Morgunblaðið - 14.12.1978, Síða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 1978
Frá lundi Hagsmunafélags hrossabænda sem haldinn var í Fáksheimilinu um helgina. Ljósm. Guðl.
TryKKVi Karlsson.
Eftir slysið á Sri Lanka:
Aðeins ein DC-8 þota
reyndist á sölulista
ÞEGAR eítir flugslysið á Sri
Lanka. þar scm Flugleiðir misstu
þotu af gerðinni DC-8-63. hófst
félagið handa um útvegun ann-
arrar vélar sömu tegundar. Sú
leit bar ekki árangur, að öðru
leyti en því, að það fréttist að
svissneska flugfélagið SATA
hefði eina slika vél til sölu.
Forráðamenn Flugleiða höfðu
þegar samband við söluaðila, en þá
kom í ljós að um þessa einu þotu
kepptu tuttugu flugfélög, og var
hún seld fyrir eitt hæsta verð sem
um getur fyrir slíka flugvél, eða
12,7 milljónir dollara, ásamt
nokkru af varahlutum.
Framangreindar upplýsingar
komu fram í ræðu Friðriks
Sophussonar alþingismanns á
Alþingi á þriðjudaginn, er hann
ræddi tillögu Ólafs Ragnars
Grímssonar um skipun þing-
mannanefndar til að rannsaka
Flugleiðir og Eimskip.
Hagsmunafélag hrossabænda:
Hyggst standa að prófmáli
um lögmæti útflutningsgjalds
Hagsmunafélag hrossabænda
hélt fyrir stuttu fund þar sem var
m.a. til umræðu skattlagning á
útflutning kynbótagripa. Var
samþykkt að leyfa stjórn hags-
munafélagsins að hefja málssókn
á hendur hinu opinbera fyrir
skattlagninguna.
Skattur þessi er 10% og er
lagður á hryssur er fluttar eru út
20 unglingar í skák-
ferð til Bandaríkjanna
í N/ESTU viku eða nánar tiltekið 22.
desember fara 20 börn og unglingar
úr nokkrum taflfélögum í landinu til
New York í Bandaríkjunum. þar sem
þau munu heyja keppni í skák við
handarísk börn. Eru fslenzku ungl-
ingarnir að endurgjalda heimsókn
handarískra unglinga um síðustu jól.
svokallaðra Collins-harna, en
leiðheinandi þeirra var Jack Collins.
Kvöldvaka Fé-
lags íslenzkra
rithöfunda
FÉLAG íslenzkra rithöfunda
gengst fyrir kviildvöku á Ilótel
Esju í kvöld og hefst hún kl.
20.30. Scx höfundar lesa úr
verkum sínum. sem nýkomin eru
út. Rithiifundarnir. sem lesa. eru
þeir Ármann Kr. Einarsson,
Anna Brynjólfsdóttir. Guðlaugur
Guðmundsson. Ilafliði Vilhelms-
son. Magnea J. Matthíasdóttir og
Þórir Guðbergsson. Auk félags-
manna er allt hókmenntasinnað
fólk velkomið.
sá sem kenndi Bobby Fischer að
tefla.
Með íslenzku unglingunum fara
nokkrir fullorðnir, þar á meðal
foreldrar sumra barnanna. Hópurinn
fer utan 22. desember og kemur aftur
2. janúar. Glæsilegar móttökur bíða
hópsins, m.a. mun Edward Coch,
borgarstjóri New York, hafa móttöku
fyrir hann.
En fleiri íslenzkir skákmenn verða á
faraldsfæti um hátíðarnar. Jóhann
Hjartarson teflir á heimsmeistara-
móti sveina, sem fram fer í Hollandi,
og mun hann reyna að verja heims-
meistaratitil Jóns L. Árnasonar.
Jóhann mun hafa aðstoðarmann með
sér. Jón L. Árnason teflir á móti í
Tékkóslóvakíu, sem honum var boðið
á. Sævar Bjarnason mun tefla á
Rilton-cup í Stokkhólmi en þangað fer
hann í boði Taflfélags Reykjavíkur, en
Sævar er nýbakaður haustmeistari
félagsins. Þá mun nýbakaður ungl-
ingameistari íslands, Róbert Harðar-
son, keppa á unglingamóti í Hallsberg
í Svíþjóð. Loks keppa tveir ungir
skákmeistarar á alþjóðlegu móti í
Bergen í Noregi, þeir Elvar
Guðmundsson og Jóhannes Gísli
Jónsson, en báðir eru 15 ára gamlir.
