðal
hugmyndafræðingum Alþýðu-
bandalagsins.
Jafnvel í nefndum borgarinnar,
þar sem þeir hafa ekki formenn
vilja þeir Alþýðubandalagsmenn
greinilega ráða ferðinni. Þetta
til bera, þá hika þeir ekki við að
niðurlægja og lítilsvirða sam-
starfsmennina úr hinum flokkun-
um. Gott dæmi um það er af-
greiðsla borgarstjórnar á þeirri
samþykkt hafnarstjórnar að út-
hluta Eimskipafélagi íslands við-
bótarlóðum í Sundahöfn. Björgvin
Guðmundsson, formaður hafnar-
stjórnar, lagði mikla vinnu í það
l mál og fékk það samþykkt í
1 hafnarstjórn að úthlutun færi
I fram. Sjálfur taldi hann að
fræðsluráðs reyndi að beita sér í
málinu, enda gamall skólamaður
og þekkir því vinnutíma og starfs-
aðstöðu þessara manna. Fræðslu-
stjóri lagði fram tillögu í málinu,
sem Kristján Benediktsson gerði
að sinni og reyndi að koma henni
fram í borgarráði. Alþýðubanda-
lagið hlustaði ekki á hann. Sigur-
jón Pétursson tók sína afstöðu,
greiddi atkvæði gegn málinu í
borgarráði og fékk flokksmenn
sína til að gera slíkt hið sama í
Skyggnst
bak
við tjöldin
samkomulag hefði komizt á á milli
vinstri flokkanna um afgreiðslu
málsins og að Sigurjón Pétursson
myndi tryggja að við samkomulag-
ið yrði staðið. Fullur trúnaðar-
trausts á samstarfsaðilanum brá
Björgvin sér til útlanda, þegar
málið átti að afgreiðast í borgar-
stjórn. Það óvænta gerðist. Allir
borgarfulltrúar Alþýðubandalags-
ins snérust gegn málinu og var það
fellt í borgarstjórn. Enginn vafi er
á því, að Björgvin Guðmundsson
taldi þetta svik í samstarfinu.
Hann kaus þó að beygja sig undir
okið og þegja.
Annað dæmi um lítið mál:
Umhverfismálaráð undir forystu
Alþýðubandalagsins samþykkti að
þiggja að gjöf gamalt hús að
Laugavegi 68 og flytja upp í Árbæ.
I borgarráði voru þeir Björgvin
Guðmundsson og Kristján Bene-
diktsson hinir kokhraustustu,
höfðu mörg orð um að þetta væri
tóm vitleysa. Þeir sátu hjá í
borgarráði gegn vilja Sigurjóns
Péturssonar og málið fékk ekki
stuðning. Alþýðubandalaginu mis-
líkaði þetta og hafði frumkvæði að
því að tillaga var flutt í borgar-
stjórn og var Elín Pálmadóttir
meðflutningsmaður, en hún á sæti
í umhverfismálaráði og hefur
mikinn áhuga á slíkum málum.
Tillagan kom til atkvæða í borgar-
stjórn og fyrstu menn til að greiða
henni atkvæði voru Björgvin
Guðmundsson og Kristján Bene-
diktsson. „Hvað gerðist?" spurðu
menn hver annan. „Við hvesstum
bara á þá augun,“ sögðu Alþýðu-
bandalagsmenn glottandi og þar
með var málið útrætt.
Enn eitt dæmi um lítið mál: í
haust var rætt um launakjör
umsjónarmanna í skólum. Þetta er
ekki stórt mál á mælikvarða
borgarstjórnar, en mikilvægt fyrir
þá, sem þessum störfum gegna.
Kristján Benediktsson, formaður
borgarstjórn. Sjálfstæðismenn_
höfðu skilning á málum umsjónar-
mannanna, samþykktu tillögu
fræðslustjóra og björguðu því
málinu fyrir Kristjáni. I þessu
máli kom fram tillitsleysi Alþýðu-
bandalagsins gagnvart samstarfs-
aðila og jafnframt undir^efni
Kristjáns Benediktssonar, sem
ekki hafði þrek til að slá hnefanum
í borðið gagnvart Alþýðubanda-
laginu, en treysti á stuðning
sjálfstæðismanna.
Hvers vegna?
