Morgunblaðið - 14.12.1978, Page 27

Morgunblaðið - 14.12.1978, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 1978 27 Fr am leiðslur áðsf r u m varpið: Greiði frumvarp- inu ekki atkvæði — sagði formaður Alþýðubandalagsins LÍJÐVÍK Jósepsson, formaður þingfl. Alþýðubandalagsins, lýsti því yfir í umræðu á Alþingi að hann myndi ekki greiða stjórnarfrumvarpi um framleiðsluráð Iandbúnaðar, sem miðar að samdrætti í búvöruframleiðslu, atkvæði sitt. Þórarinn Sigurjónsson (F) taldi að frumvarpið óbreytt myndi leggja eggjaíramleiðslu í landinu niður og koma mjög illa við svínabú. Pálmi Jónsson (S) taldi ekki rétt að flaustra frumvarpinu af fyrir jól. Landbúnaðarráðherra og fleiri þingmenn töldu frumvarpið samið af bændum, fyrir bændur, sem mótaðgerð gegn vaxandi umframframleiðslu búvöru og 50% aukningarþörf útflutningsbóta. Efnisþræðir úr umræðunni verða lauslega raktir hér á eítir. Staðfesting á sjónar- miðum Alþýðuflokks Árni Gunnarsson (A) sagði frumvarpið horfa í rétta átt og að þingflokkur Alþýðuflokksins væri jákvæður gagnvart því. Raunar fæli frv. í sér staðfestingu á sjónarmiðum Alþýðuflokksins í búvörumálum, sem löngum hefðu þó sætt harðri gagnrýni. Alþýðuflokkurinn hefði lengi hent á þann vanda, sem nú ætti fyrst að fara að bregðast við. Miða ætti búvöruframleiðslu fyrst og fremst við neyzluþarfir innanlands. Raða þyrfti búgreinum eftir lands- háttum. Skapa þyrfti skilning milli stétta þjóðfélagsins, ekki sízt bænda og neytenda í þéttbýli. ÁG sagði þetta frv. samið af bændum — fyrir bændur. Rétt væri sagt hjá landbúnaðarráðherra að umframframleiðsla búvöru væri ískyggilegt vandamál. Birgðir mjólk- ur- og kjötvöru í landinu næmu nú frá 22—25 milljörðum króna í söluverðmæti. Flytja þyrfti Va kjöt- framleiðslu og 1/6 mjólkurvöru- framleiðslu út fyrir 25 til 50% grundvallarverðs. Fyrir smjörkílóið erlendis fengist ekki andvirði þess fóðurbætis, sem færi til framleiðslu þess. Þekkilegra hefði þó verið að koma á kvótakerfi, sem leitt hefði til 10% —15% magnminnkunar mjólkurafurða. Ákvæði þessa frv. yrðu ekki virk fyrr en 1980, þar eð efnaðri bændur væru þegar farnir að byrgja sig upp af fóðurbæti. Að því leytinu bitna ákvæði frv. harkalegar á efnaminni bændum, Spurði ÁG ráðherra, hvern veg brugðist yrði við kjötaukningu á markaði, sem sam- dráttur í bústofni (mjólkurvöru- framleiðslu) myndi leiða af sér (niðurskurð bústofns). Þá fagnaði ÁG að í C-lið 2. gr. frv. væri fyrirbyggt að þar tiltekin gjöld færu út í söluverð búvöru. Þá vék hann að innlendum fóðurbæti: grasmjöli, graskögglum og fiskmjöli, sem leysa ættu af hólmi innfl. fóðurbæti, sem numið hefði 3 milljörðum króna í gjaldeyri á þessu ári. Einnig vék hann að málum alifugla- og svína- búa, sem íþyngt væri. En frv. væri engu að síður spor í rétta átt og betra væri seint en ekki að viður- kenna vanda búvöruframleiðslunnar og snúast gegn honum. Frumvarp bændastéttarinnar Steíán Valgeirsson sagði hér á ferð frumvarp, sem bændastéttin sjálf hefði samið og óskað lögfesting- ar á, helzt fyrir jól. Það hefði þegar verið rætt á bændafundum, fengið efnislegt samþykki stéttarsam- bandsfundar — svo ekki þyrfti að tefja það af þeim