Brldge
Umsjón* ARNÓR
RAGNARSSON
Bridgedeild
Víkings
Tvímenningskeppni Víkings
lauk á mánudaginn og urðu
miklar sviptingar síðasta
kvöldið. Þeir Lárus og Sigurð-
ur, sem náð höfðu góðri for-
ystu, voru nú langt frá sínu
bezta og Kristín og Hjörleifur
gerðu sér lítið fyrir og skutust
upp í efsta sætið. Hörð barátta
var um þrjú efstu sætin og
munaði ekki nema 5 stigum á 1.
og 3. sæti. Hins vegar munaði
171 stigi á 1. pari og því sem
síðast varð í keppninni.
Ekkert verður spilað hjá
Víkingum fyrr en eftir hátíðar,
en sveitakeppni félagsins hefst
snemma í janúar. Þá er á
döfinni milliríkjakeppni við
Barðstrendinga eins og undan-
farin ár. Röð efstu paranna í
tvímenningskeppninni varð
þessi, skor paranna síðasta
keppniskvöldið innan sviga:
Hjörleifur Þórðarson og Kristín
Guðlaugsdóttir 1094 (185)
Ásgeir Ármannsson og Sigfús
Örn Árnason 1090 (198)
Guðbjörn Ásgeirsson og Magnús
Ingólfsson 1089 (208)
Lárus Eggertsson og Sigurður
Egilsson 1068 (148)
Ásgrímur Guðmundsson og
Guðmundur Ásgrímsson 989
(158)
Frá Bridgefélagi
Kópavogs
Þriðja umferð í Buttler-tví-
menningi félagsins var spiluð
fimmtudaginn 7. des.
Besta árangri náðu:
Vilhjálmur Sigurðsson —
Lárus Hermannsson 85
Ármann J. Lárusson —
Haukur Hannesson 79
Grímur Thorarensen —
Guðmundur Pálsson 77
Jón Hilmarsson —
Guðbrandur Sigurbergsson 75
Böðvar Magnússon —
Rúnar Magnússon 72
Jóhann G. Jóhannsson —
Kristján Sigurgeirsson 72
Fyrir síðustu umferð eru
þessir efstir í keppninni:
Grímur — Guðmundur 219
Vilhjálmur — Vilhjálmur 213
Barði — Júlíus 194
Ármann — Haukur 194
Jón H. — Guðbrandur 193
Magnús — Vigfús 182
Síðasta umferð verður spiluð
n.k. fimmtudag 14. des. og
verður það síðasta spilakvöld
félagsins fyrir jól.
og 20% á stóðhesta og kom fram á
fundinum óánægja meðal hrossa-
bænda um hana, þar sem þeir telja
hana ekki réttláta eða eðlilega.
Framsöguerindi fluttu Sveinn
Runólfsson landgræðslustjóri og
ræddi hann um beit hrossa á
afréttum og Agnar Tryggvason
sem ræddi um útflutningsmál
hrossa. Kom fram í máli hans að
hann teldi það nánast aðför að
hrossabændum ef leggja ætti á þá
skatt vegna þessa útflutnings.
Tillagan sem samþykkt var er
svohljóðandi: Aðalfundur Hags-
munafélags hrossabænda felur
stjórn félagsins að stuðla að því að
staðið sé að prófmáli um það hvort
standist gagnvart stjórnarskrá
landsins að innheimt sé útflutn-
ingsgjald af hryssum og stóðhest-
um, en tillöguna flutti Halldór
Gunnarsson.
Jólatónleikar á
Dalvík og Akureyri
Akureyri, 11. desember.
PASSIUKÓRINN og hljómsveit
Tónlistarskólans á Akureyri efna
til jólatónleika í Víkurröst á
Dalvík föstudaginn 15. desember
kl. 21 og í Akureyrarkirkju
sunnudaginn 17. desember kl.
20.30.