Nú spyrja menn vafalaust:
Hvers vegna? Hvers vegna eru
þeir Kristján og Björgvin svo
ósjálfstæðir gagnvart Alþýðu-
bandalaginu? Skýringarnar eru
vafalaust fleiri en ein. Báðir eru
þeir Kristján og Björgvin „gamlir
refir“ í pólitík og geta því betur en
ella leynt tilfinningum sínum, þótt
þeim mislíki og láta því ekki
hleypa sér auðveldlega upp. Það
sem þó ræður vafalaust meiru en
sú staðreynd að þeir hafa báðir
setið lengi í borgarstjórn og
hyggjast báðir hætta í lok þessa
kjörtímabils. Framhaldið skiptir
þá persónulega því ekki eins miklu
máli og hvorugur vill verða til þess
að um þá verði sagt, að þeir hafi
klofið vinstri meirihluta, loksins
þegar því marki var náð að fellá
Sjálfstæðisflokkinn.
Hlutur Sjafnar
Öðru máli gegnir með Sjöfn
Sigurbjörnsdóttur. Hún er að
byrja sinn feril sem borgarfulltrúi
og hefur alla hæfileika til að sitja
þar áfram, en gerir sér grein fyrir
því að til þess þarf hún að sýna
manndóm og sjálfstæði. Hún
hefur líka öðrum fremur orðið
fyrir yfirgangi Alþýðubandalags-
ins. Hún fann strax að fulltrúar
Alþýðubandalagsins í æskulýðs-
ráði, félagsmálaráði og stjórn
Kjarvalsstaða ætluðu að afgreiða
hana í eitt skipti fyrir öll sem
„núll og nix“ og fara sínu fram án
samráðs við hana. Það þoldi hún
ekki. Stolti hennar var ofboðið.
Það sem úrslitum réð um að hún
braust út úr búrinu er vafalaust
samstarfssamnings vinstri flokk-
anna að borgarfulltrúar Alþýðu-
bandalagsins skyldu ætla sér án
samráðs við hana að flytja tillögur
i málaflokkum, sem hún hafði
verið valin til að bera ábyrgð á, —
tillögur sem voru í andstöðu við
það, sem hún sjálf hafði haldið
fram.
Enginn vafi er á því að í hjarta
sínu var hún á móti sorphirðu-
gjaldinu, en með því að opinbera
andstöðu sína í borgarstjórn og
atlaga, sem gera átti að henni í
borgarstjórn s.l. fimmtudag um
æskulýðsmálin. Sem fyrr segir er
Sjöfn formaður æskulýðsráðs. Á
næst síðasta fundi borgarstjórnar
óskuðu Alþýðubandalagsmenn eft-
ir því að frestað yrði afgreiðslu á
tveim fundargerðum æskulýðs-
ráðs. Engar skýringr voru gefnar á
þeirri frestunarbeiðni. Þegar leið
að borgarstjórnarfundinum í síð-
ustu viku spurðist það út að
Alþýðubandalagsfulltrúarnir
hygðust bera fram tillögu í borg-
arstjórn um tvö mál, sem fjallað
var um í þessum fundargerðum.
Annað var um starfsemi Tónabæj-
ar, hitt var um útiskemmtanir á
vegum ráðsins. í báðum málunum
ætlaði Alþýðubandalagið að flytja
tillögur, sem gengu þvert á skoð-
anir, sem Sjöfn hafði sett fram í
Æskulýðsráði. Á þennan hátt
ætlaði Alþýðubandalagið að
beygja hana og lítillækka. Þetta
gat hún ekki sætt sig við — hún
taldi það í andstöðu við anda
jgreiða atkvæði gegn málinu var
hún um leið að sýna Alþýðubanda-
laginu að hún ætlaðist til þess að
samstarfssamningurinn yrði virt-
ur, ekki aðeins í fjármálum, heldur
líka í æskulýðsmálum. Hún vildi
sýna á táknrænan hátt, að það
voru ekki aðeins Adda Bára,
Sigurjón og Guðrún Helgadóttir,
sem ættu að ræða ferðinni, heldur
iíka fulltrúar Alþýðuflokksins.
Hún vildi sýna í verki það, sem
Björgvin Guðmundsson hafði
aldrei skilið. Þjónkun Björgvins
við Alþýðubandalagið var henni
greinilega ekki að skapi.
Hvar er samstarfið
á vegi statt?
Því fór sem fór. En nú spyrja
menn: Hvar er þetta samstarf á
vegi statt? Hvað gerist? Enginn
vafi er á því að brestur er kominn í
samstarfið. Ofan á þessa atburði
bætist mikil persónuleg óvild, sem
upp er komin milli Sjafnar og
Guðrúnar Helgadóttur. Guðrún
hefur alltaf verið frökk og kann
ekki að gæta tungu sinnar, og
þegar hún velur samstarfskonu
sinni úr Alþýðuflokknum heiti
eins og „fífl“, „heimsk kerling",
þannig að fjöldi manna hlustar á,
þá er ekki von að vel fari.