sökum. Tillögur þær, sem PJ hefði kynnt, væri rangt að eyrnamerkja eyfirzkum bændum, enda ekki fengið samþykktarmeð- ferð. St. V. taldi og eðlilegt að í landinu væru 7—800 tonn osta, sem væri vara sem þyrfti að geymast áður en til sölu kæmi. Hins vegar væri það rétt að vandi mjólkurvöru- framleiðslunnar væri mestur í fram- leiðslumálum bænda. St.V lagði áherzlu á að frumvarp þetta fæli aðeins í sér heimildir til bændasamtaka, um að grípa til tiltekinna aðgerða, en ekki ákvörðun um, hver leið yrði endanlega valin. Menn skyldu ekki ganga þess duldir að fylgja hlyti nokkur tekjuskerðing bænda og raunar eignaupptaka. Magnminnkun mjólkurframleiðslu hlyti að fylgja hlutfallsleg hækkun framleiðlsukostnaðar. Samdráttur í landbúnaöi hlyti og að bitna á fólki í þéttbýli, er hefði atvinnu af þjónustu og úrvinnslu í tengslum við landbún- að og búvörur. St.V tók undir orð Pálma Jónsson- ar, þess efnis að efla þyrfti markaðs- leit fyrir búvöru, m.a. á ríkis- stjórnarplani. Þess væri þó vert að geta að ýmislegt hefði verið vel gert (markaðsnefndin) og að EBE-ríki girtu sig tollmúrum varðandi búvöruinnflutning og önnur lönd, s.s. Noregur, greiddu eigin framleiðslu verulega niður. Samkeppnisaðstaða væri því erfið. St.V sagði að ýmislegt þyrfti að laga í frv. Nefndi hann dæmi um tvö bú í Eyjafirði, jafn stór, annað þyrfti að greiða 600 þús. kr., hitt 1500 þús. kr. skv. frumvarpinu, bara vegna þess að rekstrarform þeirra væri mismunandi. Á öðru búinu teldist einn fyrir því, á hinu 3 (félagsbú). Þessu þyrfti að breyta. St.V sagði bændur hér sízt fá minni hlut af söluvöru búvöru en annarsstaðar. Hægt væri að afgreiða þetta mál á Alþingi fyrir jól, ef vilji stæði til, jafn vel það væri undirbúið. Styö ekki frumvarpiö, sagði Lúövík Lúðvík Jósepsson (Abl) sagði frv. þetta flutt að ósk Stéttarsambands bænda. Bændur fengu það vald, sem í frumvarpinu fælist. Erfitt er að greiða atkvæði gegn óskum Stéttar- sambandsins, þó ég sé ekki fyllilega ánægður með efni frumvarpsins, sagði hann. Eg er sammála Pálma Jónssyni um að vandi sauðfjárbúskapar sé ekki mjög mikill. Frumvarpið er villandi að því er þetta varðar. Kjötvöruframleiðslan hefur verið um 14.000 tonn mörg undanfarin ár, eða allt frá 1973. Hún fór nú í 15.400 tonn, m.a. vegna óvenjumikils fall- þunga og sökum þess að meira var skorið af fullorðnu fé, alls ekki vegna neins vaxtarkipps í framleiðslu- greininni. Aðeins 1/3 þessarar fram- leiðslu þarf að flytja út. Neyzluvenjur okkar hafa hins vegar breytzt, sagði Lúðvík. Hún var 10.662 tonn 1973. 1977 er hún komin niður í rétt um 9.000 tonn. Hún ræðst af kaupmætti. Niðurgreiðslur nú ættu að auka hana í u.þ.b. 10.000 tonn. Ekki er hægt að draga verulega úr þessari framleiðslu án þess að komi niður á bændum, að þeim fækki. Svo gæti farið að kjötvöruframleiðsla yrði orðin of lítil eftir 5 eða 10 ár. Og þá gæti orðið erfiðara að snúa fólki úr þéttbýli í sveitirnar á ný. Líta þarf á málin til lengri tíma. Ef sauðfjárframleiðsla yrði dregin sam- an um 1/3, hvað yrði þá um ullar- og skinnaiðnað okkar. Hann gaf um 6 milljarða í þjóðarbúið. Og þrátt fyrir allt fást um 3 milljarðar fyrir útflutt kjöt. Hvoru tveggja miðað