Á efnisskrá eru tvö verk,
Samkór Rangæinga
heldur aðventutónleika
SAMKÓR Rangæinga heldur
aðventutónlcika dagana 14.—16.
desember í Rangárvallasýslu og
Reykjavík. Verða þeir í Stórólfs-
hvolskirkju í dag. fimmtudag. 14.
desember og Oddakirkju föstu-
dagskvöld 15. dcsember og hefj-
ast tónleikarnir kl. 21.30 hvort
kvöld.
I Reykjavík mun kórinn sem
gestur Bústaðasafnaðar ásamt sr.
Halldóri Gunnarssyni í Holti,
flytja tónlist á samkomu í
Bústaðakirkju laugardag, 16.
desember, og hefst samkoman kl.
21.00.
Einsöngvarar með kórnum eru
Guðrún Ásbjörnsdóttir, Gunnar
Marmundsson og Sigríður Sig-
urðardóttir. Undirleikari verður
Anna Magnúsdóttir og stjórnandi
Friðrik Guðni Þórleifsson.
Auk þessa tónleika hefur Sam-
kór Rangæinga fyrirhugað að
halda tónleika í Akraneskirkju
laugardag, 30. desember.
Samkór Rangæinga, sem
stofnaður var fyrir tæpum fimm
árum, hefur sungið víða um Suður-
og Suðvesturland og einnig tekið
þátt í landsmóti blandaðra kóra.
Núverandi formaður kórsins er
Rannveig Baldvinsdóttir.
Brandenburgarkonsert nr. 5 eftir
J.S. Bach og Gloria í D-dúr eftir
Antonio Vivaldi, en í ár eru liðin
300 ár frá fæðingu hans.
Stjórnendur verða Michael
Clarke og Roar Kvam, einsöngvar-
ar Lilja Hallgrímsdóttir, Guðrún
Kristjánsdóttir og Þuríður Bald-
ursdóttir, en einleikarar Catherine
Campbell Frith, fiðla, Mark Frith,
þverflauta, Thomas Jackman,
píanó, Hjálmar og Sveinn Sigur-
björnssynir, trompet, Sigurlaug
Arngrímsdóttir, celló, og Helga
Hilmarsdóttir, orgel.
Aðgöngumiðar verða seldir við
innganginn. Sv. P.
Innlán í
stað útlána
ÞAU MISTÖK urðu í setningu í
grein Árna Johnsens um stöðu
útvegs í Vestmannaeyjum í fyrradag
að þar sem fjallað var um liðlega 6
milljarða króna útlán hjá útibúum
Útvegsbanka íslands á landinu í ár
átti að standa innlán. Þá misritaðist
einnig nafn Halldórs Guðbjarnason-
ar bankastjóra Útvegsbanka íslands
í Vestmannaeyjum. Er beðið velvirð-
ingar á mistökunum.
Orgeltónleikar
ANTÓNÍO D. Corveiras heldur
orgeltónleika í Keflavikurkirkju
í kvöld, 14. desember. kl. 20.30. Á
efnisskránni eru orgelverk eftir
ýmsa höfunda s.s. Czernozorsky,
Green. Couperin. Wesley, Holter,
Cabena og Messiaen.
Antonio starfar nú sem píanó-
og orgelkennari við Tónlistarskól-
ann í Keflavík og er jafnframt
organisti við Hallgrímskirkju í
Reykjavík. Hann hefur haldið
tónleiká víðs vegar um lönd, bæði í
Evrópu og Ameríku.
Dómkirkj-
an er opin
EINS og oft hefur verið á minnt,
þá cr Dómkirkjan opin alla virka
daga nema miðvikudaga kl. 9—5.
Nú hefur sú nýbreytni verið tekin
upp, að þegar ekki eru athafnir í
kirkjunni, þá er þar flutt, af
tónböndum um hátalarakerfi
kirkjunnar, kirkjuleg tónlist
ýmiss konar.
Þeim sem leið eiga um miðbæinn
þessa dagana er á þetta bent, en
þeim fer fjölgandi, sem velja sér
áningarstað í Dómkirkjunni stutta
stund, leita þangað inn úr hringiðu
hraða og lífsannar og sækja sál
sinni endurnæringu og styrk.
Forráðamenn kirkjunnar vænta
þess, að nýbreytni þessi reynist vel,
verði ánægjuauki þeim, sem í
kirkjuna sækja og mun þá fram-
hald á verða.
(Frá Dómkirkjunni).