Morgunblaðið - 14.12.1978, Side 30

Morgunblaðið - 14.12.1978, Side 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 1978 Sidney Sheldon Samgöngu- mál hafi forgang í skýrslu um könnun á jafnrétt- ismálum er kafli, sem fjallar um forgangsröðun á verkefnum í bæjarfélaginu. Þeir málaflokkar, sem meðal annars er spurt um eru: Samgöngumál, verklegar fram- kvæmdir, (holræsi, hitaveita, o.fl) hafnarmál, skipulags- og umhverf- ismál, dagvistunarmál, fræðslu- mál heilbrigðismál, atvinnumál o.fl. ofl. Þar má m.a. sjá að 25,8% karla á aldrinum 20—24 ára í Kópavogi, telja að samgöngumál eigi að vera verkefni no. 1 en 35,6% kvenna telja samgöngumál no. 1. Sem verkefni no. 2 í Kópavogi vilja 40,5% kvenna á aldrinum 20 — 24 ára hafa dagvistunarmál, en 6,4% karla á sama aldri setja þau í annað sæti á framkvæmda- listanum. vero Kr. d.duu Stödnunareinkenni í málmiðnaði í Reykjavík IILUTUR Reykjanessvæðisins í þorskafla landsmanna hefur dregist saman um þriðjung á síðasta áratug og hnignun blasir við málmiðnaði í höfuðborginni og e.t.v. víðar á svæðinu segir m.a. í' kaflanum um atvinnumál f Árbók Reykjavíkur 1978. þar sem borgarhagfræðingur hefur tekið saman upplýsingar og töflur. Þar er sérstakur kafli um athugun á málmiðnaði í Reykjavík og nágrenni, sem hefst þannig: „Nýlegar athuganir á þróun at- vinnulífs í Reykjavík og annars staðar á höfuðborgarsvæðinu hafa leitt í ljós stöðnunareinkenni málmiðnaðar í heild á svæðinu, en umtalsverðan vöxt hans úti á landi á sama tíma. Borgarstjórn hefur þegar lýst vaxandi áhyggjum sínum vegna þessarar þróunar, enda hefur málmiðnaður verið meðal mikilvægustu atvinnu- greina Reykvíkinga um langt skeið. Ýmsum getum hefur verið að því leitt, hver sé meginskýringin á þessari þróun. Tæpast leikur vafi á því, að hana má í veigamiklum atriðum rekja til byggðastefnu ríkisvaldsins og þess samdráttar í sjávarútvegi á höfuðborgarsvæði, sem henni hefur fyigt á síðustu árum.“ Hins vegar þótti nauðsynlegt að kanna eftir föngum umhverfi vélsmiðjureksturs í Reykjavík og nágrenni og leita skýringa á þeim hluta vandans, sem ekki verður rakinn til byggðastefnu. Hefur Leifur E.vsteinsson, viðskiptafræð- ingur, skrifað ritgerð um þá könnun. Könnunin náði til 36 vélsmiðja, sem alls veittu um 780 manns atvinnu í júlí og ágúst 1977. Af þessum fjölda unnu um 600 á verkstæðum fyrirtækjanna, en 180 við önnur störf. Um helmingur virðist fást við viðgerðir, 30%. við pantanafram- leiðslu og frumsmíði, 15% við framleiðslu til birgða. og 5% fáist við uppsetningu og samsetningu framleiðslu eða umboðsvara. í kaflanum kemur fram ýmislegt fróðlegt, t.d. fáir nemar eru í plötusmíði og rennismíði, auk þess sem tæknifræðingar eru fáir. Og svo annars staðar sé drepið niður, að því stærra sem fyrirtækið er, því betri nýting á vélum. • Samdráttur f skipaviðgerðum. Þá er í skýrslunni kafli um skipaviðgerðir reykvískra vél- smiðja 1976 og 1977. Upplýsingar eru fengnar úr bókhaldi 10 reyk- vískra vélsmiðja og vélaverkstæða, sem talið var að hefðu framkvæmt flestar þær véla- og plötuviðgerðir fyrir skip, sem unnar voru í Reykjavík á þessum árum. A vegum vélsmiðjanna 10 voru unnar alls um 372 þús. klst. í skipaviðgerðum árið 1976, en 329 þús. klst. árið 1977. Lætur nærri að hér sé um að ræða heildar- vinnumagn vélsmiðja í Reykjavík í skipaviðgerðum. Þannig virðist viðgerðarmagn í skipaviðgerðum hafa dregist saman' um 11,5% milli þessara tveggja ára. Vitað