við eitt ár. Samdráttur í sauðfjárbúskap bitnar á fólki er hefur atvinnu í tengslum við landbúnað. Ég er sammála Pálma Jónssyni, sagði Lúðvík, um að vandi mjólkur- vöruframleiðslunnar er miklu stærri. Þar þarf að beita hömlum, þó einnig sé gert of mikið úr þessum vanda. Það eru miklar sveiflur í þessari grein, eftir árferði, og oft hefur þurft að flytja mjólkurvörur milli landshluta. Ég er einnig sammála Pálma Jónssyni um, hér er fjallað um mjög ónákvæman skatt, sem vafasamt er að beita nema á sérstakan hátt. Hann á ekki að nota nema á umframframleiðslu. Skattur af því tagi, sem frv. greinir, kemur mjög misjafnlega niður. Ef árferði verður illt í einum landshluta, heyöflun lítil og léleg, er þá rétt að nýta þann vanda sem sérstakan skattstofn, vegna óhjákvæmilegra fóðurbætiskaupa? Hægt er að vísu að víkja frá reglum en getur verið vafningasamt. Ég dreg í efa rétt- mæti þess að fara þessa leið. Ég er andvígur þeim leiðum sem lagðar eru til í þessu frumvarpi, sem eru neyðarráðstafanir. Ég mun ekki greiða þessu frum- varpi atkvæði. En vegna þess að frv. er fram komið vegna sérstakra óska bændasamtaka mun ég hins vegar ekki greiða atkvæði gegn því. En ég sætti mig ekki við þær röksemdir sem þar hafa verið settar að hér sé ekki stefnt að fækkun bænda eða tekjuskerðingu hjá þeim. Það dæmi gengur ekki upp. Ef heimildir eru nýttar til að draga verulega úr framleiðslu, til að minnka útflutn- ing, verða bændur fyrir tekjufalli og leiðir til fækkunar þeirra. Það kostar líka peninga og tíma að byggja upp búsetu og atvinnutækifæri annars staðar fyrir þá, er nú lifa af búskap eða úrvinnslu búvara. Lúðvík sagði ekki hægt að afgreiða þetta stórmál á þeim fáu dögum sem eftir lifðu þingtímans fyrir jólahlé. Þakka frumvarpiö sem bóndi Páll Pétursson (F) sagðist þakka frumvarpið sem bóndi. Það væri flutt að óska bændasamtakanna. Ef slíkt frumvarp hefði verið fyrr samþykkt, t.d. þegar fyrrv. land- búnaðarráðherra hefði flutt hlið- stætt mál 1972, væri vandinn minni nú, sem við væri að glíma. Páll sagðist hafa átt von á annars konar málflutningi, bæði frá Pálma Jóns- syni og Lúðvík Jósepssyni. Lúðvík hefði átt að gera ríkisstjórninni grein fyrir framkominni afstöðu hans fyrr. Síðan ræddi Páll vanda umfram- framleiðslu, eins og hann blasti við, orsakir hans og afleiðingar. Frum- varpið gerði ekki ráð fyrir fjár- magnsflutningi frá bændum, heldur milli bænda, til hagræðingar í atvinnugreininni. Þetta frumvarp er tilraun til skipulagningar — miðað við aðstæður og staðreyndir. Bændur hafa lengi velt þessu máli fyrir sér og þetta frumvarp er niðurstaðan. Sjálfsagt má sitthvað að frumvarp- inu finna. En það er þó eina leiðin sem hægt var að ná breiðri samstöðu um, bæði meðal bænda og stjórn- málamanna. Þess vegna lýsi ég vonbrigðum mínum með afstöðu Pálma Jónssonar og Lúðvíks Jóseps- sonar. Hún kemur ekki heim og saman við afstöðu þorra bænda á undangengnum bændafundum. PPé sagði bændur um 4.500 talsins. Þeim má ekki fækka, sagði hann. Samdrátturinn verður að koma fram hjá stærri búum. Það eru hin stærri búin sem einkum nýta fóðurbæti og þau eru ekki endilega rekstrareiningarnar. Verðjöfnunar- gjald væri