Vafalaust er mikill vilji hjá
öllum vinstri flokkunum að laga
þessa snurðu, sem komin er á
þráðinn. Sennilega tekst þeim það
a.m.k. um sinn, e.n þessir atburðir
gætu haft þau áhrif að meiri
jöfnuður komist á milli flokkanna
og að ægivaldi Alþýðubandalags-
ins linnti, en í því efni ræður að
sjálfsögðu miklu manndómur
Kristjáns og Björgvins — og meira
en það. Þeirra pólitíska framtíð er
í veði, ef þeir hafa þá áhuga á
henni.
í bókinni eru fjölmargar myndir og eru þær valdar í sem
nánustum tengslum við efni hvers kafla. í kaflanum um
bókmenntir er t.d. þessi mynd af Möðruvallabók sem dæmi um
hvernig skinnbók frá miðöldum lítur út. en hún er talin hafa
verið skrifuð um miðja 14. öld.
Þriðja bindi Sögu
Islands komið út
Hið íslenzka bókmenntafélag hefur sent frá sér
þriöja bindi Sögu íslands og er það að mestu helgað
stjórnmálasögunni frá 1262 til miðrar 14. aldar er
kristinn réttur Árna Þorlákssonar var lögfestur í
Hólabiskupsdæmi. Ritið skiptist í fjóra meginþætti:
Stjórnskipunarhugmyndir og stjórnarhættir til loka
hámiðalda, Lögfesting konungsvaldsins, Frá goða
kirkju til biskupakirkju og Saga bókmenntanna.
Ritstjóri Sögu íslands er Sigurður Líndal.
Stjórnskipunarhugmyndir
og stjórnarhættir til loka
hámiðalda eftir Sigurð Lfndal.
Þar er gerð stuttlega grein fyrir
þróun stjórnarhátta og stjórn-
skipunarhugmynda í Evrópu
fram til 1300 og leitazt við að
rekja tengsl þeirra við þróun
íslenzks þjóðfélags. Auk þess er
gerð tilraun til að skýra nokkur
grundvallarhugtök, sem máli
skipta svo sem: lénsskipulag,
aðall, lögstéttir og nokkur fleiri.
Annar þáttur ritsins nefnist
Lögfesting konungsvalds og er
hann eftir Björn Þorsteinsson
breytingum, sem verða á skipan
kirkjunnar á síðari hluta 13.
aldar og í byrjun hinnar 14. í
upphafi tímabilsins hafði kirkj-
an verið hluti hins veraldlega
þjóðfélags og að miklu leyti
undir stjórn veraldarhöfðingja
(goðanna), en í lok þess var hún
orðin sjálfstæð stofnun með
forræði fyrir eignum sínum,
eigið stjórnsýslu- og dómskerfi
undir yfirstjórn biskupa. Þess-
ari þróun fylgdu mikil átök,
einkúm um yfirráð yfir kirkju-
stöðunum, og er ýtarlega greint
frá þeim.
Höfundar efnis í Sögu íslands eru«
Sigurður Líndal, Björn Þorsteinsson, Magnús Stefánsson og
Jónas Kristjánsson.
og Sigurð Líndal. Þar er greint
frá stjórnarháttum norska
ríkisins, gerð grein fyrir Gamla
sáttmála 1262—64, endurskoðun
löggjafar 1271—81 og síðan lýst
stjórnskipan landsins. Loks eru
raktar deilur íslendinga við
norska konungsvaldið síðast á
13. og í upphafi 14. aldar.
Um 1320 er látið staðar numið
við atburðasögu, enda er þá
komin festa á þá stjórnskipun
og stjórnarhætti, sem síðan
stóðu margar aldir eins og fyrr
sagði. Loks er lýst árferði.
Þriðji þátturinn nefnist Frá
goðakirkju til biskupskirkju
og er eftir Magnús Stefánsson,
en Sigurður Líndal hefur fært
hann í íslenzkan búning. Þar er
ýtarlega lýst þeim gagngeru
Fjórði kaflinn er Saga
bókmenntanna eftir Jónas
Kristjánsson. Þar er fjallað um
Heilagramannasögur.
íslcndingasögur og
fslcndingaþætti, Langmestu
rúmi er varið til að gera grein
fyrir íslendingasögunum, en
talið er, að flestar þær merkustu
séu einmitt ritaðar á þessu
tímabili.
Ekki er fjallað um atvinnu-
vegi landsmanna í þessu bindi,
en þeim verða hins vegar gerð
rækileg skil í hinu næsta.
í bindinu eru fjölmargar
myndir þar af nokkrar í litum
og leitazt við að láta þær falla
sem bezt að efninu. Ennfremur
eru nokkur skipurit efninu til
skýringar.