Morgunblaðið - 14.12.1978, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 1978
35
Sigurjón Hafdal
Guðjónsson
Þegar við í dag kveðjum félaga
okkar og vin, Sigurjón Hafdal
Guðjónsson, „Dalla“ eins og hann
var ávallt kallaður af vinum hans,
er margt sem kemur upp í hugann.
Leiðir okkar lágu saman í Sund-
deild Ármanns árið 1950. Var
hann þá í mörg ár búinn að vera
þar í fremstu röð sem bringusund-
maður og þá einnig orðinn stoð og
stytta hins frækna sundknatt-
leiksliðs félagsins. Þegar ég hóf
keppni með liði félagsins, fannst
mér Dalli vera orðinn hálfgerður
„karl“ í sundinu og hann hlyti að
fara að hætta keppni. En það var
nú öðru nær. Leikgleði og kunn-
átta hans var einstök. Var það
góður skóli fyrir okkur sem yngri
voru að fá að æfa og keppa með
honum. Oft var hart barist bæði í
keppni og á æfingum og hrósuðum
við þá happi að leika heldur með
honum en á móti, því að var
engvar vægðar að vænta þar sem
honum var að mæta.
Fyrirliði Ármannsliðsins var
Dalli í mörg ár og fórst það vel úr
hendi, enda vann hann það afrek,
sem enginn íslenzkur íþróttamað-
ur hefur enn náð, en það var að
verða 25 sinnum Islandsmeistari í
sömu íþróttagreininni og sennilegt
að það Islandsmet verði seint
slegið.
En Dalli var ekki aðeins félagi
okkar í leik. í daglega lífinu var
hann ávallt fús að rétta okkur
hjálparhönd og var þá sama
hamhleypan og í íþrótt sinni. Ég
veit að við erum margir sundfélag-
arnir, sem í dag látum hugann
reika til gömlu daganna og þökk-
um við honum allar samveru-
stundirnar af heilum huga. innilegustu samúðarkveðjur og
Við félagar í Sunddeild Ár- biðjum góðan Guð að blessa
manns sendum eiginkonu hans, minningu góðs vinar.
börnum og öðrum ástvinum, okkar Pétur Kristjánsson.
+
Þökkum auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og jaröarför
SIGURÁSTAR G. NÍELSDÓTTUR,
Laugavagi141,
Kari Guömundaaon
Guömundur Guðmundaaon
Stoinn Guðmundaaon
Maraibil Guömundadöttir.
t
Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra sem sýnt hafa okkur samúö og
vinarhug viö andlát og jaröarför elsku litlu dóttur okkar og systur
JENNÝJAR BÁRU
Sigríöur Þoratoinadóttir
Guölaugur Jónaaon
Vaktía Guðlaugadóttir
-raunhæfir möguleikará aðiækka byggingarkostnað
Við bjóðum húsbyggjendum nýjung sem
lækkar byggingarkostnað:
Steypumót úr áli og vatnsþéttum krossvið
svo létt og meðfærileg að einn maður
getur auðveldlega slegið upp fyrir heilli
hæð. Stærsta einingin 0.6x2.7 m vegur
aðeins 29 kg. Annar ávinningur felst í
fljótlegri samsetningu vegna handhægra
tenginga, auðveldri hreinsun mótanna og
að óþarft er að múra veggina vegna þess
hvað flekarnir eru sléttir og falla þétt
saman. Kerfið býður einnig upp á
auðvelda leið til að festa vinnupalla sem
notaðir eru þegar steypt er. Mismunandi
flekastærðir og hinar handhægu
tengingar gera kleift að nota álformmótin
fyrir hinar ólíkustu byggingar: einbýlishús,
raðhús, parhús, stigahús sem iðnaðarhús.
Kerfið er sænskt og hefur gefið góða raun
víða um heim. Notkun þess er nú hafin
hér á landi, m. a. við smíði 14 húsa í
Seljahverfi fyrir Byggingasamvinnufélagið
Vinnuna.
Þjónusta tiíboó
Við bjóðum fjölbreytta þjónustu:
Leigu á mótum, tilboð í að gera hús
fokheld eða tilboð í hina ýmsu verkþætti,
s. s. verkfræði- og teiknivinnu, jarðvinnu,
mótauppslátt, pípulagnir, raflagnir og
múrverk. Sé allt verkið á einni
hendi tryggir það hámarks hraða og
hagkvæmni í framkvæmdum.
Höfum vana menn og tilboðin gerum við
yður að kostnaðarlausu.
Leitið nánari upplýsinga sem fyrst.
byrg
i
H FANNBORG 7, KÓPAVOGI
F SÍMI: 43307