mun verri leið, sagði hann, en þá, er frv. gerði ráð fyrir. Einsdæmi í afstööu bænda Eggert Haukdal (S) sagði eins- dæmi að starfsstétt í þjóðfélagi okkar pantaði yfir sig skatta og skyldur, eins og frv. þetta gerði ráð fyrir. Beiðni bænda um frumvarp af þessu tagi sýndi að þeir gerðu sér grein fyrir vanda offramleiðslunnar. Ég dreg þó í efa að hinn almenni bóndi styðji þessar tillögur, enda leysa þær ekki þann vanda sem við er að glíma. Og það er hart að bændur, sem ekki hafa náð viðmiðunartekjum, þurfi að ganga á Páll Pétursson, Friðjón Þðrðarson. Lúðvlk Jðscpwton. Eggert Haukdal, Þórarinn Eiður Sigurjónaaon, Guðnason. Steingrímur Hermannsaon. undan með skattlagningu á sjálfa sig. Nær hefði verið að þingmenn ræddu um eins og 20% lækkun launa sinna — og gengju á undan með góðu eftirdæmi. Ég er andsnúinn þessu frumvarpi á ýmsa grein en mun gera tilraun til að hið jákvæða í því nái fram að ganga. Mér virðist sem frumvarpið dragi ekki úr framleiðslu. Hin stærri búin munu jafnvel bæta við sig til að borga skattinn og fóðurbætiskostn- aðinn. Fellt hefur verið niður úr frum- varpinu frá því sem 7-manna nefnd- in gerði tillögur um, varðandi fóðurbætisskattinn, þ.e. að miða við ákveðið magn á búfjáreiningu. Það hefði mátt skoða og hafa þá nógu háan skatt á umframmagni. I 2. gr. frv. er að finna einu leiðina í þessu máli sem haft getur áhrif, án þess að drepa allt í dróma: „Á sama hátt er framleiðendum heimilt að ákveða framleiðendum sérstakar verðbætur ef þeir draga úr fram- leiðslu sinni um ákveðinn hundraðshluta . ..“ Þetta þýðir m.ö.o. að nýta megi útfl.bætur til að koma á ákveðinni framleiðslurýrn- un, t.d. í mjólkurbúskap. Þetta er hin svokallaða bandaríska leið. Með henni væri e.t.v. hægt að leysa vandann á stuttum tíma. Þetta gæti gilt í 3 til 5 ár, eftir tíðarfari og öðrum aðstæðum. Aðalatriðið er að það fé, sem til landbúnaðar er varið, sé nýtt á skipulegan hátt til að leysa aðsteðjandi vanda, um leið og hagsmuna bænda er gætt, elztu atvinnustéttar þjóðarinnar, sem varðveitt hefur menningu, sögu og frelsi þessarar þjóðar okkar. Vandann víöa aö finna. Friðjón Þórðarson (S) sagði rekstrarvanda víða að finna í þjóðfélaginu. Vandinn í sjávarútvegi og iðnaði, svo dæmi væru nefnd, væri einnig til staðar. Vandi land- . búnaðar væri hluti af sameigin- legum vanda íslenzks þjóðar- búskapar. Dæmi væri um að bændur hefðu neyðst til að stækka umfang framleiðslu sinnar beinlínis til að mæta verðlagsþróun í rekstrarliðum búskapar. FÞ ræddi almennt um vanda búrekstrar í landinu og taldi, að of ör framleiðslusamdráttur myndi bitna á fleirum en bændum, ekki sízt þeim, er afkomu byggðu á þjónustu við bændur og úrvinnslu búvöru, en þeir væru fjölmargir í þéttbýli. FÞ sagði frv. byggt á tillögum 7-manna nefndar og að það væri rækilega undirbúið. Óskir bænda- samtaka lægju að baki því. Þeir hefðu viðurkennt vandann, sem við væri að glima. Óhjákvæmilegt væri að taka óskir þeirra til gaumgæfi- legrar athugunar, þó fara þyrfti með allri gát í jafn viðamiklu og viðkvæmu máli sem hér um ræddi. Eggjaframleiðsla legöist niöur Þórarinn Sigurjónsson (F) gerði m.a. nokkrar athugasemdir við frumvarpið. Hann