er að mun fleiri viðgerðir voru unnar af þessum fyrirtækjum fyrir fáum árum, þrátt fyrir að engar tölur liggi fyrir í þeim efnum. Miðað við að hver starfsmaður skili 2500 vinnustundum á ári (yfirvinna 25% ) virðast um 150 manns hafa unnið að skipavið- gerðum hjá þessum fyrirtækjum árið 1976, en um 130 menn árið 1977. Velta vélsmiðjanna vegna skipaviðgerða var um 606 m.kr. árið 1976 en 757 m.kr. árið 1977. í krónutölu jókst veltan því um 25%, en sökum þess að viðgerðar- magnið dróst saman um 11,5%, jókst veltan á hverja vinnustund um 36,5% í kaflanum um skiptingu við- gerðarmagns kemur í ljós að þegar á heildina er litið virðist sem 71% þeirra skipa, sem gert var við í Reykjavík á árinu 1976, séu gerð út frá Reykjavík. Það virðist því að markaður vélsmiðjanna sé nokkuð staðbundinn. Lítið um r júpu í Mývatnssveit atuuiL. í sþeglinum Þessir sérstæðu hæfileik- ar Sheldons njóta sín vel í nýju skáldsögunni hans „ANDLIT í SPEGLINUNI “, því hér heldur hann spennunni líka fram á síð- ustu blaðsíðu. Þetta er sagan um Toby Temple, skemmtilegasta, auðug- asta og dáðasta gaman- leikara sem um getur. En þrátt fyrir sjónvarps- og kvikmyndafrægð, auð og völd, þá er Toby mjög ein- mana . . . þar til hann kynnist Jill Castle, hinni fögru og ómótstæðilegu ungu leikkonu sem dreymir um stjörnufrægð í kvikmyndum — en býr yfir ægilegu leyndarmáli. Ástin blossar upp, sam- band þeirra verður æ ástríðuþrungnara, en hver verða viðbrögðin þegar hið ægilega leyndarmál kemur fram í dagsijósið? Þessi ástarsaga er þrung- in hrollvekjandi spennu sem heldur lesandanum hugföngnum allt til óvæntra söguloka. Mývatnssveit 11.12. FLESTUM þeim. sem farið hafa til fjalla hér og gengið til rjúpna. ber saman um að ekki hafi áður sézt eins lftið af rjúpu og nú. Vitað er þó að hér um slóðir er mjög gott rjúpnaland, enda segja margir frá mikilli rjúpu hér fyrr á árum. Undanfarin ár virðist rjúpunni hafa fækkað jafnt og þétt. Fróð- legt væri að heyra álit fuglafræð- inga hvers vegna rjúpunni hefur fækkað svo mjög hér sem raun ber vitni. Er stofninn kannski í yfirvofandi hættu og hver er þá meginástæðan? I gær var farið í eftirleit á svokölluð Norðurfjöll. Ekið var í bílum um þetta svæði og má það teljast einsdæmi á þessum árs- tíma. Þarna fundust 3 lömb, 2 voru úr Mývatnssveit og 1 úr Aðaldal. Öll litu lömbin vel út. Útför Mörtu Jónsdóttur frá Álftagerði í Mývatnssveit var gerð frá Skútustaðakirkju sl. föstudag að viðstöddum fjölmenni. Sóknar- presturinn, sr. Örn Friðriksson, j«*ðsöng. JVIarta var fædd á Geirastöðum 13. marz 1890. Foreldrar hennar voru Ingibjörg Björnsdóttir og Jón Marteinsson. Árið 1912 hélt Marta til Reykjavíkur og hóf nám í Ljósmæðraskólanum. Að námi loknu var hún ljósmóðir í Skútu- staðahreppi frá 1915—1922, síðan var hún ljósmóðir á Húsavík í fjölmörg ár. Hún var vel látin af öllum sem henni kynntust, farsæl í starfi og talin sérstaklega barn- góð. Marta eignaðist hlut í jörð- inni Bjarnarstaðir hér í sveit og átti þar heimili um tíma. Síðan flytur hún í Álftagerði. Síðustu árin dvaldi hún á sjúkrahúsinu í Húsavík þar sem hún andaðist 1. þessa mánaðar. Kristján. Það er engin tilviljun, að skáldsagan fram yfir miðnœtti eftir Sidney Sheldon varð metsölubók um allan heim, því Sheldon kann þá list að gera sögur sínar svo spennandiað lesand- inn stendur því sem næst á öndinni þegar hámark- inu er náð.. . .

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.