taldi fóðurbætis- skattinn hitta eggjabúskap rðjög illa. Annað tveggja hlyti að gerast, ef frv, yrði samþykkt, að þessi skattur kæmi fram í hækkuðu eggjaverði — eða eggjaframleiðsla legðist niður. Hliðstæðu máli gegndi um svínabú, en svínakjöt væri vaxandi neyzlu- vara og úrvin sluvara í matvæla- iðnaði. Sagði hann þessar búgreinar myndu mótmæla þessum ákvæðum frumvarpsins mjög harðlega. Vandinn að hluta viöurkenndur Eiður Guðnason (A) sagði að með þessu frumvarpi væri vandi land- búnaðarframleiðslunnar að hluta til viðurkenndur. Þeir flokkar, sem ráðið hefðu ferð í landbúnaði, hefðu verið seinir til í því efni. Nú hefðu bændur sjálfir tekið af skarið með óskum um flutning þessa frumvarps. Hér væri hvorki um einfalda né auðvelda lausn að ræða, en frv. væri spor inn á réttar brautir. Eiður taldi að Lúðvík hefði einfaldað málin og gert of lítið úr vandanum. 5000 tonna umframfram- leiðsla kjöts væri ekki smámál. Að vísu væri rétt að verð hefði áhrif á neyzluvenjur — en staðreynd væri engu að síður að fólk hefði tamið sér meiri fjölbreytni í neyzlu kjöts en áður. Alþýðubandalagið hefði hvatt bændur til þess að framleiða meira — í kosningabaráttunni í vor — það myndi sjá um neyzluaukningu. Spurði Eiður, hvort Lúðvík hygðist lögbinda hvað fólk legði sér til munns. Eiður tók undir að umfang ríkis- búa væri allt of mikið og ætti að takmarka við brýnustu nauðsynjar rannsóknarstarfs í búgreinum. Hann áréttaði að frv. þetta væri frá bændum sjálfum komið, að það væri réttmæt viðurkenning á aðsteðjandi vanda og fæli í sér aðgerðir, er miðuðu í rétta átt. Afstaða Lúövíks kemur á óvart Steingrímur Hermannsson land- búnaðarráðherra sagði að afstaða Lúðvíks kæmi sér mjög á óvart. Hann hefði áður tjáð sér að þingflokkur Alþýðubandalagsins myndi styðja þetta stjórnarfrum- varp, þótt gera myndi nokkrar athugasemdir. Frumvarpið væri flutt að beiðni bænda. Sjálfur hefði hann getað hugsað sér ýmislegt í því á annan veg. En þetta væri sam- komulagsfrumvarp, sem Stéttarsam- band bænda, stjórn Búnaðarfélags, Framleiðsluráð og bændafundir hefðu fjallað um. Ráðherra tók undir það hjá Páli Péturssyni (F) að vandinn hefði verið minni nú, ef hliðstætt frv. frá árinu 1972 hefði þá verið samþykkt. Ráðherra sagðist viðurkenna að vandinn væri verulega minni í sauðfjárbúskap en mjólkurbúskap. Þess væri þó að geta að útflutningur hefði aukist úr 26% heildarfram- leiðslu kjöts 1976 í 35% í ár. Það væri þó ekki höfuðvandinn, heldur hitt, að áður hefði fengist allt að 80% framleiðslukostnaðar á erlendum markaði en nú aðeins 42%. Ráðherra vitnaði til bændafunda, er hann hefði haldið, og 800 manns hefðu sótt. Þorri bænda á þessum fundum hefði verið samþykkur frumvarpinu, sem byggt væri í aðalatriðum á tillögum 7 manna nefndar. Ráðherra sagði rétt að íhuga ábendingar um skatt á framleiðslu umfram ákveðinn kvóta, svo og um samdrátt hjá ríkisbúum. Staðreyndin væri að útflutnings- bótaþörf hefði aukizt um 50%. Vandinn hefði því vaxið, þótt sumir gerðu lítið úr. Því væri rétt að grípa til mótaðgerða, sem bændur hefðu sjálfir náð samstöðu um. Sá væri tilgangur þessa frumvarps.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.